Sæstrengur milli Íslands og Bretlands?

David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu sæstrengsmálin þegar sá fyrrnefndi kom í heimsókn á dögunum.
David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu sæstrengsmálin þegar sá fyrrnefndi kom í heimsókn á dögunum.
Auglýsing

Það stytt­ist í að vinnu­hópur skip­aður af Sig­mundi Dav­íði Gunn­laugs­syni og David Cameron skili nið­ur­stöðu varð­andi hugs­an­legt verð og magn á orku sem myndi vera flutt í gegnum sæstreng frá Íslandi til Bret­lands. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér kostum og göllum þess­arar fram­kvæmd­ar.

Í októ­ber síð­ast­liðnum birt­ist í breskum blöðum grein undir fyr­i­s­ögn­inni „Icelandic volcanoes could power Brit­ish homes“ eða „Ís­lensk eld­fjöll gætu gefið breskum heim­ilum raf­magn“. Greinin birt­ist í kjöl­far fundar David Camer­ons og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar fyrir ráð­stefn­una Northern Fut­ure Forum sem haldin var á Íslandi í byrjun októ­ber 2015. Eftir fund­inn var skip­aður vinnu­hópur til að finna út verð og magn á raf­orku sem gæti verið seld í gegnum sæstreng. Búast má við nið­ur­stöðum frá vinnu­hópnum nú í mars. Sig­mundur Davíð setti þann fyr­ir­vara á hugs­an­leg við­skipti, að ef sam­komu­lag næð­ist  mætti raf­magns­salan ekki hafa áhrif á raf­orku­verð til almenn­ings. Við­ræður um sæstreng milli land­anna tveggja hafa verið í gangi síðan 2012. Bretar hafa sýnt því mik­inn áhuga að fá að tengj­ast Íslandi og geta þannig hækkað hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­bú­skap sín­um.  Nú í jan­úar hitti Ólafur Ragnar Gríms­son full­trúar Atl­antic Superconn­ect­ion Cor­poration til að ræða um sæstreng milli Íslands og Bret­lands.

Græn orka á bresk heim­ili

Evr­ópu­sam­bandið setti sér metn­að­ar­full mark­mið í orku­málum árið 2007. Mark­miðið felur í sér að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í álf­unni upp í 20% fyrir árið 2020.  Mark­miðið hefur gert það hag­stæð­ara að selja end­ur­nýj­an­lega orku á milli landa. Mörg ríki hafa náð mark­mið­inu en nokkur ríki eru enn í erf­ið­leik­um. Bret­land þeirra á meðal. Bretar hafa því hafið við­ræður við Norð­menn og Íslend­inga um kaup á end­ur­nýj­an­legri raf­orku til að ná mark­mið­inu sem þeir settu sér um að vera með 15% end­ur­nýj­an­lega orku í orku­kerfum sínum fyrir árið 2020. 

Auglýsing

Norð­menn hafa þegar tengst Hollandi og Dan­mörku í gegnum sæstrengi. Þessi við­skipti eru Norð­mönnum arð­bær og þeir hafa hafið við­ræður við Þýska­land og Bret­land um sæstrengi til beggja land­anna. Lík­legt má telja að sæstrengur milli Nor­egs og Bret­lands verði lagð­ur; hann yrðium 730 km langur og kæm­ist í heims­meta­bækur sem lengsti sæstrengur í heimi. Sæstrengur milli Íslands og Bret­lands yrði tölu­vert lengri, eða um 1200 km. 

Jákvæð reynsla Norð­manna af þessum við­skiptum virð­ist vera hvatn­ing fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki, eins og Lands­virkj­un, að leggj­ast í svip­aðar aðgerðir á Íslandi. Norð­menn hafa fengið tekjur í rík­is­kass­ann, orku­fyr­ir­tækin högn­uð­ust og skatt­byrði á almenn­ingi minnk­aði. Vonin er að hið sama ger­ist á Ísland­i. 

Svarar ekki nema litlum hluta af raf­orku­þörf Breta

SæstrengurMeð því að tengj­ast Íslandi um raf­orku­streng kom­ast Bretar skrefi nær því að ná mark­miði sínu. Eins og Íslend­ingar myndi þeir þó þurfa að leggj­ast í tölu­verðar fjár­fest­ingar fyrir streng­inn. Til dæmis er gert ráð fyrir að það þurfi að efla raf­orku­kerfið í Bret­land enn frekar til að koma raf­orkunni til skila. 

Sæstrengur frá Íslandi gæti aðeins upp­fyllt lít­inn hluta af raf­orku­þörf Breta. Atvinnu­vega­ráðu­neytið fékk Environ­ice, fyr­ir­tæki sem veitir ráð­gjöf um umhverf­is­mál og sjálf­bæra þró­un, til að gera greina­gerð um um umhverf­is­mál tengd sæstrengn­um. Í greina­gerð­inni segir að sú raf­orka sem hægt væri að flytja gegnum sæstreng­inn myndi í  mesta lagi upp­fylla um 10% af heild­ar­raf­magns­þörf Breta og það sé rausns­ar­lega áætl­að.

Hag­stætt að selja græna orku

Sæstrengur hefur verið til umræðu í meira en hálfa öld. Það hefur hins vegar ekki verið tækni­lega mögu­legt eða arð­bært að leggj­ast í svona stóra fram­kvæmd fyrr en nýlega. Lands­virkjun hefur hvatt mjög til þess að sæstrengur verði lagður milli Bret­lands og Íslands. Fyr­ir­tækið sér hag sinn í því að geta selt umframorku úr íslenska orku­kerf­inu til ann­arra landa á betra verði. Einnig myndi opn­ast á mög­leik­ann á upp­bygg­ingu vind­orku­vera. Lands­net sér hag í sæstreng líka, þar sem auð­veld­ara yrði að fjár­magna end­ur­bætur á raf­orku­flutn­ings­kerf­inu inn­an­lands. Til­lögur að því hafa legið fyrir í nokkurn tíma.

Árið 2013, þegar við­ræður voru komnar í gang um sæstreng milli Íslands og Bret­lands, sagði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, að Bretar væru til­búnir að borga vel fyrir græna orku. Sam­kvæmt skýrslu frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu, unn­inni af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, kemur fram að hugs­an­legt raf­orku­verð í Breta­landi árið 2030 yrði 94-130 evrur fyrir MWst. Sem er tölu­vert hærra en fæst fyrir raf­ork­una inn­an­lands. 

Verði af sæstreng er áætlað að hann geti flutt700-900 MW til Bret­lands. Til sam­an­burðar fram­leiðir Kára­hnjúka­virkjun 690 MW. Lands­virkjun gerir ráð fyrir að þurfa að virkja eitt­hvað til að koma til móts við meiri orku­þörf.

Sterkara flutn­ings­kerfi og bættur þjóð­hag­ur 

Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins að sæstrengur myndi hafa veru­leg áhrif á efna­hags­kerfi lands­ins. Meðal ann­ars yrði tíma­bundið meiri atvinna í boði á meðan á upp­setn­ingu stend­ur. Eftir fram­kvæmdir myndi þurfa mann­afla til að við­halda nýjum raf­línum og starfs­fólk við umbreyti­stöð. Fram­kvæmdir sem þyrfti að leggj­ast í eru virkj­an­ir, lagn­ing nýs raf­orku­flutn­ings­kerfis og fram­kvæmdir við umbreyti­stöð þar sem streng­ur­inn kæmi á land. 

Þrátt fyrir að nokkur óvissa ríki um orku­verð í fram­tíð­inni lítur út fyrir að verð á end­ur­nýj­an­legri orku muni hækka. Miklu betra verð feng­ist fyrir raf­orku sem seld yrði úr landi en fyrir raf­orku sem seld er í t.d. stór­iðju. Ísland gæti selt umframorku úr orku­kerf­inu á mjög hag­stæðu verði. 

Raf­magns­flutn­ings­kerfið þarf að end­ur­bæta, sama hvar streng­ur­inn kæmi á land. Meira þyrfti að bæta flutn­ings­kerfið ef streng­ur­inn kæmi á land á Aust­fjörðum en minna ef hann kæmi á land á Suð­ur­land­inu. Raf­magns­flut­ings­kerfið inn­an­lands myndi því verða miklu örugg­ara og áreið­an­legra fyrir almenn­ing. 

Síð­ustu ár hefur Lands­net bent á að það þurfi að efla raf­orku­flutn­ings­kerfið hvort sem verður af sæstreng eða ekki. Þannig væri hægt að slá tvær flugur í einu, efla raf­orku­kerfið og að lokum fá arð í gegnum sæstreng­inn þegar hann kæm­ist í notk­un. Núver­andi flutn­ings­kerfi stenst ekki mesta álag ef kæmi til nátt­úru­ham­fara eins og flóða á Suð­ur­landi er hætta á að það stæð­ist ekki álagið og það myndi hafa stór­vægi­legar afleið­ingar fyrir almenn­ing og stór­iðj­ur.

David Cameron við Alþingi

Einnig segir í skýrsl­unni „á móti kemur að ef t.d. hluti af ábat­anum af sölu raf­orku um sæstreng­inn verður not­aður til rann­sóknar og þró­unar í raf­orku­fram­leiðslu gæti það leitt til auk­ins fram­boðs á raf­orku í fram­tíð­inni og þar af leið­andi leitt til minni hækk­unar á raf­orku­verði inn­an­lands“. Jón Steins­son hag­fræð­ingur bendir á í grein í Frétta­blað­inu 14. nóv­em­ber 2014 að með sæstreng væri hægt að flytja inn ódýra orku til Íslands. „Raf­magn fæst nán­ast ókeypis að nóttu til í Bret­landi. Ástæða þessa er að það svarar ekki kostn­aði að slökkva á kjarn­orku­verum og kola­orku­verum á nótt­unni og vind­orku­ver fram­leiða raf­magn jafnt að nóttu sem á degi. Þar sem eft­ir­spurn er minni en fram­boð á nótt­unni fellur verðið á raf­magni niður undir núll (og stundum niður fyrir núll).“

Óvissa um verð á raf­orku

Sam­an­burður við Norð­menn í orku­sölu um sæstreng hefur verið gagn­rýndur þar sem raf­orku­kerfi þeirra er mjög frá­brugðið íslenska raf­orku­kerf­inu. Ávinn­ingur Íslend­inga þyrfti ekki að vera jafn mik­ill og hjá Norð­mönn­um. Sem dæmi um auk­inn ávinn­ing þeirra er að Norð­menn eiga streng­inn sjálfir í félagi við mót­töku­land­ið. Svo verður ekki raunin um íslenska streng­inn, ef svo fer sem horfir í yfir­stand­and­andi við­ræð­um. Hann yrði alfarið í eigu erlendra aðila og Ísland þyrfti að borga leigu fyrir afnot á hon­um. 

Auk­inn þrýst­ingur í hag­kerf­inu vegna lána fyrir fram­kvæmdum myndi auka líkur á verð­bólgu og vaxta­hækk­un­um. Jákvæð áhrif eru  háð því hve mikið vextir muni hækka; ef þeir hækka mjög mikið gæti það leitt til þess að smærri fyr­ir­tæki veigri sér við að taka lán. Þannig gæti smærri fjár­fest­ingum fækkað á meðan verið er að leggja streng­inn og end­ur­bæta raf­orku­flutn­ings­kerf­ið. Það er ekki þjóð­hags­lega arð­bært til skamms tíma lit­ið. 

Fjár­fest­ing í sæstreng getur skilað þjóð­hags­legum arði ef það væri öruggt að arð­ur­inn kæm­ist alla leið  inn í hag­kerf­ið. Sam­kvæmt skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands er það hins vegar ekki öruggt, þar sem það mun þurfa að við­halda strengnum og öllum kerfum í kringum hann eftir að hann er kom­inn í notk­un. Þar að auki hafa Bret­ar  enn ekki sett lög um sína orku­stefnu og því er mikil óvissa um hugs­an­legt verð fyrir raf­ork­una frá Íslandi.

Sig­mundur Davíð sagði á fundi sínum með David Cameron að „for­senda fyrir mögu­legri lagn­ingu sæstrengs í fram­tíð­inni væri að raf­orku­verð til heim­ila og fyr­ir­tækja á Íslandi hækki ekki“. Í mati frá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands er bent á að flutn­ings­geta strengs­ins er meiri en gert er ráð fyrir að verði fram­leitt af raf­orku á Íslandi. Flutn­ings­getan er um 6-8 TW en gert er ráð fyrir að fram­leiða um 5 TW með full­nýt­ingu núver­andi virkj­ana, nýrra vind­orku­vera og nýrra jarð­varma virkj­ana. „Þess vegna er lík­legt að verð á raf­orku muni hækka inn­an­lands þar sem inn­lendir raf­orku­fram­leið­endur geta valið að nýta umframs­flutn­ings­getu strengs­ins og dregið með því úr fram­boði á raf­magni inn­an­lands,“ segir í skýrsl­unni. Til sam­an­burðar fram­leiðir Lands­virkjun um 13 TW af orku árlega. 80% af þeirri raf­orku er selt til stór­iðju. Einnig myndi hátt raf­orku­verð erlendis hafa áhrif á raf­orku­verð á Íslandi. Það er því lík­legt að raf­orku­verð muni hækka, en hve mikið það mun hækka er óvíst. 

Hversu mikið þarf að virkja?

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Gert er ráð fyrir að reistar verði virkj­anir upp á 3 TWst og svo verður umframafl úr núver­andi virkj­unum upp á 2 TWst nýtt.  Flutn­ings­geta um streng­inn er hins vegar áætluð um 6-8 TWst. Í skýrsl­unni, sem er frá 2013, segir einnig að Alþingi hafi þegar tekið frá virkj­ana­kosti sem sam­svara 9 TW.

Umræðan í þjóð­fé­lag­inu hefur ein­kenn­ist af áhyggjum um hve mikið þyrfti að virkja til að geta svarað þess­ari orku­þörf. Sveinn Val­fells, eðl­is­fræð­ingur og hag­fræð­ing­ur, skrif­aði grein á mbl.is þar sem hann hélt því fram að það myndi jafn­vel þurfa að virkja því sem nemur tveimur Kára­hnjúka­virkj­unum til að ná þessu mark­miði.

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Askja Energy Partners svar­aði grein­inni. Hann segir að ekki verði nauð­syn­legt að virkja svo mikið, en virkja verði engu að síð­ur. Skýr­ara svar barst frá Óla Grét­ari Blön­dal Sveins­syni, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, í aðsendum pistli á Vís­ir.­is. Hann segir að nóg verði að virkja með nýjum vatns­afls­virkj­unum upp á 1,5 TWst. 1,5 TWst kæmu úr nýjum orku­gjöfum svo sem vind­orku eða jarð­varma og 2 TWst segir hann nú þegar til í íslenska orku­kerf­inu í formi fram­hjá­rennslis í vatns­afls­virkj­unum sem nú eru starf­rækt­ar. Sú raf­orka sé ónotuð vegna ein­angr­unar íslenska raf­orku­kerf­is­ins. Óli Grétar bendir á að Norð­menn hafi ekki þurft að fara í stórar virkj­un­ar­fram­kvæmdir til að reka sína sæstreng­i. 

Þor­steinn Þor­steins­son, rekstr­ar­hag­fræð­ing­ur, gagn­rýndi sam­an­burð­inn við Norð­menn. „Auð­vitað hafa Norð­menn ekki þurft að leggja út í nýjar virkj­ana­fram­kvæmdir vegna raf­orku­sæ­strengja. Í fyrsta lagi er norska raf­orku­kerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orku­bú­skapur Norð­manna er byggður upp í kringum allt aðra álags­punkta,“ segir Þor­steinn í aðsendri grein á vís­ir.­is. 

Allir greina­höf­und­arnir eiga það þó sam­eig­in­legt að nefna sölu á raf­orku til stór­iðju­fyr­ir­tækja sem slæma nýt­ingu. Mikið hag­stæð­ara væri að selja raf­ork­una úr landi fremur en á afslætti til stór­iðju­fyr­ir­tækja. „Áhuga­vert væri að skoða hvernig þessi fram­kvæmd kemur út í sam­an­burði við aðra mögu­leika, svo sem auknar fjár­fest­ingar í orku­frekum iðn­aði hér á land­i,“ segir í skýrslu atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins.

Óvissa um hve mikið á að virkja

Atvinnu­vega­ráðu­neytið fékk Environ­ice til að gera greina­gerð um umhverf­is­þætt­ina. Þar kemur fram að lagn­ing sæstrengs­ins geti skapað þrýst­ing á virkj­un­ar­fram­kvæmdir á Íslandi til að svara orku­þörf­inni. Líkur séu á hrað­ari upp­bygg­ingu virkj­ana, langt umfram eft­ir­spurn raf­orku inn­an­lands, segir í greina­gerð­inni. Einnig er nefnd óvissa um orku­magn sem yrði flutt í gegnum streng­inn, sem yrði sá lengsti í heim­in­um. Orku­tap gæti orðið meira en búist er við. Komi til þess gæti það aukið enn fremur þrýst­ing til virkj­ana. 

Mikið rask yrði á nátt­úru lands­ins við fram­kvæmd­ir. Það þyrfti að virkja því sem nemur 1,5 TW sam­kvæmt áætl­unum ásamt því að setja upp vind­orku­ver, nýjar flutn­ings­línur á mið­há­lend­inu og vatns­afls­virkj­an­ir. Hags­muna­sam­tökin Gætum garðs­ins leggja til að mið­há­lendið verði gert að þjóð­garði og að allar áætl­anir um virkj­anir verið lagðar niður því ferða­menn sæki til Íslands til að skoða ósnortna nátt­úru lands­ins. Sam­tökin héldu blaða­manna­fund, með Andra Snæ Magna­son, rit­höf­und­ur, og Björk Guð­munds­dótt­ur, söng­kona, í far­ar­broddi þegar Iceland Airwa­ves tón­list­ar­há­tíðin stóð yfir í nóv­em­ber  síð­ast­liðn­um. Þau líktu áætl­unum um sæstreng við trú á álfa og tröll. Íslensk nátt­úra er að þeirra mati of verð­mæt til að fórna henni í virkj­anir til raf­magns­fram­leiðslu sem yrði að auki seld úr landi. Sam­kvæmt könnun sem Gallup gerði vorið 2015 kom fram að stór hluti þjóð­ar­inn­ar, eða rúm­lega 60%, er á móti frek­ari virkj­ana­fram­kvæmdum á mið­há­lend­inu.

Hagur heims­ins að minnka útblástur koltví­sýr­ings

Ef litið er á heild­ar­mynd­ina þá vilja Bretar auka hlut­fall af end­ur­nýj­an­legri orku í raf­orku­kerfi sínu og minnka þannig streymi af kol­vetni út í and­rúms­loft­ið. „Ein af ástæðum þess að hag­kvæmt kann að þykja að leggja raf­streng milli Íslands og Bret­lands er að fram­kvæmdin getur dregið úr þörf fyrir óend­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í Bret­landi og þannig stuðlað að sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þar­lend­is,“ segir í greina­gerð­inni. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði eftir loft­lags­ráð­stefn­una í París að Ísland gæti barist gegn lofts­lags­breyt­ingum með því selja græna orku til Evr­ópu. Ísland geti orð­ið  grænt batt­erí fyrir Evr­ópu.

Í greina­gerð Environ­ice segir að það að fá end­ur­nýj­an­lega orku í gegnum sæstreng, hvort sem það er frá Íslandi eða Nor­egi, geti heft nýsköpun Breta í þróun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. 

Þá megi einnig velta fyrir sér hvort umhverf­is­á­hrifin sem sæstrengur myndi hafa í för með sér svar­aði kostn­aði. Ísland getur með þessum sæstreng mest svarað um 10% af heild­ar­orku­þörf Breta.

Þarfn­ast frek­ari rann­sóknar

Í öllum skýrslum á vef atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins, sem snúa að lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­lands, er bent á að það þurfi meiri og ýtar­legri rann­sóknir á fram­kvæmd­inni og hugs­an­legum áhrifum henn­ar. Svo virð­ist sem það hafi ekki enn verið gert. Enn er hægt að læra af því sem áður hefur verið gert í raf­orku­málum hér­lendis varð­andi upp­bygg­ingu orku­freks iðn­að­ar. 

Fundur Cameron og Sig­mundar Dav­íðs og skipun vinnu­hóps um hugs­an­legt verð og magn gefur vís­bend­ingar um að við­ræður séu mögu­lega komnar lengra en skýrslur atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins gefa til­efni til. Skýrslur um fram­kvæmd­ina benda allar á að það þurfi meiri rann­sóknir áður en ákvörðun verður tek­in. Ljóst er að leggj­ast þyrfti í virkj­un­ar­að­gerðir á mið­há­lend­inu til að svara orku­þörf sæstrengs­ins. Meiri­hluti lands­manna er á móti þeim aðgerð­um.  

Ef til þess kæmi að stór­iðjur leggðu niður starf­semi sína, eins og hefur verið í umræð­unni varð­andi álverið í Straums­vík, myndi losna tölu­verð orka út í raf­magns­kerf­ið. Þá væri von til að ekki þyrfti að virkja eins og áætl­anir standa til. Hvar myndum við standa varð­andi sæstreng þá?

Höf­undur er meist­ara­nemi í blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None