Sigmundur Davíð hefur ekki staðfest siðareglur ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur litið svo á að siðareglur sem síðasta ríkisstjórn setti sér giltu áfram um hans ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis er ekki sammála.

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki und­ir­rit­að ­siða­reglur fyrir hönd rík­is­stjórnar sinnar og birt þær. Á meðan svo er hafa siða­regl­ur, sem síð­asta rík­is­stjórn setti og nú­ver­andi rík­is­stjórn hefur sagst líta til, ekki stjórn­sýslu­leg­t ­gildi. Umboðs­maður Alþing­is, sem á að gæta þess sam­kvæmt lög­um að stjórn­sýslan fari fram í sam­ræmi við siða­regl­urn­ar, get­ur því ekki látið í ljós álit sitt á því hvort brotið hafi verið gegn siða­regl­um. Það breytir því þó ekki að í siða­regl­unum koma fram við­mið sem eru í sam­ræmi við ólög­festar reglur um starfs­hætti í stjórn­sýslu eða vönd­uðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Það er afstaða mín að umboðs­maður Alþingis geti ekki byggt á því að siða­reglur fyrir ráð­herra nr. 360/2011 gildi um störf ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn nema til komi form­leg­t ­sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar á þeim regl­u­m,“ skrif­aði Tryggvi G­unn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, í bréfi til Sig­mundar Dav­íðs ­fyrir rúmu ári síð­an. Umboðs­maður geti því ekki haft eft­ir­lit með því að stjórn­sýsla starfi í sam­ræmi við siða­reglur nema reglur hafi verið settar með réttum og form­legum hætti. Orða­lagið í lög­unum sé ekki skýrt og það sé ekki ljóst hvort siða­reglur fyrri rík­is­stjórnar gild­i. 

Sam­kvæmt ­siða­regl­unum eiga ráð­herrar að forð­ast hags­muna­á­rekstra. Þeir eiga einnig að upp­lýsa um fjár­hags­leg hags­muna­tengsl eða önn­ur slík tengsl sem valdið geta hags­muna­á­rekstr­um. Þessu hef­ur verið velt upp í kjöl­far þess að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mund­ar, upp­lýsti í vik­unni að hún ætti félag er­lendis til að halda utan um eignir henn­ar. Í kjöl­farið hafa ­fjöl­miðlar greint frá því að félagið er skráð á Tortóla, og lýsti kröfum upp á hálfan millj­arð í þrotabú gömlu ­bank­anna. Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar, við­ur­kennd­i í Viku­lok­unum í gær að það væri „form­lega rétt“ að ­Sig­mundur Davíð hefði brotið gegn siða­regl­um. 

Auglýsing

Tryggvi benti á skort á stað­fest­ingu í Leka­mál­inu

Þeg­ar sá þáttur leka­máls­ins sem snéri að Hönnu Birn­u Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, stóð sem hæst ­skrif­uð­ust Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, og Sig­mund­ur Da­víð á. Tryggvi sendi Sig­mundi Davíð bréf þar sem hann bent­i á að siða­reglur síð­ustu rík­is­stjórnar hafi aðeins átt að ­gilda út starfs­tíma henn­ar, og ekki verði séð að rík­is­stjórn­ ­Sig­mundar hefði sam­þykkt nýjar siða­reglur eftir að hún tók við völd­um. Tryggvi óskaði eftir því að Sig­mundur Davíð upp­lýsti hann um það hvort búið væri að sam­þykkja regl­ur, og óskaði eft­ir af­riti ef svo væri. Ef ekki væri búið að sam­þykkja siða­regl­ur var óskað eftir afstöðu Sig­mundar til þess hvort siða­regl­ur ­síð­ustu rík­is­stjórnar giltu áfram í hans rík­is­stjórn.

Sig­mundur Dav­íð svar­aði bréf­inu skömmu síðar og sagði að rík­is­stjórnin hefð­i litið svo á að siða­regl­urnar frá árinu 2011 ættu við um störf ráð­herra. Þeir hafi fengið kynn­ingu á regl­unum í upp­hafi ­starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og þær hafi verið hluti af hand­bók sem þeir fengu all­ir. Sig­mundur Davíð sagði líka að siða­regl­ur ráð­herra og hugs­an­legar breyt­ingar á þeim hafi komið til umræð­u í rík­is­stjórn, og ekki væri ólík­legt að ráð­ist yrði í breyt­ingar þannig að þær yrðu skýrðar og ein­fald­að­ar. Það hefur ekki verið gert. Hins vegar var greint frá því í des­em­ber 2014 að rík­is­stjórnin hygð­ist auka vægi og eft­ir­fylgni með siða­reglum innan Stjórn­ar­ráðs­ins, meðal ann­ars í sam­ráði við umboðs­mann Alþingis og Rík­is­end­ur­skoð­un. Í því skyni voru lagðar til breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð­ið. 

Þeg­ar ­um­boðs­maður Alþingis hafði lokið athugun sinni á Leka­mál­in­u sendi hann for­sæt­is­ráð­herra bréf með ábend­ingum, meðal ann­ar­s um sam­þykkt siða­reglna.

Þeg­ar það kemur í hlut umboðs­manns Alþingis að leggja mat á hvort til­teknar reglur sem hann á að hafa eft­ir­lit með hafi gilt um ­at­hafnir stjórn­valds þarf að huga að því hvort þær hafi ver­ið ­settar með réttum hætti […] Ég til hins vegar vafa leika á því hvort þær hafi verið settar með réttum hætt­i,“ skrif­að­i ­Tryggvi meðal ann­ars. Hann teldi sig því ekki hafa for­sendur til­ að leggja til grund­vallar að siða­regl­urnar hafi verið í gildi um ­sam­skipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríks­son þáver­and­i lög­reglu­stjóra. Þar sem siða­reglur hafa ekki enn ver­ið ­stað­festar með form­legum hætti er því vænt­an­lega það sama ­uppi á ten­ingnum þegar kemur að máli Sig­mundar Dav­íðs og eig­in­konu hans. 

Tryggvi ­sagði orða­lagið ekki skýrt í lög­unum um Stjórn­ar­ráðið og benti á að „eft­ir­lit umboðs­manns með því að stjórn­sýsla ­starfi í sam­ræmi við siða­reglur getur ekki komið til nema slík­ar ­reglur hafi verið settar með réttum og form­legum hætt­i.“ 

Siða­nefnd lögð niður og færð undir for­sæt­is­ráðu­neytið

Með­al­ þess sem kveðið var á um þegar síð­asta rík­is­stjórn breytti lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands var skip­un ­sam­hæf­ing­ar­nefndar um sið­ferði­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una. Nefnd­in átti sam­kvæmt þágild­andi lögum meðal ann­ars að stuðla að því að „sið­ferði­leg við­mið séu í hávegum höfð í opin­berum störfum og veita stjórn­völdum ráð­legg­ingar um ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra og spill­ing­u.“

Núver­andi rík­is­stjórn ákvað að breyta lög­unum aftur árið 2014. Sig­mund­ur Da­víð lagði fram frum­varpið sem varð að lögum síð­ast­liðið sumar og sið­ferð­is­nefndin var með því lögð nið­ur. Þess í stað var sett inn ákvæði um að ­for­sæt­is­ráðu­neytið gefi stjórn­völdum ráð um túlk­un ­siða­reglna þegar eftir því er leit­að. For­sæt­is­ráðu­neytið á að standa fyrir fræðslu um siða­reglur innan Stjórn­ar­ráðs­ins og ­fylgj­ast með því að þær nái til­gangi sínum. 

Í siða­nefnd­inni áttu sæti sjö ein­stak­ling­ar, og nefndin var skip­uð til þriggja ára í senn. Sig­mundur Davíð skip­aði aldrei í nefnd­ina eftir að skip­unin rann út haustið 2013. Í des­em­ber 2014 hvatti Rík­is­end­ur­skð­oun til þess að ráðu­neytið skip­aði nýja ­nefnd í sam­ræmi við lög um Stjórn­ar­ráð Íslands. Hvatn­ing­in var í tengslum við könnun Rík­is­end­ur­skoð­unar á þekk­ing­u ­starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins á siða­reglum fyrir starfs­fólk þess. ­Stór hluti starfs­manna taldi sig ekki þekkja siða­regl­urnar vel.

Þeg­ar ­Sig­mundur Davíð mælti fyrir frum­varp­inu þar sem þessu var breytt, í lok nóv­em­ber 2014, sagði hann að aðeins fáein erind­i hefðu borist sam­hæf­ing­ar­nefnd­inni þegar hún var að störf­um, og ­for­sæt­is­ráðu­neytið hefði sinnt þeim erindum eftir að ­skip­un­ar­tími hennar rann út.

Því er það þannig að for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra, á að veita for­sæt­is­ráð­herr­anum ráð­legg­ingar um það hvernig eigi að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra og spill­ing­u. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None