Sigmundur Davíð hefur ekki staðfest siðareglur ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur litið svo á að siðareglur sem síðasta ríkisstjórn setti sér giltu áfram um hans ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis er ekki sammála.

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki und­ir­rit­að ­siða­reglur fyrir hönd rík­is­stjórnar sinnar og birt þær. Á meðan svo er hafa siða­regl­ur, sem síð­asta rík­is­stjórn setti og nú­ver­andi rík­is­stjórn hefur sagst líta til, ekki stjórn­sýslu­leg­t ­gildi. Umboðs­maður Alþing­is, sem á að gæta þess sam­kvæmt lög­um að stjórn­sýslan fari fram í sam­ræmi við siða­regl­urn­ar, get­ur því ekki látið í ljós álit sitt á því hvort brotið hafi verið gegn siða­regl­um. Það breytir því þó ekki að í siða­regl­unum koma fram við­mið sem eru í sam­ræmi við ólög­festar reglur um starfs­hætti í stjórn­sýslu eða vönd­uðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Það er afstaða mín að umboðs­maður Alþingis geti ekki byggt á því að siða­reglur fyrir ráð­herra nr. 360/2011 gildi um störf ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn nema til komi form­leg­t ­sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar á þeim regl­u­m,“ skrif­aði Tryggvi G­unn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, í bréfi til Sig­mundar Dav­íðs ­fyrir rúmu ári síð­an. Umboðs­maður geti því ekki haft eft­ir­lit með því að stjórn­sýsla starfi í sam­ræmi við siða­reglur nema reglur hafi verið settar með réttum og form­legum hætti. Orða­lagið í lög­unum sé ekki skýrt og það sé ekki ljóst hvort siða­reglur fyrri rík­is­stjórnar gild­i. 

Sam­kvæmt ­siða­regl­unum eiga ráð­herrar að forð­ast hags­muna­á­rekstra. Þeir eiga einnig að upp­lýsa um fjár­hags­leg hags­muna­tengsl eða önn­ur slík tengsl sem valdið geta hags­muna­á­rekstr­um. Þessu hef­ur verið velt upp í kjöl­far þess að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mund­ar, upp­lýsti í vik­unni að hún ætti félag er­lendis til að halda utan um eignir henn­ar. Í kjöl­farið hafa ­fjöl­miðlar greint frá því að félagið er skráð á Tortóla, og lýsti kröfum upp á hálfan millj­arð í þrotabú gömlu ­bank­anna. Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar, við­ur­kennd­i í Viku­lok­unum í gær að það væri „form­lega rétt“ að ­Sig­mundur Davíð hefði brotið gegn siða­regl­um. 

Auglýsing

Tryggvi benti á skort á stað­fest­ingu í Leka­mál­inu

Þeg­ar sá þáttur leka­máls­ins sem snéri að Hönnu Birn­u Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, stóð sem hæst ­skrif­uð­ust Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, og Sig­mund­ur Da­víð á. Tryggvi sendi Sig­mundi Davíð bréf þar sem hann bent­i á að siða­reglur síð­ustu rík­is­stjórnar hafi aðeins átt að ­gilda út starfs­tíma henn­ar, og ekki verði séð að rík­is­stjórn­ ­Sig­mundar hefði sam­þykkt nýjar siða­reglur eftir að hún tók við völd­um. Tryggvi óskaði eftir því að Sig­mundur Davíð upp­lýsti hann um það hvort búið væri að sam­þykkja regl­ur, og óskaði eft­ir af­riti ef svo væri. Ef ekki væri búið að sam­þykkja siða­regl­ur var óskað eftir afstöðu Sig­mundar til þess hvort siða­regl­ur ­síð­ustu rík­is­stjórnar giltu áfram í hans rík­is­stjórn.

Sig­mundur Dav­íð svar­aði bréf­inu skömmu síðar og sagði að rík­is­stjórnin hefð­i litið svo á að siða­regl­urnar frá árinu 2011 ættu við um störf ráð­herra. Þeir hafi fengið kynn­ingu á regl­unum í upp­hafi ­starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og þær hafi verið hluti af hand­bók sem þeir fengu all­ir. Sig­mundur Davíð sagði líka að siða­regl­ur ráð­herra og hugs­an­legar breyt­ingar á þeim hafi komið til umræð­u í rík­is­stjórn, og ekki væri ólík­legt að ráð­ist yrði í breyt­ingar þannig að þær yrðu skýrðar og ein­fald­að­ar. Það hefur ekki verið gert. Hins vegar var greint frá því í des­em­ber 2014 að rík­is­stjórnin hygð­ist auka vægi og eft­ir­fylgni með siða­reglum innan Stjórn­ar­ráðs­ins, meðal ann­ars í sam­ráði við umboðs­mann Alþingis og Rík­is­end­ur­skoð­un. Í því skyni voru lagðar til breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð­ið. 

Þeg­ar ­um­boðs­maður Alþingis hafði lokið athugun sinni á Leka­mál­in­u sendi hann for­sæt­is­ráð­herra bréf með ábend­ingum, meðal ann­ar­s um sam­þykkt siða­reglna.

Þeg­ar það kemur í hlut umboðs­manns Alþingis að leggja mat á hvort til­teknar reglur sem hann á að hafa eft­ir­lit með hafi gilt um ­at­hafnir stjórn­valds þarf að huga að því hvort þær hafi ver­ið ­settar með réttum hætti […] Ég til hins vegar vafa leika á því hvort þær hafi verið settar með réttum hætt­i,“ skrif­að­i ­Tryggvi meðal ann­ars. Hann teldi sig því ekki hafa for­sendur til­ að leggja til grund­vallar að siða­regl­urnar hafi verið í gildi um ­sam­skipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríks­son þáver­and­i lög­reglu­stjóra. Þar sem siða­reglur hafa ekki enn ver­ið ­stað­festar með form­legum hætti er því vænt­an­lega það sama ­uppi á ten­ingnum þegar kemur að máli Sig­mundar Dav­íðs og eig­in­konu hans. 

Tryggvi ­sagði orða­lagið ekki skýrt í lög­unum um Stjórn­ar­ráðið og benti á að „eft­ir­lit umboðs­manns með því að stjórn­sýsla ­starfi í sam­ræmi við siða­reglur getur ekki komið til nema slík­ar ­reglur hafi verið settar með réttum og form­legum hætt­i.“ 

Siða­nefnd lögð niður og færð undir for­sæt­is­ráðu­neytið

Með­al­ þess sem kveðið var á um þegar síð­asta rík­is­stjórn breytti lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands var skip­un ­sam­hæf­ing­ar­nefndar um sið­ferði­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una. Nefnd­in átti sam­kvæmt þágild­andi lögum meðal ann­ars að stuðla að því að „sið­ferði­leg við­mið séu í hávegum höfð í opin­berum störfum og veita stjórn­völdum ráð­legg­ingar um ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra og spill­ing­u.“

Núver­andi rík­is­stjórn ákvað að breyta lög­unum aftur árið 2014. Sig­mund­ur Da­víð lagði fram frum­varpið sem varð að lögum síð­ast­liðið sumar og sið­ferð­is­nefndin var með því lögð nið­ur. Þess í stað var sett inn ákvæði um að ­for­sæt­is­ráðu­neytið gefi stjórn­völdum ráð um túlk­un ­siða­reglna þegar eftir því er leit­að. For­sæt­is­ráðu­neytið á að standa fyrir fræðslu um siða­reglur innan Stjórn­ar­ráðs­ins og ­fylgj­ast með því að þær nái til­gangi sínum. 

Í siða­nefnd­inni áttu sæti sjö ein­stak­ling­ar, og nefndin var skip­uð til þriggja ára í senn. Sig­mundur Davíð skip­aði aldrei í nefnd­ina eftir að skip­unin rann út haustið 2013. Í des­em­ber 2014 hvatti Rík­is­end­ur­skð­oun til þess að ráðu­neytið skip­aði nýja ­nefnd í sam­ræmi við lög um Stjórn­ar­ráð Íslands. Hvatn­ing­in var í tengslum við könnun Rík­is­end­ur­skoð­unar á þekk­ing­u ­starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins á siða­reglum fyrir starfs­fólk þess. ­Stór hluti starfs­manna taldi sig ekki þekkja siða­regl­urnar vel.

Þeg­ar ­Sig­mundur Davíð mælti fyrir frum­varp­inu þar sem þessu var breytt, í lok nóv­em­ber 2014, sagði hann að aðeins fáein erind­i hefðu borist sam­hæf­ing­ar­nefnd­inni þegar hún var að störf­um, og ­for­sæt­is­ráðu­neytið hefði sinnt þeim erindum eftir að ­skip­un­ar­tími hennar rann út.

Því er það þannig að for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra, á að veita for­sæt­is­ráð­herr­anum ráð­legg­ingar um það hvernig eigi að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra og spill­ing­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None