Danski forsætisráðherrann vill hemja öfgamenn

Þættir TV2 í Danmörku um starfsemi í bænahúsum múslima þar í landi hafa vakið mikla athygli. Forsætisráðherrann boðar til fundar eftir páska um það hvernig sé hægt að hemja öfgamenn.

Lars lökke rasmussen
Auglýsing

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað formenn allra flokka á danska þinginu, Folketinget, á fund að loknu páskaleyfi þingmanna. Forsætisráðherrann vill ræða og finna leiðir til að stöðva öfgamenn (eins og hann kemst að orði) í að breiða út boðskap sinn í Danmörku. Slíkt er þó hægara sagt en gert.

Danskir múslimar eiga og reka fjölmörg bæna-og samkomuhús í Danmörku. Samkvæmt dönskum lögum er öllum heimilt að iðka sína trú og allir trúarhópar eiga sama rétt til starfsemi innan ramma laga og reglna í landinu. Danskir múslimar eru mjög trúræknir, standa þétt saman og margir úr þeirra hópi umgangast eingöngu sína eigin trúbræður. Á undanförnum árum hefur múslímum í Danmörku fjölgað mjög og þeir hafa iðulega orðið að deiluefni á danska þinginu.

Sjónvarpsþættir TV2

Fyrir skömmu sýndi danska sjónvarpsstöðin TV2 fjóra þætti um starfsemi í samkomu- og bænahúsum (moskum) múslima í Danmörku. Félagsstarfsemi múslima og bænahald þeirra er múslimum einum heimilt að sækja og stunda. Starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar gat því ekki fengið leyfi til að vera viðstatt, hvorki bænastundir né annað það sem fram fer í samkomu- og bænahúsunum. Til þess að komast að því hvað fram færi á samkomum múslima var þess vegna brugðið á það ráð að nota falda myndavél. Myndavélin skráði bæði hljóð og mynd. 

Auglýsing

Kóraninn og konurnar

Íslamskir trúarleiðtogar, og predikarar, í Danmörku verja miklum tíma í að fræða söfnuð sinn um Kóraninn, helgirit múslíma. Í bænahúsunum er Kóraninn lesinn og útskýrður, rætt um efni hans og innihald. Í áðurnefndum sjónvarpsþáttum vöktu sérstaka athygli Dana útskýringar predikara í átta moskum, þar á meðal Abu Bilal, sem starfar við Grimhöj moskuna í Árósum, um konur. Í Kóraninum stendur að karlar megi eiga fleiri en eina konu og einnig að verði kona uppvís að hjúskaparbroti skuli hún grýtt til bana. Þetta tvennt brýtur algjörlega í bága við dönsk lög og í upptökunni með földu myndavélinni segir predikarinn frá því en undirstrikar svo texta Kóransins. Abu Bilal er þekktur predikari sem var dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla í mosku í Berlín sumarið 2014 þar sem hann hvatti til morða á gyðingum.

Föstudagsbænir í mosku í Kaupmannahöfn. Í sjónvarpsþáttum TV2 var einnig fjallað um félagsstarfsemi á vegum samtaka múslima í Danmörku. Samkvæmt dönskum lögum eiga slík samtök rétt á styrkjum til félagsstarfsemi. Þegar útsendari TV2, kona, fór í samkomuhús og félagsheimili múslima og ætlaði að taka þátt í, og kynna sér, frístundastarf sem auglýst var að þar færi fram (og tilgreint er í styrkjaumsóknum) greip hún í tómt. Þar var engin líkamsrækt í boði, ekki heldur kennsla í saumaskap og ýmsu fleiru sem samkvæmt stundaskrá átti að vera í boði. „Er ekki líkamsrækt hér?“ spurði hún á einum staðnum. „Líkamsrækt, nei“ var svarið. „Hvað fer hér fram?“ spurði útsendarinn. „Við lesum  Kóraninn eins og alltaf á þessum tíma.“    

Mikil athygli og hörð viðbrögð

Sjónvarpsþættirnir vöktu mikla athygli, langt út fyrir danska landsteina, og danskir stjórnmálamenn lýstu undrun sinni á því sem þeir höfðu þar heyrt og séð. Sumir þeirra sögðu það með eindæmum að danska ríkið og sveitarfélög styrktu slíka starfsemi og nokkrir gengu jafnvel svo langt að krefjast þess að bæna-og samkomuhúsum múslima yrði lokað á stundinni. Margir rifjuðu líka upp ummæli sumra forystumanna múslima sem höfðu lýst stuðningi við ISIS samtökin svonefndu, meðal annars í þætti í DR, danska sjónvarpinu, í janúar í fyrra.

Nokkrum dögum eftir að seinasti þátturinn var sýndur í TV2 hittust helstu trúarleiðtogar múslima í Danmörku (31 talsins) til að ræða þættina. Þeir gagnrýndu sjónvarpsstöðina og þættina sem þeir sögðu til þess fallna að ala á óvild í garð múslima. Þessi afstaða varð ekki til að draga úr gagnrýni stjórnmálamanna sem sögðu að múslimaleiðtogarnir væru greinilega gjörsneyddir skilningi á dönsku samfélagi.

Forsætisráðherrann boðar fund

Við umræður í danska þinginu síðastliðinn þriðjudag bauð Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á þingi til fundar eftir páska. Ráðherrann sagði í þinginu að það væri deginum ljósara að margir innflytjendur, sem komið hefðu til landsins hefðu ekki aðlagast dönsku samfélagi. Ástæður þess væru bæði margar og flóknar og engu einu um að kenna. „Þótt hér í Danmörku ríki trúfrelsi og hver og einn hafi rétt á að iðka sína trú getum við ekki unað við að ákveðnir hópar boði kenningar og siði sem fara í bága við stjórnarskrá landsins og mannréttindi,“ sagði ráðherrann. 

Forsætisráðherrann nefndi í ræðunni í þinginu nokkur atriði sem nefnd hefðu verið í því skyni en sagði jafnframt að í hita augnabliksins segðu menn ýmislegt sem ekki væri kannski framkvæmanlegt við nánari athugun. „Einhverjir hafa sagt að setja ætti reglur um að allar predikanir skuli fara fram á dönsku. Þá myndum við vissulega skilja hvað mørkemændene siger! En hvað með frændur okkar Norðmenn og Svía og bresku prestana?“ sagði ráðherrann. Þótt hann nefndi ekki Íslendinga í þingræðunni yrði sjálfsagt sama upp á teningnum þar. Predikanir á dönsku í íslenskum messum í Danmörku myndu ekki mælast vel fyrir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None