Danski forsætisráðherrann vill hemja öfgamenn

Þættir TV2 í Danmörku um starfsemi í bænahúsum múslima þar í landi hafa vakið mikla athygli. Forsætisráðherrann boðar til fundar eftir páska um það hvernig sé hægt að hemja öfgamenn.

Lars lökke rasmussen
Auglýsing

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur hefur boðað for­menn allra flokka á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, á fund að loknu páska­leyfi þing­manna. For­sæt­is­ráð­herr­ann vill ræða og finna leiðir til að stöðva öfga­menn (eins og hann kemst að orði) í að breiða út boð­skap sinn í Dan­mörku. Slíkt er þó hæg­ara sagt en gert.

Danskir múslimar eiga og reka fjöl­mörg bæna-og sam­komu­hús í Dan­mörku. Sam­kvæmt dönskum lögum er öllum heim­ilt að iðka sína trú og allir trú­ar­hópar eiga sama rétt til starf­semi innan ramma laga og reglna í land­inu. Danskir múslimar eru mjög trú­rækn­ir, standa þétt saman og margir úr þeirra hópi umgang­ast ein­göngu sína eigin trú­bræð­ur. Á und­an­förnum árum hefur múslímum í Dan­mörku fjölgað mjög og þeir hafa iðu­lega orðið að deilu­efni á danska þing­inu.

Sjón­varps­þættir TV2

Fyrir skömmu sýndi danska sjón­varps­stöðin TV2 fjóra þætti um starf­semi í sam­komu- og bæna­húsum (moskum) múslima í Dan­mörku. Félags­starf­semi múslima og bæna­hald þeirra er múslimum einum heim­ilt að sækja og stunda. Starfs­fólk sjón­varps­stöðv­ar­innar gat því ekki fengið leyfi til að vera við­statt, hvorki bæna­stundir né annað það sem fram fer í sam­komu- og bæna­hús­un­um. Til þess að kom­ast að því hvað fram færi á sam­komum múslima var þess vegna brugðið á það ráð að nota falda mynda­vél. Mynda­vélin skráði bæði hljóð og mynd. 

Auglýsing

Kór­an­inn og kon­urnar

Íslamskir trú­ar­leið­tog­ar, og predik­ar­ar, í Dan­mörku verja miklum tíma í að fræða söfnuð sinn um Kór­an­inn, helgi­rit múslíma. Í bæna­hús­unum er Kór­an­inn les­inn og útskýrð­ur, rætt um efni hans og inni­hald. Í áður­nefndum sjón­varps­þáttum vöktu sér­staka athygli Dana útskýr­ingar predik­ara í átta moskum, þar á meðal Abu Bilal, sem starfar við Grim­höj mosk­una í Árósum, um kon­ur. Í Kór­an­inum stendur að karlar megi eiga fleiri en eina konu og einnig að verði kona upp­vís að hjú­skap­ar­broti skuli hún grýtt til bana. Þetta tvennt brýtur algjör­lega í bága við dönsk lög og í upp­tök­unni með földu mynda­vél­inni segir predik­ar­inn frá því en und­ir­strikar svo texta Kór­ans­ins. Abu Bilal er þekktur predik­ari sem var dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla í mosku í Berlín sum­arið 2014 þar sem hann hvatti til morða á gyð­ing­um.

Föstudagsbænir í mosku í Kaupmannahöfn. Í sjón­varps­þáttum TV2 var einnig fjallað um félags­starf­semi á vegum sam­taka múslima í Dan­mörku. Sam­kvæmt dönskum lögum eiga slík sam­tök rétt á styrkjum til félags­starf­semi. Þegar útsend­ari TV2, kona, fór í sam­komu­hús og félags­heim­ili múslima og ætl­aði að taka þátt í, og kynna sér, frí­stunda­starf sem aug­lýst var að þar færi fram (og til­greint er í styrkjaum­sókn­um) greip hún í tómt. Þar var engin lík­ams­rækt í boði, ekki heldur kennsla í sauma­skap og ýmsu fleiru sem sam­kvæmt stunda­skrá átti að vera í boði. „Er ekki lík­ams­rækt hér?“ spurði hún á einum staðn­um. „Lík­ams­rækt, nei“ var svar­ið. „Hvað fer hér fram?“ spurði útsend­ar­inn. „Við les­um  Kór­an­inn eins og alltaf á þessum tíma.“    

Mikil athygli og hörð við­brögð

Sjón­varps­þætt­irnir vöktu mikla athygli, langt út fyrir danska land­steina, og danskir stjórn­mála­menn lýstu undrun sinni á því sem þeir höfðu þar heyrt og séð. Sumir þeirra sögðu það með ein­dæmum að danska ríkið og sveit­ar­fé­lög styrktu slíka starf­semi og nokkrir gengu jafn­vel svo langt að krefj­ast þess að bæna-og sam­komu­húsum múslima yrði lokað á stund­inni. Margir rifj­uðu líka upp ummæli sumra for­ystu­manna múslima sem höfðu lýst stuðn­ingi við ISIS sam­tökin svo­nefndu, meðal ann­ars í þætti í DR, danska sjón­varp­inu, í jan­úar í fyrra.

Nokkrum dögum eftir að sein­asti þátt­ur­inn var sýndur í TV2 hitt­ust helstu trú­ar­leið­togar múslima í Dan­mörku (31 tals­ins) til að ræða þætt­ina. Þeir gagn­rýndu sjón­varps­stöð­ina og þætt­ina sem þeir sögðu til þess fallna að ala á óvild í garð múslima. Þessi afstaða varð ekki til að draga úr gagn­rýni stjórn­mála­manna sem sögðu að múslima­leið­tog­arnir væru greini­lega gjör­sneyddir skiln­ingi á dönsku sam­fé­lagi.

For­sæt­is­ráð­herr­ann boðar fund

Við umræður í danska þing­inu síð­ast­lið­inn þriðju­dag bauð Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi til fundar eftir páska. Ráð­herr­ann sagði í þing­inu að það væri deg­inum ljós­ara að margir inn­flytj­end­ur, sem komið hefðu til lands­ins hefðu ekki aðlag­ast dönsku sam­fé­lagi. Ástæður þess væru bæði margar og flóknar og engu einu um að kenna. „Þótt hér í Dan­mörku ríki trú­frelsi og hver og einn hafi rétt á að iðka sína trú getum við ekki unað við að ákveðnir hópar boði kenn­ingar og siði sem fara í bága við stjórn­ar­skrá lands­ins og mann­rétt­ind­i,“ sagði ráð­herr­ann. 

For­sæt­is­ráð­herr­ann nefndi í ræð­unni í þing­inu nokkur atriði sem nefnd hefðu verið í því skyni en sagði jafn­framt að í hita augna­bliks­ins segðu menn ýmis­legt sem ekki væri kannski fram­kvæm­an­legt við nán­ari athug­un. „Ein­hverjir hafa sagt að setja ætti reglur um að allar predik­anir skuli fara fram á dönsku. Þá myndum við vissu­lega skilja hvað mør­kemændene siger! En hvað með frændur okkar Norð­menn og Svía og bresku prestana?“ sagði ráð­herr­ann. Þótt hann nefndi ekki Íslend­inga í þing­ræð­unni yrði sjálf­sagt sama upp á ten­ingnum þar. Predik­anir á dönsku í íslenskum messum í Dan­mörku myndu ekki mæl­ast vel fyr­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None