Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum

Ramzan Kadyrov tilkynnti nýverið að hann væri reiðubúinn að stíga til hliðar sem leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu í Rússlandi. Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur, kynnti sér stjórnartíð hins sjálftitlaða „hermanns Pútíns”.

Ómar Þorgeirsson
Kadyrov
Auglýsing

Til­kynn­ing hins skraut­lega en afar ­um­deilda leið­toga Téténíu þótti nokkuð óvænt. Sér­stak­lega í ljósi þess að Ka­dyrov hefur stjórnað Téténíu með harðri hendi sem sann­kall­aður stríðs­herra í um ára­tug og ekk­ert far­ar­snið verið á honum fram til þessa. Núna tel ég að f­inna þurfi nýjan leið­toga. Tím­arnir eru breyttir bæði frá efna­hags­legum og ­sam­fé­lags­legum sjón­ar­hóli. Ég tel mig hafa sinnt minni skyld­u,” sagði Kadyrov ­meðal ann­ars í við­tali sem TASS-frétta­stofan birt­i í lok febr­úar.  

Her­maður Pútíns

Ramzan Kadyrov skaust fram á sjón­ar­svið rúss­neskra stjórn­mála með miklum látum eftir að faðir hans Akhma­d Ka­dyrov, þáver­andi for­seti Tétén­íu, var ráð­inn af dögum árið 2004. Kadyrov yngri var í kjöl­farið skip­aður aðstoð­ar­-­for­sæt­is­ráð­herra Téténíu en hann var afar fljótur að vinna sig upp met­orða­stig­ann - með dyggum stuðn­ingi Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta.

Kadyrov var nýorð­inn þrí­tug­ur þegar hann var form­lega skip­aður for­seti Tétén­íu, snemma árs 2007. Kadyrov var raunar hand­val­inn af Pútín, líkt og faðir hans á undan hon­um, til þess að „hreinsa til” í Tétén­íu. Rúss­nesk stjórn­völd höfðu þá ­staðið í langri og blóð­ugri hern­að­ar­í­hlutun á svæð­inu en talið er að á bil­inu 150-160 þús­und manns hafi látið lífið í stríðs­á­tök­unum í Tétén­íu. Kadyrov fékk því í senn bæði lausan taum­inn og gríð­ar­lega fjár­muni frá rúss­neskum stjórn­völdum til þess að berj­ast gegn aðskiln­að­ar­sinnum og öðrum upp­reisn­ar­mönnum og koma á end­ur­bótum í Tétén­íu.

Auglýsing

Kadyrov hefur heldur aldrei far­ið ­leynt með hvaðan vald hans sé komið og kallar sig ítrekað „her­mann Pútíns” í við­tölum við fjöl­miðla. Ekki eru þó allir sáttir með hvernig Kadyrov hef­ur beitt valdi sínu í Tétén­íu. Kadyrov hefur raunar verið harka­lega gagn­rýndur í gegnum alla stjórn­ar­tíð sína en segja má að sú gagn­rýni bein­ist óum­flýj­an­lega einnig gegn mann­inum sem veitti honum braut­ar­gengi í upp­hafi - Vla­dimír Pútín.

Ásak­anir um aðild að ó­dæð­is­verkum

Blaða­menn og bar­áttu­fólk fyr­ir­ ­mann­rétt­indum úr ýmsum áttum eru á meðal helstu gagn­rýnenda Kadyrovs. Leið­tog­i Téténíu hefur þannig ítrekað verið ásak­aður um beina aðild að fjölda ó­dæð­is­verka, bæði í Téténíu og víðar í Rúss­landi. Sú stað­reynd að margir af þessum helstu gagn­rýnendum Kadyrovs hafa síðar verið drepnir vekur óneit­an­lega grun­semdir um að ásak­an­irnar hafi oft verið á rökum reist­ar.

Blaða­konan Anna Polít­kovskaja hjá rúss­neska dag­blað­inu Novaya Gazeta var eitt af hinum meintu fórn­ar­lömbum Ka­dyrovs. Polít­kovskaja var skotin til bana í lyftu í íbúð­ar­blokk sinni 9. októ­ber árið 2006 en fimm karl­menn frá Téténíu voru dæmdir fyr­ir­ morð­ið, tæpum átta árum síðar. Polít­kovskaja fylgd­ist náið með stöðu mála í Téténíu á árunum 1999-2006 og birti margar harð­orðar greinar í garð Kadyrov-­feðga. Dimítrí Muratov, rit­stjóri Novaya Gazeta, lét hafa eftir sér í kjöl­far morðs­ins á Polít­kovskaju að hún hafi verið að vinna að grein um pynt­ing­ar, aftökur og önnur ill­virki hinnar svoköll­uðu “Ka­dyrovtsy” her­sveitar í Tétén­íu, þegar hún­ hafi verið myrt.

Kadyrovtsy her­sveitin, einnig þekkt und­ir­ ­nafn­inu „Ka­dyrovites”, sam­an­stóð af sér­sveit­ar­her­mönnum hlið­holl­u­m Ka­dyrov-­feðgum, sem mynd­uðu svo síðar einka­her Ramzan Kadyrovs. Her­sveitin tók á sig mynd á tímum Fyrra Téténíu stríðs­ins á árunum 1994-1996 þeg­ar Ka­dyrov-­feðgarnir voru á bandi aðskiln­að­ar­sinna og börð­ust gegn Rúss­um. Í upp­hafi Seinna Téténíu stríðs­ins árið 1999 gengu Kadyrov-­feðgar svo til­ liðs við Rússa í skiptum fyrir stuðn­ing frá yfir­völdum í Kreml við að hrifsa völdin í Tétén­íu.

Rússneski stjórnmálamaðurinn Boris Nemtsov var myrtur steinsnar frá Kremlar-múrum fyrir rúmu ári síðan. Fimm Téténar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en Ramzan Kadyrov hefur verið ásakaður um aðild að ódæðinu. Mynd: Ómar

Ógn við þjóðar­ör­yggi Rúss­lands?

Í lok febr­úar boð­aði rúss­neski ­stjórn­mála­mað­ur­inn og stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Ilya Yas­hin til blaða­manna­fund­ar þar sem hann kynnti skýrslu um stjórn­ar­tíð Ramzan Kadyrov í Tétén­íu. Skýrsla Yas­hin ber tit­il­inn „Ógn við ­þjóðar­ör­yggi” og hvetur hann Rúss­lands­for­seta þar meðal ann­ars til þess að reka Kadyrov umsvifala­sut úr emb­ætti. „Pútín er búinn að koma fyrir tif­andi tíma­sprengju í norð­ur­hluta Kákasus­fjalla sem getur sprungið hvenær sem er og hafið Þriðja Téténíu stríð­ið. Til þess að koma í veg fyrir það þarf að stoppa þessa ógn við þjóðar­ör­ygg­i Rúss­lands,” var haft eftir Yas­hin á blaða­manna­fund­inum.

Kadyrov hafn­aði að sögn Yas­hin beiðni um við­tal við gerð skýrsl­unnar og þess vegna endar skýrslan á upp­taln­ingu á tutt­ug­u ósvöruðum spurn­ingum til­ Ka­dyrovs. Yas­hin spyr Kadyrov meðal ann­ars hvort hann telji sig haf­inn yfir­ rúss­nesk lög og hvers vegna hann þurfi á einka­her að halda. Yas­hin biður hann enn fremur að svara til um meint tengsl sín við morðið á rúss­neska ­stjórn­mála­mann­inum Boris Nemtsov, sem var skot­inn til bana í mið­borg Moskvu þann 27. febr­úar fyrir rúmu ári síð­an.

Fimm karl­menn frá Téténíu hafa sem kunn­ugt er verið hand­teknir fyrir aðild að morð­inu en gæslu­varð­hald yfir þeim var ný­verið fram­lengt til loka maí. Einn hinna ákærðu, Zaur Dada­yev, er sak­aður um að hafa skotið Nemtsov en hann var á sínum tíma hátt­settur í Sever her­sveit­inni í Téténíu, sem heyrði vit­an­lega undir leið­tog­ann Kadyrov.   

Virkur á sam­fé­lags­miðlum

Kadyrov hefur jafnan svarað full­u­m hálsi öllum ásök­unum um meinta aðild hans að ódæð­is­verkum - en oft á tíðum með­ nokkuð óhefð­bundnum hætti miðað við mann í hans stöðu. Kadyrov er nefni­lega afar virkur á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book, Instagram, Twitter og VKontakte og notar þá ákaft í póli­tískum til­gang­i. 

Kadyrov veigraði sér til að mynda ekki við að birta fyrr­nefnda skýrslu Yas­hins, um að hann væri ógn við ­þjóðar­ör­yggi Rúss­lands, á Face­book og VKontakte síðum sínum og kall­aði skýrsl­una “þvað­ur”. Þá ­skrif­aði Kadyrov á Instagram síðu sína að Zaur Dada­yev væri “ótta­laus og hug­rakk­ur ­föð­ur­lands­vin­ur”, eftir að hinn meinti morð­ingi Nemtsovs hafði ver­ið hand­tek­inn.

Af tíðum færslum Kadyrovs á sam­fé­lags­miðl­un­um má ætla að hann sé í senn mjög trú­aður og mik­ill fjöl­skyldu­mað­ur. Auk þess að vera yfir­lýstur dýra­vinur og fanat­ískur áhuga­maður um bar­daga­í­þróttir og ­fót­bolta. Þess á milli koma svo hár­beittar og rammpóli­tískar færslur þar sem hann ýmist mærir Rúss­lands­for­seta eða ræðst harka­lega gegn and­stæð­ing­um ­stjórnar hans. Í byrjun febr­úar vakt­i ­mikla athygli birt­ing Kadyrovs á mynd­bandi á Instagram síðu sinni þar sem sjá mátti stjórn­ar­and­stæð­ing­ana ­Mik­haíl Kasya­nov og Vla­dimír Kara-M­urza Jr. í sigti leyniskyttu. Mynd­bandið var ­síðar fjar­lægt af Instagram og Kasya­nov og Kara-M­urza Jr. fóru fram á að Ka­dyrov yrði refsað fyrir athæf­ið. Rúss­neska alrík­is­lög­reglan, FSB, tók mál­ið til rann­sóknar en sá ekk­ert athuga­vert við mynd­bandið.

Skjáskot úr myndbandi sem Ramzan Kadyrov birti á Instagram síðu sinni sem sýnir stjórnarandstæðingana Kasyanov og Kara-Murza Jr. í sigti leyniskyttu. Kadyrov er með rúmlega 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Patt­staða fyrir Pútín

Yfir­stand­andi kjör­tíma­bil Kadyrovs ­tekur form­lega enda í byrjun apríl næst­kom­andi en fast­lega er þó búist við því að Pútín muni á end­anum styðja hann til end­ur­kjörs í kosn­ingum næsta haust. ­Þrátt fyrir að leið­togi Téténíu seg­ist vera til­bú­inn að stíga til hliðar þá telja sumir að Pútín eigi raunar ekki ann­ara kosta völ. Pútín þurfi ein­fald­lega að halda sig við hinn ó­stýr­láta Kadyrov til þess að tryggja frið­inn og stöð­ug­leik­ann á svæði sem er ­sögu­leg púð­ur­tunna fyrir rúss­nesk stjórn­völd. Auk þess sem Kadyrov var, eins og áður seg­ir, hand­val­inn af Pútín og hann væri ann­ars að snúa baki við eigin „sköp­un­ar­verki”.

Fari svo að lokum Kadyrov haldi áfram í emb­ætt­i má leiða líkur að því að staða hans gagn­vart yfir­völdum í Kreml hafi þá styrkst til muna. Öllum yrði þá ljóst hversu ómissandi hann væri fyrir rúss­nesk ­stjórn­völd. Í kjöl­farið yrði hann þá jafn­vel enn „ósnert­an­legri” en áður og ó­mögu­legt að segja til um hvaða afleið­ingar það hefði í för með sér. Í því ­sam­hengi er vert að minn­ast á lýs­ingu blaða­kon­unnar Önnu Polit­kovskaju á Ramzan Ka­dyrov frá árinu 2004. „Kreml hefur alið lít­inn dreka sem þarf að fæða reglu­lega, til þess að hann spúi ekki eldi og eyði­leggi allt í kringum sig.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None