Ráðherrabílar verða vistvænni

Ráðuneyti eru ýmist búin að skipta í tengitvinnbíla eða munu gera það næst þegar skipt verður um ráðherrabíla.

Stjórnarráð Ríkisstjórn
Auglýsing

Ráðuneyti eru ýmist búin að skipta yfir í tvinn- eða tengitvinnbíla eða hyggjast gera það við næstu kaup á ráðherrabílum. Þetta má lesa út úr svörum ráðherra við fyrirspurnum Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um bifreiðakaup ráðherranna.

Svandís spurði ráðherrana eftirfarandi spurninga:

  1. Hversu margar bifreiðar hafa verið keyptar til afnota fyrir ráðuneytið frá því í ársbyrjun 2014, af hvaða tegund eru þær, hvaða eldsneyti notar hver þeirra, hver er uppgefin eldsneytisnotkun hverrar þeirrar og hver er uppgefin losun hverrar þeirra á koltvíoxíði (CO2)?
  2. Hvernig samræmast bifreiðakaup fyrir ráðuneytið markmiði í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti (146. mál) um að fimmtungur bifreiða í eigu opinberra aðila verði vistvænn fyrir árið 2020.
  3. Hefur krafa um að bifreiðar sem keyptar eru til nota fyrir opinbera aðila nýti endurnýjanlega orkugjafa verið í útboðsskilmálum vegna bifreiðakaupa ráðuneytisins eða er áformað að slíkir skilmálar verði settir?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að við útboð vegna bifreiðakaupa í framtíðinni muni forsætisráðuneytið taka mið af ályktun Alþingis um aðgerðaáætlun um orkuskipti, og það var líka gert við síðustu endurnýjun ráðherrabíls.

„Áformað er að við næstu endurnýjun bifreiðar ráðuneytisins verði gerð enn ríkari krafa um umhverfissjónarmið, þ.m.t. um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, og að útboðsskilmálar samræmist umhverfismarkmiðum sem Alþingi setur. Þar verði sérstaklega litið til rafbíla eða tengiltvinnbíla,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í svari sínu.

Auglýsing

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra svarar fyrir velferðarráðuneytið, og þar kemur fram að ráðuneytið er það eina þar sem bílar ráðherra hafa ekki verið endurnýjaðir frá árinu 2014, heldur voru bílarnir báðir keyptir árið 2008. „Fyrir liggur að komið er að endurnýjun á báðum bifreiðum ráðuneytisins og er gert ráð fyrir að krafa um endurnýjanlega orkugjafa verði í útboðsskilmálum.“

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að gert sé ráð fyrir því að gerð verði krafa um sjálfbæra orkugjafa þegar skipt verður um bíl næst.

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að bifreiðakaup muni samræmast markmiðinu um vistvæna bíla, og Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir nýjan bíl ráðuneytisins ekki falla undir skilgreiningu um vistvæna bíla, en gerð sé krafa um að eyðsla sé ekki umfram 7,5 lítra á 100 kílómetra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svarar fyrir atvinnuvegaráðuneytið, þar sem er þegar einn vistvænn bíll. Svo verður einnig í framtíðinni, að hennar sögn.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að ráðherrabíll ráðuneytisins sé með tengitvinnvél og noti að miklu leyti raforku í innanbæjarakstri. „Þess ber þó að geta að núverandi ráðherra hefði fremur valið bíl sem gengur að öllu leyti fyrir endurnýjanlegum eða vistvænum orkugjafa.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent