Guðlaugur Þór: Dylgjur sem eru til marks um málefnafátækt

Utanríkisráðherra hefur tjáð sig á Facebook síðu sinni vegna umfjöllunar Eyjunnar um fjárfestingar og eigna eiginkonu hans.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

„Dylgjur sem fram koma í ofan­greindri umfjöllun Eyj­unnar bera vitni um mál­efna­fá­tækt þeirra sem hafa ákveðið að berj­ast gegn þriðja orku­pakk­anum með öðru en rök­um. Von­andi verður hægt að ræða þetta mál með mál­efna­legri hætti í fram­tíð­inn­i.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri færslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra á Face­book, þar sem hann fjallar um umfjöllun sem birt­ist á Eyj­unn­i.is, sem Frjáls fjöl­miðlun rekur, þar sem fjallað er um eign­ar­hald á jörð sem er á áhrifa­svæði Búlands­virkj­un­ar. Er þetta eign­ar­hald sett í sam­hengi við mögu­lega hags­muni vegna þriðja orku­pakk­ans svo­nefnda.

Guð­laugur Þór segir að jörð sem félag í eigu Ágústu hafi keypt árið 2015, sé skóg­rækt­ar­jörð sem tengd­ar­for­eldrar hans hafi ræktað upp síðan 1982. „Hvorki ég né fjöl­skylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru allar hug­myndir um þessa virkjun út af borð­inu um alla fram­tíð. Um það erum við fjöl­skyldan öll sam­mála,“ segir Guð­laugur Þór.

Auglýsing

Orð­rétt segir í yfir­lýs­ingu hans, vegna máls­ins:

Vegna fréttar Eyj­unnar fyrr í dag, 15. apr­íl, um hags­muna­skrán­ingu mína á vef Alþingis vil ég taka eft­ir­far­andi fram:

1. Reglur for­sætis­nefndar Alþingis um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum alþing­is­manna og trún­að­ar­störfum utan þings, sem einnig taka til ráð­herra, taka ekki til eigna eða skulda maka. Þetta hefur skrif­stofa Alþingis stað­fest við mig. Hags­muna­skrán­ing mín er í fullu sam­ræmi við þessar regl­ur.

2. Ágústa John­son, eig­in­kona mín, hefur verið í eigin atvinnu­rekstri í rúma þrjá ára­tugi eins og flestum lands­mönnum ætti að vera kunn­ugt um. Jörðin sem um ræðir er skóg­rækt­ar­jörð sem tengda­for­eldrar mínir hafa ræktað upp síðan 1982. Félag, sem er í eigu Ágústu, keypti jörð­ina árið 2015 en hún hafði verið til sölu í nokkur ár þar á und­an.

3. Allt tal um að mín fjöl­skylda hagn­ist á Búlands­virkj­un, hvað þá um millj­arða króna, er fjar­stæðu­kennt. Búlands­virkjun er ekki í orku­nýt­ing­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar. Hvorki ég né fjöl­skylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru allar hug­myndir um þessa virkjun út af borð­inu um alla fram­tíð. Um það erum við fjöl­skyldan öll sam­mála.

4. Sam­þykkt eða höfnun þriðja orku­pakk­ans hefur engin áhrif á hags­muni land­eig­enda á hugs­an­legum virkj­ana­svæðum enda fjallar þriðji orku­pakk­inn hvorki um eign­ar­hald né nýt­ingu á auð­lind­um. Stað­reyndin er enn fremur sú að með inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans eins og lagt er til eru settar enn frek­ari skorður við lagn­ingu raf­magns­sæ­strengs en nú eru við lýði.

5. Dylgjur sem fram koma í ofan­greindri umfjöllun Eyj­unnar bera vitni um mál­efna­fá­tækt þeirra sem hafa ákveðið að berj­ast gegn þriðja orku­pakk­anum með öðru en rök­um. Von­andi verður hægt að ræða þetta mál með mál­efna­legri hætti í fram­tíð­inni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent