FME með hlutafjársöfnun til athugunar

FME segir í yfirlýsingu að það hafi talið hlutafjársöfnun fyrir endurreisn WOW air falla undir lög um almennt útboð verðbréfa.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að áskrift­ar­söfnun fyrir hlutafé í WOW air, sem aug­lýst var á vef­síð­unni hlut­hafi.com, félli undir hug­takið almennt útboð verð­bréfa, sbr. 43. grein laga um verð­bréfa­við­skipti n. 108/2007. 

Með því er átt við að hvers konar boð til almenn­ings um kaup á verð­bréf­um, en áður en farið er í almennt útboð verð­bréfa þarf að gefa út lýs­ingu í sam­ræmi við 1. mgr. 44. grein laga um verð­bréfa­við­skipt­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Auglýsing

„Fyrr í dag sendi Fjár­mála­eft­ir­litið erindi til for­svars­manna hlut­hafi.com þar sem ­gerð var krafa um að heima­síð­unni yrði lokað þar sem ekki virt­ust upp­fyllt skil­yrði laga um verð­bréfa­við­skipti, m.a. varð­andi útgáfu lýs­ing­ar. Í kjöl­far þessa hafa for­svars­menn hlut­hafi.com breytt fyr­ir­komu­lag­i á­skrift­ar­söfn­un­ar­innar á þann hátt að nú er miðað við skrán­ingu fyr­ir­ hluta­skír­teini í einka­hluta­fé­lagi sem fellur ekki undir lög um verð­bréfa­við­skipt­i. 

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið vekur athygli á að almennir fjár­festar njóta ekki sömu verndar vegna kaupa í einka­hluta­fé­lagi og þegar þeir taka þátt í almennu hluta­fjár­út­boð­i,“ segir í til­kynn­ingu FME. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, hefur verið fundað með mörgum fjár­festum, vegna mögu­legrar end­ur­reisnar WOW air, und­an­farna daga. 

Á vefnum hlut­hafi.com, segir að það sé mark­miðið að tryggja meiri sam­keppni í flugi, með stofnun eða end­ur­reisnar lággjalda­flug­fé­lags­ins. Horft er til þess að fjár­festa í vöru­merkjum og bók­un­ar­kerfi, ásamt fleiri þáttum sem þarf til að tryggja sam­keppni í flug­inu til Íslands, og styrkja með því ferða­þjón­ust­una.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent