Sá sem eldar á líka að vaska upp

Eiríkur Ragnarsson fjallar um óskrifaðar reglur í eldhúsinu en hann telur að gamlar hefðir varðandi uppvaskið séu algjörlega úteltar.

Auglýsing

Óskrifuð regla er á mörgum heimilum að það sé ekki sami einstaklingurinn sem eldar og vaskar upp eftir matinn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp.

Þetta kerfi er svo gamalt og hefðin svo gróin að það er nánast ómögulegt að hugsa sér annarskonar kerfi. Hefðin er svo vel rótuð að við látum okkur ekki einu sinni detta það í hug að skora á hvort hefðin sé af hinu góða, eða hvort megi bæta hana.

Þegar hefðin er skoðuð nánar, og í gegnum gleraugu hagfræðinnar, er nokkuð ljóst að hún er misheppnuð. Hvatarnir eru allir á þvers og kruss. Og kokkurinn græðir á kostnað uppvaskarans. Ástæðan er einföld: Kokkurinn ber ekki kostnaðinn af eigin óskilvirkni og leti.

Auglýsing

Ef kokkurinn veit að hann þarf að taka til eftir eldamennskuna reynir hann af öllum mætti að lágmarka skítug eldhúsáhöld og leirtau. Hann getur gert það með því að vanda valið á matnum (sumir réttir krefjast fleiri áhalda). Einnig getur hann endurnotað sleifar í hina ýmsu potta. Svo getur hann sparað sér þrifin seinna með því að vaska upp á milli verka. Ef kokkurinn ber allan kostnað – og nýtur bata – verka sinna, þá reynir hann að framleiða eins lítið uppvask og hann mögulega getur.

En ef það er ekki sami einstaklingur sem eldar og vaskar upp breytist allt. Kokkurinn getur nú eldað forrétt í nokkrum pottum, hver með sína sleif. Því næst getur hann ofnbakað grænmeti, sem krefst nokkurra skurðbretta og bökunarskúffu. Hann getur svo gert fjöldan allan af tilraunum með sósur. Ef þær brenna aðeins á botni pottsins þá getur hann bara sótt annan pott. Ekki eins og hann þurfi að vaska upp.

Eftir matinn getur kokkurinn svo breitt úr sér á sófanum. Maki hans, uppvaskarinn, fer inn í eldhús og á móti tekur Tjernóbil, í formi eldhúss. Makinn þarf nú, með troðfullan magann, að strita í nokkra klukkutíma. Skrúbba brunann úr pottinum, hreinsa ofnskúffuna, sem er ómögulegt í venjulegum vaski og þrífa tómatslettur úr loftinu.

Ef fólk ber ekki fullan kostnað gjörða sinna þá gerir fólk meira af því slæma en samfélag þeirra hefur gott af. Ef bílafólk borgar ekki fyrir slit á malbikinu þá keyrir það of mikið. Ef álver borga of lágt rafmagnsverð og eru ekki rukkuð fyrir að menga, þá menga þau of mikið. Ef Hvalur hf. borgar ekki fyrir mannorðsskaðann sem Ísland verður fyrir vegna hvalveiða þá veiða þeir of marga hvali.

Að þvo sósupott áður en sósan harðnar tekur hálfa mínútu. En að þrífa pottinn, þegar allt er orðið þurrt og hart eftir matinn, getur tekið allt að fimm mínútur. Ef kokkurinn hefði þurft að vaska upp sjálfur þá hefði hann gert það strax og sparað samfélaginu 4,5 mínútur. En svo lengi sem makinn vaskar upp þá heldur þessi sóun áfram.

Þegar okkar kynslóð liggur á dánarbeðinu og við fylgjumst með næstu kynslóð þrífa upp skítinn eftir okkur, þá á það eftir að taka þau lengri tíma að laga til heldur en ef við hefðum bara drullast til að taka til eftir okkur, samhliða því sem við rusluðum okkar stórfenglegu plánetu út.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics