Sá sem eldar á líka að vaska upp

Eiríkur Ragnarsson fjallar um óskrifaðar reglur í eldhúsinu en hann telur að gamlar hefðir varðandi uppvaskið séu algjörlega úteltar.

Auglýsing

Óskrifuð regla er á mörgum heimilum að það sé ekki sami einstaklingurinn sem eldar og vaskar upp eftir matinn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp.

Þetta kerfi er svo gamalt og hefðin svo gróin að það er nánast ómögulegt að hugsa sér annarskonar kerfi. Hefðin er svo vel rótuð að við látum okkur ekki einu sinni detta það í hug að skora á hvort hefðin sé af hinu góða, eða hvort megi bæta hana.

Þegar hefðin er skoðuð nánar, og í gegnum gleraugu hagfræðinnar, er nokkuð ljóst að hún er misheppnuð. Hvatarnir eru allir á þvers og kruss. Og kokkurinn græðir á kostnað uppvaskarans. Ástæðan er einföld: Kokkurinn ber ekki kostnaðinn af eigin óskilvirkni og leti.

Auglýsing

Ef kokkurinn veit að hann þarf að taka til eftir eldamennskuna reynir hann af öllum mætti að lágmarka skítug eldhúsáhöld og leirtau. Hann getur gert það með því að vanda valið á matnum (sumir réttir krefjast fleiri áhalda). Einnig getur hann endurnotað sleifar í hina ýmsu potta. Svo getur hann sparað sér þrifin seinna með því að vaska upp á milli verka. Ef kokkurinn ber allan kostnað – og nýtur bata – verka sinna, þá reynir hann að framleiða eins lítið uppvask og hann mögulega getur.

En ef það er ekki sami einstaklingur sem eldar og vaskar upp breytist allt. Kokkurinn getur nú eldað forrétt í nokkrum pottum, hver með sína sleif. Því næst getur hann ofnbakað grænmeti, sem krefst nokkurra skurðbretta og bökunarskúffu. Hann getur svo gert fjöldan allan af tilraunum með sósur. Ef þær brenna aðeins á botni pottsins þá getur hann bara sótt annan pott. Ekki eins og hann þurfi að vaska upp.

Eftir matinn getur kokkurinn svo breitt úr sér á sófanum. Maki hans, uppvaskarinn, fer inn í eldhús og á móti tekur Tjernóbil, í formi eldhúss. Makinn þarf nú, með troðfullan magann, að strita í nokkra klukkutíma. Skrúbba brunann úr pottinum, hreinsa ofnskúffuna, sem er ómögulegt í venjulegum vaski og þrífa tómatslettur úr loftinu.

Ef fólk ber ekki fullan kostnað gjörða sinna þá gerir fólk meira af því slæma en samfélag þeirra hefur gott af. Ef bílafólk borgar ekki fyrir slit á malbikinu þá keyrir það of mikið. Ef álver borga of lágt rafmagnsverð og eru ekki rukkuð fyrir að menga, þá menga þau of mikið. Ef Hvalur hf. borgar ekki fyrir mannorðsskaðann sem Ísland verður fyrir vegna hvalveiða þá veiða þeir of marga hvali.

Að þvo sósupott áður en sósan harðnar tekur hálfa mínútu. En að þrífa pottinn, þegar allt er orðið þurrt og hart eftir matinn, getur tekið allt að fimm mínútur. Ef kokkurinn hefði þurft að vaska upp sjálfur þá hefði hann gert það strax og sparað samfélaginu 4,5 mínútur. En svo lengi sem makinn vaskar upp þá heldur þessi sóun áfram.

Þegar okkar kynslóð liggur á dánarbeðinu og við fylgjumst með næstu kynslóð þrífa upp skítinn eftir okkur, þá á það eftir að taka þau lengri tíma að laga til heldur en ef við hefðum bara drullast til að taka til eftir okkur, samhliða því sem við rusluðum okkar stórfenglegu plánetu út.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics