Mynd: Birgir Þór Harðarson

Árið 2019: Aðskilnaður ríkis og kirkju kemst rækilega á dagskrá

Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði í lok árs að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Þingmenn fjögurra annarra flokka hafa lagt fram frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.

Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­­manna sem skráðir eru í þjóð­­­kirkj­una met­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 231.154. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 21.915 frá árs­­­byrjun 2009. 

Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 43.498, en þjóð­­­kirkj­unni hefur mis­­­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því rúm­­lega 65 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­­­kirkj­una á síð­­­ast­liðnum árum. Alls standa nú tæp­­lega 132 þús­und lands­­­menn utan þjóð­­­kirkju.

Af þeim hópi eru 26.023 skráðir utan trú­­fé­laga og 52.060 eru með ótil­­greinda skrán­ingu. Fjölgun á þeim sem eru með ótil­­greinda skrán­ingu má rekja til mik­illar aukn­ingar á fjölda erlendra rík­­is­­borg­­ara sem sest hafa að á Íslandi á und­an­­förnum árum. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Þjóð­­skrá Íslands um skrán­ingu í trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög. 

Staðan í dag er því þannig að rúm­­lega 36,5 pró­­sent lands­­manna standa utan þjóð­­kirkj­unn­­ar. Fyrir rúmum ára­tug stóð fimmt­ungur lands­­manna utan henn­­ar. 

Boða skref í átt að aðskiln­aði

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra sagði í byrjun síð­­asta mán­aðar að óhjá­­kvæmi­­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju. Í grein sem hún skrif­aði í Morg­un­­blaðið sagði hún að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­­­ritað var í sept­­­em­ber síð­­­ast­liðn­­­um, milli ríkis og þjóð­­­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­­­is­­­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­­­ast frjálsu trú­­­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­­­kvæmi­­­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­­­kirkjan áfram njóta stuðn­­­ings og verndar íslenska rík­­­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­­­­­ar­­­skrár­inn­­­ar.“

Áslaug Arna sagði í grein­inni að sjálf­­­stæð kirkja óháð rík­­­is­­­vald­inu sam­­­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­­­staðan sem þjóð­­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­­­skip­­­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­­­legri félags­­­­­legri þjón­­­ustu óháð rík­­­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­­­anum á milli hennar og rík­­­is­­­valds­ins.“

Þremur dögum síðar sagði hún í við­tali við RÚV að aukið ákall væri um það í sam­­­fé­lag­inu, að sjálf­­­stæði trú­­­fé­laga og líf­­­skoð­un­­­ar­­­fé­laga sé algjört. Hún sagði vinnu til að svara þessu ákalli væri þegar komin af stað. Mark­mið þeirrar vinnu væri að skilja að ríki og kirkju. 

Meiri­hluti virð­ist vera fyrir aðskiln­aði

Meiri­hluti virð­ist vera fyrir því á Alþingi að setja aðskilnað kyrf­i­­lega á dag­­skrá. Fyrir þing­inu liggur þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­laga þing­­­manna stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­flokk­anna Við­reisn­­­ar, Sam­­fylk­ingar og Pírata auk þing­­­manns Vinstri grænna og eins utan flokka, þar sem lagður er til aðskiln­aður ríkis og kirkju. 

Sam­­kvæmt til­­­lög­unni á að leggja frum­vörpin fram í síð­­­asta lagi á vor­­­þingi 2021, því síð­­­asta áður en að næstu þing­­­kosn­­­ingar verða haldnar miðað við áætl­­­un. Þau eiga að kveða á um að fullur aðskiln­aður verði milli ríkis og kirkju í síð­­­asta lagi í árs­­­lok 2034. 

Í umsögn um málið hefur Biskup Íslands, Agnes Sig­­­urð­­­ar­dótt­ir, sagt að það sé ekk­ert for­­­gangs­­­mál að kirkjan sé hluti af rík­­­is­­­vald­inu. „Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­­­­is­­­­valdið er í sjálfu sér ekki for­­­­gangs­­­­mál kirkj­unn­­­­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ 

Til­­­­lagan er nú til með­­­­­­­ferðar hjá alls­herj­­­­­­­ar- og mennta­­­­mála­­­­nefnd.

Flestir lands­­menn hlynntir breyt­ingum

Sam­­­kvæmt Þjóð­­­ar­púlsi Gallup sem var birtur fyrir í byrjun nóv­­em­ber er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­­­lega 55 pró­­­­sent, en það er svipað hlut­­­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­­­lega fjórð­ungur er and­víg­­­­ur.

Karlar eru hlynnt­­­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­­­­ur, og fólk er hlynnt­­­­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins eru hlynnt­­­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­­­­byggð­­­­ar­inn­­­­ar, og fólk er hlynnt­­­­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­­­­­­­leg­­­­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokk­inn lík­­­­­­­leg­­­­astir til að vera and­víg­­­­ir. Á eftir þeim koma kjós­­­­endur Mið­­­­flokks­ins og Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Í nið­­­­ur­­­­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­­­­kirkj­unn­­­­ar. Það er svipað hlut­­­­fall og í fyrra en þá lækk­­­­aði það frá fyrri mæl­ing­­­­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­­­­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­­­­ar.

Um 19 pró­­­­sent eru ánægð með störf Agn­­­­esar M. Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­­­­ur, bisk­­­­ups Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar