Með lífið í lúkunum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur að ljóst sé að heildarendurskoðun þurfi að eiga sér stað á lífeyrissjóðskerfinu. Sú endurskoðun muni taka tíma og margir þurfi að koma að henni. Það sé ekki seinna vænna en að byrja núna.

Auglýsing

Lands­menn eld­ast eins og hjá öðrum þjóðum og er sífellt verið að tala meira og hærra um að hækka þurfi líf­eyr­i­s­töku­aldur í skrefum í 70 ár. Frakk­land logar stafn­anna á milli í mót­mælum vegna breyt­inga á líf­eyr­is­kerf­inu en þar er líf­eyr­i­s­töku­aldur 62 ár. Hann var reyndar lækk­aður á sínum tíma til að mæta auknu atvinnu­leysi. Í Frakk­landi stendur til að hækka líf­eyr­i­s­töku­ald­ur­inn í 64 ár eða um tvö ár og jafna rétt­indi, sam­eina kerfi og sjóði. Þetta er gert vegna þess að kerfin eru ekki talin standa undir sér í þeirri mynd sem þau eru í dag og vegna gríð­ar­legra skuld­bind­inga á fram­tíðar kyn­slóð­ir. 

Íslenska kerfið er sjóð­söfn­un­ar­kerfi þar sem hver kyn­slóð safnar fyrir sínum rétt­indum með sjóð­söfn­un. Sá hængur er á að kerfið sem er mark­aðs­drifið þarf að selja verð­bréf á mark­aði til að standa undir greiðslu líf­eyr­is. Þar kemur inn mark­aðs­á­hætta eins og í hrun­inu 2008. Eða þegar kerfið verður full­þroskað og iðgjöldin standa ekki lengur undir útreiðslum og selja þarf eignir til að standa undir útgreiðslum munu sveiflur á mörk­uðum hafa ófyr­ir­sjá­an­leg áhrif á kerfið og rétt­indi sjóð­fé­laga.

Fljót­lega eftir hrun eða árið 2009 var opnað fyrir greiðslu sér­eigna­sparn­aðar og var almenn­ingi heim­ilt að taka út allt að eina milljón á mann til að létta undir þeim for­sendu­bresti sem varð með falli krón­unnar og stökk­breyt­ingu lána. Á þessum tíma­punkti var selj­an­leiki lít­ill sem eng­inn á mörk­uðum nema þá að losa eignir á bruna­út­sölu. Var gripið til þess ráðs að leyfa sjóð­unum að dreifa greiðsl­unni á 10 mán­uði eða 100.000 á mán­uði í stað einnar millj­óna ein­greiðslu. Þannig þurftu sjóð­irnir ekki að selja eignir á hrakvirði og gátu notað iðgjöld að mestu til að standa straum á útgreiðsl­um.

Auglýsing

Þegar líf­eyr­is­kerfið verður full­þroskað, eða ef fólks­fækkun verð­ur, mun þessi kerf­is­á­hætta leggj­ast á sjóð­ina af fullum þunga. Hvernig mun fara fyrir þeim kyn­slóðum sem þurfa að reiða sig á full­þroskað mark­aðs­drifið kerfi? Þegar djúpar nið­ur­sveiflur eða mark­aðs­hrun verða og selj­an­leiki á mörk­uðum verður ekki til stað­ar, nema á bruna­út­söl­um, munu rétt­indi þeirra kyn­slóða brenna með.

Þetta hljómar ekki vel en því miður bláköld stað­reynd því mark­aðs­sveiflur og kerf­is­hrun munu alltaf eiga sér stað með ákveðnu milli­bili. Það sannar sag­an.

Þar með er ekki sagt að kerfið sé hand­ó­nýtt og ómögu­legt en það hefur þennan stóra og aug­ljósa galla.

Kerfið hefur ekki þann sveigj­an­leika sem það þarf að hafa. Það hafa gegn­um­streym­is­kerfi ekki heldur og geta þau einnig lagst þungt á kom­andi kyn­slóð­ir. Lausnin gæti hins­vegar falist í því að blanda þessum kerfum saman þar sem hægt er að vigta vægi kerf­ana hverju sinni eftir því hvernig gengur á mörk­uðum og í þjóð­ar­bú­inu og hjá þeim kyn­slóðum sem þá taka líf­eyri þess tíma. Hægt væri að trappa niður sjóð­söfnun þegar þannig árar og öfugt. Auka vægi gegn­um­streymis þegar þannig viðr­ar. Með blöndu af báðum kerfum skap­ast sá sveigj­an­leiki sem fyr­ir­sjá­an­legt er að núver­andi kerfi þurfi til að ganga upp. Hægt væri að kalla slíkt kerfi borg­ara­laun með sjóð­söfnun eða borg­ara­sjóð.

Hækkun lífald­urs er óum­flýj­an­leg þróun en stóra spurn­ingin er hvernig við ætlum að bregð­ast við. Til eru nokkrar leiðir eins og að auka vægi gegn­um­streym­is, almanna­trygg­inga, eða hækka töku líf­eyr­is­ald­urs.

Með hækkun lífald­urs er ekki reiknað með því í hvaða ástandi við verðum þegar við lifum leng­ur. Lífstílstengdir sjúk­dómar og alvar­legir öldr­un­ar­sjúk­dómar eru raun­veru­leiki sífellt stækk­andi hóps aldr­aðra og því ekki hægt að reikna með því að með hækkun lífald­urs geti eldra fólk sjálf­krafa unnið lengur eða notið eldri áranna eins og fræg­asta mantra líf­eyr­is­sjóð­anna hljóm­ar. Vanda­málið gæti orðið það sama og núver­andi kerfi stendur frami fyrir miða við óbreytt ástand. Sér­stak­lega þegar breyt­ingar á vinnu­mark­aði eru teknar með þar sem margt bendir til að störfum muni fækka vegna fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. 

Þær hug­myndir sem nú eru ræddar gerir það að verkum að við erum að færa vanda eins kerfis yfir á annað því ein­hvern vegin þurfum við að sjá fólki fyrir fram­færslu hvort sem það hafi getu til að vinna eða ekki.

Þess vegna mætti skoða það af fullri alvöru hvort líf­eyr­is­rétt­indi verði tröppuð niður með hækk­andi aldri. Þannig fengi fólk hærri líf­eyri við líf­eyr­i­s­töku en síðan myndu rétt­indi trapp­ast niður eftir því sem aldur hækk­ar. Þannig mætti bæta lífs­kjör þeirra sem fara af vinnu­mark­aði og á líf­eyri og hafa heilsu til að njóta og aftur trappa niður greiðslur hjá ald­urs­hópum sem þurfa minni fram­færslu vegna ald­urs og heilsu.

Við gætum allt eins þurft að lækka aldur til töku líf­eyris frekar en að hækka hann og í stað þess að koma vanda sjóð­anna yfir á trygg­inga­stofnun eða aðrar stofn­anir gæti heild­ar­end­ur­skoðun kerf­anna leyst vanda þeirra allra.

Breyt­ingar á örorku­líf­eyr­is­kerf­inu eru einnig vara­samar í þessu sam­hengi þar sem til stendur að taka upp starfs­getu­mat þannig að fólk með skerta starfs­getu verður metið til vinnu eða hluta­starfa. Þetta hljómar kannski sem góð hug­mynd og jafn­vel stór­sniðug ef það væri ekki fyrir þá stað­reynd að þessi störf eru ekki til og verða lík­lega ekki til fyrir þann hóp sem kerf­is­breyt­ingin ætlar sér að þvinga út á vinnu­mark­að­inn. Þetta hefur m.a. ann­ars komið í ljós í Bret­landi þar sem starfs­getu­mat var inn­leitt með skelfi­legum afleið­ing­um. Eina leiðin sem virð­ist fær í að breyta er að afnema skerð­ing­ar. Þær eru ósann­gjarn­ar, ala á mis­munun og eru and­fé­lags­leg­ar. Að refsa ein­hverjum fyrir við­leitni sína til lífs­bjargar er ein versta sortin af mann­rétt­inda­brotum sem almanna­trygg­inga­kerfið hefur alið af sér. Og þótt víða væri leit­að. „Kostn­að­ur“ við afnám skerð­inga er gríð­ar­lega mik­ill ef rýnt er í Excell skjöl fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Hins­vegar hefur ávinn­ing­ur­inn ekki verið metin til fulls og ólík­legt er að til lengri tíma kosti nokkuð í krónum að fara þessa leið. Ef að lýð­heilsu­sjón­ar­mið eru tekin með í reikn­ing­inn, afleidd áhrif, hærri skatt­tekjur og útsvar þeirra sem geta unnið eitt­hvað í stað þess að þvinga til kyrr­setu og þannig minni ásókn í önnur stuðn­ings­kerfi hins opin­bera og mun meiri líkum á starfsend­ur­hæf­ingu stórra hópa.

Breyt­ingar á vinnu­mark­aði vegna fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar eru gríð­ar­legar og ljóst að þær munu hafa víð­tæk áhrif á öll sam­fé­lög og allar þjóð­ir. Margir hafa spáð fyrir um hvernig þró­unin mun verða og eru ekki allir á eitt sam­mála um hvernig hún verði. Ein­hverjir vilja meina að ný störf muni skap­ast í stað­inn aðrir eru svart­sýnni og telja að störfum muni fækka gríð­ar­lega mik­ið. Sama hvernig þetta fer þá eru miklar áskor­anir framundan á vinnu­mark­aði og hvernig við munum takast á við breyt­ing­arn­ar, breytt störf, allt aðrar kröf­ur. 

Þess vegna ættum við að skoða kerfin okkar í miklu víð­ara sam­hengi en við gerum í dag. Þetta er ekki eitt­hvað sem við getum reiknað okkur niður á í excell skjali, það eru miklu fleiri þættir sem hanga á þess­ari spítu.

Auglýsing

Hvernig gengur sú for­múla upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á meðan störfum er að fækka í bland við nátt­úru­lega fólks­fjölg­un? 

Það er alveg ljóst að þörf er á miklu dýpri nafla­skoðun á okkar grunn­stoðum og kerfum heldur en hingað til hefur verið haldið fram. Það er einnig margt sem bendir til þess að líf­eyr­is­kerfið okkar sé offjár­magnað en með­al­launa­rétt­indi eru reiknuð út frá 40 ára inn­greiðslu en ekki 50 ára en við byrjum að greiða frá 16 ára aldri en ekki 26 ára. Þetta gjör­breytir allri rétt­inda­á­vinnslu. Einnig er mjög ólík­legt að sjóð­irnir nái að sneiða fram­hjá kerf­is­bundnum mark­aðs­á­föllum fram­tíð­ar­innar og standa þannig við lög­bundið lof­orð um ávöxtun en krafan ein og sér er óraun­hæf án þess að skerða til muna lífs­gæði vinn­andi fólks með ein­hverjum hætti.

Það er einnig margt sem bendir til þess að kerfið sé orðið of frekt til fjár­ins. Geta okkar til bæta lífs­kjör frá degi til dags verður erf­ið­ari þar sem sífellt hærra hlut­fall af launum og hærri launa­tengd gjöld renna til sjóð­anna.

Einnig má spyrja hvort há ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna hafi nei­kvæð áhrif á lífs­gæði heild­ar­inn­ar. Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna eru um 3.500 millj­arða. Í gegnum vexti á lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja og arð­sem­is­kröfu á verð­bréf þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að ná 3,5% með­al­raun­á­vöxtun sem þýðir 122,5 millj­arðar á ári og fer hækk­andi, bara til að sjóð­irnir geti staðið við lög­bundið við­mið um með­al­launa­rétt­indi. Iðgjöldin 15,5% af allri launa­veltu og sér­eign 4 til 6% bæt­ast svo við. Þannig er hægt að álykta að sjóð­irnir taki til sín á fjórða hund­rað millj­arða á ári úr hag­kerf­inu með beinum og óbeinum hætti.

Það er ljóst að sjóð­irnir halda uppi vaxta­gólfi í bland við óþarfa áhættu­sækni þegar inn­byggð ávöxt­un­ar­krafa kerf­is­ins er of há og í sann­an­legri mót­sögn við til­gang­inn.

Hafa ber í huga að sjóð­irnir greiða tugi millj­arða til baka í formi greiðslu líf­eyr­is, örorku, barna og maka­líf­eyr­is. 

Sam­trygg­ing er orð sem ekki á við um núver­andi kerfi nema þá helst sem öfug­mæli. Skatt­kerfið okkar er að mörgu leyti sam­trygg­ing þar sem inn­viðir tryggja sömu þjón­ustu til allra óháð tekjum eða stöðu. Sama vega­kerfi, sama mennta­kerfi og sama grunn­þjón­usta fyrir alla. Eða svona í grunn­inn því alltaf eru frá­vik í öllum kerfum þar sem t.d. þeir allra rík­ustu lifa eftir öðrum gildum og lög­málum en hin­ir, greiða helst ekki skatta en nota samt inn­við­ina sem þeir reyna eftir fremsta megni að kom­ast hjá að greiða fyr­ir.

En hvernig komust menn að þeirri nið­ur­stöðu að kalla sam­trygg­ing­ar­hluta líf­eyr­is­sjóð­anna sam­trygg­ingu? Það er jú ein­hver sam­trygg­ing fólgin í greiðslu barna, örorku og maka­líf­eyris en í grunn­inn elur kerfið á inn­byggðri mis­munun í rétt­inda­upp­bygg­ingu. Frægt er orðið þegar fyrrum banka­stjóri Arion banka var leystur út með 150 millj­óna starfs­loka­samn­ingi. Það sem margir gera sér síður grein fyrir að með þessu fékk banka­stjór­inn fyrr­ver­andi ígildi eft­ir­launa­rétt­inda sem tæki verka­mann heila starfsævi að vinna sér inn.

Rétt­indin byggja á hlut­falli með­al­launa yfir starfsæv­ina þannig að hálauna­maður fær sama hlut­fall af sínum svim­andi ævi­tekjum og verka­konan sem varla gat lifað af sín­um. Þegar kemur að líf­eyri er mun lík­legra að hálauna­mað­ur­inn hafi komið yfir sig skuld­lausu þaki á starfsæv­inni og þurfi því minna til að lifa öfugt við þau sem lægst höfðu laun­in.

Það sem toppar svo vit­leys­una er að þeir sem hafa lægri rétt­indi úr líf­eyr­is­kerf­inu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerð­ingum almanna­trygg­inga, en ekki hin­ir.

Önnur mis­munun liggur í mis­mun­andi örorku­byrði sjóð­anna. Þær starfs­stéttir sem vinna erf­ið­ustu störfin og oft þau lægst laun­uðu, sem lík­legri eru til að slíta út vinn­andi höndum fyrir töku líf­eyr­is, er komið fyrir í ákveðnum sjóðum sem greiða lægri rétt­indi fyrir hverja inn­greidda krónu en hjá öðr­um.

Það er því ljóst að heild­ar­end­ur­skoðun þarf að eiga sér stað. Sú end­ur­skoðun mun taka tíma og margir þurfa að koma að henni. Það er ekki seinna vænna en að byrja.

Höf­undur er for­maður VR.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit