Of langt seilst

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, skrifar um starfsskilyrði og samkeppnisstöðu íslenskra banka.

Auglýsing

Sterk inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa gegnt lyk­il­hlut­verki í vexti efna­hags­lífs hér á landi á lið­inni öld og verið atvinnu­líf­inu nauð­syn­legur bak­hjarl. Staða bank­anna er enn sterk og efna­hags­reikn­ingur þeirra traustur en til lengri tíma litið eru blikur á lofti verði ekki tekið í taumana og starfs­skil­yrði þeirra lag­færð því of langt hefur verið seilst í setn­ingu sér­ís­lenskra reglna og við álagn­ingu sér­ís­lenskra skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki. For­dæma­laus sér­tæk skatt­lagn­ing og háar eig­in­fjár­kröfur á bank­ana hafa leitt til þess að íbúða­kaup­endur með mest eigið fé leita í auknum mæli eftir lán­töku hjá líf­eyr­is­sjóðum og stönd­ug­ustu fyr­ir­tækin leita til erlendra fjár­mála­stofn­ana eftir fjár­mögn­un. Ef við horfum til sög­unnar þá er þetta var­huga­verð þróun því aðkoma erlendra banka að fjár­mögnun íslenskra fyr­ir­tækja verður alltaf var­fær­inn og sveiflu­kennd eftir árferði hér á landi og þá er það umhugs­un­arvert hvort æski­legt sé að útlána­á­hætta vegna íbúða­lána flytj­ist til aðila sem ekki eru undir það búnir að mæta henni.

Líf­eyr­is­sjóðir umfangs­meiri í fjár­mála­kerf­inu en bank­arnir

Á fundi sem Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja stóðu fyrir nú í nóv­em­ber fjall­aði Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, m.a. um stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja. Sagði hann meðal ann­ars að íslenskt banka­kerfi hafi skroppið saman sem hlut­fall af VLF. Er það nú á pari við það sem það var um síð­ustu alda­mót og er lítið í erlendum sam­an­burði sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Þá dró seðla­banka­stjóri einnig fram þá stað­reynd að líf­eyr­is­sjóðir eru nú orðnir umfangs­meiri í íslensku fjár­mála­kerfi en bank­arn­ir. Árið 2017 voru íslensku bank­arnir um 36% af fjár­mála­kerf­inu (sam­an­burður er án Seðla­banka) sem er lágt í erlendum sam­an­burði. Þegar þetta minnk­andi umfang er dregið fram er mik­il­vægt að staldra aðeins við, skoða vel hvað veldur og meta hvaða áhrif þessi þróun getur haft á stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna sem bak­hjarl atvinnu­lífss­ins. 

Sér­ís­lenskar reglur og skattar auka vaxta­mun

Kost­irnir við að búa í litlu sam­fé­lagi eru margir, við búum við öryggi, höfum gnægð nátt­úru­gæða til að njóta og fáum fjöl­breytta reynslu því fáar hendur kalla á að við göngum í öll verk, en það kostar líka sitt. Í hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem unnin var fyrir stjórn­völd og kynnt undir lok síð­asta árs eru ytri ástæður þess að vaxta­munur íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja er jafn hár og raun ber vitni dregnar fram og er smæðin ein þeirra. Smæðin veldur því að að ekki er hægt að ná sömu stærð­ar­hag­kvæmni og stór fjár­mála­fyr­ir­tæki erlendis ná. Þá er í hvít­bók­inni einnig fjallað um áhrif hárra eig­in­fjár­krafna sem gerðar eru til íslensku bank­anna sem eru tölu­vert hærri en gerðar eru ann­ars­staðar og áhrif hinnar sér­tæku skatt­heimtu sem er marg­falt hærri hér á landi en í nágranna­lönd­un­um. Er þetta kallað Íslands­á­lag í hvít­bók­inni sem hafi ekk­ert með skil­virkni í rekstri bankanna að gera. Þetta Íslands­á­lag er að stórum hluta heima­gerð staða sem hefur mikil áhrif á kjör sem fólki og fyr­ir­tækjum bjóð­ast hér á landi en hefur einnig haft mikil áhrif á sam­keppn­is­stöðu bank­anna gagn­vart t.d. líf­eyr­is­sjóðum og erlendum fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing

Sam­keppn­is­staðan skekkt með lögum

Segja má að stjórn­völd hafi bein­línis ákveðið að skekkja sam­keppn­is­stöð­una með því að við­halda sér­tækri skatt­heimtu sem er ótengd afkomu á aðal­lega þrjú fyr­ir­tæki. Þess ber þó að geta að nýlega sam­þykkti Alþingi frum­varp fjár­mála­ráð­herra um að draga úr þess­ari sér­tæku skatt­heimtu með lækkun hins svo­kall­aða banka­skatts í fjórum þrepum sem hefst árið 2021. Er þetta vel en eftir stendur að lækk­unin verður ekki komin til fram­kvæmda fyrr en að fimm árum liðnum og þá stendur engu að síður eftir skatt­heimta sem enn verður hærri en þekk­ist í öðrum ríkjum og leggst fyrst og fremst á kerf­is­lega mik­il­vægu bank­ana þrjá. Íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki eru í harðri sam­keppni við erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fjár­magna nú flest stærstu fyr­ir­tækin hér á landi og líf­eyr­is­sjóð­ina sem geta boðið fólki með 30% eigið fé betri kjör á hús­næð­is­lán­um, án sér­tækra skatta og án eig­in­fjár­krafna eins og bank­arnir búa við. Í þessu sam­hengi er einnig mik­il­vægt að minn­ast á fjár­sýslu­skatt­ana tvo, fjár­sýslu­skatt og sér­stakan fjár­sýslu­skatt, sem lagðir eru á fjár­mála­fyr­ir­tæki, verð­bréfa­fyr­ir­tæki og trygg­inga­fé­lög. Er sá fyrr­nefndi lagður á launa­kostnað þess­ara fyr­ir­tækja og því starfs­manna­hald í þessum fyr­ir­tækjum dýr­ara en fyr­ir­tækjum í allri annarri starf­semi hér á landi. Engin rök eru fyrir því að við­halda þessu fyr­ir­komu­lagi og end­ur­skoðun tíma­bær. 


Hægir á útlána­vexti

Í áður­nefndu erindi seðla­banka­stjóra kom fram að hægt hefur á útlána­vexti og hrein ný útlán til fyr­ir­tækja hafa dreg­ist sam­an. Ástæður þessa eru margar og spila þeir þættir sem í þess­ari grein eru nefndi þar inn en önnur ástæða er t.d. aðgengi fjár­mála­fyr­ir­tækja að lausa­fé. Á und­an­förnum miss­erum hefur aukn­ing inn­lána ekki fylgt aukn­ingu útlána. Ástæðan virð­ist vera hnökrar í pen­inga­fram­boði Seðla­banka. Inn­streymi fjár í Seðla­banka á vegum Íbúða­lána­sjóðs og inn­gripa Seðla­banka á gjald­eyr­is­mark­aði hefur minnkað pen­inga­fram­boð Seðla­banka. Þá virð­ast reglur um lausafé einnig hefta pen­inga­fram­boð Seðla­banka. Seðla­bank­inn er að bregð­ast við þess­ari stöðu að hluta til en meira þarf til svo útlána­teppa dragi ekki úr hag­vexti á kom­andi ári.

Mik­il­vægi fjár­mála­fyr­ir­tækja í bar­átt­unni gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi

Fjár­mála­fyr­ir­tæki gegna ekki ein­göngu mik­il­vægu hlut­verki við miðlun fjár­muna. Þau eiga einnig í nánu sam­starfi við stjórn­völd og lög­gæslu í t.d. bar­áttu gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Innan þeirra starfar nú fjöldi sér­hæfðs starfs­fólks sem sinnir vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, auk þess sem flest starfs­fólk fær þjálfun á þessu sviði. Varnir gegn pen­inga­þvætti komust nú heldur betur í kast­ljósið á árinu eftir að FATF setti Ísland á gráan list­ann svo­kall­aða. Athuga­semdir FATF lutu ekki að íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum enda eru varnir gegn því að þau séu mis­notuð í glæp­sam­legum til­gangi ríkur hluti af þeirra starf­semi og lúta fjár­mála­fyr­ir­tæki ekki síst kröfum um ákveðna ferla og eft­ir­lit í gegnum sín við­skipta­sam­bönd erlend­is. Fjár­mála­fyr­ir­tæki, ásamt fjölda ann­arra fyr­ir­tækja í ólíkri ann­ars­konar starf­semi, eru til­kynn­inga­skyld ef grunur leikur á pen­inga­þvætti til skrifstofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu. Á þessu ári hafa fjár­mála­fyr­ir­tæki sent langt á annað þús­und slíkra til­kynn­inga og standa einna fremst í þessum vörnum hér á landi. Þó að athuga­semdir FATF hafi ekki snúið að aðild­ar­fyr­ir­tækjum Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja finna þau fyrir áhrif­un­um. Þannig eru nú fram­kvæmdar auknar áreið­an­leikakann­anir á flutn­ingi fjár­magns yfir landa­mæri sem felur í sér tíma og kostnað við aukna upp­lýs­inga­gjöf. Þá eru lang­tíma­á­hrifin ókunn og verða stjórn­völd því að halda áfram vel á spöð­unum við að upp­fylla kröfur FATF svo lang­tíma­á­hrifin raun­ger­ist ekki. 

Árið 2020...

...verður von­andi árið sem hægt verður að ræða starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja kreddu­laust. Ef við horfum á banka­kerfið eins og fyllta lakk­rís­reim og fyll­ingin er hlut­verk þeirra og vöru­fram­boð; þá eru hinar sér­ís­lensku reglur og skattar hægt og rólega að kreista fyll­ing­una úr reim­inni. Eft­ir­spurnin eftir því sem kreist er út minnkar ekk­ert og fer ann­að, jafn­vel þangað sem eft­ir­lit nær ekki til. Fjár­mála­fyr­ir­tækin og ekki síst stóru bank­arnir þrír búa við öfl­ugt eft­ir­lit og gera eft­ir­lits­að­ilum dag­lega grein fyrir ólíkum þáttum í sinni starf­semi. Þetta eru því mjög aðgengi­legar stofn­anir fyrir stjórn­völd og eft­ir­lit, með skýrt hlut­verk og ábyrgð - eru hluti okkar mik­il­væg­ustu inn­viða. Því ætti á árinu 2020 að halda áfram að gera til þeirra ríkar fag­legar kröfur en hefj­ast handa við að jafna leik­inn þegar kemur að reglu­verki og álög­um. 


Höf­undur er fram­kvæmd­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit