16 færslur fundust merktar „bankamál“

Tölvuteikning af nýja Landsbankahúsinu við Austurhöfn, eins og fyrirséð er að það muni líta út.
Landsbankinn telur „ótímabært“ að fjalla um væntan heildarkostnað nýrra höfuðstöðva
Landsbankinn telur ekki tímabært að fjalla á ný um væntan heildarkostnað við byggingu stuðlabergsskreyttu höfuðstöðvanna sem bankinn er nú að byggja við Austurhöfn. Ríkið er búið að kaupa hluta hússins á um 6.000 milljónir króna.
12. október 2022
Ný útlán til byggingargeirans hafa tekið við sér á síðustu mánuðum.
Minnsti útlánavöxturinn frá upphafi faraldurs
Ásókn heimila og fyrirtækja í ný bankalán umfram uppgreiðslur hefur dregist saman á síðustu mánuðum eftir að hafa aukist hratt árið 2020. Ný útlán bankakerfisins eru nú þau sömu og þau voru fyrir faraldurinn, en samsetning þeirra hefur breyst töluvert.
24. janúar 2022
Bankastarfsemi Revolut fer fram í gegnum snjallsímaforrit.
Íslensku bankarnir fá erlenda samkeppni
Fjártæknifyrirtækið Revolut, sem hefur 18 milljón viðskiptavini um allan heim, hóf bankastarfsemi í tíu nýjum löndum í dag. Ísland var eitt þeirra.
11. janúar 2022
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.
15. mars 2021
Bankarnir þrír gætu þurft að sæta nýjum reglum um fjárfestingarstarfsemi
Varnarlína dregin hjá þremur stærstu bönkunum
Takmörk verða sett á fjárfestingarstarfsemi Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka, verði nýtt frumvarp fjármálaráðherra samþykkt.
2. október 2020
Of langt seilst
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, skrifar um starfsskilyrði og samkeppnisstöðu íslenskra banka.
31. desember 2019
Íslandsbanka gert að bæta upplýsingagjöf um neytendalán
Upplýsingagjöf Íslandsbanka þegar kemur að neytendalánum er ófullnægjandi að mati Neytendastofu. Bankanum eru gefnar fjórar vikur til að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar, ef ekki megi hann búast við sektum.
2. desember 2019
Kvika sá um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu
Sparisjóðurinn hættir að taka á móti og senda erlendar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina sinna en ástæðan er sú að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu og ekki hefur fundist önnur lausn. Kvika segir þetta ekki tengjast gráum lista.
30. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Kallar eftir svörum frá ráðherra um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spyr fjármála- og efnahagsráðherra um áform og kostnað við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.
7. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármálaráðherra vill taka umræðu um sameiningu banka
Bjarni Benediktsson vill hefja söluferli Íslandsbanka á næstu vikum. Bankasýsla ríkisins hefur gert minnisblað þar sem lagt er til að bankinn verði annað hvort skráður á markað eða seldur á uppboði.
27. september 2019
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Íslandsbanki segir upp 20 manns
Það eru uppsagnir víðar en hjá Arion banka í íslensku bankakerfi. Íslandsbanki, sem er í eigu íslenska ríkisins, hefur sagt upp 20 manns í dag og alls 26 manns í þessum mánuði.
26. september 2019
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Tölvupóstur bankastjóra til starfsmanna: Ekki komist hjá breytingum
Þeim starfsmönnum Arion banka sem verður gert að hætta störfum í fjöldauppsögnum dagsins verður tilkynnt það eins fljótt og auðið er. Um 80 prósent þeirra sem missa vinnuna hafa starfað í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni.
26. september 2019
Uppsagnir og breytingar spara Arion banka 1,3 milljarð króna á ári
Afkoma Arion banka á að batna um 1,3 milljarða króna á ári eftir þegar kostnaður við uppsagnir 100 starfsmanna verður að fullu greiddur. Hann er áætlaður tæplega 900 milljónir króna fyrir skatta.
26. september 2019
Arion banki fækkar starfsfólki um eitt hundrað
Arion banki hefur innleitt nýtt skipulag sem felur í sér að starfsfólki bankans fækkar um 12 prósent.
26. september 2019
Miklar breytingar hafa orðið hjá Arion banka á undanförnum árum. Útibúaþjónustu bankans hefur meðal annars verið breytt mikið og hlutur stafrænnar þjónustu aukinn.
Búist við stóru hagræðingarskrefi hjá Arion banka
Arion banki stefnir opinberlega að því að minnka rekstrarkostnað sinn þannig að kostnaðarhlutfall bankans fari undir 50 prósent og að arðsemi geti nálgast markmið sitt um arðsemi. Búist er við því að stórt skref í þess átt verði stigið fljótlega.
23. september 2019
Stefán Pétursson.
Stefán tekur tímabundið við sem bankastjóri Arion banka
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka tekur tímabundið við starfi bankastjóra frá 1. maí næstkomandi, þegar Höskuldur Ólafsson lætur af störfum.
23. apríl 2019