Tölvupóstur bankastjóra til starfsmanna: Ekki komist hjá breytingum

Þeim starfsmönnum Arion banka sem verður gert að hætta störfum í fjöldauppsögnum dagsins verður tilkynnt það eins fljótt og auðið er. Um 80 prósent þeirra sem missa vinnuna hafa starfað í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði í tölvu­pósti sem hann sendi starfs­mönnum í morgun að bank­inn hafi þurft að til­kynna um upp­sagnir á um 100 starfs­mönnum og aðrar skipu­lags­breyt­ingar fyrst í Kaup­höll. Það hafi verið gert um leið og ákvörðun stjórnar Arion banka lá fyr­ir, en hún fund­aði í morgun og sam­þykkti skipu­lags­breyt­ing­arn­ar. 

Í tölvu­póst­in­um, sem Kjarn­inn er með afrit af, segir enn fremur að þeim sem verður gert að hætta störfum verði til­kynnt það eins fljótt og auðið er. Um 80 pró­sent þeirra sem missa vinn­una hafa starfað í höf­uð­stöðvum Arion banka í Borg­ar­túni. „Við teljum aðstæður í umhverfi bank­ans, eig­in­fjár­kröf­ur, skattar og harðn­andi sam­keppni, sem og háan rekstr­ar­kostn­að, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því kom­ist að gera breyt­ingar sem miða að því að ein­falda starf­sem­ina. Við þurfum að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinn­i,“ segir Bene­dikt í tölvu­póst­in­um. 

Þar kemur einnig fram að bank­inn ætli sér að „gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfs­lokin létt­bær­ari.“ Komið hefur fram hjá Vinnu­mála­stofnun að það starfs­fólk sem missir vinn­una fái við­bótar mánuð greiddan í upp­sagn­ar­frest við þann frest sem starfs­samn­ingar þess segja til um. 

Gert til að auka arð­semi

Greint var frá því í morgun að stjórn Arion banka hefði tekið ákvörðun um að inn­­­leiða nýtt skipu­lag sem tæki sam­­stundis gildi. Starfs­­­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­­­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­­­sent í höf­uð­­­stöðv­­­unum bank­ans og um 20 pró­­­sent í úti­­­­­bú­­­um.

Auglýsing
Skipu­lags­breyt­ing­­arnar eru liður í veg­­­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­­­sent kostn­að­­­ar­hlut­­­fall og arð­­­semi eigin fjár umfram tíu pró­­­sent. 

Kostn­aður vegna starfs­loka þeirra 100 starfs­­manna Arion banka sem missa vinn­una í dag er áætl­­aður tæp­­lega 900 millj­­ónir króna. Hann verður gjald­­færður á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Eftir skatta nema áhrif aðgerð­anna um 650 millj­­ónum króna á afkomu þess árs­fjórð­ungs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent