Uppsagnir og breytingar spara Arion banka 1,3 milljarð króna á ári

Afkoma Arion banka á að batna um 1,3 milljarða króna á ári eftir þegar kostnaður við uppsagnir 100 starfsmanna verður að fullu greiddur. Hann er áætlaður tæplega 900 milljónir króna fyrir skatta.

Arion Banki
Auglýsing

Kostnaður vegna starfsloka þeirra 100 starfsmanna Arion banka sem missa vinnuna í dag er áætlaður tæplega 900 milljónir króna. Hann verður gjaldfærður á þriðja ársfjórðungi ársins 2019. Eftir skatta nema áhrif aðgerðanna um 650 milljónum króna á afkomu þess ársfjórðungs.

Áætlað er að breytingarnar, sem fela einnig í sér skipulagsbreytingar auk uppsagna á um 12 prósent starfsmanna Arion banka, muni að óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans um 1,3 milljarða króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Fyrsti ársfjórðungurinn þar sem áhrifanna gætir verður fjórði ársfjórðungur yfirstandandi árs. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallar Íslands. 

Greint var frá því í morgun að stjórn Arion banka hefði tekið ákvörðun um að innleiða nýtt skipulag sem tæki samstundis gildi. Starfs­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­sent í höf­uð­stöðv­unum bank­ans og um 20 pró­sent í úti­bú­um.

Verð á hlutabréfum í Arion banka hafa hækkað um 2,26 prósent frá því að markaðurinn opnaði í morgun. 

Breytingar á framkvæmdastjórn

Skipu­lags­breyt­ing­arnar eru liður í veg­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­sent kostn­að­ar­hlut­fall og arð­semi eigin fjár umfram tíu pró­sent. 

Auglýsing
Eftirfarandi munu skipa framkvæmdastjórn Arion banka eftir breytingarnar: Benedikt Gíslason, bankastjóri, Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri markaða, Gísli S. Óttarsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar, og Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Staða framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs verður auglýst laus til umsóknar.

Úr framkvæmdastjórn stíga Lýður Þór Þorgeirsson og Rúnar Magni Jónsson en báðir taka við nýjum stöðum innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. Lýður Þór mun taka við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar og Rúnar Magni við starfi forstöðumanns á sviði fjármögnunar fyrirtækja. Birna Hlín Káradóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Arion banka og mun stýra lögfræðiráðgjöf á skrifstofu bankastjóra.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent