Uppsagnir og breytingar spara Arion banka 1,3 milljarð króna á ári

Afkoma Arion banka á að batna um 1,3 milljarða króna á ári eftir þegar kostnaður við uppsagnir 100 starfsmanna verður að fullu greiddur. Hann er áætlaður tæplega 900 milljónir króna fyrir skatta.

Arion Banki
Auglýsing

Kostn­aður vegna starfs­loka þeirra 100 starfs­manna Arion banka sem missa vinn­una í dag er áætl­aður tæp­lega 900 millj­ónir króna. Hann verður gjald­færður á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Eftir skatta nema áhrif aðgerð­anna um 650 millj­ónum króna á afkomu þess árs­fjórð­ungs.

­Á­ætlað er að breyt­ing­arn­ar, sem fela einnig í sér skipu­lags­breyt­ingar auk upp­sagna á um 12 pró­sent starfs­manna Arion banka, muni að óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bank­ans um 1,3 millj­arða króna á árs­grund­velli, að teknu til­liti til skatta. Fyrsti árs­fjórð­ung­ur­inn þar sem áhrif­anna gætir verður fjórði árs­fjórð­ungur yfir­stand­andi árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Arion banka til Kaup­hallar Íslands. 

Greint var frá því í morgun að stjórn Arion banka hefði tekið ákvörðun um að inn­leiða nýtt skipu­lag sem tæki sam­stundis gildi. Starfs­­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­­sent í höf­uð­­stöðv­­unum bank­ans og um 20 pró­­sent í úti­­­bú­­um.

Verð á hluta­bréfum í Arion banka hafa hækkað um 2,26 pró­sent frá því að mark­að­ur­inn opn­aði í morg­un. 

Breyt­ingar á fram­kvæmda­stjórn

Skipu­lags­breyt­ing­­arnar eru liður í veg­­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­­sent kostn­að­­ar­hlut­­fall og arð­­semi eigin fjár umfram tíu pró­­sent. 

Auglýsing
Eftirfarandi munu skipa fram­kvæmda­stjórn Arion banka eftir breyt­ing­arn­ar: Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son, aðstoð­ar­banka­stjóri og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs, Iða Brá Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­banka­sviðs, Mar­grét Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mark­aða, Gísli S. Ótt­ars­son, fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ing­ar, og Stefán Pét­urs­son fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs. Staða fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tækni­s­viðs verður aug­lýst laus til umsókn­ar.

Úr fram­kvæmda­stjórn stíga Lýður Þór Þor­geirs­son og Rúnar Magni Jóns­son en báðir taka við nýjum stöðum innan fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs. Lýður Þór mun taka við starfi for­stöðu­manns fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og Rúnar Magni við starfi for­stöðu­manns á sviði fjár­mögn­unar fyr­ir­tækja. Birna Hlín Kára­dóttir hefur verið ráðin yfir­lög­fræð­ingur Arion banka og mun stýra lög­fræði­ráð­gjöf á skrif­stofu banka­stjóra.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent