Uppsagnir og breytingar spara Arion banka 1,3 milljarð króna á ári

Afkoma Arion banka á að batna um 1,3 milljarða króna á ári eftir þegar kostnaður við uppsagnir 100 starfsmanna verður að fullu greiddur. Hann er áætlaður tæplega 900 milljónir króna fyrir skatta.

Arion Banki
Auglýsing

Kostn­aður vegna starfs­loka þeirra 100 starfs­manna Arion banka sem missa vinn­una í dag er áætl­aður tæp­lega 900 millj­ónir króna. Hann verður gjald­færður á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Eftir skatta nema áhrif aðgerð­anna um 650 millj­ónum króna á afkomu þess árs­fjórð­ungs.

­Á­ætlað er að breyt­ing­arn­ar, sem fela einnig í sér skipu­lags­breyt­ingar auk upp­sagna á um 12 pró­sent starfs­manna Arion banka, muni að óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bank­ans um 1,3 millj­arða króna á árs­grund­velli, að teknu til­liti til skatta. Fyrsti árs­fjórð­ung­ur­inn þar sem áhrif­anna gætir verður fjórði árs­fjórð­ungur yfir­stand­andi árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Arion banka til Kaup­hallar Íslands. 

Greint var frá því í morgun að stjórn Arion banka hefði tekið ákvörðun um að inn­leiða nýtt skipu­lag sem tæki sam­stundis gildi. Starfs­­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­­sent í höf­uð­­stöðv­­unum bank­ans og um 20 pró­­sent í úti­­­bú­­um.

Verð á hluta­bréfum í Arion banka hafa hækkað um 2,26 pró­sent frá því að mark­að­ur­inn opn­aði í morg­un. 

Breyt­ingar á fram­kvæmda­stjórn

Skipu­lags­breyt­ing­­arnar eru liður í veg­­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­­sent kostn­að­­ar­hlut­­fall og arð­­semi eigin fjár umfram tíu pró­­sent. 

Auglýsing
Eftirfarandi munu skipa fram­kvæmda­stjórn Arion banka eftir breyt­ing­arn­ar: Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son, aðstoð­ar­banka­stjóri og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs, Iða Brá Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­banka­sviðs, Mar­grét Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mark­aða, Gísli S. Ótt­ars­son, fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ing­ar, og Stefán Pét­urs­son fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs. Staða fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tækni­s­viðs verður aug­lýst laus til umsókn­ar.

Úr fram­kvæmda­stjórn stíga Lýður Þór Þor­geirs­son og Rúnar Magni Jóns­son en báðir taka við nýjum stöðum innan fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs. Lýður Þór mun taka við starfi for­stöðu­manns fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og Rúnar Magni við starfi for­stöðu­manns á sviði fjár­mögn­unar fyr­ir­tækja. Birna Hlín Kára­dóttir hefur verið ráðin yfir­lög­fræð­ingur Arion banka og mun stýra lög­fræði­ráð­gjöf á skrif­stofu banka­stjóra.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent