Spá áframhaldandi en þó minni vexti í ferðaþjónustu

Hagfræðideild Landsbankans spáir að þrátt tölu­verða fækk­un ferðamanna á þessu ári muni komum er­lend­ra ferðamanna til landsins fjölga um 3 prósent á næsta ári og um 5 prósent árið 2021.

Leifsstöð - Ferðamenn
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­banka Íslands er bjart­sýn á að áfram verði vöxtur í ferða­þjón­ustu hér á landi en að vöxt­ur­inn verði þó mun minni en Ís­lend­ing­ar hafa fengið að venj­ast á síð­ustu árum. Bank­inn spáir að ­ferða­mönn­um muni fjölga um 3 pró­sent á næsta ári og 5 pró­sent árið á eft­ir. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu bank­ans á stöðu ferða­þjón­ust­unnar hér á land­i. 

Bjart­sýn á vöxt ferða­þjón­ust­unnar

Í grein­ing­unni kemur fram að margt bendi til þess að eft­ir­spurn eftir Íslandi sem áfanga­stað verði sterk á næstu árum. Þar horfir hag­fræði­deild Lands­bank­ans meðal ann­ars til við­horfskann­anna þar sem fram kemur að aukin ánægja gætir á meðal ferða­manna sem koma til lands­ins sem og jákvætt við­horf ferða­skipu­leggj­anda. 

Auk þess spili lægra gengi krón­unnar stóra rullu og þar með auk­inn kaup­mátt ferða­mann. Veik­ing krón­unnar á þessu ári hefur dregið mjög úr áhrifum gjald­þrots WOW a­ir á tekjur íslenskra ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Í grein­ingu bank­ans er gert ráð ­fyrir stöð­ug­u ­gengi en þó örlít­illi veik­ingu krón­unnar á spá­tíma­bil­inu sem mun styðja við áfram­hald­andi vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar.

Auglýsing

Aftur á móti hafa versn­andi efna­hags­horfur í helstu við­skipta­löndum Íslands sem og stór­ir ó­vissu­þætt­ir á borð við borð við Brex­it og við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína einnig áhrif. ­Seðla­banki Evr­ópu hefur nýverið lækkað spá sína um hag­vöxt á evru­svæð­in­u ­fyrir næsta ár úr 1,4 pró­sent niður í 1,2 pró­sent. Lík­urnar á sam­drætti í Banda­ríkj­unum á næsta ári hafa jafn­framt auk­ist tölu­vert á síð­ustu vikum og mán­uð­u­m. 

6 pró­sent fjölgun í flug­sætum hjá erlendum flug­fé­lögum

Enn fremur kemur fram í grein­ing­unni að að ráð­andi þáttur í fjölgun ferða­manna á næstu árum verði fram­boð á flug­sætum til­ lands­ins. Bank­inn gerir ráð fyrir að fram­boð erlendra flug­fé­laga af flug­sætum muni aukast um 6 pró­sent á næsta ári. 

Í grein­ing­unni segir að nú séu ­uppi hug­myndir um stofnun tveggja flug­fé­laga á grund­velli rústa WOW air. Verði af öðrum eða báðum þessum áformum sé ljóst að áhrifin verða til meiri vaxtar en að áhrifin verða þó fremur lítil , að minnsta kosti til að byrja með, enda muni þau ekki bæta miklu við það fram­boð sem nú þegar er á flug­sætum til og frá land­in­u. 

Þá er hins vegar einnig óvissa með fram­boð flug­sæta Icelandair í ljósi vand­ræða með Boeing Max- þot­urnar og hvenær þær kom­ast í gagn­ið. Með fyr­ir­vara um þessa óvissu gerir bank­inn ráð fyrir að sæta­fram­boð Icelandair auk­ist um 5 pró­sent á næsta ári.

Við­brögð Icelandair við falli WOW air hafa dregið tölu­vert úr áhrifum á ferða­þjón­ust­una hér á land­i. Á fyrstu 7 mán­uðum árs­ins flutti Icelandair 29 pró­sent fleiri erlenda ferða­menn til lands­ins en á sama tíma í fyrra. Í grein­ingu bank­ans kemur fram að ef ekki hefði komið til neinnar fjölg­unar hjá Icelandair hefði ferða­mönnum til lands­ins fækkað um 31,4 pró­sent.

2,2 millj­ónir ferða­manna komi til lands­ins árið 2021

Að lokum er því spáð í grein­ing­unni að fjöldi erlendra gesta sem sækja muni landið heim með flugi á þessu ári verði rúm­lega 2 millj­ónir og að þeim fækki í heild sinni um tæp­lega 14 pró­sent frá fyrra ári. 

Á næsta ári spáir bank­inn að ferða­mönnum fjölgi um 3 pró­sent og 5 pró­sent á árinu 2021 og verði þá hátt í 2,2 millj­ón­ir, litlu færri en metárið 2017. 

Í árlegri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka sem birt var fyrr í sept­em­ber er því hins vegar spáð að komum ferða­manna til Íslands muni fjölga um 2 pró­­sent á næsta ári, 7 pró­­sent árið 2021 og 4 pró­­sent á ár­inu 2022.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent