Spá áframhaldandi en þó minni vexti í ferðaþjónustu

Hagfræðideild Landsbankans spáir að þrátt tölu­verða fækk­un ferðamanna á þessu ári muni komum er­lend­ra ferðamanna til landsins fjölga um 3 prósent á næsta ári og um 5 prósent árið 2021.

Leifsstöð - Ferðamenn
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­banka Íslands er bjart­sýn á að áfram verði vöxtur í ferða­þjón­ustu hér á landi en að vöxt­ur­inn verði þó mun minni en Ís­lend­ing­ar hafa fengið að venj­ast á síð­ustu árum. Bank­inn spáir að ­ferða­mönn­um muni fjölga um 3 pró­sent á næsta ári og 5 pró­sent árið á eft­ir. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu bank­ans á stöðu ferða­þjón­ust­unnar hér á land­i. 

Bjart­sýn á vöxt ferða­þjón­ust­unnar

Í grein­ing­unni kemur fram að margt bendi til þess að eft­ir­spurn eftir Íslandi sem áfanga­stað verði sterk á næstu árum. Þar horfir hag­fræði­deild Lands­bank­ans meðal ann­ars til við­horfskann­anna þar sem fram kemur að aukin ánægja gætir á meðal ferða­manna sem koma til lands­ins sem og jákvætt við­horf ferða­skipu­leggj­anda. 

Auk þess spili lægra gengi krón­unnar stóra rullu og þar með auk­inn kaup­mátt ferða­mann. Veik­ing krón­unnar á þessu ári hefur dregið mjög úr áhrifum gjald­þrots WOW a­ir á tekjur íslenskra ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Í grein­ingu bank­ans er gert ráð ­fyrir stöð­ug­u ­gengi en þó örlít­illi veik­ingu krón­unnar á spá­tíma­bil­inu sem mun styðja við áfram­hald­andi vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar.

Auglýsing

Aftur á móti hafa versn­andi efna­hags­horfur í helstu við­skipta­löndum Íslands sem og stór­ir ó­vissu­þætt­ir á borð við borð við Brex­it og við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína einnig áhrif. ­Seðla­banki Evr­ópu hefur nýverið lækkað spá sína um hag­vöxt á evru­svæð­in­u ­fyrir næsta ár úr 1,4 pró­sent niður í 1,2 pró­sent. Lík­urnar á sam­drætti í Banda­ríkj­unum á næsta ári hafa jafn­framt auk­ist tölu­vert á síð­ustu vikum og mán­uð­u­m. 

6 pró­sent fjölgun í flug­sætum hjá erlendum flug­fé­lögum

Enn fremur kemur fram í grein­ing­unni að að ráð­andi þáttur í fjölgun ferða­manna á næstu árum verði fram­boð á flug­sætum til­ lands­ins. Bank­inn gerir ráð fyrir að fram­boð erlendra flug­fé­laga af flug­sætum muni aukast um 6 pró­sent á næsta ári. 

Í grein­ing­unni segir að nú séu ­uppi hug­myndir um stofnun tveggja flug­fé­laga á grund­velli rústa WOW air. Verði af öðrum eða báðum þessum áformum sé ljóst að áhrifin verða til meiri vaxtar en að áhrifin verða þó fremur lítil , að minnsta kosti til að byrja með, enda muni þau ekki bæta miklu við það fram­boð sem nú þegar er á flug­sætum til og frá land­in­u. 

Þá er hins vegar einnig óvissa með fram­boð flug­sæta Icelandair í ljósi vand­ræða með Boeing Max- þot­urnar og hvenær þær kom­ast í gagn­ið. Með fyr­ir­vara um þessa óvissu gerir bank­inn ráð fyrir að sæta­fram­boð Icelandair auk­ist um 5 pró­sent á næsta ári.

Við­brögð Icelandair við falli WOW air hafa dregið tölu­vert úr áhrifum á ferða­þjón­ust­una hér á land­i. Á fyrstu 7 mán­uðum árs­ins flutti Icelandair 29 pró­sent fleiri erlenda ferða­menn til lands­ins en á sama tíma í fyrra. Í grein­ingu bank­ans kemur fram að ef ekki hefði komið til neinnar fjölg­unar hjá Icelandair hefði ferða­mönnum til lands­ins fækkað um 31,4 pró­sent.

2,2 millj­ónir ferða­manna komi til lands­ins árið 2021

Að lokum er því spáð í grein­ing­unni að fjöldi erlendra gesta sem sækja muni landið heim með flugi á þessu ári verði rúm­lega 2 millj­ónir og að þeim fækki í heild sinni um tæp­lega 14 pró­sent frá fyrra ári. 

Á næsta ári spáir bank­inn að ferða­mönnum fjölgi um 3 pró­sent og 5 pró­sent á árinu 2021 og verði þá hátt í 2,2 millj­ón­ir, litlu færri en metárið 2017. 

Í árlegri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka sem birt var fyrr í sept­em­ber er því hins vegar spáð að komum ferða­manna til Íslands muni fjölga um 2 pró­­sent á næsta ári, 7 pró­­sent árið 2021 og 4 pró­­sent á ár­inu 2022.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent