Betur borgandi ferðamenn

Þrátt fyrir 17 prósent fækkun ferðamanna frá falli WOW air hefur lengri dvalartími ferðamanna og aukin neysla þeirra mildað högg ferðaþjónustunnar. Icelandair hefur átt stóran þátt í því að ferðamönnum hafi ekki fækkað meira.

20_07_2013_9555626958_o.jpg
Auglýsing

Erlendum ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um rúmlega 13 prósent það sem af er ári. Ferðamönnum hefði þó fækkað mun meira ef farþegasamsetning í leiðakerfi Icelandair hefði ekki breyst, að því er fram kemur í árlegri ferðaþjónustuúttekt Arion banka. 

Ferðamenn dvelja nú lengur á landinu og eyða fleiri krónum. Arion banki spáir að ferðamönnum muni  fjölga um 2 prósent á næsta ári, 7 prósent árið 2021 og 4 prósent á ár­inu 2022.

Auglýsing

Tveir af hverjum þremur komið til landsins með Icelandair

Í úttekt Arion banka kemur fram að frá því að flugfélagið WOW air hætti starfsemi í lok mars á þessu ári hefur ferðamönnum fækkað um 17 prósent samborið við sama tímabil í fyrra. Ferðamönnum tók þó að fækka strax við ársbyrjun enda hafi WOW air dregið segl sín umtalsvert saman áður en rekstur þess stöðvaðist og hefur þeim fækkað um 13 prósent frá ársbyrjun. 

Mynd:Arion banki

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 30 prósent fleiri ferðamenn til Íslands en á síðasta ári, á meðan heildarfjöldi farþega félagsins hefur aukist um 11 prósent. Það skýrist af breyttri samsetningu farþega í leiðakerfi Icelandair.

Í úttektinni segir að samsetning farþega í leiðakerfi Icelandair hefði haldist óbreytt frá 2018 má áætla að um 100 þúsund færri ferðamenn hefðu heimsótt landið þar sem af er þessu ári, að öðru óbreyttu. Í stað þess að ferðamönnum hafi fækkað um 13 prósent væri samdrátturinn nær 20 prósentum. 

Hver ferðamaður eyðir mun meira 

Ferðaþjónustan verður áfram langstærsta útflutningsgrein Íslendinga og tekjusamdráttur ferðaþjónustu verður líklega minni í ár en Arion banki óttaðist. Lengri dvalartími ferðamanna og aukin neysla hvers og eins ferðamanns, bæði í krónum og erlendri mynt, spilar þar inn í. 

Á öðrum ársfjórðungi 2019 jókst neysla á hvern ferðamann um 10 prósent í erlendri mynt og 24 prósent í krónu. Samkvæmt greiningu bankans má rekja þessa auknu neyslu til minni oftalningar ferðamanna en áður, áherslubreytingu hjá Icelandair og breyttrar samsetningar ferðamanna í kjölfar falls WOW air. 

Mynd:Arion banki

Í grein­ing­u ­­Arion ­­banka kemur fram að við­­búið að neysla myndi aukast sökum gengisveikingar krónunnar en hversu mikla aukningu kom á óvart. Hver ferðamaður eyddi að meðaltali 36 þúsund fleiri krónum á öðrum ársfjórðungi en fyrir ári síðan, sé ekki leiðrétt fyrir gengi. 

Dvelja nærri sólarhring lengur 

Í kjöl­far gjald­­þrots WOW air í mars jókst vægi erlendra flug­­­fé­laga í flug­­fram­­boði lands­ins en erlend flug­­­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Sú þróun sem og áherslubreyting hjá Icelandair virð­ist hafa leitt til þess að hver ferða­maður dvelur lengur og eyðir meira. Til að mynda voru meðalútgjöld hvers ferðamanns á vegum WOW air 44 þúsund króna lægri í fyrra en ferðamanns á vegum Icelandair. 

Dvalartími allra þjóðerna, að Kínverjum og Pólverjum undanskildum, hafa lengst frá falli WOW air ef miðað er við hótelgistinætur eða alls 17 prósent aukning á hvern ferðamann. Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum voru samtals 2,2 milljónir á fyrstu sjö mánuðum ársins og fækkaði um 1 prósent milli ára. 

Rúmlega fjórðungs færri sæti í boði í vetur 

Arion banki spáir að framboðssamdrátturinn í flugi sem varð til með brotthvarfi WOW air verði mætt með takmörkuðu leyti í vetur. Erlend flugfélög munu auka framboð sitt um sjö prósent í vetur og munu alls þrettán flugfélög bjóða upp á reglulegar áætlunarferðir í vetur, jafn mörg og í fyrra. 

Þrátt fyrir það verða rúmlega 20 prósent færri flugsæti í boði til landsins miðað við fyrravetur. 

Að lokum spáir bakinn að ferðaþjónustan eigi eftir að taka við sér á næsta ári en það hægt. Grunnspá bankans gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 2 prósent á næsta ári. Þá er tekið fram í úttektinni að  fjölgun ferðamanna muni þó ráðast að miklu af því hvort að hér takist á loft nýtt flugfélag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent