Veiðigjaldið skilar sjö milljörðum króna á næsta ári

Sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem halda á aflaheimildum greiða samtals sjö milljarða króna fyrir þær til ríkissjóðs á næsta ári. Gjaldtaka ríkissjóðs vegna fiskeldis, sem var lögfest í sumar, skilar 134 milljónum króna.

7DM_2283_raw_0600.JPG
Auglýsing

Veiðigjald fyrir veiðiheimildir verður um sjö milljarðar króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var síðastliðinn föstudag. 

Það er mjög sambærileg upphæð og útgerðir landsins munu greiða fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni í ár, 2019. Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldinu árið 2018 voru 11,4 milljarðar króna, samkvæmt ríkisreikningi fyrir það ár. 

Ný lög um veiðigjald tóku gildi um síðustu áramót þar sem meðal annars var settur nýr reiknistofn sem byggist á afkomu við veiðar hvers nytjastofns. Í fjárlagafrumvarpinu segir að með breytingunum sé dregið úr töf við meðferð upplýsinga um átta mánuði. „Þá er veiðigjaldið nú ákveðið fyrir almanaksár í stað fiskveiðiárs. 

Auglýsing
Jafnframt var í byrjun sumars lögfest gjaldtaka á fiskeldi. Hún á að skila ríkissjóði tekjum upp á 134 milljónum króna á næsta ári. 

Gríðarlegur hagnaður á undanförnum áratug

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu út hærri arðgreiðslur á árinu 2017 en þau hafa nokkru sinni gert áður. Alls fengu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja 14,5 milljarða króna greiddan í arð á árinu 2017 vegna frammistöðu ársins á undan.

Frá árinu 2010, og út árið 2017, voru arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til eigenda sinna 80,3 milljarðar króna. Frá hruni og til loka árs 2017 batnaði eiginfjárstaða sömu fyrirtækja um 341 milljarða króna, og þar af batnaði hún um 41 milljarð króna 2017. Því vænkaðist hagur sjávarútvegarins um 421,3 milljarða króna á tæpum áratug. Vert er að taka fram að eiginfjárstaða geirans var neikvæð í lok árs 2008 en er var jákvæð um 262 milljarða króna í lok árs 2017, samkvæmt tölum úr Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte. Nýjar tölur, sem sýna afkomu greinarinnar 2018, verða kynntar á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn verður síðar í þessum mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent