Ganga þurfi lengra í skattkerfisbreytingum

Efling fagnar tekju­skatts­lækk­uninni sem kynnt er í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020. Verkalýðsfélagið telur þó að ganga þurfi enn lengra ef bæta á kjör lægri og milli tekjuhópa.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Auglýsing

Efling segir að ganga þurfi lengra í skattkerfisbreytingum hér á landi en gert sé í nýju fjárlagafrumvarp stjórnvalda. Verkalýðsfélagið segir að í megindráttum sé komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningarþrep og að því megi fagna en að þeirra mati þurfi að ganga lengra í átt að sanngjarnara skattkerfi. Þetta kemur fram í umsögn Eflingar um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar stjórnvalda. 

Betri niðurstaða en útlit var fyrir 

Í umsögninni segir að Efling hafi lagt mikla áherslu á umbætur í skattamálum fyrir lágtekjufólk í tengslum við kjarasamningana á síðasta vetri. Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 sem sem kynnt var í síðustu viku er í megindráttum komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningaþrep sem færir þeim tekjulægstu um 10.000 króna skattalækkun á mánuði þegar allt verður fram komið.

Skattalækkunin er mest hjá þeim sem hafa mánaðartekjur á bilinu 325.000 til 375.000 króna, en fjarar svo út með hærri tekjum. Þeir sem fái mest fái nálægt 120.000 krónum á ári í lækkun tekjuskatts.

Auglýsing

Efling bendir á að stjórnvöld hafi fyrst, í febrúar síðastliðnum, kynnt hugmyndir sínar um skattalækkun að hámarki 6.759, sem kæmi til framkvæmdar á þremur árum og því hafi náðst betri niðurstaða en útlit var fyrir. 

„Verkalýðshreyfingin náði því betri niðurstöðu en útlit var fyrir í febrúar. Því má fagna. En lengra þarf að ganga,“ segir í umsögn sinni. 

Ekki tekið á fjármagnstekjum

Í umsögn Eflingar segir að stjórnvöld hafi ítrekað á síðustu áratugum reynt að færa skattbyrði af þeim sem fái háar tekjur og eiga mikinn auð yfir á þá sem vinni fyrir lægstu laun. „Við höfum búið við tvöfalt skattkerfi, þar sem eignafólk hefur notið mun lægri álagningar á fjármagnstekjur en launafólk og sloppið við að greiða útsvar af þeim. Auk þess hefur álagning á hæstu tekjur verið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.“

Efling bendir á að ekki sé tekið á þessu í fyrirhuguðum skattkerfisbreytingum stjórnvalda. Verkalýðsfélagið segir að ef farið hefði verið að tillögum Eflingar, sem meðal annars koma fram í skýrslu Stefán Ólafssonar og Inriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar, þá hefði vissulega verið hægt að ganga mun lengra í að bæta kjör lægri og milli tekjuhópa. 

Á meðal tillaga voru hátekjuskattar, „eðlilegri“ fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur, hærri auðlindagjöldum og virkari aðgerðum gegn undanskotum.

Efling telur þó að þær skattbreytingar sem stjórnvöld boði nú í fjárlögum sýni að hægt sé að ná umtalsverðum árangri í að lækka skattbyrði láglaunafólks án þess að raska fjármálum hins opinbera á nokkurn hátt og það á samdráttartíma sem þessum. 

„Efling leggur áherslu á að þetta verði áframhaldandi verkefni í skattaumbótum á komandi árum og mun leggja sitt af mörkum til að ná því fram. Efling hafnar einnig öllum hugmyndum um nefskatta, svo sem veggjöld, og aukna greiðsluþátttöku í velferðarkerfinu, sem leggst alla jafna með mestum þunga á þá sem hafa lægri tekjur. Með réttlátu skattkerfi er hægt að efla velferðarkerfi fyrir alla og stemma stigu við samfélagi sem býður hágæða þjónustu fyrir hálaunafólk, en lágmarksþjónustu fyrir þau tekjulægstu,“ segir að lokum í umsögninni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent