Ganga þurfi lengra í skattkerfisbreytingum

Efling fagnar tekju­skatts­lækk­uninni sem kynnt er í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020. Verkalýðsfélagið telur þó að ganga þurfi enn lengra ef bæta á kjör lægri og milli tekjuhópa.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Auglýsing

Efling segir að ganga þurfi lengra í skattkerfisbreytingum hér á landi en gert sé í nýju fjárlagafrumvarp stjórnvalda. Verkalýðsfélagið segir að í megindráttum sé komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningarþrep og að því megi fagna en að þeirra mati þurfi að ganga lengra í átt að sanngjarnara skattkerfi. Þetta kemur fram í umsögn Eflingar um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar stjórnvalda. 

Betri niðurstaða en útlit var fyrir 

Í umsögninni segir að Efling hafi lagt mikla áherslu á umbætur í skattamálum fyrir lágtekjufólk í tengslum við kjarasamningana á síðasta vetri. Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 sem sem kynnt var í síðustu viku er í megindráttum komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningaþrep sem færir þeim tekjulægstu um 10.000 króna skattalækkun á mánuði þegar allt verður fram komið.

Skattalækkunin er mest hjá þeim sem hafa mánaðartekjur á bilinu 325.000 til 375.000 króna, en fjarar svo út með hærri tekjum. Þeir sem fái mest fái nálægt 120.000 krónum á ári í lækkun tekjuskatts.

Auglýsing

Efling bendir á að stjórnvöld hafi fyrst, í febrúar síðastliðnum, kynnt hugmyndir sínar um skattalækkun að hámarki 6.759, sem kæmi til framkvæmdar á þremur árum og því hafi náðst betri niðurstaða en útlit var fyrir. 

„Verkalýðshreyfingin náði því betri niðurstöðu en útlit var fyrir í febrúar. Því má fagna. En lengra þarf að ganga,“ segir í umsögn sinni. 

Ekki tekið á fjármagnstekjum

Í umsögn Eflingar segir að stjórnvöld hafi ítrekað á síðustu áratugum reynt að færa skattbyrði af þeim sem fái háar tekjur og eiga mikinn auð yfir á þá sem vinni fyrir lægstu laun. „Við höfum búið við tvöfalt skattkerfi, þar sem eignafólk hefur notið mun lægri álagningar á fjármagnstekjur en launafólk og sloppið við að greiða útsvar af þeim. Auk þess hefur álagning á hæstu tekjur verið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.“

Efling bendir á að ekki sé tekið á þessu í fyrirhuguðum skattkerfisbreytingum stjórnvalda. Verkalýðsfélagið segir að ef farið hefði verið að tillögum Eflingar, sem meðal annars koma fram í skýrslu Stefán Ólafssonar og Inriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar, þá hefði vissulega verið hægt að ganga mun lengra í að bæta kjör lægri og milli tekjuhópa. 

Á meðal tillaga voru hátekjuskattar, „eðlilegri“ fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur, hærri auðlindagjöldum og virkari aðgerðum gegn undanskotum.

Efling telur þó að þær skattbreytingar sem stjórnvöld boði nú í fjárlögum sýni að hægt sé að ná umtalsverðum árangri í að lækka skattbyrði láglaunafólks án þess að raska fjármálum hins opinbera á nokkurn hátt og það á samdráttartíma sem þessum. 

„Efling leggur áherslu á að þetta verði áframhaldandi verkefni í skattaumbótum á komandi árum og mun leggja sitt af mörkum til að ná því fram. Efling hafnar einnig öllum hugmyndum um nefskatta, svo sem veggjöld, og aukna greiðsluþátttöku í velferðarkerfinu, sem leggst alla jafna með mestum þunga á þá sem hafa lægri tekjur. Með réttlátu skattkerfi er hægt að efla velferðarkerfi fyrir alla og stemma stigu við samfélagi sem býður hágæða þjónustu fyrir hálaunafólk, en lágmarksþjónustu fyrir þau tekjulægstu,“ segir að lokum í umsögninni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent