Fjárlagafrumvarp: Tekjuskattur og tryggingagjald lækka

Ríkissjóður verður rekinn í jafnvæði á þessu ári. Heildartekjur ríkissjóðs verða 920 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi en ráðist verður í margskonar aðgerðir til að mæta niðursveiflu í efnahagslífinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Rík­is­sjóður verður rek­inn í jafn­vægi á næsta ári, árið 2020. Áætl­aðar tekjur eru 920 millj­arðar króna en áætluð gjöld, bæði frum­gjöld og vaxta­gjöld, eru áætluð 919 millj­arðar króna. Þar með er stað­fest að fallið hefur verið frá fyrri áformum um að reka rík­is­sjóð með afgangi, líkt og kort­lagt var í end­ur­skoð­aðri fjár­mála­á­ætlun sem kynnt var fyrr á þessu ári. Ástæðan er sá sam­dráttur í efna­hags­líf­inu sem hefur orðið í ár, mest megnis vegna gjald­þrots WOW air og loðnu­brests.

Þetta kemur fram í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í morg­un. Í frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna frum­varps­ins segir að sam­dráttur í fyr­ir­hug­uðum afgangi á rekstri rík­is­sjóðs sé ákveð­inn „til þess að skapa skil­yrði fyrir hag­kerfið til að leita fyrr jafn­vægis og fá fót­festu fyrir nýtt hag­vaxt­ar­skeið, með það að leið­ar­ljósi að stuðla að stöð­ug­leika og bættum lífs­kjör­u­m.“

Fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir því að skuldir rík­is­ins fari niður í 22 pró­sent á næsta ári. Í áður­nefndri frétt segir að svig­rúm rík­is­sjóðs til þess að bregð­ast við hæg­ari gangi í hag­þró­un­inni megi „fyrst og fremst þakka agaðri fjár­mála­stjórn und­an­geng­inna ára. Jákvæð afkoma, stöð­ug­leika­fram­lög vegna los­unar fjár­magns­hafta og aðrar óreglu­legar tekjur á borð við arð­greiðslur hafa nýst til að lækka skuldir rík­is­ins veru­lega.“

Tekju­skattar og trygg­inga­gjald lækka

Á meðal helstu tíð­inda sem er að finna í frum­varp­inu er að áform um að lækka tekju­skatt ein­stak­linga hefur verið flýtt. Þar segir að breyt­ing­arnar muni alls fela í sér 21 millj­arða króna minni álögur þegar þær verða að fullu inn­leidd­ar, sem sam­svari um tíu pró­sent af tekjum rík­is­ins af tekju­skatti ein­stak­linga. „Lækk­unin kemur að fullu fram á tveimur árum en ekki þremur eins og áður hafði verið boð­að. Tekju­skatts­lækk­unin eyk­ur­ ráð­stöf­un­ar­tekjur og einka­neyslu heim­il­anna. Stuðlar hún þannig að efna­hags­leg­um ­stöð­ug­leika, bæði vegna tíma­setn­ing­ar­innar í hag­sveifl­unni og hás sparn­að­ar­hlut­falls heim­il­anna.“ 

Auglýsing
Því mun lækk­unin koma að fullu til fram­kvæmda á árunum 2020 og 2021, en ekki frá 2020 til 2022 eins og áður hafði verið stefnt að. Áætlað er að þegar lækk­unin er að fullu komin til fram­kvæmda, árið 2021, muni ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu ein­stak­ling­anna hækka um 120 þús­und krón­ur, sam­kvæmt kynn­ingu á frum­varp­inu.

Þá kemur fram í frum­varp­inu að seinni hluti 0,5 pró­sentu­stiga lækk­unar á trygg­inga­gjaldi muni koma til fram­kvæmda á næsta ári. Trygg­inga­gjaldið verður því komið í 6,35 pró­sent um kom­andi ára­mót. 

Hluti lífs­kjara­samn­inga­lof­orðs­ins efndur

Þegar skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga í apríl var ein meg­in­for­senda þess að verka­lýðs­fé­lög sem fara með samn­ings­um­boð fyrir um helm­ing íslensks vinnu­mark­aðar skrif­uðu undir sú að rík­is­stjórnin lagði fram langað lof­orða­lista um aðgerðir sem hún ætl­aði að grípa til svo hægt yrði að nást saman um hóf­legar launa­hækk­an­ir. Kostn­aður vegna aðgerð­anna var met­inn á um 80 millj­arða króna á samn­ings­tíma­bil­inu.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er boðað að ráð­ast í aðgerðir sem muni fela í sér um 16 millj­arða króna kostnað á árinu 2020. „Auk breyt­inga á tekju­skatts­kerf­inu sem kynntar voru í aðdrag­anda kjara­samn­inga, fela aðgerðir rík­is­ins í sér lengra fæð­ing­ar­or­lof, hærri barna­bætur og fjöl­margar aðgerðir til að auð­velda íbúð­ar­kaup. Flestar þess­ara aðgerða koma til fram­kvæmda á árinu 2020 og birt­ast í auknum fram­lög­um, einkum til félags- og hús­næð­is­mála.“

Aukin opin­ber fjár­fest­ing

Til að takast á við nið­ur­sveifl­una í hag­kerf­inu eru boðuð umtals­verð aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu. Sam­kvæmt fjár­lögum yfir­stand­andi árs er áætlað að fjár­fest­ing 2019 verði sam­tals 67,2 millj­arðar króna. Á næsta ári er áætlað að hún verði 78,4 millj­arðar króna og auk­ist því um 11,2 millj­arða króna milli ára. Frá 2017 hefur hún auk­ist um rúma 27 millj­arða króna að raun­gild­i. 

Á meðal stórra verk­efna sem standa yfir eða ráð­ist verður í eru fjár­fest­ingar í sam­göngum upp á 28 millj­arða króna, auk­inn kraftur í upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala upp á 8,5 millj­arða króna, kaup á þyrlum fyrir Land­helg­is­gæsl­una, fram­lög vegna smíði nýs haf­rann­sókn­ar­skips og bygg­ing Húss íslensk­unn­ar. 

Ýmsar aðgerðir fjár­magn­aðar

Í frétt um frum­varpið á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að með því verði tryggður fram­gangur til margra góðra mála. „Þannig má nefna að breyt­ingar á LÍN eru fjár­magn­að­ar, ráð­ist verður í aðgerðir til auka nýliðun kenn­ara og efla starfs­nám og fram­lög til vís­inda- og rann­sókna­sam­starfs verða auk­in. 

Framundan er stór­sókn í vega­málum og stefnt er að kostn­að­ar­þátt­töku í flug­far­gjöldum inn­an­lands fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar. 

Orku­skipti verða styrkt með skattaí­viln­unum og styrkjum úr Orku­sjóði. Fram­lög til lofts­lagslags­mála hækka og renna meðal ann­ars til bind­ingar kolefnis með skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is, en einnig aukast fram­lög til land­vörslu og mið­há­lend­is­þjóð­garðs. 

Und­ir­búnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkr­un, áfram verður unnið að efl­ingu heilsu­gæsl­unnar sem fyrsta við­komu­stað­ar, og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma. 

Unnið er að því að auka gæði í þjón­ustu við fötluð börn og for­eldra þeirra og fram­lög aukin í sam­ræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnu­þátt­töku aldr­aðra, réttur for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs lengdur og fram­lög til barna­bóta auk­in. 

Einnig verða fram­lög tryggð til hús­næð­is­mála í tengslum við nýlega lífs­kjara­samn­inga og boð­aðar eru aðgerðir til að bregð­ast við hús­næð­is­vanda á lands­byggð­inn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent