Þingmaður Sjálfstæðisflokks hótar stjórnarslitum vegna virkjunarmála

Jón Gunnarsson telur að umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að sé ekki að fylgja lögum í friðlýsingum sínum. Hann vill virkja meira til að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægri ódýrri orku.

Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Auglýsing

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins getum stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax.“ Þetta segir Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. 

Til­efni grein­ar­skrifa Jóns eru frið­lýs­ingar Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á grund­velli laga um ramma­á­ætl­un. Jón telur þá aðferð­ar­fræði sem Guð­mundur Ingi beiti þar stand­ist enga skoðun og að margir hags­muna­að­ilar hafi full­yrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem ráð­herr­ann boði. „Ég er sam­mála því að verk­lag hans sam­ræm­ist ekki lög­un­um. Í því sam­bandi má nefna að dettur ein­hverjum það í hug að Alþingi hafi fram­selt slíkt vald til eins manns, að hann geti að eigin geð­þótta ákveðið frið­lýs­inga­mörk? Það er ann­arra að gera það og Alþingis að afgreiða sam­hliða ramma­á­ætlun hverju sinni. Skýrt dæmi um hvernig aðferða­fræði ráð­herr­ans mun virka í raun er t.d. að ef engin virkjun væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkj­un­ar­kost­inn Urriða­foss í vernd­ar­flokk myndi ráð­herr­ann friða allt vatna­svæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að engin virkjun yrði reist við Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur ekki upp.“

Síðan segir Jón að hann geti ekki séð hvernig þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks geti stutt stjórn­ar­sam­starf sem fari fram með þessum hætt­i. 

Vill næga ódýra orku fyrir fólk og fyr­ir­tæki

Í grein Jóns er einnig fjallað um það sem hann kallar for­ystu­leysi í orku­málum og það að hvorki hafi gengið né rek­ið, að hans mati, að koma málum í eðli­legan far­veg þegar kemur að upp­bygg­ingu dreifi­kerfis raf­orku og frek­ari orku­fram­leiðslu. 

Auglýsing
Átök hafi ein­kennt mála­flokk­inn þrátt fyrir til­raunir stjórn­mála­manna til að grípa til aðgerða sem leitt gætu til frek­ari sátta á „fag­legum grunn­i“. Þau fag­legu vinnu­brögð hafi hins vegar leitt af sér öng­þveiti sem sé óásætt­an­legt. Það sé kyn­leg staða og óásætt­an­leg sem orku­mála­ráð­herra Íslands, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sé komin í þegar hún þurfi að ræða útfærslu á skerð­ingu á afhend­ingu raf­orku á næstu árum, líkt og hún hefur gert nýver­ið. „Í mínum huga er ein­falda svarið við þeirri spurn­ingu að á vakt Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur ekki til skerð­inga í raf­orku­kerfi okk­ar. Við munum sjá til þess að heim­ili og fyr­ir­tæki í þessu orku­ríka landi hafi næga ódýra raf­orku og að sköpuð verði tæki­færi til að byggja upp nýj­ungar í verð­mæta- og atvinnu­sköpun um allt land. Í því sam­bandi má nefna tæki­færi í mat­væla­fram­leiðslu og upp­bygg­ingu gagna­vera, svo ekki sé talað um grunnatvinnu­grein okk­ar, sjáv­ar­út­veg.“

Jón kallar eftir kröft­ugri og mál­efna­legri umræðu um nýt­ingu og vernd þegar kemur að orku­auð­lindum á Íslandi. „Sú óstjórn sem þró­ast hefur getur ekki lengur við­geng­ist. Ég var í hópi þeirra þing­manna sem tók­ust í hendur þegar lög um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt þverpóli­tískt. Ég spyr mig og eflaust fleiri, hvernig gat þessi leið, sem svo víð­tæk sátt var um að fara, ratað í aðrar eins ógöngur og raun ber vitni? Mitt svar við því er ein­fald­lega að það fylgdi ekki hugur máli hjá mörgum sem þó tóku þátt í þessu með okk­ur.“Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent