Þingmaður Sjálfstæðisflokks hótar stjórnarslitum vegna virkjunarmála

Jón Gunnarsson telur að umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að sé ekki að fylgja lögum í friðlýsingum sínum. Hann vill virkja meira til að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægri ódýrri orku.

Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Auglýsing

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins getum stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax.“ Þetta segir Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. 

Til­efni grein­ar­skrifa Jóns eru frið­lýs­ingar Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á grund­velli laga um ramma­á­ætl­un. Jón telur þá aðferð­ar­fræði sem Guð­mundur Ingi beiti þar stand­ist enga skoðun og að margir hags­muna­að­ilar hafi full­yrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem ráð­herr­ann boði. „Ég er sam­mála því að verk­lag hans sam­ræm­ist ekki lög­un­um. Í því sam­bandi má nefna að dettur ein­hverjum það í hug að Alþingi hafi fram­selt slíkt vald til eins manns, að hann geti að eigin geð­þótta ákveðið frið­lýs­inga­mörk? Það er ann­arra að gera það og Alþingis að afgreiða sam­hliða ramma­á­ætlun hverju sinni. Skýrt dæmi um hvernig aðferða­fræði ráð­herr­ans mun virka í raun er t.d. að ef engin virkjun væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkj­un­ar­kost­inn Urriða­foss í vernd­ar­flokk myndi ráð­herr­ann friða allt vatna­svæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að engin virkjun yrði reist við Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur ekki upp.“

Síðan segir Jón að hann geti ekki séð hvernig þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks geti stutt stjórn­ar­sam­starf sem fari fram með þessum hætt­i. 

Vill næga ódýra orku fyrir fólk og fyr­ir­tæki

Í grein Jóns er einnig fjallað um það sem hann kallar for­ystu­leysi í orku­málum og það að hvorki hafi gengið né rek­ið, að hans mati, að koma málum í eðli­legan far­veg þegar kemur að upp­bygg­ingu dreifi­kerfis raf­orku og frek­ari orku­fram­leiðslu. 

Auglýsing
Átök hafi ein­kennt mála­flokk­inn þrátt fyrir til­raunir stjórn­mála­manna til að grípa til aðgerða sem leitt gætu til frek­ari sátta á „fag­legum grunn­i“. Þau fag­legu vinnu­brögð hafi hins vegar leitt af sér öng­þveiti sem sé óásætt­an­legt. Það sé kyn­leg staða og óásætt­an­leg sem orku­mála­ráð­herra Íslands, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sé komin í þegar hún þurfi að ræða útfærslu á skerð­ingu á afhend­ingu raf­orku á næstu árum, líkt og hún hefur gert nýver­ið. „Í mínum huga er ein­falda svarið við þeirri spurn­ingu að á vakt Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur ekki til skerð­inga í raf­orku­kerfi okk­ar. Við munum sjá til þess að heim­ili og fyr­ir­tæki í þessu orku­ríka landi hafi næga ódýra raf­orku og að sköpuð verði tæki­færi til að byggja upp nýj­ungar í verð­mæta- og atvinnu­sköpun um allt land. Í því sam­bandi má nefna tæki­færi í mat­væla­fram­leiðslu og upp­bygg­ingu gagna­vera, svo ekki sé talað um grunnatvinnu­grein okk­ar, sjáv­ar­út­veg.“

Jón kallar eftir kröft­ugri og mál­efna­legri umræðu um nýt­ingu og vernd þegar kemur að orku­auð­lindum á Íslandi. „Sú óstjórn sem þró­ast hefur getur ekki lengur við­geng­ist. Ég var í hópi þeirra þing­manna sem tók­ust í hendur þegar lög um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt þverpóli­tískt. Ég spyr mig og eflaust fleiri, hvernig gat þessi leið, sem svo víð­tæk sátt var um að fara, ratað í aðrar eins ógöngur og raun ber vitni? Mitt svar við því er ein­fald­lega að það fylgdi ekki hugur máli hjá mörgum sem þó tóku þátt í þessu með okk­ur.“Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent