Þingmaður Sjálfstæðisflokks hótar stjórnarslitum vegna virkjunarmála

Jón Gunnarsson telur að umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að sé ekki að fylgja lögum í friðlýsingum sínum. Hann vill virkja meira til að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægri ódýrri orku.

Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Auglýsing

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins getum stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax.“ Þetta segir Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. 

Til­efni grein­ar­skrifa Jóns eru frið­lýs­ingar Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á grund­velli laga um ramma­á­ætl­un. Jón telur þá aðferð­ar­fræði sem Guð­mundur Ingi beiti þar stand­ist enga skoðun og að margir hags­muna­að­ilar hafi full­yrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem ráð­herr­ann boði. „Ég er sam­mála því að verk­lag hans sam­ræm­ist ekki lög­un­um. Í því sam­bandi má nefna að dettur ein­hverjum það í hug að Alþingi hafi fram­selt slíkt vald til eins manns, að hann geti að eigin geð­þótta ákveðið frið­lýs­inga­mörk? Það er ann­arra að gera það og Alþingis að afgreiða sam­hliða ramma­á­ætlun hverju sinni. Skýrt dæmi um hvernig aðferða­fræði ráð­herr­ans mun virka í raun er t.d. að ef engin virkjun væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkj­un­ar­kost­inn Urriða­foss í vernd­ar­flokk myndi ráð­herr­ann friða allt vatna­svæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að engin virkjun yrði reist við Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur ekki upp.“

Síðan segir Jón að hann geti ekki séð hvernig þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks geti stutt stjórn­ar­sam­starf sem fari fram með þessum hætt­i. 

Vill næga ódýra orku fyrir fólk og fyr­ir­tæki

Í grein Jóns er einnig fjallað um það sem hann kallar for­ystu­leysi í orku­málum og það að hvorki hafi gengið né rek­ið, að hans mati, að koma málum í eðli­legan far­veg þegar kemur að upp­bygg­ingu dreifi­kerfis raf­orku og frek­ari orku­fram­leiðslu. 

Auglýsing
Átök hafi ein­kennt mála­flokk­inn þrátt fyrir til­raunir stjórn­mála­manna til að grípa til aðgerða sem leitt gætu til frek­ari sátta á „fag­legum grunn­i“. Þau fag­legu vinnu­brögð hafi hins vegar leitt af sér öng­þveiti sem sé óásætt­an­legt. Það sé kyn­leg staða og óásætt­an­leg sem orku­mála­ráð­herra Íslands, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sé komin í þegar hún þurfi að ræða útfærslu á skerð­ingu á afhend­ingu raf­orku á næstu árum, líkt og hún hefur gert nýver­ið. „Í mínum huga er ein­falda svarið við þeirri spurn­ingu að á vakt Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur ekki til skerð­inga í raf­orku­kerfi okk­ar. Við munum sjá til þess að heim­ili og fyr­ir­tæki í þessu orku­ríka landi hafi næga ódýra raf­orku og að sköpuð verði tæki­færi til að byggja upp nýj­ungar í verð­mæta- og atvinnu­sköpun um allt land. Í því sam­bandi má nefna tæki­færi í mat­væla­fram­leiðslu og upp­bygg­ingu gagna­vera, svo ekki sé talað um grunnatvinnu­grein okk­ar, sjáv­ar­út­veg.“

Jón kallar eftir kröft­ugri og mál­efna­legri umræðu um nýt­ingu og vernd þegar kemur að orku­auð­lindum á Íslandi. „Sú óstjórn sem þró­ast hefur getur ekki lengur við­geng­ist. Ég var í hópi þeirra þing­manna sem tók­ust í hendur þegar lög um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt þverpóli­tískt. Ég spyr mig og eflaust fleiri, hvernig gat þessi leið, sem svo víð­tæk sátt var um að fara, ratað í aðrar eins ógöngur og raun ber vitni? Mitt svar við því er ein­fald­lega að það fylgdi ekki hugur máli hjá mörgum sem þó tóku þátt í þessu með okk­ur.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent