Þingmaður Sjálfstæðisflokks hótar stjórnarslitum vegna virkjunarmála

Jón Gunnarsson telur að umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að sé ekki að fylgja lögum í friðlýsingum sínum. Hann vill virkja meira til að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægri ódýrri orku.

Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Auglýsing

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins getum stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax.“ Þetta segir Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. 

Til­efni grein­ar­skrifa Jóns eru frið­lýs­ingar Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á grund­velli laga um ramma­á­ætl­un. Jón telur þá aðferð­ar­fræði sem Guð­mundur Ingi beiti þar stand­ist enga skoðun og að margir hags­muna­að­ilar hafi full­yrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem ráð­herr­ann boði. „Ég er sam­mála því að verk­lag hans sam­ræm­ist ekki lög­un­um. Í því sam­bandi má nefna að dettur ein­hverjum það í hug að Alþingi hafi fram­selt slíkt vald til eins manns, að hann geti að eigin geð­þótta ákveðið frið­lýs­inga­mörk? Það er ann­arra að gera það og Alþingis að afgreiða sam­hliða ramma­á­ætlun hverju sinni. Skýrt dæmi um hvernig aðferða­fræði ráð­herr­ans mun virka í raun er t.d. að ef engin virkjun væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkj­un­ar­kost­inn Urriða­foss í vernd­ar­flokk myndi ráð­herr­ann friða allt vatna­svæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að engin virkjun yrði reist við Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur ekki upp.“

Síðan segir Jón að hann geti ekki séð hvernig þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks geti stutt stjórn­ar­sam­starf sem fari fram með þessum hætt­i. 

Vill næga ódýra orku fyrir fólk og fyr­ir­tæki

Í grein Jóns er einnig fjallað um það sem hann kallar for­ystu­leysi í orku­málum og það að hvorki hafi gengið né rek­ið, að hans mati, að koma málum í eðli­legan far­veg þegar kemur að upp­bygg­ingu dreifi­kerfis raf­orku og frek­ari orku­fram­leiðslu. 

Auglýsing
Átök hafi ein­kennt mála­flokk­inn þrátt fyrir til­raunir stjórn­mála­manna til að grípa til aðgerða sem leitt gætu til frek­ari sátta á „fag­legum grunn­i“. Þau fag­legu vinnu­brögð hafi hins vegar leitt af sér öng­þveiti sem sé óásætt­an­legt. Það sé kyn­leg staða og óásætt­an­leg sem orku­mála­ráð­herra Íslands, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sé komin í þegar hún þurfi að ræða útfærslu á skerð­ingu á afhend­ingu raf­orku á næstu árum, líkt og hún hefur gert nýver­ið. „Í mínum huga er ein­falda svarið við þeirri spurn­ingu að á vakt Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur ekki til skerð­inga í raf­orku­kerfi okk­ar. Við munum sjá til þess að heim­ili og fyr­ir­tæki í þessu orku­ríka landi hafi næga ódýra raf­orku og að sköpuð verði tæki­færi til að byggja upp nýj­ungar í verð­mæta- og atvinnu­sköpun um allt land. Í því sam­bandi má nefna tæki­færi í mat­væla­fram­leiðslu og upp­bygg­ingu gagna­vera, svo ekki sé talað um grunnatvinnu­grein okk­ar, sjáv­ar­út­veg.“

Jón kallar eftir kröft­ugri og mál­efna­legri umræðu um nýt­ingu og vernd þegar kemur að orku­auð­lindum á Íslandi. „Sú óstjórn sem þró­ast hefur getur ekki lengur við­geng­ist. Ég var í hópi þeirra þing­manna sem tók­ust í hendur þegar lög um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt þverpóli­tískt. Ég spyr mig og eflaust fleiri, hvernig gat þessi leið, sem svo víð­tæk sátt var um að fara, ratað í aðrar eins ógöngur og raun ber vitni? Mitt svar við því er ein­fald­lega að það fylgdi ekki hugur máli hjá mörgum sem þó tóku þátt í þessu með okk­ur.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent