Arion banki fækkar starfsfólki um eitt hundrað

Arion banki hefur innleitt nýtt skipulag sem felur í sér að starfsfólki bankans fækkar um 12 prósent.

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Starfsfólki bankans mun við þessar breytingar fækka um 12 prósent, eða um eitt hundrað. Þar af starfa um 80 prósent í höfuðstöðvunum bankans og um 20 prósent í útibúum. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá þessu.

Í tilkynningu frá bankanum segir að skipulagsbreytingarnar séu liður í vegferð bankans að ná settum markmiðum um 50 prósent kostnaðarhlutfall og arðsemi eigin fjár umfram tíu prósent. 

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að dagurinn í dag verði erfiður þar sem bankinn kveðji hæft og gott starfsfólk. Ljóst sé hins vega að rekstarkostnaður bankans sé of hár og skipulag bankans taki ekki nægjanlega vel mið af núverandi markaðsaðstæðum og þörfum atvinnulífsins. „Umhverfi fjármálafyrirtækja hefur breyst mikið á undanförnum árum. Íþyngjandi breytingar á regluverki og sköttum á síðastliðnum áratug hafa leitt af sér mikinn viðbótarkostnað.

Auglýsing
Það er staðreynd að eiginfjárkröfur og skattar á banka hér á landi eru langt umfram það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur og skerða samkeppnisstöðu þeirra. Jafnframt er samkeppni á fjármálamarkaði að aukast til mikilla muna, t.a.m. frá lífeyrissjóðum, ríkisbönkum, fjártæknifyrirtækjum og minni fjármálafyrirtækjum sem lúta um margt öðrum lögmálum en kerfislega mikilvægir bankar. Vegna þessa hefur arðsemi bankans nú um nokkurt skeið ekki verið nægjanlega góð.“

Sviðum fækkað og verkefni færast til

Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans með það að markmiði að einfalda starfsemina. Tekjusvið Arion banka verða þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Stoðsvið verða einnig þrjú: fjármálasvið, upplýsingatæknisvið og áhættustýring.

Auglýsing
Með skipulagsbreytingunum sé Arion banki að bregðast við aðstæðum til tryggja að bankinn þjóni viðskiptavinum en skili líka hluthöfum arði. Í fréttatilkynningunni segir að megin breytingin felist í að starfsemi fjárfestingabankasviðs færist á tvö ný svið, annars vegar markaði og hins vegar fyrirtækja- og fjárfestingabankasvið. „Markaðir munu hafa það hlutverk að skerpa áherslur bankans á sviði verðbréfastarfsemi en fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið mun veita fyrirtækjum og stofnunum heildstæða þjónustu varðandi fjármögnun og ráðgjöf. Bankinn mun efla þjónustu við þá sem leita að sem hagkvæmastri fjármögnun m.a. með milligöngu um fjármögnun frá þriðja aðila, svo sem sjóðum og öðrum stofnanafjárfestum.“

Hefur legið í loftinu í meira en ár

Kjarninn greindi frá því á mánudagsmorgun að stórt hagræðingarskref væri í kortunum hjá Arion banka og að það yrði stigið í þessari viku. Í fréttaskýringu Kjarnans var rakið að það hefði legið fyrir opin­ber­lega í meira en ár að það væru stefna bank­ans að draga veru­lega úr rekstr­ar­kostn­aði, og það yrði fyrst og síð­ast gert með því að fækka starfs­fólki. 

Í aðdrag­anda þess að Arion banki var skráður á markað um mitt síð­asta ár var send út til­kynn­ing þar sem kom fram að mark­mið bank­ans yrði að vera með arð­semi eigin fjár sem væri yfir tíu pró­sent, en hún hafði verið 3,6 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018.

Upp­gjör bank­ans vegna síð­asta árs olli miklum von­brigð­um. Arð­semin var ein­ungis 3,7 pró­sent og hagn­aður árs­ins 7,8 millj­arðar króna. Það var 6,6 millj­örðum krónum minna en árið áður. 

Stór ástæða þessa var sú að þrír stórir við­skipta­vinir bank­ans lentu í veru­legum vand­ræð­um, eða fóru bein­línis á haus­inn með til­heyr­andi útlána­töpum og afskriftum á kröf­um. 

Þar var um að ræða United Sil­icon, Pri­mera Air og loks WOW air.

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 nam hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­­­arði króna en var fimm millj­­­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Arð­semi eigin fjár Arion banka hefur haldið áfram að vera slök. Hún var var 4,3 pró­­­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 og ein­ungis 2,1 pró­­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Bankastjórinn boðaði breytingar

Í við­tali við Mark­að­inn, fylgi­rit Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, fyrir rúmum tveimur vikum sagði Bene­dikt Gíslason: „Það er erfitt að horfa framan í hlut­hafa þegar arð­semin er undir áhættu­lausum vöxtum í land­inu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verð­mæti fyrir hlut­hafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga.“ 

Mark­mið hans væri ekki að Arion banki yrði stærsti bank­inn bank­inn á Íslandi heldur að hann skap­aði arð­semi fyrir hlut­hafa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent