Arion banki fækkar starfsfólki um eitt hundrað

Arion banki hefur innleitt nýtt skipulag sem felur í sér að starfsfólki bankans fækkar um 12 prósent.

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka sam­þykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipu­lag bank­ans sem tekur gildi í dag. ­Starfs­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­sent í höf­uð­stöðv­unum bank­ans og um 20 pró­sent í úti­bú­um. Vinnu­mála­stofnun hefur verið greint frá þessu.

Í til­kynn­ingu frá bank­anum segir að skipu­lags­breyt­ing­arnar séu liður í veg­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­sent kostn­að­ar­hlut­fall og arð­semi eigin fjár umfram tíu pró­sent. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir að dag­ur­inn í dag verði erf­iður þar sem bank­inn kveðji hæft og gott starfs­fólk. Ljóst sé hins vega að rekst­ar­kostn­aður bank­ans sé of hár og skipu­lag bank­ans taki ekki nægj­an­lega vel mið af núver­andi mark­aðs­að­stæðum og þörfum atvinnu­lífs­ins. „Um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja hefur breyst mikið á und­an­förnum árum. Íþyngj­andi breyt­ingar á reglu­verki og sköttum á síð­ast­liðnum ára­tug hafa leitt af sér mik­inn við­bót­ar­kostn­að.

Auglýsing
Það er stað­reynd að eig­in­fjár­kröfur og skattar á banka hér á landi eru langt umfram það sem tíðkast í lönd­unum í kringum okkur og skerða sam­keppn­is­stöðu þeirra. Jafn­framt er sam­keppni á fjár­mála­mark­aði að aukast til mik­illa muna, t.a.m. frá líf­eyr­is­sjóð­um, rík­is­bönk­um, fjár­tækni­fyr­ir­tækjum og minni fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem lúta um margt öðrum lög­málum en kerf­is­lega mik­il­vægir bank­ar. Vegna þessa hefur arð­semi bank­ans nú um nokk­urt skeið ekki verið nægj­an­lega góð.“

Sviðum fækkað og verk­efni fær­ast til

Sviðum bank­ans fækkar um tvö og ýmis verk­efni fær­ast til innan bank­ans með það að mark­miði að ein­falda starf­sem­ina. Tekju­svið Arion banka verða þrjú: við­skipta­banka­svið, fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­svið og mark­að­ir. Stoð­svið verða einnig þrjú: fjár­mála­svið, upp­lýs­inga­tækni­svið og áhættu­stýr­ing.

Auglýsing
Með skipu­lags­breyt­ing­unum sé Arion banki að bregð­ast við aðstæðum til tryggja að bank­inn þjóni við­skipta­vinum en skili líka hlut­höfum arði. Í frétta­til­kynn­ing­unni segir að megin breyt­ingin felist í að starf­semi fjár­fest­inga­banka­sviðs fær­ist á tvö ný svið, ann­ars vegar mark­aði og hins vegar fyr­ir­tækja- og fjár­fest­inga­banka­svið. „Mark­aðir munu hafa það hlut­verk að skerpa áherslur bank­ans á sviði verð­bréfa­starf­semi en fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­svið mun veita fyr­ir­tækjum og stofn­unum heild­stæða þjón­ustu varð­andi fjár­mögnun og ráð­gjöf. Bank­inn mun efla þjón­ustu við þá sem leita að sem hag­kvæm­astri fjár­mögnun m.a. með milli­göngu um fjár­mögnun frá þriðja aðila, svo sem sjóðum og öðrum stofn­ana­fjár­fest­u­m.“

Hefur legið í loft­inu í meira en ár

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dags­morgun að stórt hag­ræð­ing­ar­skref væri í kort­unum hjá Arion banka og að það yrði stigið í þess­ari viku. Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans var rakið að það hefði legið fyrir opin­ber­­lega í meira en ár að það væru stefna bank­ans að draga veru­­lega úr rekstr­­ar­­kostn­aði, og það yrði fyrst og síð­­­ast gert með því að fækka starfs­­fólki. 

Í aðdrag­anda þess að Arion banki var skráður á markað um mitt síð­­asta ár var send út til­­kynn­ing þar sem kom fram að mark­mið bank­ans yrði að vera með arð­­semi eigin fjár sem væri yfir tíu pró­­sent, en hún hafði verið 3,6 pró­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018.

­Upp­­­gjör bank­ans vegna síð­­asta árs olli miklum von­brigð­­um. Arð­­semin var ein­ungis 3,7 pró­­sent og hagn­aður árs­ins 7,8 millj­­arðar króna. Það var 6,6 millj­­örðum krónum minna en árið áður. 

Stór ástæða þessa var sú að þrír stórir við­­skipta­vinir bank­ans lentu í veru­­legum vand­ræð­um, eða fóru bein­línis á haus­inn með til­­heyr­andi útlána­töpum og afskriftum á kröf­­um. 

Þar var um að ræða United Sil­icon, Pri­­mera Air og loks WOW air.

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 nam hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­­­­arði króna en var fimm millj­­­­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Arð­­semi eigin fjár Arion banka hefur haldið áfram að vera slök. Hún var var 4,3 pró­­­­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 og ein­ungis 2,1 pró­­­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Banka­stjór­inn boð­aði breyt­ingar

Í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­rit Frétta­­blaðs­ins um efna­hags­­mál og við­­skipti, fyrir rúmum tveimur vikum sagði Bene­dikt Gísla­son: „Það er erfitt að horfa framan í hlut­hafa þegar arð­­semin er undir áhætt­u­­lausum vöxtum í land­inu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verð­­mæti fyrir hlut­hafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga.“ 

Mark­mið hans væri ekki að Arion banki yrði stærsti bank­inn bank­inn á Íslandi heldur að hann skap­aði arð­­semi fyrir hlut­hafa. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent