Arion banki fækkar starfsfólki um eitt hundrað

Arion banki hefur innleitt nýtt skipulag sem felur í sér að starfsfólki bankans fækkar um 12 prósent.

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka sam­þykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipu­lag bank­ans sem tekur gildi í dag. ­Starfs­fólki bank­ans mun við þessar breyt­ingar fækka um 12 pró­sent, eða um eitt hund­rað. Þar af starfa um 80 pró­sent í höf­uð­stöðv­unum bank­ans og um 20 pró­sent í úti­bú­um. Vinnu­mála­stofnun hefur verið greint frá þessu.

Í til­kynn­ingu frá bank­anum segir að skipu­lags­breyt­ing­arnar séu liður í veg­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­sent kostn­að­ar­hlut­fall og arð­semi eigin fjár umfram tíu pró­sent. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir að dag­ur­inn í dag verði erf­iður þar sem bank­inn kveðji hæft og gott starfs­fólk. Ljóst sé hins vega að rekst­ar­kostn­aður bank­ans sé of hár og skipu­lag bank­ans taki ekki nægj­an­lega vel mið af núver­andi mark­aðs­að­stæðum og þörfum atvinnu­lífs­ins. „Um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja hefur breyst mikið á und­an­förnum árum. Íþyngj­andi breyt­ingar á reglu­verki og sköttum á síð­ast­liðnum ára­tug hafa leitt af sér mik­inn við­bót­ar­kostn­að.

Auglýsing
Það er stað­reynd að eig­in­fjár­kröfur og skattar á banka hér á landi eru langt umfram það sem tíðkast í lönd­unum í kringum okkur og skerða sam­keppn­is­stöðu þeirra. Jafn­framt er sam­keppni á fjár­mála­mark­aði að aukast til mik­illa muna, t.a.m. frá líf­eyr­is­sjóð­um, rík­is­bönk­um, fjár­tækni­fyr­ir­tækjum og minni fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem lúta um margt öðrum lög­málum en kerf­is­lega mik­il­vægir bank­ar. Vegna þessa hefur arð­semi bank­ans nú um nokk­urt skeið ekki verið nægj­an­lega góð.“

Sviðum fækkað og verk­efni fær­ast til

Sviðum bank­ans fækkar um tvö og ýmis verk­efni fær­ast til innan bank­ans með það að mark­miði að ein­falda starf­sem­ina. Tekju­svið Arion banka verða þrjú: við­skipta­banka­svið, fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­svið og mark­að­ir. Stoð­svið verða einnig þrjú: fjár­mála­svið, upp­lýs­inga­tækni­svið og áhættu­stýr­ing.

Auglýsing
Með skipu­lags­breyt­ing­unum sé Arion banki að bregð­ast við aðstæðum til tryggja að bank­inn þjóni við­skipta­vinum en skili líka hlut­höfum arði. Í frétta­til­kynn­ing­unni segir að megin breyt­ingin felist í að starf­semi fjár­fest­inga­banka­sviðs fær­ist á tvö ný svið, ann­ars vegar mark­aði og hins vegar fyr­ir­tækja- og fjár­fest­inga­banka­svið. „Mark­aðir munu hafa það hlut­verk að skerpa áherslur bank­ans á sviði verð­bréfa­starf­semi en fyr­ir­tækja- og fjár­fest­ing­ar­banka­svið mun veita fyr­ir­tækjum og stofn­unum heild­stæða þjón­ustu varð­andi fjár­mögnun og ráð­gjöf. Bank­inn mun efla þjón­ustu við þá sem leita að sem hag­kvæm­astri fjár­mögnun m.a. með milli­göngu um fjár­mögnun frá þriðja aðila, svo sem sjóðum og öðrum stofn­ana­fjár­fest­u­m.“

Hefur legið í loft­inu í meira en ár

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dags­morgun að stórt hag­ræð­ing­ar­skref væri í kort­unum hjá Arion banka og að það yrði stigið í þess­ari viku. Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans var rakið að það hefði legið fyrir opin­ber­­lega í meira en ár að það væru stefna bank­ans að draga veru­­lega úr rekstr­­ar­­kostn­aði, og það yrði fyrst og síð­­­ast gert með því að fækka starfs­­fólki. 

Í aðdrag­anda þess að Arion banki var skráður á markað um mitt síð­­asta ár var send út til­­kynn­ing þar sem kom fram að mark­mið bank­ans yrði að vera með arð­­semi eigin fjár sem væri yfir tíu pró­­sent, en hún hafði verið 3,6 pró­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018.

­Upp­­­gjör bank­ans vegna síð­­asta árs olli miklum von­brigð­­um. Arð­­semin var ein­ungis 3,7 pró­­sent og hagn­aður árs­ins 7,8 millj­­arðar króna. Það var 6,6 millj­­örðum krónum minna en árið áður. 

Stór ástæða þessa var sú að þrír stórir við­­skipta­vinir bank­ans lentu í veru­­legum vand­ræð­um, eða fóru bein­línis á haus­inn með til­­heyr­andi útlána­töpum og afskriftum á kröf­­um. 

Þar var um að ræða United Sil­icon, Pri­­mera Air og loks WOW air.

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 nam hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­­­­arði króna en var fimm millj­­­­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Arð­­semi eigin fjár Arion banka hefur haldið áfram að vera slök. Hún var var 4,3 pró­­­­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 og ein­ungis 2,1 pró­­­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Banka­stjór­inn boð­aði breyt­ingar

Í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­rit Frétta­­blaðs­ins um efna­hags­­mál og við­­skipti, fyrir rúmum tveimur vikum sagði Bene­dikt Gísla­son: „Það er erfitt að horfa framan í hlut­hafa þegar arð­­semin er undir áhætt­u­­lausum vöxtum í land­inu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verð­­mæti fyrir hlut­hafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga.“ 

Mark­mið hans væri ekki að Arion banki yrði stærsti bank­inn bank­inn á Íslandi heldur að hann skap­aði arð­­semi fyrir hlut­hafa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent