Velta í ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum einkennandi greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára í maí og júní. Tölur Hagstofunnar benda til þess að í kjölfar falls WOW air stoppi erlendir ferðamenn lengur á landinu og eyði fleiri krónum.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

Velta í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu, fyrir utan far­þega­flutn­ing milli landa, var nán­ast óbreytt milli ára í maí og júní 2019 þrátt fyrir mik­inn sam­drátt í flugi. Veltan dróst saman um 0,2 pró­sent ef borið er saman tíma­bilið maí til júní 2018 til sama tíma­bils á þessu ári. Þetta kemur fram í tölum Hag­stof­unn­ar. 

Breytt hegðun ferða­manna vegna auk­ins vægis erlendra flug­fé­laga

Yfir mán­uð­ina maí og júní var velta í far­þega­flutn­ing milli landa með flugi 29 pró­sent lægri en yfir sama tíma­bili í fyrra. Síðan í júní í fyrra hafa tvö flug­fé­lög hætt starf­semi, Pri­mera Air í októ­ber 2018 og WOW air í mars 2019. Þrátt fyrir þessar miklu umsvipt­ingar í flugi til lands­ins hélst velta í gisti­þjón­ustu í maí og júní svo til óbreytt milli ára sem og velta í veit­inga­rekstri. Sam­væmt tölum Hag­stof­unnar veltu gisti­staðir og veit­inga­staðir 35 millj­örðum yfir maí og júní á þessu ári. 

Í grein­ingu Arion ­­banka á íslenskri ferða­þjón­ustu frá því í júlí kemur fram að fall WOW air hafi lík­­­lega haft áhrif á hegðun þeirra ferða­manna sem koma til lands­ins. ­Sam­­kvæmt könnun Ferða­­mála­­stofu meðal erlendra ferða­­manna dvöld­u ­­ferða­­menn ­­með­­ WOW a­ir ­­skemur en aðrir ferða­­menn og eyddu minna að með­­al­tali en til dæmis ferða­­menn með­­ Icelanda­­ir. Þá flutt­i WOW a­ir hlut­­falls­­lega fleiri ­­ferða­­menn ­­sem stöldr­uðu aðeins í skamma stund á land­inu án þess að gista. 

Auglýsing

Í kjöl­far gjald­­þrots WOW air í mars jókst vægi erlendra flug­­­fé­laga í flug­­fram­­boði lands­ins en erlend flug­­­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Sú þróun virð­ist hafa leitt til þess að hver ferða­maður dvelur lengur og eyðir meiri á meðan hann er hér á land­i. 

Gistin­óttum fækkað lít­il­lega

Í maí síð­ast­liðnum fækk­aði heild­­ar­g­ist­in­óttum um rúm 9 pró­­sent á meðan erlendum ferða­­mönnum fækk­­aði um 23,6 pró­­sent. Þá dróst heild­ar­fjöldi gistinótta í júní aðeins um 2 pró­sent í júní og 1 pró­sent í júlí síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt grein­ingu Arion banka dvaldi hver ferða­maður mun lengur hér á landi í sumar en fyrir ári síð­an. Ef gistinætur eru teknar saman og deilt niður á fjölda ferða­­manna þá má sjá að dval­ar­tími hvers ferða­manns var 18,7 pró­­sent lengri í maí á þessu ári en í fyrra, sem er nálægt sól­­­ar­hrings lengri dval­­ar­­tími.

Óvænt gleði­tíð­indi

Enn frem­ur hefur eyðsla hvers og eins ferða­­manns auk­ist á milli ára. Sam­kvæmt grein­ing­u ­Arion ­banka ráð­staf­aði hver ferða­maður 30 pró­sent fleiri krónum í maí og korta­velta á hvern ferða­mann aldrei verið meiri. Þó að ferða­mönnum fækk­aði um 23,6 pró­sent þá dróst korta­velta í maí aðeins saman um 13,1 pró­sent á milli­ ára.

Mynd: Arion banki

Í grein­ing­u ­­Arion ­­banka kemur fram að við­­búið var að korta­velta á hvern ferða­­menn í krónum talið myndi aukast sök­um ­­geng­is­veik­ing­­ar krón­unnar en hversu mikil aukn­ingin það var hafi verið óvænt gleð­i­­tíð­ind­i. „Að því gefnu að þetta sé end­an­­leg nið­­ur­­staða um korta­­notkun ferða­­manna þá verður svo lít­ill sam­­dráttur í maí og vöxtur í apríl að telj­­ast mikil varn­­ar­­sigur fyr­ir­ ­ís­­lenska ­­ferða­­þjón­ust­u,“ segir í grein­ing­unni.

Virð­is­auka­skyld velta bíla­leiga 10 millj­arðar yfir maí og júní 

Smá­vægi­leg aukn­ing var í virð­is­auka­skyldri veltu bíla­leiga á milli ára og námu þær 10 millj­örðum á tíma­bil­inu maí til júní á þessu ári. Velta ferða­skrif­stofu og ferða­skipu­leggj­enda breytt­ist einnig lítið í heild­ina eða aðeins um 0,1 pró­sent á milli ára. 

Veltan dróst hins vegar saman um 10,7 pró­sent hjá ferða­skrif­stofum sem selja ferðir erlendis en jókst hjá skrif­stofum sem selja ferðir á Íslandi um 2 pró­sent. Virð­is­auka­skyld velta ferða­skrif­stofa og ferða­skipu­leggj­enda voru 20 millj­arðar yfir maí og júní 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís nýr ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar næstkomandi þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Við embætti ráðuneytisstjóra tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Lögbrot og Klausturmálið
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent