Velta í ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum einkennandi greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára í maí og júní. Tölur Hagstofunnar benda til þess að í kjölfar falls WOW air stoppi erlendir ferðamenn lengur á landinu og eyði fleiri krónum.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

Velta í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu, fyrir utan far­þega­flutn­ing milli landa, var nán­ast óbreytt milli ára í maí og júní 2019 þrátt fyrir mik­inn sam­drátt í flugi. Veltan dróst saman um 0,2 pró­sent ef borið er saman tíma­bilið maí til júní 2018 til sama tíma­bils á þessu ári. Þetta kemur fram í tölum Hag­stof­unn­ar. 

Breytt hegðun ferða­manna vegna auk­ins vægis erlendra flug­fé­laga

Yfir mán­uð­ina maí og júní var velta í far­þega­flutn­ing milli landa með flugi 29 pró­sent lægri en yfir sama tíma­bili í fyrra. Síðan í júní í fyrra hafa tvö flug­fé­lög hætt starf­semi, Pri­mera Air í októ­ber 2018 og WOW air í mars 2019. Þrátt fyrir þessar miklu umsvipt­ingar í flugi til lands­ins hélst velta í gisti­þjón­ustu í maí og júní svo til óbreytt milli ára sem og velta í veit­inga­rekstri. Sam­væmt tölum Hag­stof­unnar veltu gisti­staðir og veit­inga­staðir 35 millj­örðum yfir maí og júní á þessu ári. 

Í grein­ingu Arion ­­banka á íslenskri ferða­þjón­ustu frá því í júlí kemur fram að fall WOW air hafi lík­­­lega haft áhrif á hegðun þeirra ferða­manna sem koma til lands­ins. ­Sam­­kvæmt könnun Ferða­­mála­­stofu meðal erlendra ferða­­manna dvöld­u ­­ferða­­menn ­­með­­ WOW a­ir ­­skemur en aðrir ferða­­menn og eyddu minna að með­­al­tali en til dæmis ferða­­menn með­­ Icelanda­­ir. Þá flutt­i WOW a­ir hlut­­falls­­lega fleiri ­­ferða­­menn ­­sem stöldr­uðu aðeins í skamma stund á land­inu án þess að gista. 

Auglýsing

Í kjöl­far gjald­­þrots WOW air í mars jókst vægi erlendra flug­­­fé­laga í flug­­fram­­boði lands­ins en erlend flug­­­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Sú þróun virð­ist hafa leitt til þess að hver ferða­maður dvelur lengur og eyðir meiri á meðan hann er hér á land­i. 

Gistin­óttum fækkað lít­il­lega

Í maí síð­ast­liðnum fækk­aði heild­­ar­g­ist­in­óttum um rúm 9 pró­­sent á meðan erlendum ferða­­mönnum fækk­­aði um 23,6 pró­­sent. Þá dróst heild­ar­fjöldi gistinótta í júní aðeins um 2 pró­sent í júní og 1 pró­sent í júlí síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt grein­ingu Arion banka dvaldi hver ferða­maður mun lengur hér á landi í sumar en fyrir ári síð­an. Ef gistinætur eru teknar saman og deilt niður á fjölda ferða­­manna þá má sjá að dval­ar­tími hvers ferða­manns var 18,7 pró­­sent lengri í maí á þessu ári en í fyrra, sem er nálægt sól­­­ar­hrings lengri dval­­ar­­tími.

Óvænt gleði­tíð­indi

Enn frem­ur hefur eyðsla hvers og eins ferða­­manns auk­ist á milli ára. Sam­kvæmt grein­ing­u ­Arion ­banka ráð­staf­aði hver ferða­maður 30 pró­sent fleiri krónum í maí og korta­velta á hvern ferða­mann aldrei verið meiri. Þó að ferða­mönnum fækk­aði um 23,6 pró­sent þá dróst korta­velta í maí aðeins saman um 13,1 pró­sent á milli­ ára.

Mynd: Arion banki

Í grein­ing­u ­­Arion ­­banka kemur fram að við­­búið var að korta­velta á hvern ferða­­menn í krónum talið myndi aukast sök­um ­­geng­is­veik­ing­­ar krón­unnar en hversu mikil aukn­ingin það var hafi verið óvænt gleð­i­­tíð­ind­i. „Að því gefnu að þetta sé end­an­­leg nið­­ur­­staða um korta­­notkun ferða­­manna þá verður svo lít­ill sam­­dráttur í maí og vöxtur í apríl að telj­­ast mikil varn­­ar­­sigur fyr­ir­ ­ís­­lenska ­­ferða­­þjón­ust­u,“ segir í grein­ing­unni.

Virð­is­auka­skyld velta bíla­leiga 10 millj­arðar yfir maí og júní 

Smá­vægi­leg aukn­ing var í virð­is­auka­skyldri veltu bíla­leiga á milli ára og námu þær 10 millj­örðum á tíma­bil­inu maí til júní á þessu ári. Velta ferða­skrif­stofu og ferða­skipu­leggj­enda breytt­ist einnig lítið í heild­ina eða aðeins um 0,1 pró­sent á milli ára. 

Veltan dróst hins vegar saman um 10,7 pró­sent hjá ferða­skrif­stofum sem selja ferðir erlendis en jókst hjá skrif­stofum sem selja ferðir á Íslandi um 2 pró­sent. Virð­is­auka­skyld velta ferða­skrif­stofa og ferða­skipu­leggj­enda voru 20 millj­arðar yfir maí og júní 

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent