Velta í ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum einkennandi greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára í maí og júní. Tölur Hagstofunnar benda til þess að í kjölfar falls WOW air stoppi erlendir ferðamenn lengur á landinu og eyði fleiri krónum.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu, fyrir utan farþegaflutning milli landa, var nánast óbreytt milli ára í maí og júní 2019 þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi. Veltan dróst saman um 0,2 prósent ef borið er saman tímabilið maí til júní 2018 til sama tímabils á þessu ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 

Breytt hegðun ferðamanna vegna aukins vægis erlendra flugfélaga

Yfir mánuðina maí og júní var velta í farþegaflutning milli landa með flugi 29 prósent lægri en yfir sama tímabili í fyrra. Síðan í júní í fyrra hafa tvö flugfélög hætt starfsemi, Primera Air í október 2018 og WOW air í mars 2019. Þrátt fyrir þessar miklu umsviptingar í flugi til landsins hélst velta í gistiþjónustu í maí og júní svo til óbreytt milli ára sem og velta í veitingarekstri. Samvæmt tölum Hagstofunnar veltu gististaðir og veitingastaðir 35 milljörðum yfir maí og júní á þessu ári. 

Í grein­ingu Arion ­banka á íslenskri ferðaþjónustu frá því í júlí kemur fram að fall WOW air hafi lík­lega haft áhrif á hegðun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Sam­kvæmt könnun Ferða­mála­stofu meðal erlendra ferða­manna dvöld­u ­ferða­menn ­með­ WOW a­ir ­skemur en aðrir ferða­menn og eyddu minna að með­al­tali en til dæmis ferða­menn með­ Icelanda­ir. Þá flutt­i WOW a­ir hlut­falls­lega fleiri ­ferða­menn ­sem stöldr­uðu aðeins í skamma stund á land­inu án þess að gista. 

Auglýsing

Í kjöl­far gjald­þrots WOW air í mars jókst vægi erlendra flug­fé­laga í flug­fram­boði lands­ins en erlend flug­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Sú þróun virðist hafa leitt til þess að hver ferðamaður dvelur lengur og eyðir meiri á meðan hann er hér á landi. 

Gistinóttum fækkað lítillega

Í maí síðastliðnum fækkaði heild­ar­gistin­óttum um rúm 9 pró­sent á meðan erlendum ferða­mönnum fækk­aði um 23,6 pró­sent. Þá dróst heildarfjöldi gistinótta í júní aðeins um 2 prósent í júní og 1 prósent í júlí síðastliðnum. 

Samkvæmt greiningu Arion banka dvaldi hver ferðamaður mun lengur hér á landi í sumar en fyrir ári síðan. Ef gistinætur eru teknar saman og deilt niður á fjölda ferða­manna þá má sjá að dvalartími hvers ferðamanns var 18,7 pró­sent lengri í maí á þessu ári en í fyrra, sem er nálægt sól­ar­hrings lengri dval­ar­tími.

Óvænt gleðitíðindi

Enn fremur hefur eyðsla hvers og eins ferða­manns auk­ist á milli ára. Samkvæmt greiningu Arion banka ráðstafaði hver ferðamaður 30 prósent fleiri krónum í maí og kortavelta á hvern ferðamann aldrei verið meiri. Þó að ferðamönnum fækkaði um 23,6 prósent þá dróst kortavelta í maí aðeins saman um 13,1 prósent á milli ára.

Mynd: Arion banki

Í grein­ing­u ­Arion ­banka kemur fram að við­búið var að korta­velta á hvern ferða­menn í krónum talið myndi aukast sök­um ­geng­is­veik­ing­ar krón­unnar en hversu mikil aukn­ingin það var hafi verið óvænt gleði­tíð­ind­i. „Að því gefnu að þetta sé end­an­leg nið­ur­staða um korta­notkun ferða­manna þá verður svo lít­ill sam­dráttur í maí og vöxtur í apríl að telj­ast mikil varn­ar­sigur fyr­ir­ ­ís­lenska ­ferða­þjón­ustu,“ segir í greiningunni.

Virðisaukaskyld velta bílaleiga 10 milljarðar yfir maí og júní 

Smávægileg aukning var í virðisaukaskyldri veltu bílaleiga á milli ára og námu þær 10 milljörðum á tímabilinu maí til júní á þessu ári. Velta ferðaskrifstofu og ferðaskipuleggjenda breyttist einnig lítið í heildina eða aðeins um 0,1 prósent á milli ára. 

Veltan dróst hins vegar saman um 10,7 prósent hjá ferðaskrifstofum sem selja ferðir erlendis en jókst hjá skrifstofum sem selja ferðir á Íslandi um 2 prósent. Virðisaukaskyld velta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda voru 20 milljarðar yfir maí og júní 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent