Velta í ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum einkennandi greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára í maí og júní. Tölur Hagstofunnar benda til þess að í kjölfar falls WOW air stoppi erlendir ferðamenn lengur á landinu og eyði fleiri krónum.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

Velta í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu, fyrir utan far­þega­flutn­ing milli landa, var nán­ast óbreytt milli ára í maí og júní 2019 þrátt fyrir mik­inn sam­drátt í flugi. Veltan dróst saman um 0,2 pró­sent ef borið er saman tíma­bilið maí til júní 2018 til sama tíma­bils á þessu ári. Þetta kemur fram í tölum Hag­stof­unn­ar. 

Breytt hegðun ferða­manna vegna auk­ins vægis erlendra flug­fé­laga

Yfir mán­uð­ina maí og júní var velta í far­þega­flutn­ing milli landa með flugi 29 pró­sent lægri en yfir sama tíma­bili í fyrra. Síðan í júní í fyrra hafa tvö flug­fé­lög hætt starf­semi, Pri­mera Air í októ­ber 2018 og WOW air í mars 2019. Þrátt fyrir þessar miklu umsvipt­ingar í flugi til lands­ins hélst velta í gisti­þjón­ustu í maí og júní svo til óbreytt milli ára sem og velta í veit­inga­rekstri. Sam­væmt tölum Hag­stof­unnar veltu gisti­staðir og veit­inga­staðir 35 millj­örðum yfir maí og júní á þessu ári. 

Í grein­ingu Arion ­­banka á íslenskri ferða­þjón­ustu frá því í júlí kemur fram að fall WOW air hafi lík­­­lega haft áhrif á hegðun þeirra ferða­manna sem koma til lands­ins. ­Sam­­kvæmt könnun Ferða­­mála­­stofu meðal erlendra ferða­­manna dvöld­u ­­ferða­­menn ­­með­­ WOW a­ir ­­skemur en aðrir ferða­­menn og eyddu minna að með­­al­tali en til dæmis ferða­­menn með­­ Icelanda­­ir. Þá flutt­i WOW a­ir hlut­­falls­­lega fleiri ­­ferða­­menn ­­sem stöldr­uðu aðeins í skamma stund á land­inu án þess að gista. 

Auglýsing

Í kjöl­far gjald­­þrots WOW air í mars jókst vægi erlendra flug­­­fé­laga í flug­­fram­­boði lands­ins en erlend flug­­­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Sú þróun virð­ist hafa leitt til þess að hver ferða­maður dvelur lengur og eyðir meiri á meðan hann er hér á land­i. 

Gistin­óttum fækkað lít­il­lega

Í maí síð­ast­liðnum fækk­aði heild­­ar­g­ist­in­óttum um rúm 9 pró­­sent á meðan erlendum ferða­­mönnum fækk­­aði um 23,6 pró­­sent. Þá dróst heild­ar­fjöldi gistinótta í júní aðeins um 2 pró­sent í júní og 1 pró­sent í júlí síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt grein­ingu Arion banka dvaldi hver ferða­maður mun lengur hér á landi í sumar en fyrir ári síð­an. Ef gistinætur eru teknar saman og deilt niður á fjölda ferða­­manna þá má sjá að dval­ar­tími hvers ferða­manns var 18,7 pró­­sent lengri í maí á þessu ári en í fyrra, sem er nálægt sól­­­ar­hrings lengri dval­­ar­­tími.

Óvænt gleði­tíð­indi

Enn frem­ur hefur eyðsla hvers og eins ferða­­manns auk­ist á milli ára. Sam­kvæmt grein­ing­u ­Arion ­banka ráð­staf­aði hver ferða­maður 30 pró­sent fleiri krónum í maí og korta­velta á hvern ferða­mann aldrei verið meiri. Þó að ferða­mönnum fækk­aði um 23,6 pró­sent þá dróst korta­velta í maí aðeins saman um 13,1 pró­sent á milli­ ára.

Mynd: Arion banki

Í grein­ing­u ­­Arion ­­banka kemur fram að við­­búið var að korta­velta á hvern ferða­­menn í krónum talið myndi aukast sök­um ­­geng­is­veik­ing­­ar krón­unnar en hversu mikil aukn­ingin það var hafi verið óvænt gleð­i­­tíð­ind­i. „Að því gefnu að þetta sé end­an­­leg nið­­ur­­staða um korta­­notkun ferða­­manna þá verður svo lít­ill sam­­dráttur í maí og vöxtur í apríl að telj­­ast mikil varn­­ar­­sigur fyr­ir­ ­ís­­lenska ­­ferða­­þjón­ust­u,“ segir í grein­ing­unni.

Virð­is­auka­skyld velta bíla­leiga 10 millj­arðar yfir maí og júní 

Smá­vægi­leg aukn­ing var í virð­is­auka­skyldri veltu bíla­leiga á milli ára og námu þær 10 millj­örðum á tíma­bil­inu maí til júní á þessu ári. Velta ferða­skrif­stofu og ferða­skipu­leggj­enda breytt­ist einnig lítið í heild­ina eða aðeins um 0,1 pró­sent á milli ára. 

Veltan dróst hins vegar saman um 10,7 pró­sent hjá ferða­skrif­stofum sem selja ferðir erlendis en jókst hjá skrif­stofum sem selja ferðir á Íslandi um 2 pró­sent. Virð­is­auka­skyld velta ferða­skrif­stofa og ferða­skipu­leggj­enda voru 20 millj­arðar yfir maí og júní 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent