Kvika sá um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu

Sparisjóðurinn hættir að taka á móti og senda erlendar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina sinna en ástæðan er sú að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu og ekki hefur fundist önnur lausn. Kvika segir þetta ekki tengjast gráum lista.

sparisjourinn-i-keflavik_9953391193_o.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn hættir að þjón­usta við­skipta­vini sína með erlendar milli­færslur í des­em­ber næst­kom­and­i. ­Kvika banki hefur hingað til séð um erlenda greiðslu­miðlun fyrir spari­sjóð­ina en sagði nýlega upp sam­starf­inu vegna kröfu mót­að­ila bank­ans erlend­is. Spari­sjóð­ur­inn leitar nú að nýrri lang­tíma­lausn.

Þetta stað­festir Árni Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands íslenskra spari­sjóða, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að leitað hafi verið ann­arra skamm­tíma­lausna eftir að þjón­ustu­að­ili þeirra, Kvika banki, sagði upp sam­starf­inu en því miður hafi það ekki gengið eft­ir. 

Við­skipta­vinir spari­sjóð­anna munu því í byrjun des­em­ber ekki geta sent greiðslur úr landi og um miðjan des­em­ber ekki tekið á móti erlendum greiðsl­um. Árni segir að Spari­sjóð­ur­inn leiti nú að öðrum lang­tíma­leið­um. Hann ítrekar þó að þetta hafi ekki áhrif á notkun greiðslu­korta sjóð­anna, hvorki inn­an­lands né erlend­is. 

Auglýsing

Alls starfa fjórir spari­sjóðir undir merkjum Spari­sjóðs­ins hér á landi. Spari­sjóður Aust­ur­lands, Spari­sjóður S-Þing­ey­inga, Spari­sjóður Stranda­manna og Spari­sjóður Höfð­hverf­inga. 

Segir þetta ekki tengj­ast veru Íslands á gráum lista

Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs innan Kviku banka, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bank­inn hafi þurft að segja upp sam­starf­inu við spari­sjóð­ina vegna breytts fyr­ir­komu­lags evr­u-greiðslna í Evr­ópu eða svo­kall­aðra SEPA-greiðslna. Undir því fyr­ir­komu­lagi sé ekki heim­ilt að fram­kvæma greiðslur fyrir óbeinan aðila. 

Magnús Ingi segir að fram að þessu hafi Kvika fengið und­an­þágu hjá þeim erlenda banka sem þeir eru í sam­starfi við fyrir þjón­ustu sína við spari­sjóð­ina en nú sé komið að þeim tíma­punkti að það ekki sé lengur hægt. Hann segir að reynt hafi verið að finna aðra lausn á þessu en að það hafi ekki gengið eftir og því miður hafi þetta verið nið­ur­stað­an. 

Jafn­framt segir Magnús Ingi að spari­sjóð­irnir séu einu aðil­arn­ir, sem Kvika banki þjón­ustar, sem þessi breyt­ing muni bitna á. Aðspurður segir hann að þetta teng­ist ekki veru Íslands á gráum lista FAT­F eða nýrra reglu­gerða vegna pen­inga­þvætt­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent