Kvika sá um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu

Sparisjóðurinn hættir að taka á móti og senda erlendar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina sinna en ástæðan er sú að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu og ekki hefur fundist önnur lausn. Kvika segir þetta ekki tengjast gráum lista.

sparisjourinn-i-keflavik_9953391193_o.jpg
Auglýsing

Sparisjóðurinn hættir að þjónusta viðskiptavini sína með erlendar millifærslur í desember næstkomandi. Kvika banki hefur hingað til séð um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu vegna kröfu mótaðila bankans erlendis. Sparisjóðurinn leitar nú að nýrri langtímalausn.

Þetta staðfestir Árni Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, í samtali við Kjarnann. Hann segir að leitað hafi verið annarra skammtímalausna eftir að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu en því miður hafi það ekki gengið eftir. 

Viðskiptavinir sparisjóðanna munu því í byrjun desember ekki geta sent greiðslur úr landi og um miðjan desember ekki tekið á móti erlendum greiðslum. Árni segir að Sparisjóðurinn leiti nú að öðrum langtímaleiðum. Hann ítrekar þó að þetta hafi ekki áhrif á notkun greiðslukorta sjóðanna, hvorki innanlands né erlendis. 

Auglýsing

Alls starfa fjórir sparisjóðir undir merkjum Sparisjóðsins hér á landi. Sparisjóður Austurlands, Sparisjóður S-Þingeyinga, Sparisjóður Strandamanna og Sparisjóður Höfðhverfinga. 

Segir þetta ekki tengjast veru Íslands á gráum lista

Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka, segir í samtali við Kjarnann að bankinn hafi þurft að segja upp samstarfinu við sparisjóðina vegna breytts fyrirkomulags evru-greiðslna í Evrópu eða svokallaðra SEPA-greiðslna. Undir því fyrirkomulagi sé ekki heimilt að framkvæma greiðslur fyrir óbeinan aðila. 

Magnús Ingi segir að fram að þessu hafi Kvika fengið undanþágu hjá þeim erlenda banka sem þeir eru í samstarfi við fyrir þjónustu sína við sparisjóðina en nú sé komið að þeim tímapunkti að það ekki sé lengur hægt. Hann segir að reynt hafi verið að finna aðra lausn á þessu en að það hafi ekki gengið eftir og því miður hafi þetta verið niðurstaðan. 

Jafnframt segir Magnús Ingi að sparisjóðirnir séu einu aðilarnir, sem Kvika banki þjónustar, sem þessi breyting muni bitna á. Aðspurður segir hann að þetta tengist ekki veru Íslands á gráum lista FATF eða nýrra reglugerða vegna peningaþvættis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent