Kvika sá um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu

Sparisjóðurinn hættir að taka á móti og senda erlendar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina sinna en ástæðan er sú að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu og ekki hefur fundist önnur lausn. Kvika segir þetta ekki tengjast gráum lista.

sparisjourinn-i-keflavik_9953391193_o.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn hættir að þjón­usta við­skipta­vini sína með erlendar milli­færslur í des­em­ber næst­kom­and­i. ­Kvika banki hefur hingað til séð um erlenda greiðslu­miðlun fyrir spari­sjóð­ina en sagði nýlega upp sam­starf­inu vegna kröfu mót­að­ila bank­ans erlend­is. Spari­sjóð­ur­inn leitar nú að nýrri lang­tíma­lausn.

Þetta stað­festir Árni Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands íslenskra spari­sjóða, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að leitað hafi verið ann­arra skamm­tíma­lausna eftir að þjón­ustu­að­ili þeirra, Kvika banki, sagði upp sam­starf­inu en því miður hafi það ekki gengið eft­ir. 

Við­skipta­vinir spari­sjóð­anna munu því í byrjun des­em­ber ekki geta sent greiðslur úr landi og um miðjan des­em­ber ekki tekið á móti erlendum greiðsl­um. Árni segir að Spari­sjóð­ur­inn leiti nú að öðrum lang­tíma­leið­um. Hann ítrekar þó að þetta hafi ekki áhrif á notkun greiðslu­korta sjóð­anna, hvorki inn­an­lands né erlend­is. 

Auglýsing

Alls starfa fjórir spari­sjóðir undir merkjum Spari­sjóðs­ins hér á landi. Spari­sjóður Aust­ur­lands, Spari­sjóður S-Þing­ey­inga, Spari­sjóður Stranda­manna og Spari­sjóður Höfð­hverf­inga. 

Segir þetta ekki tengj­ast veru Íslands á gráum lista

Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs innan Kviku banka, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bank­inn hafi þurft að segja upp sam­starf­inu við spari­sjóð­ina vegna breytts fyr­ir­komu­lags evr­u-greiðslna í Evr­ópu eða svo­kall­aðra SEPA-greiðslna. Undir því fyr­ir­komu­lagi sé ekki heim­ilt að fram­kvæma greiðslur fyrir óbeinan aðila. 

Magnús Ingi segir að fram að þessu hafi Kvika fengið und­an­þágu hjá þeim erlenda banka sem þeir eru í sam­starfi við fyrir þjón­ustu sína við spari­sjóð­ina en nú sé komið að þeim tíma­punkti að það ekki sé lengur hægt. Hann segir að reynt hafi verið að finna aðra lausn á þessu en að það hafi ekki gengið eftir og því miður hafi þetta verið nið­ur­stað­an. 

Jafn­framt segir Magnús Ingi að spari­sjóð­irnir séu einu aðil­arn­ir, sem Kvika banki þjón­ustar, sem þessi breyt­ing muni bitna á. Aðspurður segir hann að þetta teng­ist ekki veru Íslands á gráum lista FAT­F eða nýrra reglu­gerða vegna pen­inga­þvætt­is.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent