Sakar formann BÍ að vera ekki í tengslum við raunveruleikann

Ritstjóri ViðskiptaMoggans gagnrýnir samninganefnd Blaðamannafélags Íslands og segir formanninn ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Stefán Einar Stefánsson og Hjálmar Jónsson
Stefán Einar Stefánsson og Hjálmar Jónsson
Auglýsing

„Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins er ekki í neinum tengslum við raun­veru­leik­ann og því miður virð­ist sem samn­inga­nefnd félags­ins sé það ekki held­ur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga sak­lausu fólki frá heimsku þeirra.“

Þetta skrifar rit­stjóri Við­skipta­Mogg­ans, Stefán Einar Stef­áns­son, á Face­book í dag. Til­efnið eru kjara­við­ræður samn­inga­nefnda Blaða­manna­fé­lags Íslands og Sam­taka atvinnu­lífs­ins en fundi þeirra þeirra lauk án nið­ur­stöðu í dag. Búist er við verk­falls­að­ferðum á morgun í fram­hald­inu.

Stefán Einar segir í færslu sinni að á mánu­dag­inn hafi for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, haldið fund með blaða­mönnum sem starfa á vett­vangi Árvak­urs, útgef­anda Morg­un­blaðs­ins og mbl.­is. Þar hafi Stefán Einar spurt hann út í yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tap­ast vegna þeirra. „Meðal spurn­inga var einnig hvort hann hefði látið fram­kvæma kostn­að­ar­mat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagn­vart SA en vill ekki upp­lýsa okkur blaða­menn um hverjar séu.“

Auglýsing

­Rit­stjór­inn segir að svar Hjálm­ars Jóns­sonar við fyrstu spurn­ing­unni hafi ein­fald­lega verið það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tap­ast.

Vísar þá Stefán Einar næst í upp­sagnir starfs­manna á Árvakri í dag en segir hann að þau hjá fyr­ir­tæk­inu hafi horft á eftir fimmtán öfl­ugum og góðum sam­starfs­mönnum vera sagt upp vegna rekstr­ar­erf­ið­leika fyr­ir­tæk­is­ins. „Á morgun ætlar Hjálmar Jóns­son að lama þetta sama fyr­ir­tæki með 12 tíma löngu verk­falli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harð­ari aðgerðum hefur verið hótað í kjöl­far­ið,“ skrifar hann.

Afger­andi meiri­hluti blaða­manna greiddi atkvæði með vinnu­stöðvun

Blaða­­menn, ljós­­mynd­­arar og mynda­­töku­­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins, Vísi, Mbl, Frétta­­blaðs­ins og RÚV, lögðu niður störf tvo föstu­daga í röð í nóv­em­ber en verk­falls­að­gerðum var frestað síð­ast­lið­inn föstu­dag. Til stendur að þær haldi áfram á morgun og mun þá starfs­fólk miðl­anna leggja niður störf í tólf klukku­stund­ir.

Afger­andi meiri­hluti blaða­­­­manna greiddi at­­­­kvæði með vinn­u­­­­stöðv­­­unum í at­­­­kvæða­greiðslu BÍ sem fór fram í lok októ­ber. Blaða­­­menn hafa verið samn­ings­­­lausir frá því um ára­­­mót, en ekki hafa náðst samn­ingar við stærstu fyr­ir­tæk­in.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­­­þykkt að ganga að kröfum Blaða­­­manna­­­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­­­fé­lag Frétta­­­blaðs­ins, og Árvak­­­ur, og RÚV.

Blaða­menn óánægðir með verk­falls­brot á Mbl

Blaða­­menn og frétta­­stjórar á frétta- og íþrótta­­deild mbl.is sendu frá sér yfir­­lýs­ingu vegna meintra verk­­falls­brota á mið­l­inum þann 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þeir lýstu yfir von­brigðum með það fram­­ferði og þau við­horf til lög­­­lega boð­aðra aðgerða sem birt­ust á mið­l­in­um. Starfs­menn­irnir ítrek­uðu yfir­lýs­ing­una þann 15. nóv­em­ber þegar fréttir birt­ust á miðl­inum á meðan verk­falls­að­gerðum stóð.

„Um leið og blaða­­menn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaða­­menn á Morg­un­­blað­inu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.­­is. Að auki voru fyrr­ver­andi sum­­­ar­­starfs­­maður og lausa­­penni á Morg­un­­blað­inu kall­aðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaða­­menn mið­ils­ins, sem voru á vakt á þessum til­­­tekna tíma, lögðu niður störf í sam­ræmi við lög­­­lega boð­aðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Fram kom hjá blaða­­mönn­unum og frétta­­stjór­unum að þessi umræddu frétta­­skrif hefðu verið með vit­und og vilja rit­­stjóra og fram­­kvæmda­­stjóra Morg­un­­blaðs­ins.

„Við und­ir­­rituð blaða­­menn og frétta­­stjórar á frétta- og íþrótta­­deild mbl.is lýsum yfir von­brigðum með þetta fram­­ferði og þau við­horf til lög­­­lega boð­aðra aðgerða sem þarna birt­­ast. Við teljum að þetta fram­­ferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaða­­menn sem þar starfa og leit­­ast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heil­indum og fag­­mennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna væn­­lega lausn á kjara­­deil­unni sem nú stendur yfir.

Með því að senda þessa yfir­­lýs­ingu viljum við að það komi skýrt fram að þær fréttir og umfjall­an­ir, sem skrif­aðar voru og birtar á mbl.is á meðan á lög­­­lega boð­uðum aðgerðum félaga í Blaða­­manna­­fé­lagi Ísl­ans stóð, eru ekki á okkar ábyrgð,“ sagði að lokum í yfir­­lýs­ing­unni en undir hana skrif­uðu 17 blaða­­menn og frétta­­stjór­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent