Sakar formann BÍ að vera ekki í tengslum við raunveruleikann

Ritstjóri ViðskiptaMoggans gagnrýnir samninganefnd Blaðamannafélags Íslands og segir formanninn ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Stefán Einar Stefánsson og Hjálmar Jónsson
Stefán Einar Stefánsson og Hjálmar Jónsson
Auglýsing

„Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins er ekki í neinum tengslum við raun­veru­leik­ann og því miður virð­ist sem samn­inga­nefnd félags­ins sé það ekki held­ur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga sak­lausu fólki frá heimsku þeirra.“

Þetta skrifar rit­stjóri Við­skipta­Mogg­ans, Stefán Einar Stef­áns­son, á Face­book í dag. Til­efnið eru kjara­við­ræður samn­inga­nefnda Blaða­manna­fé­lags Íslands og Sam­taka atvinnu­lífs­ins en fundi þeirra þeirra lauk án nið­ur­stöðu í dag. Búist er við verk­falls­að­ferðum á morgun í fram­hald­inu.

Stefán Einar segir í færslu sinni að á mánu­dag­inn hafi for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, haldið fund með blaða­mönnum sem starfa á vett­vangi Árvak­urs, útgef­anda Morg­un­blaðs­ins og mbl.­is. Þar hafi Stefán Einar spurt hann út í yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tap­ast vegna þeirra. „Meðal spurn­inga var einnig hvort hann hefði látið fram­kvæma kostn­að­ar­mat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagn­vart SA en vill ekki upp­lýsa okkur blaða­menn um hverjar séu.“

Auglýsing

­Rit­stjór­inn segir að svar Hjálm­ars Jóns­sonar við fyrstu spurn­ing­unni hafi ein­fald­lega verið það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tap­ast.

Vísar þá Stefán Einar næst í upp­sagnir starfs­manna á Árvakri í dag en segir hann að þau hjá fyr­ir­tæk­inu hafi horft á eftir fimmtán öfl­ugum og góðum sam­starfs­mönnum vera sagt upp vegna rekstr­ar­erf­ið­leika fyr­ir­tæk­is­ins. „Á morgun ætlar Hjálmar Jóns­son að lama þetta sama fyr­ir­tæki með 12 tíma löngu verk­falli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harð­ari aðgerðum hefur verið hótað í kjöl­far­ið,“ skrifar hann.

Afger­andi meiri­hluti blaða­manna greiddi atkvæði með vinnu­stöðvun

Blaða­­menn, ljós­­mynd­­arar og mynda­­töku­­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins, Vísi, Mbl, Frétta­­blaðs­ins og RÚV, lögðu niður störf tvo föstu­daga í röð í nóv­em­ber en verk­falls­að­gerðum var frestað síð­ast­lið­inn föstu­dag. Til stendur að þær haldi áfram á morgun og mun þá starfs­fólk miðl­anna leggja niður störf í tólf klukku­stund­ir.

Afger­andi meiri­hluti blaða­­­­manna greiddi at­­­­kvæði með vinn­u­­­­stöðv­­­unum í at­­­­kvæða­greiðslu BÍ sem fór fram í lok októ­ber. Blaða­­­menn hafa verið samn­ings­­­lausir frá því um ára­­­mót, en ekki hafa náðst samn­ingar við stærstu fyr­ir­tæk­in.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­­­þykkt að ganga að kröfum Blaða­­­manna­­­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­­­fé­lag Frétta­­­blaðs­ins, og Árvak­­­ur, og RÚV.

Blaða­menn óánægðir með verk­falls­brot á Mbl

Blaða­­menn og frétta­­stjórar á frétta- og íþrótta­­deild mbl.is sendu frá sér yfir­­lýs­ingu vegna meintra verk­­falls­brota á mið­l­inum þann 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þeir lýstu yfir von­brigðum með það fram­­ferði og þau við­horf til lög­­­lega boð­aðra aðgerða sem birt­ust á mið­l­in­um. Starfs­menn­irnir ítrek­uðu yfir­lýs­ing­una þann 15. nóv­em­ber þegar fréttir birt­ust á miðl­inum á meðan verk­falls­að­gerðum stóð.

„Um leið og blaða­­menn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaða­­menn á Morg­un­­blað­inu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.­­is. Að auki voru fyrr­ver­andi sum­­­ar­­starfs­­maður og lausa­­penni á Morg­un­­blað­inu kall­aðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaða­­menn mið­ils­ins, sem voru á vakt á þessum til­­­tekna tíma, lögðu niður störf í sam­ræmi við lög­­­lega boð­aðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Fram kom hjá blaða­­mönn­unum og frétta­­stjór­unum að þessi umræddu frétta­­skrif hefðu verið með vit­und og vilja rit­­stjóra og fram­­kvæmda­­stjóra Morg­un­­blaðs­ins.

„Við und­ir­­rituð blaða­­menn og frétta­­stjórar á frétta- og íþrótta­­deild mbl.is lýsum yfir von­brigðum með þetta fram­­ferði og þau við­horf til lög­­­lega boð­aðra aðgerða sem þarna birt­­ast. Við teljum að þetta fram­­ferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaða­­menn sem þar starfa og leit­­ast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heil­indum og fag­­mennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna væn­­lega lausn á kjara­­deil­unni sem nú stendur yfir.

Með því að senda þessa yfir­­lýs­ingu viljum við að það komi skýrt fram að þær fréttir og umfjall­an­ir, sem skrif­aðar voru og birtar á mbl.is á meðan á lög­­­lega boð­uðum aðgerðum félaga í Blaða­­manna­­fé­lagi Ísl­ans stóð, eru ekki á okkar ábyrgð,“ sagði að lokum í yfir­­lýs­ing­unni en undir hana skrif­uðu 17 blaða­­menn og frétta­­stjór­­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent