„Hreint og klárt verkfallsbrot“

Blaðamenn stærstu vefmiðlanna hafa lagt niður störf en verkfall félaga í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa á Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og miðlum Sýnar stendur nú yfir. Mbl og RÚV hafa þó birt fréttir eftir að verkfallið hófst.

Vefmiðlar í verkfalli 8. nóvember 2019
Auglýsing

Blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á stærstu vefmiðlum landsins, Vísi, Mbl, Fréttablaðsins og RÚV, hafa lagt niður störf en þetta er fyrsta vinnustöðvunin af fjórum í verkfallsaðgerðum sem Blaðamannafélag Íslands hefur boðað. 

Afger­andi meiri­hluti blaða­­manna greiddi at­­kvæði með vinn­u­­stöðv­unum í at­­kvæða­greiðslu BÍ sem fór fram í lok október. Blaða­menn hafa verið samn­ings­lausir frá því um ára­mót, en ekki hafa náðst samningar við stærstu fyr­ir­tæk­in.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­þykkt að ganga að kröfum Blaða­manna­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, og Árvak­ur, og RÚV.

Auglýsing

Athygli vekur að á vef mbl.is hafa þónokkrar fréttir verið birtar eftir klukkan 10 í dag. Hjálmar Jónsson, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, segir í samtali við Kjarnann að þetta sé hreint og klárt verkfallsbrot. „Við munum þó halda ró okkar og fara yfir stöðuna eftir daginn,“ segir hann.

Vísir og Fréttablaðið hafa ekki birt fréttir frá því fyrir klukkan 10 í morgun en það hefur RÚV aftur á móti gert. Í frétt RÚV um verkfallið kemur fram að áhrif á starfsemi ruv.is séu takmörkuð þar sem stærstur hluti fréttamanna á fréttastofu RÚV sé í Félagi fréttamanna en ekki Blaðamannafélaginu.

Þrjár aðrar vinnustöðvanir framundan ef ekki nást samningar

Hjálmar JónssonHjálmar hefur áður sagt að samn­ings­til­boð SA hafi verið óvið­un­andi til þessa, og að kröfur blaða- og frétta­manna séu sann­gjarnar og sjálf­sagð­ar.

Aðrar þrjár vinnustöðvanir eru skipu­lagðar næstu þrjá föstu­daga og ná fyrstu þrjár ein­göngu til net­miðla, ljós­mynd­ara og töku­manna.

Hjálmar sagði í fjölpósti sem hann sendi starfsmönnum á fjölmiðlum sem fóru í verkfall í dag að þau leggi alla áherslu á þetta fari vel fram og verði öllum til sóma þegar upp er staðið. „Vinnudeilur geta verið erfiðar þess vegna vöndum við okkur. Ég hef skrifað yfirmönnum á ritstjórnum í þrígang og lagt áherslu á þetta sjónarmið okkar og á ekki von á öðru en allt fari vel fram. Verðið þið vör við eitthvað sem þið teljið að sé vafasamt og geti verið verkfallsbrot skráið þið það hjá ykkur og tilkynnið félaginu og við förum yfir það að lokinni vinnustöðvun.”

Blaðamenn fara sjaldnast heim þegar umsömdum vinnutíma líkur

Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tjáir sig um verkfallið í stöðuuppfærslu á Facebook. „Fæst okkar fóru í blaðamennsku fyrir peninginn heldur erum við ein margra stétta sem störfum af hugsjón og höfum það markmið að gera samfélaginu gagn. Þótt við höfum fjallað um kjarabaráttu allra annarra stétta og ættum að þekkja til, þá er langlundargeð okkar gagnvart eigin kjörum ótrúlega mikið. Flestir blaðamenn fá greitt eftir taxta sem er breyting frá fyrri tíð. Við höfum dregist mjög aftur úr í launum og höfum ekki fengið leiðrétta þá skerðingu á launakjörum sem stéttin tók á sig eftir efnahagshrunið,“ skrifar hún.

Hún bendir á að eftir eitt ár í starfi fái blaðamaður með BA-próf 400 þúsund krónur í laun á mánuði samkvæmt taxta. „Við viljum hífa þá fjárhæð upp í 442 þúsund eins og samið var um við Birting og aðra miðla og við krefjumst leiðréttingar upp launatöfluna.“

Hún segir enn fremur að margar stéttir kalli nú eftir styttri vinnuviku. Blaðamenn fari hins vegar sjaldnast heim þegar umsömdum vinnutíma líkur og hætti þeir ekki að vinna þótt heim sé komið. „Mörg okkar vinna tugi yfirvinnutíma í mánuði sem við fáum aldrei greidda. Það tíðkast ekki. Stytting vinnuvikunnar í tilviki okkar blaðamanna myndi þýða enn meira sjálfboðastarf. Í staðinn viljum við fá laun fyrir unnin störf. Þótt blaðamenn hafi fjallað um kjarabaráttu annarra stétta geta þeir ekki skrifað fréttir um eigin kjarabaráttu, enda í verkfalli. Við þiggjum hins vegar stuðning samfélagsins á samfélagsmiðlum.“

Blaðamenn á stærstu vefmiðlum landsins hafa lagt niður störf og verða frá lyklaborðunum í fjóra tíma. Fæst okkar fóru í...

Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on Friday, November 8, 2019

„Ótrúlegt að verða vitni að framgangi SA“

Blaðamannafélagið fékk í hádeginu í gær fregnir af dreifibréfi frá SA um framkvæmd verkfallsins. Í frétt BÍ um málið kemur fram að þessari túlkun á framkvæmd verkfalls hafi að minnsta kosti verið dreift á RÚV og Morgunblaðinu.  

Þar komi meðal annars fram sá skilningur að verkfallið nái ekki til starfa eða starfsgreina og sé ekki annað að skilja en að utanfélagsfólk geti þá sinnt þeirri starfsemi sem verkfallið nær til. Og sé því jafnframt haldið fram að verktakar megi vinna og ganga í störf fastráðinna blaðamanna. 

Á vef BÍ má sjá túlkun SA:

  • Verkfallsboðun fyrir 8., 15. og 22. nóvember n.k. tekur til ljósmyndara og tökumanna Árvakurs hf., Ríkisútvarpsins ohf., Sýnar hf. og Torgs ehf. og þeirra blaða- og fréttamanna sem starfa hjá netmiðlum þeirra.
  • SA árétta að það eru félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlum sem leggja niður störf. Starfið sjálft fer ekki í verkfall og vefurinn lokast ekki. Verkfall nær hvorki til félagsmanna annarra stéttarfélaga eða ófélagsbundinna starfsmanna vefmiðlanna.
  • Verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til.
  • Verkfall nær til félagsmanna þess stéttarfélags sem boðar verkfall, ekki annarra, sbr. m.a. dóma Félagsdóms í málum nr. 8/1944, 4/1987 og 11/1997.
  • Félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.
  • Stjórnendum er heimilt að ganga í störf starfsmanna í verkfalli, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr. 151/1985, 287/1989 og 3/1992. Þeim sem hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrirtækja er heimilt að ganga í störfin óháð félagsaðild enda falla þeir utan gildissviðs kjarasamninga og verkfallsboðun nær þ.a.l. ekki til þeirra. Stjórnendur einstakra þátta atvinnurekstrar er einnig heimilt að ganga í störfin standi þeir utan BÍ.
  • Ef stjórnandi fellur undir gildissvið kjarasamnings og er félagsbundinn í stéttarfélagi í verkfalli þá leggur hann niður störf eins og aðrir félagsmenn.
  • Útgefendur þurfa að meta hvernig þeir nýta starfskrafta félagsmanna BÍ sem sinna öðrum störfum auk vefmiðla. Ef starf við vefmiðla er að fullu aðskilið frá öðrum störfum leggja þeir niður störf tiltekinn hluta dagsins og falla þá af launaskrá. Ef starf á vefmiðli er samþætt öðrum störfum er umdeilanlegt hvort verkfallsboðun geti náð til þeirra. Útgefendur munu þó ekki að sinni að gera athugasemd við það að þeir blaðamenn leggi niður störf.

Hjálmar segir í frétt BÍ ótrúlegt að verða vitni að framgangi SA í þessu máli öllu. Barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því á síðustu öld hafi löngum snúist um það að verkfallsrétturinn sé virtur. Knúið hafi verið fram að þegar farið er í verkföll þá nái slík verkföll til þeirrar starfa sem undir starfsgreinina heyra. Utanfélagsfólk sé að sjálfsögðu bundið af verkföllum annars væri vinnustöðvun til lítils.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent