„Hreint og klárt verkfallsbrot“

Blaðamenn stærstu vefmiðlanna hafa lagt niður störf en verkfall félaga í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa á Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og miðlum Sýnar stendur nú yfir. Mbl og RÚV hafa þó birt fréttir eftir að verkfallið hófst.

Vefmiðlar í verkfalli 8. nóvember 2019
Auglýsing

Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins, Vísi, Mbl, Frétta­blaðs­ins og RÚV, hafa lagt niður störf en þetta er fyrsta vinnu­stöðv­unin af fjórum í verk­falls­að­gerðum sem Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur boð­að. 

Afger­andi meiri­hluti blaða­­­manna greiddi at­­­kvæði með vinn­u­­­stöðv­­unum í at­­­kvæða­greiðslu BÍ sem fór fram í lok októ­ber. Blaða­­menn hafa verið samn­ings­­lausir frá því um ára­­mót, en ekki hafa náðst samn­ingar við stærstu fyr­ir­tæk­in.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­­þykkt að ganga að kröfum Blaða­­manna­­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, og Árvak­­ur, og RÚV.

Auglýsing

Athygli vekur að á vef mbl.is hafa þónokkrar fréttir verið birtar eftir klukkan 10 í dag. Hjálmar Jóns­son, for­­maður Blaða­­manna­­fé­lags Íslands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta sé hreint og klárt verk­falls­brot. „Við munum þó halda ró okkar og fara yfir stöð­una eftir dag­inn,“ segir hann.

Vísir og Frétta­blaðið hafa ekki birt fréttir frá því fyrir klukkan 10 í morgun en það hefur RÚV aftur á móti gert. Í frétt RÚV um verk­fallið kemur fram að áhrif á starf­semi ruv.is séu tak­mörkuð þar sem stærstur hluti frétta­manna á frétta­stofu RÚV sé í Félagi frétta­manna en ekki Blaða­manna­fé­lag­inu.

Þrjár aðrar vinnu­stöðv­anir framundan ef ekki nást samn­ingar

Hjálmar JónssonHjálmar hefur áður sagt að samn­ings­til­­boð SA hafi verið óvið­un­andi til þessa, og að kröfur blaða- og frétta­­manna séu sann­­gjarnar og sjálf­­sagð­­ar.

Aðrar þrjár vinnu­stöðv­anir eru skipu­lagðar næstu þrjá föst­u­daga og ná fyrstu þrjár ein­­göngu til net­miðla, ljós­­mynd­­ara og töku­­manna.

Hjálmar sagði í fjöl­pósti sem hann sendi starfs­mönnum á fjöl­miðlum sem fóru í verk­fall í dag að þau leggi alla áherslu á þetta fari vel fram og verði öllum til sóma þegar upp er stað­ið. „Vinnu­deilur geta verið erf­iðar þess vegna vöndum við okk­ur. Ég hef skrifað yfir­mönnum á rit­stjórnum í þrí­gang og lagt áherslu á þetta sjón­ar­mið okkar og á ekki von á öðru en allt fari vel fram. Verðið þið vör við eitt­hvað sem þið teljið að sé vafa­samt og geti verið verk­falls­brot skráið þið það hjá ykkur og til­kynnið félag­inu og við förum yfir það að lok­inni vinnu­stöðv­un.”

Blaða­menn fara sjaldn­ast heim þegar umsömdum vinnu­tíma líkur

Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, blaða­maður á Frétta­blað­inu, tjáir sig um verk­fallið í stöðu­upp­færslu á Face­book. „Fæst okkar fóru í blaða­mennsku fyrir pen­ing­inn heldur erum við ein margra stétta sem störfum af hug­sjón og höfum það mark­mið að gera sam­fé­lag­inu gagn. Þótt við höfum fjallað um kjara­bar­áttu allra ann­arra stétta og ættum að þekkja til, þá er lang­lund­ar­geð okkar gagn­vart eigin kjörum ótrú­lega mik­ið. Flestir blaða­menn fá greitt eftir taxta sem er breyt­ing frá fyrri tíð. Við höfum dreg­ist mjög aftur úr í launum og höfum ekki fengið leið­rétta þá skerð­ingu á launa­kjörum sem stéttin tók á sig eftir efna­hags­hrun­ið,“ skrifar hún.

Hún bendir á að eftir eitt ár í starfi fái blaða­maður með BA-­próf 400 þús­und krónur í laun á mán­uði sam­kvæmt taxta. „Við viljum hífa þá fjár­hæð upp í 442 þús­und eins og samið var um við Birt­ing og aðra miðla og við krefj­umst leið­rétt­ingar upp launa­töfl­una.“

Hún segir enn fremur að margar stéttir kalli nú eftir styttri vinnu­viku. Blaða­menn fari hins vegar sjaldn­ast heim þegar umsömdum vinnu­tíma líkur og hætti þeir ekki að vinna þótt heim sé kom­ið. „Mörg okkar vinna tugi yfir­vinnu­tíma í mán­uði sem við fáum aldrei greidda. Það tíðkast ekki. Stytt­ing vinnu­vik­unnar í til­viki okkar blaða­manna myndi þýða enn meira sjálf­boða­starf. Í stað­inn viljum við fá laun fyrir unnin störf. Þótt blaða­menn hafi fjallað um kjara­bar­áttu ann­arra stétta geta þeir ekki skrifað fréttir um eigin kjara­bar­áttu, enda í verk­falli. Við þiggjum hins vegar stuðn­ing sam­fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Blaða­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins hafa lagt niður störf og verða frá lykla­borð­unum í fjóra tíma. Fæst okkar fóru í...

Posted by Aðal­heiður Ámunda­dóttir on Fri­day, Novem­ber 8, 2019

„Ótrú­legt að verða vitni að fram­gangi SA“

Blaða­manna­fé­lagið fékk í hádeg­inu í gær fregnir af dreifi­bréfi frá SA um fram­kvæmd verk­falls­ins. Í frétt BÍ um málið kemur fram að þess­ari túlkun á fram­kvæmd verk­falls hafi að minnsta kosti verið dreift á RÚV og Morg­un­blað­in­u.  

Þar komi meðal ann­ars fram sá skiln­ingur að verk­fallið nái ekki til starfa eða starfs­greina og sé ekki annað að skilja en að utan­fé­lags­fólk geti þá sinnt þeirri starf­semi sem verk­fallið nær til. Og sé því jafn­framt haldið fram að verk­takar megi vinna og ganga í störf fast­ráð­inna blaða­manna. 

Á vef BÍ má sjá túlkun SA:

  • Verk­falls­boðun fyrir 8., 15. og 22. nóv­em­ber n.k. tekur til ljós­mynd­ara og töku­manna Árvak­urs hf., Rík­is­út­varps­ins ohf., Sýnar hf. og Torgs ehf. og þeirra blaða- og frétta­manna sem starfa hjá net­miðlum þeirra.
  • SA árétta að það eru félags­menn Blaða­manna­fé­lags­ins á vef­miðlum sem leggja niður störf. Starfið sjálft fer ekki í verk­fall og vef­ur­inn lok­ast ekki. Verk­fall nær hvorki til félags­manna ann­arra stétt­ar­fé­laga eða ófé­lags­bund­inna starfs­manna vef­miðl­anna.
  • Verk­fall nær ekki til starfa eða starfs­greina, ein­ungis þeirra félags­manna sem sinna til­teknum störfum og verk­falls­boðun nær til.
  • Verk­fall nær til félags­manna þess stétt­ar­fé­lags sem boðar verk­fall, ekki ann­arra, sbr. m.a. dóma Félags­dóms í málum nr. 8/1944, 4/1987 og 11/1997.
  • Félags­menn í öðrum stétt­ar­fé­lögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.
  • Stjórn­endum er heim­ilt að ganga í störf starfs­manna í verk­falli, sbr. m.a. dóma Hæsta­réttar í málum nr. 151/1985, 287/1989 og 3/1992. Þeim sem hafa á hendi fram­kvæmda­stjórn fyr­ir­tækja er heim­ilt að ganga í störfin óháð félags­að­ild enda falla þeir utan gild­is­sviðs kjara­samn­inga og verk­falls­boðun nær þ.a.l. ekki til þeirra. Stjórn­endur ein­stakra þátta atvinnu­rekstrar er einnig heim­ilt að ganga í störfin standi þeir utan BÍ.
  • Ef stjórn­andi fellur undir gild­is­svið kjara­samn­ings og er félags­bund­inn í stétt­ar­fé­lagi í verk­falli þá leggur hann niður störf eins og aðrir félags­menn.
  • Útgef­endur þurfa að meta hvernig þeir nýta starfs­krafta félags­manna BÍ sem sinna öðrum störfum auk vef­miðla. Ef starf við vef­miðla er að fullu aðskilið frá öðrum störfum leggja þeir niður störf til­tek­inn hluta dags­ins og falla þá af launa­skrá. Ef starf á vef­miðli er sam­þætt öðrum störfum er umdeil­an­legt hvort verk­falls­boðun geti náð til þeirra. Útgef­endur munu þó ekki að sinni að gera athuga­semd við það að þeir blaða­menn leggi niður störf.

Hjálmar segir í frétt BÍ ótrú­legt að verða vitni að fram­gangi SA í þessu máli öllu. Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar frá því á síð­ustu öld hafi löngum snú­ist um það að verk­falls­rétt­ur­inn sé virt­ur. Knúið hafi verið fram að þegar farið er í verk­föll þá nái slík verk­föll til þeirrar starfa sem undir starfs­grein­ina heyra. Utan­fé­lags­fólk sé að sjálf­sögðu bundið af verk­föllum ann­ars væri vinnu­stöðvun til lít­ils.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent