Tveir af hverjum þremur fýlum með plast í maga

Nærri tveir af hverjum þremur fýlum voru með plast í meltingarvegi í vöktun Umhverfisstofnunar. Þarf af voru 13 prósent fýla með magn af plasti yfir viðmiðunarmörk OSPAR.

Fýll
Fýll
Auglýsing

Um 64 prósent fýla voru með plast í meltingarvegi hér á landi. Þar af voru um 13 prósent fýlanna með yfir 0,1 gramm af plasti í meltingarvegi. Þetta magn plasts er yfir mörkum sem OSPAR stefnir að og felur í sér að innan við 10 prósent fýla hafi yfir 0,1 gramm af plasti í meltingarvegi. Þetta kemur fram í niðurstöðum vöktunar Umhverfisstofnunar.

Fýlar gleypa mikið af plasti

Vöktun Umhverfisstofnunar á fýlum er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að.

Umhverfisstofnun rannsakaði fyrst plast í mögum fýla hér á landi í fyrra. Fýlar afla sér nær eingöngu fæðu á sjó og þar sem þeir eiga erfitt með að kafa þá éta þér yfirleitt það sem er næst yfirboði sjávar, sem eru oft á tíðum plast sem líkist fæðu. 

Auglýsing

Í niðurstöðum Umhverfisstofnunar um vöktun á magni plasts í meltingarvegi fýla árið 2019 kemur fram að að meðaltali voru 3,7 plastagnir í hverjum fýl. Meðalþyngd plastsins var 0,12 gramm á hvern fýl, sem er sambærilegt við niðurstöður ársins 2018. 

Samanborið við fýla á öðrum hafsvæðum við Norður-Atlantshaf virðist vera minna magn af plasti í fýlum hér við land, miðað við niðurstöður rannsókna árin 2018 og 2019. Um 13 prósent fýla voru þó með magn af plasti í meltingarvegi yfir viðmiðunarmörkum OSPAR.

Plast í meltingarfærum eins fýls árið 2019 á millimetrapappír. Mynd:Umhverfisstofnun

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent