Tugir tonna af örplasti úr þvottavélum í hafið

Losun örplasts í hafið frá þvotti heimili hér á landi er áætluð á bilinu 8,2 til 32 tonn á ári. Talið er hins vegar að um vanmat sé að ræða og að magn örplasts sé mun meira þar sem gerviefni í fatnaði eykst með hverju ári.

þvottur
Auglýsing

Áætlað er að heild­ar­losun örplasts frá þvotti á Íslandi sé allt að 32 tonn á hverju ári. Lík­leg­t ­þykir hins vegar að los­unin sé enn meiri þar sem notkun gervi­efna í fatn­aði eykst með hverju ári. Þetta magn af örplast skol­ast síðan beint út í haf þar sem á Íslandi er ekki gert ráð fyrir síun örplastagna í frá­rennsl­i. Þetta kemur fram í skýrslu um örplast í íslensku umhverfi.

Örplast frá þvotti ein af helstu upp­sprett­unum

Plast­rusl finnst hvar­vetna í haf­inu allt frá svokölluð plast­eyjum niður í örplastagnir sem mynd­ast ýmist við nið­ur­brot plasts í sjónum eða ber­ast þangað frá land­i. ­Síð­ustu ár hafa vís­inda­menn verið að varpa ljósi á alvar­leika öragna og örplast meng­unar í hafi. 

Í skýrslu sjáv­ar­líf­tækni­set­urs­ins BioPol sem unnin var fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið voru greindar upp­sprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjáv­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur fram að langstærsta upp­spretta örplasts hér á landi eru hjól­barðar eða alls 75 pró­sent. Aðrar stórar upp­sprettur eru plast­agnir úr veg­merk­ing­um, hús­máln­ingu og frá þvott­i. 

Notkun plasts í fatn­aði eykst með hverju ári

Gervi­efni eru algeng í fatn­aði og er þá um að ræða þræði úr plast­efnum eins og til dæm­is­ pólý­ester og akrýl. Við þvott fatn­aðar losnar þónokkuð magn þráða úr fatn­að­inum og á það bæði við um fatnað úr gervi­efnum og nátt­úru­legum efnum á borð við ull, silki og ­bóm­ull. 

Plast­þræðir gervi­efna renna síðan með nið­ur­falli þvotta­véla til við­tak­ans, hvort sem það er rot­þró eða sjór­inn.

Í skýrsl­unni var los­un örplasts­meng­un­ar frá fata­þvotti til sjávar á Íslandi áætluð með því að marg­falda íbúa með áætl­uðum fjölda þvotta á ári og áætl­aðri með­al­l­osun örplast­þráða við hvern þvott. ­Á­ætluð heild­ar­losun örplasts frá þvotti á Íslandi á ári er sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unni 8,2 til 32 tonn. 

Settur er þó fram sá fyr­ir­vari í skýrsl­unni að töl­urnar sem not­aðar voru eru frá 2010 og þar sem fatn­aður úr nátt­úru­legum efnum er á und­an­haldi og notkun gervi­efna í fatn­aði eykst ár hvert sé lík­legt að um van­mat sé að ræða um magn örplasts frá þvott­i. 

Plast­mengun í hafi snertir líka Íslend­inga

Biopol hefur einnig fylgst með eðl­is- og líf­fræði­legum þáttum sjávar við Skaga­strönd með­ ­reglu­leg­um ­mæl­ingum frá árinu 2012. Í sýnum sínum hafa þau fund­ið ­tölu­vert magn af örplasti.

Á myndinni má sjá plastþræði sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í byrjun maí 2018. Mynd:BiopolMagn plasts í hverju sýni hefur verið mjög breyti­legt en starfs­mað­ur­ Biopol telur að plastið sé mest­megn­is beint frá heim­il­um, þar á meðal frá þvotta­vél­u­m. 

„Dæmi hver fyrir sig en okkur finn­ast þessar myndir frekar ó­hugn­an­leg­ar og varpa ljósi á að plast­meng­un í haf­inu er ekki endi­lega bara vanda­mál sem snerta aðrar þjóðir og fjar­læg haf­svæð­i,“ segir Hall­dór Gunnar Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Biopol í sam­tali við Fiski­fréttir í maí á síð­asta ári og vísar til mynd­ar­innar hér til hlið­ar. 

Úrbóta þörf í hreinsi­­stöðvum á Ísland­i

 Í skýrslu um losun örplasts með skólpi sem Matís vann í sam­starf­i ­Sænsku umhverf­is­rann­­sókn­­ar­­stofn­un­ina (IVL), Finnsku umhverf­is­­stofn­un­ina (SYKE) og Aalto-há­­skól­ann í Finn­landi kom fram að eina hreins­unin sem fram­­kvæmd er á skólpi á Íslandi, meðal ann­­ars í Kletta­­­garða­­stöð­inni og skólp­hreinsi­­stöð­inni í Hafn­­ar­­firði, sé gróf­­sí­un.

Agnir sem eru minni en milli­­­metri og niður í hund­rað míkró­­metra fara gegnum stöðv­­­arnar og út í umhverf­ið. Annað er upp á ten­ingnum í Sví­­þjóð og Finn­landi þar sem 99 pró­­sent öragna setj­­­ast í óhrein­indin sem skilj­­ast frá frá­­veit­u­vatni eftir for­hreins­un. 

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­­stjóri og sér­­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, vann að skýrsl­unni en hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann í maí 2017 að Íslend­ingar verði að hugsa skólp­hreinsun upp á nýtt og fara að taka ábyrgð á þessum hlut­­um. Ekki sé ein­ungis mik­il­vægt að huga að líf­rænni mengun heldur verði að skilja að plast­­agnir og lyfja­­leifar komi úr skólp­inu sem fer út í sjó og menga út frá sér. Plastið brotni ekki niður og því hverfi vanda­­málið ekki þrátt fyrir að því sé dælt út í sjó. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent