Tugir tonna af örplasti úr þvottavélum í hafið

Losun örplasts í hafið frá þvotti heimili hér á landi er áætluð á bilinu 8,2 til 32 tonn á ári. Talið er hins vegar að um vanmat sé að ræða og að magn örplasts sé mun meira þar sem gerviefni í fatnaði eykst með hverju ári.

þvottur
Auglýsing

Áætlað er að heild­ar­losun örplasts frá þvotti á Íslandi sé allt að 32 tonn á hverju ári. Lík­leg­t ­þykir hins vegar að los­unin sé enn meiri þar sem notkun gervi­efna í fatn­aði eykst með hverju ári. Þetta magn af örplast skol­ast síðan beint út í haf þar sem á Íslandi er ekki gert ráð fyrir síun örplastagna í frá­rennsl­i. Þetta kemur fram í skýrslu um örplast í íslensku umhverfi.

Örplast frá þvotti ein af helstu upp­sprett­unum

Plast­rusl finnst hvar­vetna í haf­inu allt frá svokölluð plast­eyjum niður í örplastagnir sem mynd­ast ýmist við nið­ur­brot plasts í sjónum eða ber­ast þangað frá land­i. ­Síð­ustu ár hafa vís­inda­menn verið að varpa ljósi á alvar­leika öragna og örplast meng­unar í hafi. 

Í skýrslu sjáv­ar­líf­tækni­set­urs­ins BioPol sem unnin var fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið voru greindar upp­sprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjáv­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur fram að langstærsta upp­spretta örplasts hér á landi eru hjól­barðar eða alls 75 pró­sent. Aðrar stórar upp­sprettur eru plast­agnir úr veg­merk­ing­um, hús­máln­ingu og frá þvott­i. 

Notkun plasts í fatn­aði eykst með hverju ári

Gervi­efni eru algeng í fatn­aði og er þá um að ræða þræði úr plast­efnum eins og til dæm­is­ pólý­ester og akrýl. Við þvott fatn­aðar losnar þónokkuð magn þráða úr fatn­að­inum og á það bæði við um fatnað úr gervi­efnum og nátt­úru­legum efnum á borð við ull, silki og ­bóm­ull. 

Plast­þræðir gervi­efna renna síðan með nið­ur­falli þvotta­véla til við­tak­ans, hvort sem það er rot­þró eða sjór­inn.

Í skýrsl­unni var los­un örplasts­meng­un­ar frá fata­þvotti til sjávar á Íslandi áætluð með því að marg­falda íbúa með áætl­uðum fjölda þvotta á ári og áætl­aðri með­al­l­osun örplast­þráða við hvern þvott. ­Á­ætluð heild­ar­losun örplasts frá þvotti á Íslandi á ári er sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unni 8,2 til 32 tonn. 

Settur er þó fram sá fyr­ir­vari í skýrsl­unni að töl­urnar sem not­aðar voru eru frá 2010 og þar sem fatn­aður úr nátt­úru­legum efnum er á und­an­haldi og notkun gervi­efna í fatn­aði eykst ár hvert sé lík­legt að um van­mat sé að ræða um magn örplasts frá þvott­i. 

Plast­mengun í hafi snertir líka Íslend­inga

Biopol hefur einnig fylgst með eðl­is- og líf­fræði­legum þáttum sjávar við Skaga­strönd með­ ­reglu­leg­um ­mæl­ingum frá árinu 2012. Í sýnum sínum hafa þau fund­ið ­tölu­vert magn af örplasti.

Á myndinni má sjá plastþræði sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í byrjun maí 2018. Mynd:BiopolMagn plasts í hverju sýni hefur verið mjög breyti­legt en starfs­mað­ur­ Biopol telur að plastið sé mest­megn­is beint frá heim­il­um, þar á meðal frá þvotta­vél­u­m. 

„Dæmi hver fyrir sig en okkur finn­ast þessar myndir frekar ó­hugn­an­leg­ar og varpa ljósi á að plast­meng­un í haf­inu er ekki endi­lega bara vanda­mál sem snerta aðrar þjóðir og fjar­læg haf­svæð­i,“ segir Hall­dór Gunnar Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Biopol í sam­tali við Fiski­fréttir í maí á síð­asta ári og vísar til mynd­ar­innar hér til hlið­ar. 

Úrbóta þörf í hreinsi­­stöðvum á Ísland­i

 Í skýrslu um losun örplasts með skólpi sem Matís vann í sam­starf­i ­Sænsku umhverf­is­rann­­sókn­­ar­­stofn­un­ina (IVL), Finnsku umhverf­is­­stofn­un­ina (SYKE) og Aalto-há­­skól­ann í Finn­landi kom fram að eina hreins­unin sem fram­­kvæmd er á skólpi á Íslandi, meðal ann­­ars í Kletta­­­garða­­stöð­inni og skólp­hreinsi­­stöð­inni í Hafn­­ar­­firði, sé gróf­­sí­un.

Agnir sem eru minni en milli­­­metri og niður í hund­rað míkró­­metra fara gegnum stöðv­­­arnar og út í umhverf­ið. Annað er upp á ten­ingnum í Sví­­þjóð og Finn­landi þar sem 99 pró­­sent öragna setj­­­ast í óhrein­indin sem skilj­­ast frá frá­­veit­u­vatni eftir for­hreins­un. 

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­­stjóri og sér­­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, vann að skýrsl­unni en hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann í maí 2017 að Íslend­ingar verði að hugsa skólp­hreinsun upp á nýtt og fara að taka ábyrgð á þessum hlut­­um. Ekki sé ein­ungis mik­il­vægt að huga að líf­rænni mengun heldur verði að skilja að plast­­agnir og lyfja­­leifar komi úr skólp­inu sem fer út í sjó og menga út frá sér. Plastið brotni ekki niður og því hverfi vanda­­málið ekki þrátt fyrir að því sé dælt út í sjó. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent