Elsa nýr framkvæmdastjóri Pírata

Elsa Kristjánsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra flokksins þann 1. febrúar næstkomandi.

Elsa Kristjánsdóttir
Elsa Kristjánsdóttir
Auglýsing

Elsa Krist­jáns­dóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Pírötum en hún tekur við hlut­verki fram­kvæmda­stjóra Pírata sem áður var í höndum Erlu Hlyns­dótt­ur. Elsa Krist­jáns­dóttir tekur form­lega til starfa 1. febr­úar 2020. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri fram að þeim tíma er núver­andi upp­lýs­inga­stjóri Pírata, Róbert Ingi Dou­glas.

Frá þessu er greint á vef­síðu Pírata í dag.

Þar kemur jafn­framt fram að Elsa hafi starfað sem rekstr­ar- og fjár­mála­stýra UN Women á Íslandi síð­ustu miss­eri þar sem hún hafi borið ábyrgð á bók­hald félags­ins, utan­um­hald um rekst­ur, skýrslu­gerð til stjórn­ar, deilda og höf­uð­stöðva félags­ins í New York og séð um skjöl­un, rekstrar og fjár­hags­á­ætl­ana­gerð.

Auglýsing

„Elsa hefur einnig unnið sem bók­ari og í fjár­málum hjá Jarð­bor­anir hf. og Guide to Iceland ehf. Elsa er með BSc-gráðu í við­skipta­fræði frá Háskóla Íslands en hún hefur enn­fremur lokið námi frá Við­skipta­fræði­stofnun Háskóla Íslands- rann­sókna­mið­stöð um stjórn­ar­hætti þar sem hún hlaut tit­il­inn við­ur­kenndur stjórn­ar­mað­ur. Elsa stundar nú fjar­nám í opin­beri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands,“ segir á vef Pírata.

Þá kemur fram að Elsa hafi starfað í gras­rót Pírata og verið virkur þáttak­andi í starfi flokks­ins síð­ustu árin. Hún hafi gegnt hinum ýmsu trún­að­ar­stöð­um, til að mynda hafi hún verið for­maður fjöl­miðl­un­ar­hóps, rit­ari kjör­dæma­fé­lags, skoð­un­ar­maður reikn­inga, gjald­keri fram­kvæmda­ráðs og setið í úrskurð­ar­nefnd.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent