Sparisjóðirnir hætta að geta framkvæmt erlendar millifærslur

Vera Íslands á gráum lista FATF, vegna ónægra varna gegn peningaþvætti, dregur dilk á eftir sér.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Spari­sjóð­irnir munu ekki geta þjón­u­stað við­skipta­vini sína með erlendar milli­færslur á næst­unni og hefur við­skipta­vinum sem þurfa að nýta sér slíka þjón­ustu bent á að gera við­eig­andi ráð­staf­anir hjá öðru fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Sam­starfs­að­ili spari­sjóð­anna getur ekki lengur veitt þessa þjón­ustu vegna krafna frá erlendum sam­starfs­að­ila hans.  

Ástæðan fyrir þessu eru auknar kröfur erlendra fyr­ir­tækja, í tengslum við varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. 

Auglýsing

Eins og fram hefur komið - og Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um - þá er Ísland á gráum lista FATF vegna ónægra varna gegn pen­inga­þvætti.

Íslenskir bankar hafa jafn­framt ekki treyst sér til að veita spari­sjóðnum þessa þjón­ustu vegna krafna sinna sam­starfs­að­ila erlendis. „Spari­sjóð­ur­inn hefur ekki verið beinn aðili að  erlendri greiðslu­miðlun og treyst á sam­starf inn­lendra aðila í þeim efn­um,“ segir í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef spari­sjóða.  

Erlendir sam­starfs­að­ilar íslensku bank­anna hafa nú úti­lokað slíkt sam­starf vegna auk­inna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Von­ast er til þess að þetta verði tíma­bundið ástand og að spari­sjóð­irnir geti aftur veitt ofan­greinda þjón­ustu áður en langt um líð­ur.

Ekki verður hægt að milli­færa fjár­muni eða greiða til erlendra aðila eftir 6. des­em­ber á þessu ári, og þá verður ekki hægt að mót­taka greiðslur erlendis frá eftir 13. des­em­ber, þar sem spari­sjóð­irnir eiga í hlut.

Það sama gildir um milli­færslur á erlendum gjald­miðli milli banka inn­an­lands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslu­miðl­un.

Þessi þjón­ustu­skerð­ing hefur ekki áhrif á aðra þjón­ustu spari­sjóð­anna og verður t.d. áfram hægt að kaupa erlendan gjald­eyri, stofna gjald­eyr­is­reikn­inga og fram­kvæma inn­lendar og erlendar greiðslur með greiðslu­kort­um.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um ónægar varnir í íslensku fjár­mála­kerfi þegar kemur að pen­inga­þvætti.

Í apríl 2018 skil­aði FATF, alþjóð­­­leg sam­tök sem hafa það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­­­­­mála­­­kerfið sé mis­­­notað í þeim til­­­­­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, skýrslu um Ísland. Með því að ger­­­ast aðili að sam­tök­unum þá skuld­batt Ísland sig til að und­ir­­­gang­­­ast og inn­­­­­leiða þau skil­yrði sem sam­tökin telja að þurfi að upp­­­­­fyll­­­ast.

Í skýrslu FATF fékk pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit Íslend­inga fall­ein­kunn. Alls var gerð athuga­­­semd við 51 atriði í laga- og reglu­­­gerð­­­ar­um­hverfi Íslands og því hvernig við fram­­­fylgjum eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka.

Á meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórn­­­völd litu ekki á rann­­­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­­­gangs­­­mál. Þeir litlu fjár­­­munir sem settir voru í að koma upp um, rann­saka og sak­­­sækja pen­inga­þvætti voru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin var meðal ann­­­ars sú að tak­­­mark­aðar skrán­ingar höfðu verið á grun­­­sam­­­legum til­­­­­færslum á fé utan þess sem stóru við­­­skipta­­­bank­­­arnir og hand­­­fylli ann­­­arra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja fram­­­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­­­lýs­ingum um hreyf­­­ingar á fé og eignum væri deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­­­um.

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­­leg­­­ar, og Ísland færi á jafn­­­vel á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­­legan hnekki.

Íslenska ríkið brást við með alls­herj­­­­­ar­átaki. Ný heild­­­ar­lög um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka voru sam­­­þykkt og fjöldi ann­­­arra laga og reglu­­­gerða voru upp­­­­­færð. Þá voru auknir fjár­­­munir settir í manna­ráðn­­­ingar og kaup á kerfum til að bæta það sem FATF hafði sett út á. En það dugði ekki til og Ísland var, líkt og áður sagði, sett á gráan lista og í aukna eft­ir­­fylgni, 18. októ­ber síð­­ast­lið­inn.

Upp­fært: Klukkan 2:51, var tengli í til­kynn­ingu á www.­spar.is bætt við í grein.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent