Íslandsbanka gert að bæta upplýsingagjöf um neytendalán

Upplýsingagjöf Íslandsbanka þegar kemur að neytendalánum er ófullnægjandi að mati Neytendastofu. Bankanum eru gefnar fjórar vikur til að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar, ef ekki megi hann búast við sektum.

íslandsbanki
Auglýsing

Íslandsbanki braut gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði með neytendaláni og í lánssamningi til neytenda. Neytendastofa hefur veitt Íslandsbanka fjögurra vikna frest til að koma málum í rétt horf en verði það ekki gert má bankinn búast við sektum. 

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu frá 26. nóvember síðastliðnum. 

Ófullnægjandi upplýsingagjöf

Neytendastofa hóf athugun á upplýsingagjöf Íslandsbanka í vor en sambærilegt erindi var sent á aðra banka og neytendalánveitendur. Enn sem komið er hefur niðurstaða í tilfellum er varða aðra lánveitendur ekki verið birt.

Skoðunin fólst í því að yfirfara hvort annars vegar staðlað eyðublað sem Íslandsbanki afhendir neytendum fyrir samningsgerð og hins vegar lánssamningur væru í samræmi við lög. Niðurstaða Neytendastofu var að upplýsingagjöfin væri ófullnægjandi.

Auglýsing

Neytendastofa gerði meðal annars athugasemdir við ófullnægjandi upplýsingar varðandi breytingu á vöxtum, varðandi lán í appi og um árlega hlutfallstölu kostnaðar. Einnig þótti upplýsingagjöf um kostnað við notkun greiðsluleiða ekki fullnægjandi en þar var látið nægja að vísa á verðskrá á heimasíðu bankans. Hið sama gilti um kostnað vegna vanskila.

Íslandsbanki hefur nú þegar gert breytingar á þeim atriðum sem Neytendastofu gerði athugasemdir fyrir utan þá athugasemd að bæta þyrfti upplýsingar um hvaða þættir gætu haft áhrif á vaxtabreytingar.

Féllst ekki á að gera breytingar á upplýsingum um útlánsvexti

Í bréfi Neytendastofu til Íslandsbanki segir að stofnunin telji að upplýsingagjöf Íslandsbanka í stöðluðum upplýsingum um að vextir og breytingar á þeim taki meðal annars mið af „og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði“ geti talist ófullnægjandi upplýsingar um skilyrði fyrir breytingu á útlánsvöxtum. 

Höfuðstöðvar Neytendastofu. Mynd:Birgir Þór HarðarsonÍ svari Íslandsbanka var ekki fallist á þessa athugasemd Neytendastofu og vísaði bankinn til þess að þetta væri viðleitni til þess að veita neytendum upplýsingar með sem ítarlegustum og skýrustum hætti um hvaða þættir geti mögulega haft áhrif á vaxtabreytingar. Óhjákvæmilegt er að mati bankans að ófyrirséðir þættir geti mögulega haft áhrif á vexti. 

Að mati Neytendastofu getur tilvísun í ófyriséðan kostnað aftur á móti ekki talist fullnægjandi upplýsingar um skilyrði fyrir breytingu á útlánsvöxtum og tryggi ekki gagnsæi eða að neytendum sé gert kleift að átta sig á því á hvaða grundvelli vaxtabreytingar byggjast. Auk þess telur stofnunin að upptalning á þáttum sem geta leitt til breytinga á útlánsvöxtum þjóni takmörkuðum tilgangi þegar tilgreint er að annar ófyrirséður kostnaður geti einnig leitt til breytinga á útlánsvöxtum. 

Fjórar vikur til að kippa þessu í liðinn

Neytendastofa beinir því þeim fyrirmælum til Íslandsbanka að koma þessum upplýsingum í viðunandi horf. Auk þess gerir stofnunin kröfu um að bankinn geri viðeigandi umbætur á upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi innan Íslandsbanki við Hagasmára í Kópavogi. Geri bankinn það ekki innan fjögurra vikna er viðbúið að Neytendastofa leggi sektir á bankann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent