Þeir sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra flestir Pólverjar

Á síðasta ári fengu 569 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. Af þeim höfðu langflestir áður verið með pólskt ríkisfang eða 149.

1. maí 2019
Auglýsing

Í fyrra fengu 569 ein­stak­lingar íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar 637 ein­stak­lingar fengu íslenskt rík­is­fang. Af þeim 569 ein­stak­lingum sem fengu íslenskt rík­is­fang höfðu lang­flestir áður verið með pólskt rík­is­fang eða 149 og næst flestir verið með rík­is­fang frá Sýr­landi, eða 57.

Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unn­ar.

Árið 1991 fengu fleiri karlar en konur íslenskt rík­is­fang en á hverju ári eftir það hafa konur verið í meiri­hluta nýrra íslenskra rík­is­borg­ara. Það átti einnig við í fyrra þegar 310 konur fengu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt en 259 karl­ar.

Auglýsing

Þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 50.272 inn­flytj­endur á Íslandi eða 14,1 pró­sent mann­fjöld­ans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 12,6 pró­sent lands­manna, eða 43.736. Fjölgun inn­flytj­enda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8 pró­sent mann­fjöld­ans upp í 14,1 pró­sent.

Inn­flytj­endum af annarri kyn­slóð fjölg­aði einnig á milli ára, þeir voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Sam­an­lagt er fyrsta og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda 15,6 pró­sent af mann­fjöld­anum og hefur það hlut­fall aldrei verið hærra. Ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn, öðrum en inn­flytj­end­um, fjölg­aði einnig lít­il­lega milli ára, og eru nú 6,9 pró­sent mann­fjöld­ans.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stof­unnar er inn­flytj­andi ein­stak­lingur sem er fæddur erlendis og á for­eldra sem einnig eru fæddir erlend­is, svo og báðir afar og ömm­ur. Inn­flytj­endur af annarri kyn­slóð eru ein­stak­lingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga for­eldra sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Fólk er talið hafa erlendan bak­grunn ef annað for­eldrið er erlent. Ein­stak­lingur sem fædd­ist erlendis en á for­eldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bak­grunn.

Íbúum frá Norð­ur­lönd­unum fækkar

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár voru alls 48.996 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og hefur þeim fjölgað um 4.840 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 11 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði íslenskum rík­is­borg­urum sem eru búsettir hér á landi um 0,6 pró­sent.

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.537 og 4.587 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang. Pólskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 7 pró­sent frá 1. des­em­ber á síð­asta ári eða um 1.347 frá 1. des­em­ber árið þar á undan og lit­háískum rík­is­borg­urum um 493 á sama tíma­bili eða um 12 pró­sent.

Mesta hlut­falls­leg fjölgun frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum var hjá rík­is­borg­urum frá Venesu­ela eða um 277 pró­sent en þeir eru í dag 147 tals­ins en voru þann 1. des­em­ber árið 2018 39 tals­ins.

Íbúum frá öðrum Norð­ur­löndum hefur fækkað hér á landi. Meðal ann­ars hefur dönskum rík­is­borg­urum fækkað um 3,5 pró­sent, norskum rík­is­borg­urum um 6 pró­sent og sænskum rík­is­borg­urum um 5,3 pró­sent. Hins vegar fjölg­aði finnskum rík­is­borg­urum um 2,1 pró­sent.

Inn­flytj­endur 27 pró­sent íbúa á Suð­ur­nesj­unum

Sam­kvæmt Hag­stof­unni bjuggu þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn 35.341 fyrstu og ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða 63,6 pró­sent allra inn­flytj­enda á land­inu. Hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda var mest á Suð­ur­nesjum en þar voru 26,6 pró­sent inn­flytj­enda af fyrstu eða annarri kyn­slóð. Næst­hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum þar sem 19 pró­sent mann­fjöld­ans voru inn­flytj­endur eða börn þeirra. Lægst er hlut­fallið á Norð­ur­landi vestra en þar voru 7,5 pró­sent mann­fjöld­ans inn­flytj­endur eða börn þeirra.

Á árinu 2018 fengu 247 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd, hafa þeir aldrei verið jafn margir en þeir sem fengu slíka vernd árið 2017 voru 226. Flest­ir, eða 78, höfðu íraskan rík­is­borg­ara­rétt, þar á eftir komu 28 flótta­menn með sýr­lenskt rík­is­fang. Umsækj­endum á árinu fækk­aði hins vegar um tæp­lega þriðj­ung frá árinu 2017. Þeir voru 731 árið 2018, sam­an­borið við 1.068 árið 2017.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent