Þeir sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra flestir Pólverjar

Á síðasta ári fengu 569 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. Af þeim höfðu langflestir áður verið með pólskt ríkisfang eða 149.

1. maí 2019
Auglýsing

Í fyrra fengu 569 ein­stak­lingar íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar 637 ein­stak­lingar fengu íslenskt rík­is­fang. Af þeim 569 ein­stak­lingum sem fengu íslenskt rík­is­fang höfðu lang­flestir áður verið með pólskt rík­is­fang eða 149 og næst flestir verið með rík­is­fang frá Sýr­landi, eða 57.

Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unn­ar.

Árið 1991 fengu fleiri karlar en konur íslenskt rík­is­fang en á hverju ári eftir það hafa konur verið í meiri­hluta nýrra íslenskra rík­is­borg­ara. Það átti einnig við í fyrra þegar 310 konur fengu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt en 259 karl­ar.

Auglýsing

Þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 50.272 inn­flytj­endur á Íslandi eða 14,1 pró­sent mann­fjöld­ans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 12,6 pró­sent lands­manna, eða 43.736. Fjölgun inn­flytj­enda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8 pró­sent mann­fjöld­ans upp í 14,1 pró­sent.

Inn­flytj­endum af annarri kyn­slóð fjölg­aði einnig á milli ára, þeir voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Sam­an­lagt er fyrsta og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda 15,6 pró­sent af mann­fjöld­anum og hefur það hlut­fall aldrei verið hærra. Ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn, öðrum en inn­flytj­end­um, fjölg­aði einnig lít­il­lega milli ára, og eru nú 6,9 pró­sent mann­fjöld­ans.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stof­unnar er inn­flytj­andi ein­stak­lingur sem er fæddur erlendis og á for­eldra sem einnig eru fæddir erlend­is, svo og báðir afar og ömm­ur. Inn­flytj­endur af annarri kyn­slóð eru ein­stak­lingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga for­eldra sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Fólk er talið hafa erlendan bak­grunn ef annað for­eldrið er erlent. Ein­stak­lingur sem fædd­ist erlendis en á for­eldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bak­grunn.

Íbúum frá Norð­ur­lönd­unum fækkar

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár voru alls 48.996 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og hefur þeim fjölgað um 4.840 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 11 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði íslenskum rík­is­borg­urum sem eru búsettir hér á landi um 0,6 pró­sent.

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.537 og 4.587 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang. Pólskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 7 pró­sent frá 1. des­em­ber á síð­asta ári eða um 1.347 frá 1. des­em­ber árið þar á undan og lit­háískum rík­is­borg­urum um 493 á sama tíma­bili eða um 12 pró­sent.

Mesta hlut­falls­leg fjölgun frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum var hjá rík­is­borg­urum frá Venesu­ela eða um 277 pró­sent en þeir eru í dag 147 tals­ins en voru þann 1. des­em­ber árið 2018 39 tals­ins.

Íbúum frá öðrum Norð­ur­löndum hefur fækkað hér á landi. Meðal ann­ars hefur dönskum rík­is­borg­urum fækkað um 3,5 pró­sent, norskum rík­is­borg­urum um 6 pró­sent og sænskum rík­is­borg­urum um 5,3 pró­sent. Hins vegar fjölg­aði finnskum rík­is­borg­urum um 2,1 pró­sent.

Inn­flytj­endur 27 pró­sent íbúa á Suð­ur­nesj­unum

Sam­kvæmt Hag­stof­unni bjuggu þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn 35.341 fyrstu og ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða 63,6 pró­sent allra inn­flytj­enda á land­inu. Hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda var mest á Suð­ur­nesjum en þar voru 26,6 pró­sent inn­flytj­enda af fyrstu eða annarri kyn­slóð. Næst­hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum þar sem 19 pró­sent mann­fjöld­ans voru inn­flytj­endur eða börn þeirra. Lægst er hlut­fallið á Norð­ur­landi vestra en þar voru 7,5 pró­sent mann­fjöld­ans inn­flytj­endur eða börn þeirra.

Á árinu 2018 fengu 247 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd, hafa þeir aldrei verið jafn margir en þeir sem fengu slíka vernd árið 2017 voru 226. Flest­ir, eða 78, höfðu íraskan rík­is­borg­ara­rétt, þar á eftir komu 28 flótta­menn með sýr­lenskt rík­is­fang. Umsækj­endum á árinu fækk­aði hins vegar um tæp­lega þriðj­ung frá árinu 2017. Þeir voru 731 árið 2018, sam­an­borið við 1.068 árið 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent