Þeir sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra flestir Pólverjar

Á síðasta ári fengu 569 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. Af þeim höfðu langflestir áður verið með pólskt ríkisfang eða 149.

1. maí 2019
Auglýsing

Í fyrra fengu 569 ein­stak­lingar íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar 637 ein­stak­lingar fengu íslenskt rík­is­fang. Af þeim 569 ein­stak­lingum sem fengu íslenskt rík­is­fang höfðu lang­flestir áður verið með pólskt rík­is­fang eða 149 og næst flestir verið með rík­is­fang frá Sýr­landi, eða 57.

Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unn­ar.

Árið 1991 fengu fleiri karlar en konur íslenskt rík­is­fang en á hverju ári eftir það hafa konur verið í meiri­hluta nýrra íslenskra rík­is­borg­ara. Það átti einnig við í fyrra þegar 310 konur fengu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt en 259 karl­ar.

Auglýsing

Þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 50.272 inn­flytj­endur á Íslandi eða 14,1 pró­sent mann­fjöld­ans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 12,6 pró­sent lands­manna, eða 43.736. Fjölgun inn­flytj­enda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8 pró­sent mann­fjöld­ans upp í 14,1 pró­sent.

Inn­flytj­endum af annarri kyn­slóð fjölg­aði einnig á milli ára, þeir voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Sam­an­lagt er fyrsta og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda 15,6 pró­sent af mann­fjöld­anum og hefur það hlut­fall aldrei verið hærra. Ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn, öðrum en inn­flytj­end­um, fjölg­aði einnig lít­il­lega milli ára, og eru nú 6,9 pró­sent mann­fjöld­ans.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stof­unnar er inn­flytj­andi ein­stak­lingur sem er fæddur erlendis og á for­eldra sem einnig eru fæddir erlend­is, svo og báðir afar og ömm­ur. Inn­flytj­endur af annarri kyn­slóð eru ein­stak­lingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga for­eldra sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Fólk er talið hafa erlendan bak­grunn ef annað for­eldrið er erlent. Ein­stak­lingur sem fædd­ist erlendis en á for­eldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bak­grunn.

Íbúum frá Norð­ur­lönd­unum fækkar

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár voru alls 48.996 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og hefur þeim fjölgað um 4.840 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 11 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði íslenskum rík­is­borg­urum sem eru búsettir hér á landi um 0,6 pró­sent.

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.537 og 4.587 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang. Pólskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 7 pró­sent frá 1. des­em­ber á síð­asta ári eða um 1.347 frá 1. des­em­ber árið þar á undan og lit­háískum rík­is­borg­urum um 493 á sama tíma­bili eða um 12 pró­sent.

Mesta hlut­falls­leg fjölgun frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum var hjá rík­is­borg­urum frá Venesu­ela eða um 277 pró­sent en þeir eru í dag 147 tals­ins en voru þann 1. des­em­ber árið 2018 39 tals­ins.

Íbúum frá öðrum Norð­ur­löndum hefur fækkað hér á landi. Meðal ann­ars hefur dönskum rík­is­borg­urum fækkað um 3,5 pró­sent, norskum rík­is­borg­urum um 6 pró­sent og sænskum rík­is­borg­urum um 5,3 pró­sent. Hins vegar fjölg­aði finnskum rík­is­borg­urum um 2,1 pró­sent.

Inn­flytj­endur 27 pró­sent íbúa á Suð­ur­nesj­unum

Sam­kvæmt Hag­stof­unni bjuggu þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn 35.341 fyrstu og ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða 63,6 pró­sent allra inn­flytj­enda á land­inu. Hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda var mest á Suð­ur­nesjum en þar voru 26,6 pró­sent inn­flytj­enda af fyrstu eða annarri kyn­slóð. Næst­hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum þar sem 19 pró­sent mann­fjöld­ans voru inn­flytj­endur eða börn þeirra. Lægst er hlut­fallið á Norð­ur­landi vestra en þar voru 7,5 pró­sent mann­fjöld­ans inn­flytj­endur eða börn þeirra.

Á árinu 2018 fengu 247 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd, hafa þeir aldrei verið jafn margir en þeir sem fengu slíka vernd árið 2017 voru 226. Flest­ir, eða 78, höfðu íraskan rík­is­borg­ara­rétt, þar á eftir komu 28 flótta­menn með sýr­lenskt rík­is­fang. Umsækj­endum á árinu fækk­aði hins vegar um tæp­lega þriðj­ung frá árinu 2017. Þeir voru 731 árið 2018, sam­an­borið við 1.068 árið 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent