Þeir sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra flestir Pólverjar

Á síðasta ári fengu 569 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. Af þeim höfðu langflestir áður verið með pólskt ríkisfang eða 149.

1. maí 2019
Auglýsing

Í fyrra fengu 569 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar 637 einstaklingar fengu íslenskt ríkisfang. Af þeim 569 einstaklingum sem fengu íslenskt ríkisfang höfðu langflestir áður verið með pólskt ríkisfang eða 149 og næst flestir verið með ríkisfang frá Sýrlandi, eða 57.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Árið 1991 fengu fleiri karlar en konur íslenskt ríkisfang en á hverju ári eftir það hafa konur verið í meirihluta nýrra íslenskra ríkisborgara. Það átti einnig við í fyrra þegar 310 konur fengu íslenskan ríkisborgararétt en 259 karlar.

Auglýsing

Þann 1. janúar síðastliðinn voru 50.272 innflytjendur á Íslandi eða 14,1 prósent mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 12,6 prósent landsmanna, eða 43.736. Fjölgun innflytjenda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8 prósent mannfjöldans upp í 14,1 prósent.

Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, þeir voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 15,6 prósent af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, og eru nú 6,9 prósent mannfjöldans.

Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar er innflytjandi einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur. Innflytjendur af annarri kynslóð eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent. Einstaklingur sem fæddist erlendis en á foreldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bakgrunn.

Íbúum frá Norðurlöndunum fækkar

Samkvæmt tölum Þjóðskrár voru alls 48.996 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. nóvember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 4.840 frá 1. desember 2018 eða um 11 prósent. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 0,6 prósent.

Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 20.537 og 4.587 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang. Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember á síðasta ári eða um 1.347 frá 1. desember árið þar á undan og litháískum ríkisborgurum um 493 á sama tímabili eða um 12 prósent.

Mesta hlutfallsleg fjölgun frá 1. desember síðastliðnum var hjá ríkisborgurum frá Venesuela eða um 277 prósent en þeir eru í dag 147 talsins en voru þann 1. desember árið 2018 39 talsins.

Íbúum frá öðrum Norðurlöndum hefur fækkað hér á landi. Meðal annars hefur dönskum ríkisborgurum fækkað um 3,5 prósent, norskum ríkisborgurum um 6 prósent og sænskum ríkisborgurum um 5,3 prósent. Hins vegar fjölgaði finnskum ríkisborgurum um 2,1 prósent.

Innflytjendur 27 prósent íbúa á Suðurnesjunum

Samkvæmt Hagstofunni bjuggu þann 1. janúar síðastliðinn 35.341 fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu eða 63,6 prósent allra innflytjenda á landinu. Hlutfall innflytjenda af mannfjölda var mest á Suðurnesjum en þar voru 26,6 prósent innflytjenda af fyrstu eða annarri kynslóð. Næsthæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 19 prósent mannfjöldans voru innflytjendur eða börn þeirra. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 7,5 prósent mannfjöldans innflytjendur eða börn þeirra.

Á árinu 2018 fengu 247 einstaklingar alþjóðlega vernd, hafa þeir aldrei verið jafn margir en þeir sem fengu slíka vernd árið 2017 voru 226. Flestir, eða 78, höfðu íraskan ríkisborgararétt, þar á eftir komu 28 flóttamenn með sýrlenskt ríkisfang. Umsækjendum á árinu fækkaði hins vegar um tæplega þriðjung frá árinu 2017. Þeir voru 731 árið 2018, samanborið við 1.068 árið 2017.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent