Viðskiptaafgangur minni á þriðja ársfjórðungi en í fyrra

Viðskiptaafgangur var 63 milljarðar á þriðja ársfjórðungi á þessu ári, samkvæmt Seðlabankanum. Hrein staða við útlönd var jákvæð um 714 milljarða króna.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Á þriðja árs­fjórð­ungi á þessu ári var 63 millj­arða króna afgangur á við­skipta­jöfn­uði við útlönd sam­an­borið við 73,8 millj­arða króna afgang á sama árs­fjórð­ungi í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Seðla­banka Íslands sem sýna bráða­birgða­yf­ir­lit um greiðslu­jöfnuð við útlönd á þriðja árs­fjórð­ungi árið 2019 og erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins í lok árs­fjórð­ungs­ins.

Halli á vöru­skipta­jöfn­uði var 45,9 millj­arðar en afgangur á þjón­ustu­jöfn­uði var 101,3 millj­arðar króna. Frum­þátta­tekjur skil­uðu 13,4 millj­arða króna afgangi en rekstr­ar­fram­lög 5,9 millj­arða króna halla.

Auglýsing

Sam­kvæmt bráða­birgða­yf­ir­lit­inu námu erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins 3.870 millj­örðum í lok árs­fjórð­ungs­ins en skuldir 3.156 millj­örð­um. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 714 millj­arða króna eða 24,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og batn­aði um 91 millj­arða eða 3,1 pró­sent af VLF á fjórð­ungn­um.

Hrein fjár­magns­við­skipti bættu erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins um 115 millj­arða króna á fjórð­ungnum og munar þar mest um kaup inn­lendra aðila á erlendum verð­bréfum sem námu um 80 millj­arða.

Erlendar eignir juk­ust í heild­ina um 74 millj­arða vegna fjár­-­magns­við­skipta en skuldir lækk­uðu um 40 millj­arða króna. Geng­is- og verð­breyt­ingar höfðu nei­kvæð áhrif á erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins um 6 millj­arða króna. Það skýrist aðal­lega af 4 pró­sent hækkun á gengi krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum miðað við geng­is­skrán­ing­ar­vog, sam­kvæmt Seðla­bank­an­um. Breyt­ingar á erlendum verð­bréfa­mörk­uðum voru litlar á árs­fjórð­ungnum eða rétt um 0,1 pró­sent lækk­un.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent