Kallar eftir svörum frá ráðherra um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spyr fjármála- og efnahagsráðherra um áform og kostnað við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
AuglýsingBirgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hefur kallar eftir svörum frá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nýjar höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Í fyr­ir­spurn Birgis á Alþingi er meðal ann­ars spurt um hver sé áætl­að­ur­ ­bygg­ing­ar­kostn­aður nýju höf­uð­stöðv­anna og hvort að fjár­mála­ráð­herra, sem hand­hafi hluta­bréfs rík­is­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­sam­lega fjár­fest­ingu.

Spyr hvað má gera ráð fyrir mik­illi fækkun starfs­manna á næstu tíu árum 

Nýjar 16.500 fer­metra höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans, „Klett­ur­inn“, rísa nú við Aust­ur­höfn, á einni af dýr­ustu lóðum lands­ins. Áætl­aður kostn­aður við höf­uð­stöðv­arn­ar ­nemur níu millj­örðum króna og stefnt er að því bank­inn muni flytja inn í þær annað hvort 2021 og 2022. Lands­bank­inn er í 98,2 pró­sent eign skatt­greið­enda.

Birgir hefur beðið um svör við ell­efu spurn­ingum um höf­uð­stöðv­arn­ar. Þar á meðal hve stór hluti bygg­ing­ar­innar verður leigður út undir annað en starf­semi Lands­bank­ans og hvað vænt­an­leg útleiga hús­næð­is­ins mun greiða niður stóran hluta stofn­kostnað þess.

Auglýsing

Auk þess spyr hann hver ­þróun starfs­manna­fjölda bank­ans hafi verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2011 og hvað má gera ráð fyrir að starfs­mönnum fækki mikið á næstu 10 árum vegna breyt­inga í banka­starf­semi.

Banka­sýslan hafði enga aðkoma að ákvörð­un­inni um að reisa bygg­ing­una

Birgir spyr jafn­framt hvort að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé gerð með sam­þykki Banka­sýslu ­rík­is­ins og hvort að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ­sem hand­hafi hluta­bréfs rík­is­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­sam­lega fjár­fest­ingu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckFjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið heldur á eign­ar­hlutum skatt­greið­enda í Lands­banka og Íslands­banka en felur Banka­sýslu rík­is­ins að fara með þá. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í sept­em­ber til for­stjóra Banka­sýslu rík­is­ins um hvort stofn­unin hafi haft ein­hverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans var svar for­stjór­ans, Jóns Gunn­ars Jóns­son­ar, ein­falt: „nei“.

Enn fremur spyr Birgir hvort að nú­ver­andi höf­uð­­stöðvar bank­ans í Aust­­ur­­stræti séu seldar eða hvort að rík­is­sjóður yfir­tekur þær og hver sé áformin um með­­höndlun list­skreyt­inga innan þess banka. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent