Kallar eftir svörum frá ráðherra um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spyr fjármála- og efnahagsráðherra um áform og kostnað við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
AuglýsingBirgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hefur kallar eftir svörum frá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nýjar höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Í fyr­ir­spurn Birgis á Alþingi er meðal ann­ars spurt um hver sé áætl­að­ur­ ­bygg­ing­ar­kostn­aður nýju höf­uð­stöðv­anna og hvort að fjár­mála­ráð­herra, sem hand­hafi hluta­bréfs rík­is­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­sam­lega fjár­fest­ingu.

Spyr hvað má gera ráð fyrir mik­illi fækkun starfs­manna á næstu tíu árum 

Nýjar 16.500 fer­metra höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans, „Klett­ur­inn“, rísa nú við Aust­ur­höfn, á einni af dýr­ustu lóðum lands­ins. Áætl­aður kostn­aður við höf­uð­stöðv­arn­ar ­nemur níu millj­örðum króna og stefnt er að því bank­inn muni flytja inn í þær annað hvort 2021 og 2022. Lands­bank­inn er í 98,2 pró­sent eign skatt­greið­enda.

Birgir hefur beðið um svör við ell­efu spurn­ingum um höf­uð­stöðv­arn­ar. Þar á meðal hve stór hluti bygg­ing­ar­innar verður leigður út undir annað en starf­semi Lands­bank­ans og hvað vænt­an­leg útleiga hús­næð­is­ins mun greiða niður stóran hluta stofn­kostnað þess.

Auglýsing

Auk þess spyr hann hver ­þróun starfs­manna­fjölda bank­ans hafi verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2011 og hvað má gera ráð fyrir að starfs­mönnum fækki mikið á næstu 10 árum vegna breyt­inga í banka­starf­semi.

Banka­sýslan hafði enga aðkoma að ákvörð­un­inni um að reisa bygg­ing­una

Birgir spyr jafn­framt hvort að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé gerð með sam­þykki Banka­sýslu ­rík­is­ins og hvort að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ­sem hand­hafi hluta­bréfs rík­is­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­sam­lega fjár­fest­ingu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckFjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið heldur á eign­ar­hlutum skatt­greið­enda í Lands­banka og Íslands­banka en felur Banka­sýslu rík­is­ins að fara með þá. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í sept­em­ber til for­stjóra Banka­sýslu rík­is­ins um hvort stofn­unin hafi haft ein­hverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans var svar for­stjór­ans, Jóns Gunn­ars Jóns­son­ar, ein­falt: „nei“.

Enn fremur spyr Birgir hvort að nú­ver­andi höf­uð­­stöðvar bank­ans í Aust­­ur­­stræti séu seldar eða hvort að rík­is­sjóður yfir­tekur þær og hver sé áformin um með­­höndlun list­skreyt­inga innan þess banka. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent