Miðflokkurinn kallar eftir sögum um „óbilgirni að hálfu hins opinbera“

Miðflokkurinn birti auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann kallar eftir reynslusögum frá þeim sem hafi „lent í kerfinu“. Hann ætlar að gera „báknið burt“ að forgangsmáli sínu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn aug­lýsir í Morg­un­blað­inu í dag eftir reynslu­sögum frá almenn­ingi sem lent hefur „í kerf­in­u“. Aug­lýs­ingin er liður í þeirri stefnu­mótun flokks­ins að gera það að for­gangs­verk­efni sínu að takast á við „bákn­ið“. Mið­flokk­ur­inn ætlar sér að greina vand­ann við „bákn­ið“ og leysa hann svo. Á meðal þess sem flokk­ur­inn stefn­ir, sam­kvæmt aug­lýs­ing­unni, að er ein­földun reglu­verks, aukin vernd borg­ara gegn yfir­valdi, aukið jafn­ræði óháð efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu, ein­fald­ari sam­skipti við opin­berar stofn­anir og minna bákn og lægri skattar sem eigi að leiða til betri lífs­kjara. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­unni stend­ur: „Hefur þú lent í „kerf­in­u“? Hefur þú mætti óbil­girni af hálfu hins opin­bera? Hefur þú upp­lifað óeðli­legar hindr­anir stjórn­kerf­is­ins við stofnun eða rekstur fyr­ir­tækis eða í dag­legu líf­i?“

Þeir sem telja sig geta svarað þessum spurn­ingum Mið­flokks­ins jákvætt eru beðnir um að senda reynslu­sögur sínar til flokks­ins undir nafn­leynd nema samið verði um ann­að.Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Mið­flokk­ur­inn heldur flokks­ráðs­fund um kom­andi helgi í Reykja­nesbæ og aug­lýs­ingin er liður í upp­takti fyrir þann fund. Um 70 manns sitja í Flokks­ráði Mið­flokks­ins og hefst form­leg dag­skrá með ræðu Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, klukkan 13:15 á laug­ar­dag. 

Aug­lýs­ingin er líka í fram­haldi af þeim tólf atriða áherslu­lista sem flokk­ur­inn birti við upp­haf yfir­stand­andi þings, þar sem „Báknið burt“ var efst á blaði. Það slag­orð var meg­in­stefið í stjórn­málum ungra sjálf­stæð­is­manna sem komust til áhrifa á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fremstur í flokki þeirra var Davíð Odds­son, núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist meðp 11,5 pró­sent fylgi í síð­ustu könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka sem er rétt yfir kjör­fylgi hans í síð­ustu kosn­ing­um. Stuðn­ingur við flokk­inn hefur sveifl­ast mikið síð­ast­liðið ár. Hann mæld­ist 5,7 pró­sent í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða, en var kom­inn í 13,4 pró­sent í lok ágúst síð­ast­lið­ins, rétt áður en hin inn­leið­ing þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða, sem flokk­ur­inn barð­ist hart gegn, varð að veru­leika.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent