Miðflokkurinn kallar eftir sögum um „óbilgirni að hálfu hins opinbera“

Miðflokkurinn birti auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann kallar eftir reynslusögum frá þeim sem hafi „lent í kerfinu“. Hann ætlar að gera „báknið burt“ að forgangsmáli sínu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn aug­lýsir í Morg­un­blað­inu í dag eftir reynslu­sögum frá almenn­ingi sem lent hefur „í kerf­in­u“. Aug­lýs­ingin er liður í þeirri stefnu­mótun flokks­ins að gera það að for­gangs­verk­efni sínu að takast á við „bákn­ið“. Mið­flokk­ur­inn ætlar sér að greina vand­ann við „bákn­ið“ og leysa hann svo. Á meðal þess sem flokk­ur­inn stefn­ir, sam­kvæmt aug­lýs­ing­unni, að er ein­földun reglu­verks, aukin vernd borg­ara gegn yfir­valdi, aukið jafn­ræði óháð efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu, ein­fald­ari sam­skipti við opin­berar stofn­anir og minna bákn og lægri skattar sem eigi að leiða til betri lífs­kjara. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­unni stend­ur: „Hefur þú lent í „kerf­in­u“? Hefur þú mætti óbil­girni af hálfu hins opin­bera? Hefur þú upp­lifað óeðli­legar hindr­anir stjórn­kerf­is­ins við stofnun eða rekstur fyr­ir­tækis eða í dag­legu líf­i?“

Þeir sem telja sig geta svarað þessum spurn­ingum Mið­flokks­ins jákvætt eru beðnir um að senda reynslu­sögur sínar til flokks­ins undir nafn­leynd nema samið verði um ann­að.Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Mið­flokk­ur­inn heldur flokks­ráðs­fund um kom­andi helgi í Reykja­nesbæ og aug­lýs­ingin er liður í upp­takti fyrir þann fund. Um 70 manns sitja í Flokks­ráði Mið­flokks­ins og hefst form­leg dag­skrá með ræðu Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, klukkan 13:15 á laug­ar­dag. 

Aug­lýs­ingin er líka í fram­haldi af þeim tólf atriða áherslu­lista sem flokk­ur­inn birti við upp­haf yfir­stand­andi þings, þar sem „Báknið burt“ var efst á blaði. Það slag­orð var meg­in­stefið í stjórn­málum ungra sjálf­stæð­is­manna sem komust til áhrifa á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fremstur í flokki þeirra var Davíð Odds­son, núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist meðp 11,5 pró­sent fylgi í síð­ustu könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka sem er rétt yfir kjör­fylgi hans í síð­ustu kosn­ing­um. Stuðn­ingur við flokk­inn hefur sveifl­ast mikið síð­ast­liðið ár. Hann mæld­ist 5,7 pró­sent í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða, en var kom­inn í 13,4 pró­sent í lok ágúst síð­ast­lið­ins, rétt áður en hin inn­leið­ing þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða, sem flokk­ur­inn barð­ist hart gegn, varð að veru­leika.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent