Miðflokkurinn kallar eftir sögum um „óbilgirni að hálfu hins opinbera“

Miðflokkurinn birti auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann kallar eftir reynslusögum frá þeim sem hafi „lent í kerfinu“. Hann ætlar að gera „báknið burt“ að forgangsmáli sínu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn aug­lýsir í Morg­un­blað­inu í dag eftir reynslu­sögum frá almenn­ingi sem lent hefur „í kerf­in­u“. Aug­lýs­ingin er liður í þeirri stefnu­mótun flokks­ins að gera það að for­gangs­verk­efni sínu að takast á við „bákn­ið“. Mið­flokk­ur­inn ætlar sér að greina vand­ann við „bákn­ið“ og leysa hann svo. Á meðal þess sem flokk­ur­inn stefn­ir, sam­kvæmt aug­lýs­ing­unni, að er ein­földun reglu­verks, aukin vernd borg­ara gegn yfir­valdi, aukið jafn­ræði óháð efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu, ein­fald­ari sam­skipti við opin­berar stofn­anir og minna bákn og lægri skattar sem eigi að leiða til betri lífs­kjara. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­unni stend­ur: „Hefur þú lent í „kerf­in­u“? Hefur þú mætti óbil­girni af hálfu hins opin­bera? Hefur þú upp­lifað óeðli­legar hindr­anir stjórn­kerf­is­ins við stofnun eða rekstur fyr­ir­tækis eða í dag­legu líf­i?“

Þeir sem telja sig geta svarað þessum spurn­ingum Mið­flokks­ins jákvætt eru beðnir um að senda reynslu­sögur sínar til flokks­ins undir nafn­leynd nema samið verði um ann­að.Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Mið­flokk­ur­inn heldur flokks­ráðs­fund um kom­andi helgi í Reykja­nesbæ og aug­lýs­ingin er liður í upp­takti fyrir þann fund. Um 70 manns sitja í Flokks­ráði Mið­flokks­ins og hefst form­leg dag­skrá með ræðu Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, klukkan 13:15 á laug­ar­dag. 

Aug­lýs­ingin er líka í fram­haldi af þeim tólf atriða áherslu­lista sem flokk­ur­inn birti við upp­haf yfir­stand­andi þings, þar sem „Báknið burt“ var efst á blaði. Það slag­orð var meg­in­stefið í stjórn­málum ungra sjálf­stæð­is­manna sem komust til áhrifa á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fremstur í flokki þeirra var Davíð Odds­son, núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist meðp 11,5 pró­sent fylgi í síð­ustu könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka sem er rétt yfir kjör­fylgi hans í síð­ustu kosn­ing­um. Stuðn­ingur við flokk­inn hefur sveifl­ast mikið síð­ast­liðið ár. Hann mæld­ist 5,7 pró­sent í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða, en var kom­inn í 13,4 pró­sent í lok ágúst síð­ast­lið­ins, rétt áður en hin inn­leið­ing þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða, sem flokk­ur­inn barð­ist hart gegn, varð að veru­leika.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent