Telja að verðmiðinn á Play geti farið í 78 milljarða á þremur árum

Í kynningu á framtíðarsýn forsvarsmanna lággjaldaflugfélagsins Play koma fram stórhuga áform um uppbyggingu félagsins á næstu þremur árum.

play 2
Auglýsing

Áform lággjalda­flug­fé­lags­ins Play, sem kynnt var til sög­unnar á blaða­manna­fundi í gær, gera ráð fyrir stór­huga fram­tíð­ar­sýn fyrir næstu ár, og innan þriggja ára verði félagið komið með 10 flug­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­ar­hagnað fyrir fjár­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­arða króna, geti numið um 630 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­örðum króna, í lok árs 2022. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu á félag­inu - þá undir nafn­inu WAB air - sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Til sam­an­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 40,7 millj­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í dag. 

Auglýsing

Það er upp­hæð sem nemur um 64 pró­sent af eigin fé félags­ins miðað við stöð­una eins og hún var, í lok þriðja árs­fjórð­ungs þessa árs. Þá var eigið fé félags­ins um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 62,5 millj­örðum króna.

Play leitar nú við­bótar fjár­magns til þess að hefja rekstur og starf­semi, en nú þegar hefur það tryggt sér 40 millj­ónir evra, jafn­virði um 5,5 millj­arða króna, frá breska fjár­fest­inga­sjóðnum Athene Capital, að því fram kemur í kynn­ing­ar­gögnum fyrir fjár­festa. 

Um láns­fjár­mögnun er að ræða sem hægt er að auka upp í 80 millj­ónir evra, eða sem nemur rúm­lega 11 millj­örðum króna. 

Íslensk verð­bréf koma að því að fjár­magna það sem útaf stend­ur, eins og fram kom á kynn­ing­ar­fund­inum í gær, en í máli Arn­ars Más Magn­ús­sonar for­stjóra,  kom fram að horft sé til þess að erlendir fjár­festar komi með 80 pró­sent fjár­magns og 20 pró­sent komi frá inn­lendum aðil­u­m. 

Auk Arn­­ars Más verða þeir Sveinn Ingi Stein­þór­s­­son, sem verður fjár­­­mála­­stjóri, Bogi Guð­­munds­­son, sem mun halda utan um lög­­fræðis­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­son, sem verður meið­eig­andi, í stjórn­enda­teymi félags­ins.

Unnið hefur verið að stofnun félags­­ins í nokkra mán­uði undir heit­inu WAB Air, en það stóð fyrir „We Are Back“. Lyk­il­­fólk í hópnum á bak­við stofnun félags­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­endur hjá WOW air. Til að byrja með ætlar Play að gefa eitt þús­und frí flug­­miða til þeirra sem skrá sig á heima­­síðu félags­­ins nú, en vefslóð hennar verð­ur www.flypla­y.com.

Í áætl­unum sem kynntar hafa verið fyrir fjár­festum er gert ráð fyrir um 90 pró­sent sæta­nýt­ingu, og að ekki fáist neitt greitt frá færslu­hirðum fyrr en flug hefur verið far­ið, en greiðslu­flæði til flug­fé­laga byggir á fjár­magni sem kemur frá við­skipta­vinum með greiðslu­kortum og þar með færslu­hirð­um.

Í kynn­ing­unni er miðað við að fjár­festar sem komi inn í félagið í upp­hafi, muni geta fengið 12 til 13 földun á fjár­fest­ingu sína á innan við þremur árum, gangi áætl­anir félags­ins eftir og að gefnum for­sendum fyrir verð­mati.

Í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag, kemur fram að hátt í þús­und starfs­um­­sóknir höfðu borist PLAY í hádeg­inu í dag. Enn eru að ber­­ast umsóknir en aðeins er lið­inn sól­­­ar­hringur síðan til­­kynnt var um flug­­­fé­lagið PLAY. Um 26 þús­und hafa skráð sig á póst­­list­ann hjá PLAY, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Play ætlar að tengja Norður Amer­íku við Íslands og Evr­­ópu, en Arnar Már fór ekki yfir nákvæm­­lega hverjir áfanga­­staðir félags­­ins yrðu, á kynn­ing­ar­fund­inum í gær. Félagið hyggst not­ast við Air­bus vél­ar, og gera áætl­anir ráð fyrir að félagið ein­blíni fyrst og fremst á lággjalda­flug­fé­lags rekst­ur. Þar sem lagt er upp með að bjóða gott verð á flugi, með hag­kvæmum vélum og leiða­kerf­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent