Telja að verðmiðinn á Play geti farið í 78 milljarða á þremur árum

Í kynningu á framtíðarsýn forsvarsmanna lággjaldaflugfélagsins Play koma fram stórhuga áform um uppbyggingu félagsins á næstu þremur árum.

play 2
Auglýsing

Áform lággjalda­flug­fé­lags­ins Play, sem kynnt var til sög­unnar á blaða­manna­fundi í gær, gera ráð fyrir stór­huga fram­tíð­ar­sýn fyrir næstu ár, og innan þriggja ára verði félagið komið með 10 flug­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­ar­hagnað fyrir fjár­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­arða króna, geti numið um 630 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­örðum króna, í lok árs 2022. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu á félag­inu - þá undir nafn­inu WAB air - sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Til sam­an­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 40,7 millj­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í dag. 

Auglýsing

Það er upp­hæð sem nemur um 64 pró­sent af eigin fé félags­ins miðað við stöð­una eins og hún var, í lok þriðja árs­fjórð­ungs þessa árs. Þá var eigið fé félags­ins um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 62,5 millj­örðum króna.

Play leitar nú við­bótar fjár­magns til þess að hefja rekstur og starf­semi, en nú þegar hefur það tryggt sér 40 millj­ónir evra, jafn­virði um 5,5 millj­arða króna, frá breska fjár­fest­inga­sjóðnum Athene Capital, að því fram kemur í kynn­ing­ar­gögnum fyrir fjár­festa. 

Um láns­fjár­mögnun er að ræða sem hægt er að auka upp í 80 millj­ónir evra, eða sem nemur rúm­lega 11 millj­örðum króna. 

Íslensk verð­bréf koma að því að fjár­magna það sem útaf stend­ur, eins og fram kom á kynn­ing­ar­fund­inum í gær, en í máli Arn­ars Más Magn­ús­sonar for­stjóra,  kom fram að horft sé til þess að erlendir fjár­festar komi með 80 pró­sent fjár­magns og 20 pró­sent komi frá inn­lendum aðil­u­m. 

Auk Arn­­ars Más verða þeir Sveinn Ingi Stein­þór­s­­son, sem verður fjár­­­mála­­stjóri, Bogi Guð­­munds­­son, sem mun halda utan um lög­­fræðis­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­son, sem verður meið­eig­andi, í stjórn­enda­teymi félags­ins.

Unnið hefur verið að stofnun félags­­ins í nokkra mán­uði undir heit­inu WAB Air, en það stóð fyrir „We Are Back“. Lyk­il­­fólk í hópnum á bak­við stofnun félags­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­endur hjá WOW air. Til að byrja með ætlar Play að gefa eitt þús­und frí flug­­miða til þeirra sem skrá sig á heima­­síðu félags­­ins nú, en vefslóð hennar verð­ur www.flypla­y.com.

Í áætl­unum sem kynntar hafa verið fyrir fjár­festum er gert ráð fyrir um 90 pró­sent sæta­nýt­ingu, og að ekki fáist neitt greitt frá færslu­hirðum fyrr en flug hefur verið far­ið, en greiðslu­flæði til flug­fé­laga byggir á fjár­magni sem kemur frá við­skipta­vinum með greiðslu­kortum og þar með færslu­hirð­um.

Í kynn­ing­unni er miðað við að fjár­festar sem komi inn í félagið í upp­hafi, muni geta fengið 12 til 13 földun á fjár­fest­ingu sína á innan við þremur árum, gangi áætl­anir félags­ins eftir og að gefnum for­sendum fyrir verð­mati.

Í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag, kemur fram að hátt í þús­und starfs­um­­sóknir höfðu borist PLAY í hádeg­inu í dag. Enn eru að ber­­ast umsóknir en aðeins er lið­inn sól­­­ar­hringur síðan til­­kynnt var um flug­­­fé­lagið PLAY. Um 26 þús­und hafa skráð sig á póst­­list­ann hjá PLAY, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Play ætlar að tengja Norður Amer­íku við Íslands og Evr­­ópu, en Arnar Már fór ekki yfir nákvæm­­lega hverjir áfanga­­staðir félags­­ins yrðu, á kynn­ing­ar­fund­inum í gær. Félagið hyggst not­ast við Air­bus vél­ar, og gera áætl­anir ráð fyrir að félagið ein­blíni fyrst og fremst á lággjalda­flug­fé­lags rekst­ur. Þar sem lagt er upp með að bjóða gott verð á flugi, með hag­kvæmum vélum og leiða­kerf­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent