Telja að verðmiðinn á Play geti farið í 78 milljarða á þremur árum

Í kynningu á framtíðarsýn forsvarsmanna lággjaldaflugfélagsins Play koma fram stórhuga áform um uppbyggingu félagsins á næstu þremur árum.

play 2
Auglýsing

Áform lággjaldaflugfélagsins Play, sem kynnt var til sögunnar á blaðamannafundi í gær, gera ráð fyrir stórhuga framtíðarsýn fyrir næstu ár, og innan þriggja ára verði félagið komið með 10 flugvélar í rekstri og að verðmiðinn á félaginu, miðað við rekstrarhagnað fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBIDT.) upp á 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða króna, geti numið um 630 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 78 milljörðum króna, í lok árs 2022. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárfestakynningu á félaginu - þá undir nafninu WAB air - samkvæmt heimildum Kjarnans. 

Til samanburðar er Icelandair, með verðmiða upp á 40,7 milljarða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun markaða í dag. 

Auglýsing

Það er upphæð sem nemur um 64 prósent af eigin fé félagsins miðað við stöðuna eins og hún var, í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs. Þá var eigið fé félagsins um 500 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 62,5 milljörðum króna.

Play leitar nú viðbótar fjármagns til þess að hefja rekstur og starfsemi, en nú þegar hefur það tryggt sér 40 milljónir evra, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, frá breska fjárfestingasjóðnum Athene Capital, að því fram kemur í kynningargögnum fyrir fjárfesta. 

Um lánsfjármögnun er að ræða sem hægt er að auka upp í 80 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 11 milljörðum króna. 

Íslensk verðbréf koma að því að fjármagna það sem útaf stendur, eins og fram kom á kynningarfundinum í gær, en í máli Arnars Más Magnússonar forstjóra,  kom fram að horft sé til þess að erlendir fjárfestar komi með 80 prósent fjármagns og 20 prósent komi frá innlendum aðilum. 

Auk Arn­ars Más verða þeir Sveinn Ingi Stein­þórs­son, sem verður fjár­mála­stjóri, Bogi Guð­munds­son, sem mun halda utan um lög­fræðisvið­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­son, sem verður meið­eig­andi, í stjórnendateymi félagsins.

Unnið hefur verið að stofnun félags­ins í nokkra mán­uði undir heit­inu WAB Air, en það stóð fyrir „We Are Back“. Lyk­il­fólk í hópnum á bak­við stofnun félags­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá WOW air. Til að byrja með ætlar Play að gefa eitt þús­und frí flug­miða til þeirra sem skrá sig á heima­síðu félags­ins nú, en vefslóð hennar verður www.flypla­y.com.

Í áætlunum sem kynntar hafa verið fyrir fjárfestum er gert ráð fyrir um 90 prósent sætanýtingu, og að ekki fáist neitt greitt frá færsluhirðum fyrr en flug hefur verið farið, en greiðsluflæði til flugfélaga byggir á fjármagni sem kemur frá viðskiptavinum með greiðslukortum og þar með færsluhirðum.

Í kynningunni er miðað við að fjárfestar sem komi inn í félagið í upphafi, muni geta fengið 12 til 13 földun á fjárfestingu sína á innan við þremur árum, gangi áætlanir félagsins eftir og að gefnum forsendum fyrir verðmati.

Í tilkynningu frá félaginu í dag, kemur fram að hátt í þús­und starfs­um­sóknir höfðu borist PLAY í hádeg­inu í dag. Enn eru að ber­ast umsóknir en aðeins er lið­inn sól­ar­hringur síðan til­kynnt var um flug­fé­lagið PLAY. Um 26 þús­und hafa skráð sig á póst­list­ann hjá PLAY, segir í tilkynningunni. 

Play ætlar að tengja Norður Amer­íku við Íslands og Evr­ópu, en Arnar Már fór ekki yfir nákvæm­lega hverjir áfanga­staðir félags­ins yrðu, á kynningarfundinum í gær. Félagið hyggst notast við Airbus vélar, og gera áætlanir ráð fyrir að félagið einblíni fyrst og fremst á lággjaldaflugfélags rekstur. Þar sem lagt er upp með að bjóða gott verð á flugi, með hagkvæmum vélum og leiðakerfi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent