Telja að verðmiðinn á Play geti farið í 78 milljarða á þremur árum

Í kynningu á framtíðarsýn forsvarsmanna lággjaldaflugfélagsins Play koma fram stórhuga áform um uppbyggingu félagsins á næstu þremur árum.

play 2
Auglýsing

Áform lággjalda­flug­fé­lags­ins Play, sem kynnt var til sög­unnar á blaða­manna­fundi í gær, gera ráð fyrir stór­huga fram­tíð­ar­sýn fyrir næstu ár, og innan þriggja ára verði félagið komið með 10 flug­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­ar­hagnað fyrir fjár­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­arða króna, geti numið um 630 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­örðum króna, í lok árs 2022. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu á félag­inu - þá undir nafn­inu WAB air - sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Til sam­an­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 40,7 millj­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í dag. 

Auglýsing

Það er upp­hæð sem nemur um 64 pró­sent af eigin fé félags­ins miðað við stöð­una eins og hún var, í lok þriðja árs­fjórð­ungs þessa árs. Þá var eigið fé félags­ins um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 62,5 millj­örðum króna.

Play leitar nú við­bótar fjár­magns til þess að hefja rekstur og starf­semi, en nú þegar hefur það tryggt sér 40 millj­ónir evra, jafn­virði um 5,5 millj­arða króna, frá breska fjár­fest­inga­sjóðnum Athene Capital, að því fram kemur í kynn­ing­ar­gögnum fyrir fjár­festa. 

Um láns­fjár­mögnun er að ræða sem hægt er að auka upp í 80 millj­ónir evra, eða sem nemur rúm­lega 11 millj­örðum króna. 

Íslensk verð­bréf koma að því að fjár­magna það sem útaf stend­ur, eins og fram kom á kynn­ing­ar­fund­inum í gær, en í máli Arn­ars Más Magn­ús­sonar for­stjóra,  kom fram að horft sé til þess að erlendir fjár­festar komi með 80 pró­sent fjár­magns og 20 pró­sent komi frá inn­lendum aðil­u­m. 

Auk Arn­­ars Más verða þeir Sveinn Ingi Stein­þór­s­­son, sem verður fjár­­­mála­­stjóri, Bogi Guð­­munds­­son, sem mun halda utan um lög­­fræðis­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­son, sem verður meið­eig­andi, í stjórn­enda­teymi félags­ins.

Unnið hefur verið að stofnun félags­­ins í nokkra mán­uði undir heit­inu WAB Air, en það stóð fyrir „We Are Back“. Lyk­il­­fólk í hópnum á bak­við stofnun félags­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­endur hjá WOW air. Til að byrja með ætlar Play að gefa eitt þús­und frí flug­­miða til þeirra sem skrá sig á heima­­síðu félags­­ins nú, en vefslóð hennar verð­ur www.flypla­y.com.

Í áætl­unum sem kynntar hafa verið fyrir fjár­festum er gert ráð fyrir um 90 pró­sent sæta­nýt­ingu, og að ekki fáist neitt greitt frá færslu­hirðum fyrr en flug hefur verið far­ið, en greiðslu­flæði til flug­fé­laga byggir á fjár­magni sem kemur frá við­skipta­vinum með greiðslu­kortum og þar með færslu­hirð­um.

Í kynn­ing­unni er miðað við að fjár­festar sem komi inn í félagið í upp­hafi, muni geta fengið 12 til 13 földun á fjár­fest­ingu sína á innan við þremur árum, gangi áætl­anir félags­ins eftir og að gefnum for­sendum fyrir verð­mati.

Í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag, kemur fram að hátt í þús­und starfs­um­­sóknir höfðu borist PLAY í hádeg­inu í dag. Enn eru að ber­­ast umsóknir en aðeins er lið­inn sól­­­ar­hringur síðan til­­kynnt var um flug­­­fé­lagið PLAY. Um 26 þús­und hafa skráð sig á póst­­list­ann hjá PLAY, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Play ætlar að tengja Norður Amer­íku við Íslands og Evr­­ópu, en Arnar Már fór ekki yfir nákvæm­­lega hverjir áfanga­­staðir félags­­ins yrðu, á kynn­ing­ar­fund­inum í gær. Félagið hyggst not­ast við Air­bus vél­ar, og gera áætl­anir ráð fyrir að félagið ein­blíni fyrst og fremst á lággjalda­flug­fé­lags rekst­ur. Þar sem lagt er upp með að bjóða gott verð á flugi, með hag­kvæmum vélum og leiða­kerf­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent