Rúmlega 80 prósent af tekjum Viðreisnar komu úr opinberum sjóðum

Félag í eigu eiganda Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem gáfu Viðreisn hæsta löglega fjárframlag í fyrra. Framlög úr ríkissjóði til flokksins hækkuðu milli ára þrátt fyrir að þingmönnum hans hafi fækkað umtalsvert.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Tekjur Við­reisnar voru alls 61,1 milljón króna í fyrra. Að uppi­stöðu komu þær tekjur úr rík­is­sjóði, eða 49,7 millj­ónir króna. Það þýðir að 81,3 pró­sent af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Rekstur Við­reisnar kost­aði alls 58,7 millj­ónir króna í fyrra og því skil­aði rekst­ur­inn smá­vægi­legum hagn­aði. Flokk­ur­inn skuld­aði 8,6 millj­ónir króna í lok síð­asta árs og lækk­uðu skuldir hans milli ára úr 10,2 millj­ónum króna. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­reikn­ingi Við­reisnar sem Rík­is­end­ur­skoðun birti í dag. Þetta er fyrsti útdrátt­ur­inn úr árs­reikn­ingi flokka sem eiga sæti á Alþingi sem stofn­unin birtir vegna árs­ins 2018. Við­reisn fékk 6,7 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017 og fjóra þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn hafði fengið 10,5 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn í kosn­ing­unum sem haldnar voru árið áður. Þrátt fyrir færri þing­menn á árinu 2018 en þorra árs­ins 2017 um 11,1 milljón króna milli ára.

Auglýsing
Árið 2018 var nefni­lega fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­mála­flokk­anna sem eiga full­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­is­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­sent, að til­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþingi. Fram­lög úr rík­­is­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­kosn­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­lega 2,8 millj­­­örðum króna úr rík­­­is­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­semi sinn­i. 

Eig­andi Frétta­blaðs­ins á meðal helstu styrkj­enda

Þrír lög­að­ilar og einn ein­stak­lingur gáfu Við­reisn hámarks­fjár­hæð í fram­lag sem lög heim­ila á síð­asta ári, eða 400 þús­und krón­ur. Um er að ræða félagið Varð­berg ehf., í eigu Helga Magn­ús­son­ar, Brim hf., sem nú heitir Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur og er að mestu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, og Sím­ann, sem er skráð félag á mark­aði. Ein­stak­ling­ur­inn sem gaf 400 þús­und krónur heitir Páll Árni Jóns­son. 

Auk þess gáfu þrír lög­að­ilar flokknum 300 þús­und krónur í fyrra. Þeir eru KP Capital, í eigu Krist­ínar Pét­urs­dótt­ur, Th. Magn­ús­son ehf., í eigu Þórðar Magn­ús­sonar stærsta eig­anda Eyris Invest, og Sam­skip, skipa­fé­lag í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Þessir þrír lög­að­ilar gáfu Við­reisn 300 þús­und krónur í fyrra. 

Helgi Magn­ús­son og aðilar tengdir honum hafa verið á meðal helstu fjár­hags­legra bak­hjarla Við­reisnar frá því að flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2016. Á fyrsta starfs­ári sínu mega stjórn­mála­flokkar fá hærri fram­lög en hið lög­bundna hámark segir til um. Alls gaf Helgi 1,6 millj­­ónir króna beint og í gegnum eign­­ar­halds­­­fé­lög sín og fyr­ir­tæki þar sem hann er stór hlut­hafi og stjórn­­­ar­­maður gáfu 800 þús­und krónur til við­­bót­a á því ári. Í fyrra gaf Helgi Við­reisn 400 þús­und krón­ur. Hann keypti á þessu ári allt hlutafé í Torgi, útgáfu­fé­lagið Frétta­blaðs­ins. Ný lög sam­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­mál stjórn­­­mála­­flokka voru sam­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­mála­­flokkar mega nú  taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­um. Hámarks­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­ur. 

Auglýsing
Auk þess var sú fjár­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­greindur í árs­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­is­end­­ur­­skoðun gerði í fyrra athuga­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­mála­­flokk­anna skila árs­­reikn­ingum sínum til rík­­is­end­­ur­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­is­end­­ur­­skoðun mun hætta að birta tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­ur­­skoð­end­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent