Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri

Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.

Helgi Magnússon og Fréttablaðið
Auglýsing

Helgi Magn­ús­son og tengdir aðilar hafa keypt helm­ings­hlut 365 miðla í Torgi ehf., útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins. Fyrr á þessu ári keypti Helgi hinn helm­ing­inn í félag­in­u. 

Sam­hliða hefur Ólöf Skafta­dóttir látið af störfum sem rit­stjóri blaðs­ins en við starfi hennar tekur Jón Þór­is­son. Hann var áður for­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka og starf­aði um skeið sem við­skipta­blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Jón hefur und­an­farin ár starfað sem lög­fræð­ing­ur. Hann mun starfa við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar, sem ráð­inn var annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins fyrr á þessu ári. Davíð hafði að mestu starfað við almanna­tengsl og ráð­gjöf áður en hann tók við því starf­i. 

Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins. Þar segir enn frem­ur: „Jó­hanna Helga Við­ars­dótt­ir, sem gegnt hefur stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Torgi verður nú for­stjóri og útgef­andi Torgs. Fyr­ir­hugað er að flytja starf­semi Hring­brautar á Hafn­ar­torg þar sem rit­stjórn Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is er til húsa. Fyr­ir­hugað er að Guð­mundur Örn Jóhanns­son taki við starfi fram­kvæmda­stjóra sölu, mark­aðs­mála og dag­skrár­gerðar sam­ein­aðs fyr­ir­tækis og Sig­mundur Ernir Rún­ars­son verði áfram sjón­varps­stjóri.

Auglýsing

Ætl­unin er að eig­endur Hring­brautar leggi fyr­ir­tæki sitt inn í Torg og eign­ist hluta­bréf í félag­inu. Það eru þeir Sig­urður Arn­gríms­son, gegnum félag sitt Saffron, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son. Aðrir hlut­hafar í sam­ein­uðu félagi verða Jón Þór­is­son og Helgi Magn­ús­son sem verður eig­andi meiri­hluta hluta­fjár og mun gegna for­mennsku í stjórn Torgs ehf.“

Með þessum kaupum lýkur ára­löngu eign­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­miðl­um, en þau hafa verið aðal­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­ara þeirrar fjöl­miðla­sam­steypu árum sam­an. 

Greint var frá því í júní síð­ast­liðnum að félag í eigu Helga Magn­ús­sonar hefði keypt helm­ings­hlut í Torgi. Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son verið ráð­inn rit­stjóri og hávær orðrómur hafði verið um að það tengd­ist kaupum Helga á blað­in­u. 

Frétta­­­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­­­sam­­­steypu lands­ins, 365 mið­l­­­um. Hún var brotin upp seint á árinu 2017 þegar ljós­vaka­miðlar henn­­­ar, fjar­­­skipta­­­starf­­­semi og frétta­vef­­­ur­inn Vísir voru seld til Voda­­­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Helgi hefur verið umsvifa­­mik­ill í íslensku við­­skipta­­lífi árum sam­­an. Hann er stór hlut­hafi í Mar­el, lang­verð­­mætasta félags íslensku kaup­hall­­ar­inn­­ar, og stjórn­­­ar­­for­­maður Bláa lóns­ins þar sem hann er einnig hlut­hafi. 

Frétta­­blaðið er frí­­blað sem er gefið út sex sinnum í viku og dreift í 80 þús­und ein­tök­­um. Auk blaðs­ins rekur Torg tíma­­ritið Gla­mour og vef­ina fretta­bla­did.is og marka­d­ur­inn.­­is. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent