Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri

Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.

Helgi Magnússon og Fréttablaðið
Auglýsing

Helgi Magn­ús­son og tengdir aðilar hafa keypt helm­ings­hlut 365 miðla í Torgi ehf., útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins. Fyrr á þessu ári keypti Helgi hinn helm­ing­inn í félag­in­u. 

Sam­hliða hefur Ólöf Skafta­dóttir látið af störfum sem rit­stjóri blaðs­ins en við starfi hennar tekur Jón Þór­is­son. Hann var áður for­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka og starf­aði um skeið sem við­skipta­blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Jón hefur und­an­farin ár starfað sem lög­fræð­ing­ur. Hann mun starfa við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar, sem ráð­inn var annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins fyrr á þessu ári. Davíð hafði að mestu starfað við almanna­tengsl og ráð­gjöf áður en hann tók við því starf­i. 

Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins. Þar segir enn frem­ur: „Jó­hanna Helga Við­ars­dótt­ir, sem gegnt hefur stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Torgi verður nú for­stjóri og útgef­andi Torgs. Fyr­ir­hugað er að flytja starf­semi Hring­brautar á Hafn­ar­torg þar sem rit­stjórn Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is er til húsa. Fyr­ir­hugað er að Guð­mundur Örn Jóhanns­son taki við starfi fram­kvæmda­stjóra sölu, mark­aðs­mála og dag­skrár­gerðar sam­ein­aðs fyr­ir­tækis og Sig­mundur Ernir Rún­ars­son verði áfram sjón­varps­stjóri.

Auglýsing

Ætl­unin er að eig­endur Hring­brautar leggi fyr­ir­tæki sitt inn í Torg og eign­ist hluta­bréf í félag­inu. Það eru þeir Sig­urður Arn­gríms­son, gegnum félag sitt Saffron, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son. Aðrir hlut­hafar í sam­ein­uðu félagi verða Jón Þór­is­son og Helgi Magn­ús­son sem verður eig­andi meiri­hluta hluta­fjár og mun gegna for­mennsku í stjórn Torgs ehf.“

Með þessum kaupum lýkur ára­löngu eign­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­miðl­um, en þau hafa verið aðal­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­ara þeirrar fjöl­miðla­sam­steypu árum sam­an. 

Greint var frá því í júní síð­ast­liðnum að félag í eigu Helga Magn­ús­sonar hefði keypt helm­ings­hlut í Torgi. Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son verið ráð­inn rit­stjóri og hávær orðrómur hafði verið um að það tengd­ist kaupum Helga á blað­in­u. 

Frétta­­­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­­­sam­­­steypu lands­ins, 365 mið­l­­­um. Hún var brotin upp seint á árinu 2017 þegar ljós­vaka­miðlar henn­­­ar, fjar­­­skipta­­­starf­­­semi og frétta­vef­­­ur­inn Vísir voru seld til Voda­­­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Helgi hefur verið umsvifa­­mik­ill í íslensku við­­skipta­­lífi árum sam­­an. Hann er stór hlut­hafi í Mar­el, lang­verð­­mætasta félags íslensku kaup­hall­­ar­inn­­ar, og stjórn­­­ar­­for­­maður Bláa lóns­ins þar sem hann er einnig hlut­hafi. 

Frétta­­blaðið er frí­­blað sem er gefið út sex sinnum í viku og dreift í 80 þús­und ein­tök­­um. Auk blaðs­ins rekur Torg tíma­­ritið Gla­mour og vef­ina fretta­bla­did.is og marka­d­ur­inn.­­is. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent