Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri

Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.

Helgi Magnússon og Fréttablaðið
Auglýsing

Helgi Magn­ús­son og tengdir aðilar hafa keypt helm­ings­hlut 365 miðla í Torgi ehf., útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins. Fyrr á þessu ári keypti Helgi hinn helm­ing­inn í félag­in­u. 

Sam­hliða hefur Ólöf Skafta­dóttir látið af störfum sem rit­stjóri blaðs­ins en við starfi hennar tekur Jón Þór­is­son. Hann var áður for­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka og starf­aði um skeið sem við­skipta­blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Jón hefur und­an­farin ár starfað sem lög­fræð­ing­ur. Hann mun starfa við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar, sem ráð­inn var annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins fyrr á þessu ári. Davíð hafði að mestu starfað við almanna­tengsl og ráð­gjöf áður en hann tók við því starf­i. 

Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins. Þar segir enn frem­ur: „Jó­hanna Helga Við­ars­dótt­ir, sem gegnt hefur stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Torgi verður nú for­stjóri og útgef­andi Torgs. Fyr­ir­hugað er að flytja starf­semi Hring­brautar á Hafn­ar­torg þar sem rit­stjórn Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is er til húsa. Fyr­ir­hugað er að Guð­mundur Örn Jóhanns­son taki við starfi fram­kvæmda­stjóra sölu, mark­aðs­mála og dag­skrár­gerðar sam­ein­aðs fyr­ir­tækis og Sig­mundur Ernir Rún­ars­son verði áfram sjón­varps­stjóri.

Auglýsing

Ætl­unin er að eig­endur Hring­brautar leggi fyr­ir­tæki sitt inn í Torg og eign­ist hluta­bréf í félag­inu. Það eru þeir Sig­urður Arn­gríms­son, gegnum félag sitt Saffron, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son. Aðrir hlut­hafar í sam­ein­uðu félagi verða Jón Þór­is­son og Helgi Magn­ús­son sem verður eig­andi meiri­hluta hluta­fjár og mun gegna for­mennsku í stjórn Torgs ehf.“

Með þessum kaupum lýkur ára­löngu eign­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­miðl­um, en þau hafa verið aðal­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­ara þeirrar fjöl­miðla­sam­steypu árum sam­an. 

Greint var frá því í júní síð­ast­liðnum að félag í eigu Helga Magn­ús­sonar hefði keypt helm­ings­hlut í Torgi. Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son verið ráð­inn rit­stjóri og hávær orðrómur hafði verið um að það tengd­ist kaupum Helga á blað­in­u. 

Frétta­­­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­­­sam­­­steypu lands­ins, 365 mið­l­­­um. Hún var brotin upp seint á árinu 2017 þegar ljós­vaka­miðlar henn­­­ar, fjar­­­skipta­­­starf­­­semi og frétta­vef­­­ur­inn Vísir voru seld til Voda­­­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Helgi hefur verið umsvifa­­mik­ill í íslensku við­­skipta­­lífi árum sam­­an. Hann er stór hlut­hafi í Mar­el, lang­verð­­mætasta félags íslensku kaup­hall­­ar­inn­­ar, og stjórn­­­ar­­for­­maður Bláa lóns­ins þar sem hann er einnig hlut­hafi. 

Frétta­­blaðið er frí­­blað sem er gefið út sex sinnum í viku og dreift í 80 þús­und ein­tök­­um. Auk blaðs­ins rekur Torg tíma­­ritið Gla­mour og vef­ina fretta­bla­did.is og marka­d­ur­inn.­­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent