6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína

Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.

Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
Auglýsing

Um það bil 6.400 minni kröfu­hafar Kaup­þings banka höfðu ekki sótt þær greiðslur sem þeir áttu rétt á að fá um síð­ustu ára­mót, sam­kvæmt nauða­samn­ingi sem gerður var í lok árs 2015. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kaup­þings ehf., félags utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka, fyrir árið 2018.

Þar segir að í lok jan­úar 2019 hafi félagið geymt 27,2 millj­ónir evra í reiðufé og 29,2 millj­ónir punda í breyt­an­legum skulda­bréfum á vörslu­reikn­ingi til að mæta greiðslum kröfu­hafa sem höfðu ekki sótt pen­ing­ana sína. Sam­an­lagt virði þeirra fjár­muna sem geymdir voru á vörslu­reikn­ingi, umreiknað í íslenskar krónur á gengi dags­ins í dag, er um 8,5 millj­arðar króna. 

Búið að greiða út háar upp­hæðir

Slitabú Kaup­þings samdi við íslenska ríkið um greiðslu stöð­ug­leika­fram­laga sum­arið 2015, gegn því að fá að klára gerð nauða­samn­ings og hefja útgreiðslu fjár­muna til kröfu­hafa sinna. 

Sá nauða­samn­ingur var klár­aður í des­em­ber sama ár. 

Auglýsing
Í lok síð­asta árs hafði Kaup­þing í heild skilað skulda­bréfa­eig­endum sínum 2.621,9 millj­ónum punda í greiðslum með reiðufé og lækkun á höf­uð­stól breyt­an­legra skulda­bréfa í kjöl­far lausnar á ágrein­ings­mál­um. Það gera greiðslur upp á 422,1 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag. 

Eignir félags­ins hafa auk­ist það sem af er þessu ári. Meðal ann­ars fékk Kaup­þing greitt 97,8 millj­ónir punda, um 15,7 millj­arða króna á núvirði, þann 10. jan­úar 2019 eftir að sam­komu­lag náð­ist við Robert Tchengu­iz, stærsta lán­tak­anda bank­ans fyrir hrun. Með því lauk ára­löngum mála­ferlum Roberts og bróður hans Vincents við Kaup­þing. Greiðslan kom úr fjár­fest­inga­fé­lag­inu Oscatello, sem var í eigu Robert Tchengu­iz. 

Hafa greitt mikið til rík­is­ins

Stöð­ug­leika­fram­lögin sem Kaup­þing greiddi fólust meðal ann­ars í því að félagið skil­aði uppi­stöðu þeirra fjár­muna sem feng­ust við sölu á hlut félags­ins í Arion banka til íslenska rík­is­ins vegna afkomu­skipta­samn­ings sem gerður var milli aðil­anna. Sam­kvæmt honum átti íslenska ríkið að fá þriðj­ung af öllu sölu­and­virði Kaup­­þings á eign­­ar­hlutum félags­­ins í Arion ­banka milli 100 og 140 millj­­arða króna en helm­ing­inn á milli 140 og 160 millj­­arða króna. Þá fær rík­­is­­sjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af sölu­and­virði umfram 160 millj­­arða króna. 

Í sumar hafði rík­is­sjóður þegar fengið í heild­ina um 100 millj­arða króna í tengslum við sölu­­ferli Kaup­­þings á eign­­ar­hlutum sínum í Arion ­banka. Auk þess hafði félagið greitt um 8,3 millj­­arða króna í vexti vegna 84 millj­­arða króna veð­skulda­bréfs sem Kaup­­þing gaf út til rík­­is­ins í árs­­byrjun 2016. Skulda­bréf­ið, sem var með veði í hluta­bréfum í Arion ­banka og var hluti af stöð­ug­­leika­fram­lagi Kaup­­þings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Með millj­arða í laun

Kjarn­inn greindi frá því í upp­hafi viku að stjórn og for­stjóri Kaup­þings hefðu sam­tals fengið 1.216 millj­­ónir króna í laun í fyrra. Alls námu greiðslur til starfs­­manna félags­­ins, sem voru 17 tals­ins, í heild rúm­­lega 3,5 millj­­örðum króna á árinu 2018 og hækk­­uðu um 900 millj­­ónir króna þrátt fyrir að starfs­­fólki hefði fækk­­að. Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­­fólks Kaup­­þings auk­ist um 1,9 millj­­arð króna en starfs­­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17. 

1.216 millj­­ónir króna í laun í fyrra. Alls námu greiðslur til starfs­­manna félags­­ins, sem voru 17 tals­ins, í heild rúm­­lega 3,5 millj­­örðum króna á árinu 2018 og hækk­­uðu um 900 millj­­ónir króna þrátt fyrir að starfs­­fólki hefði fækk­­að. Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­­fólks Kaup­­þings auk­ist um 1,9 millj­­arð króna en starfs­­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17. 

Greint var frá því fyrir þremur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­­­starfs­­­manna Kaup­­­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­­­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­­­­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­­­­þings á þeim tíma var 87 pró­­­­sent hlutur félags­­­­ins í Arion banka, sem nú hefur verið seld að öllu leyti eftir að bank­inn var skráður á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur áttu ein­ungis að ná til starfs­­­­manna Kaup­­­­þings, ekki stjórn­­­­­­­ar­­­­manna og ráð­gjafa sem unnið höfðu fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra áttu að koma til við­­­­bótar því sem greidd­ist til starfs­­­­manna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent