Varnarlína dregin hjá þremur stærstu bönkunum

Takmörk verða sett á fjárfestingarstarfsemi Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka, verði nýtt frumvarp fjármálaráðherra samþykkt.

Bankarnir þrír gætu þurft að sæta nýjum reglum um fjárfestingarstarfsemi
Bankarnir þrír gætu þurft að sæta nýjum reglum um fjárfestingarstarfsemi
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp sem myndi tak­marka stöðu­töku fjár­mála­gern­inga hjá kerf­is­lega mik­il­vægum bönkum þannig að eig­in­fjár­þörf vegna gern­ing­anna myndi ekki ná yfir 15 pró­sentum af eigin fé bank­ans. 

Varn­ar­línan

Sam­kvæmt frum­varp­inu er tak­mörk­un­unum ætlað að vera svokölluð varn­ar­lína til að skýla inni­stæðu­eig­endum stóru bank­anna og rík­is­sjóði fyrir fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi, sem er áhættu­sam­ari en önnur starf­semi þeirra. 

Varn­ar­línan felur í sér að beinar og óbeinar stöður bank­anna í fjár­mála­gern­ingum megi ekki krefj­ast meira eigin fé en því sem nemur 15 pró­sentum af eig­in­fjár­grunni þeirra. Búist er við því að áhætta við­skipta­vina bank­anna minnki með slíkri varn­ar­línu, en frum­varpið bætir þó við að hún gæti dregið úr stærð­ar­hag­kvæmni og þjón­ustu­fram­boði þeirra. 

Auglýsing

Ekki er þó víst hvort frum­varpið muni hafa mikil áhrif á starf­semi bank­anna, þar sem umrætt hlut­fall  var langt undir 15 pró­senta hámark­inu í fyrra. Í lok árs 2019 var stöðu­töku­hlut­fall bank­anna þriggja  um 4,35 pró­sent, og hafði það lækkað úr 4,85 pró­sentum ára­mótin á und­an. 

Starfs­hópar, skýrslur og nefndir

Frum­varpið er afrakstur rúm­lega þriggja ára ferlis sem Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra hóf með skipun starfs­hóps um aðskilnað við­skipta- og fjár­fest­ing­ar­banka í mars árið 2017. 

­Meðal til­lagna starfs­hóps­ins var að fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi yrði heim­iluð innan alhliða banka að skil­greindum mörk­um. Þessar til­lögur voru svo betur útli­staðar í nefnd sem Bjarni skip­aði í jan­úar 2018, en hún lagði til að eig­in­fjár­þörf fjár­mála­gern­inga á meðal þeirra banka sem þykja kerf­is­lega mik­il­vægir, þ.e. Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, mætti ekki vera umfram 10-15% af eig­in­fjár­grunni þeirra. Seinna sama ár var tekið undir þessa til­lögu í hvít­bók um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins

Í kjöl­far útgáfu hvít­bók­ar­innar skip­aði Bjarni svo enn annan starfs­hóp til þess að vinna að frum­varp­inu, en í honum voru tveir full­trúar frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, ásamt tveimur full­trúum frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og einum full­trúa frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent