Framsókn mælist með sögulega lítið fylgi í könnun Gallup

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta lítillega við sig milli mánaða en Framsókn dalar. Samfylking, Píratar og Viðreisn standa nánast í stað.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig fylgi og mælist með 23,9 pró­sent stuðn­ing sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup sem birtur var í dag. Vinstri græn bæta einnig lít­il­lega við sig á milli kann­ana Gallup og eru nú með 13,7 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn dalar hins vegar á milli mán­aða og mælist nú með 6,7 pró­sent fylgi, sem myndi gera hann að minnsta flokknum á Alþingi ef kosið yrði í dag. Raunar er þetta fylgi það lægsta sem Gallup hefur mælt hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um, að einni könnun und­an­skildri. Sú könnun var gerð í sept­em­ber 2018 og sýndi flokk­inn með 6,6 pró­sent fylgi.

Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru að mæl­ast undir kjör­fylgi sem stendur en sam­eig­in­legt fylgi þeirra er 44,3 pró­sent. Það er tölu­vert hærra en það hefur verið að mæl­ast í nýj­ustu könn­unum MMR og Zent­er.

Sam­fylk­ingin yrði næst stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag og nýtur stuðn­ings 14,9 pró­sent kjós­enda. Píratar myndu fá 13,2 pró­sent atkvæða eins og sakir standa núna og Við­reisn mælist með 10,4 pró­sent fylg­i. 

Auglýsing
Allir þrír flokk­arnir eru að mæl­ast yfir kjör­fylgi og sam­eig­in­legt fylgi þeirra er 38,5 pró­sent. Það er 10,5 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu haustið 2017. 

Tæpt ár er til næstu þing­kosn­inga. Þær fara fram í sept­em­ber 2021.

Tveir flokkar sem mæl­ast næðu lík­lega ekki inn

Mið­flokk­ur­inn dalar lít­il­lega á milli mán­aða og nýtur nú stuðn­ings 9,4 pró­sent kjós­enda. Hann er því aðeins undir þeim 10,9 pró­sentum sem hann fékk í kosn­ing­unum 2017, og var þá það mesta sem nýr flokkur hafði nokkru sinni fengið í sínum fyrstu þing­kosn­ing­um.

Sós­í­alista­flokkur Íslands myndi fá 3,9 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag og Flokkur fólks­ins 3,7 pró­sent. Hvor­ugur flokk­ur­inn yrði lík­legur til að ná mann á þing með þannig fylg­i. 

Allar tölur hér að ofan byggja á svörum þeirra sem tóku afstöðu í könnun Gallup.

Nær tólf pró­sent aðspurðra tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp og lið­lega níu pró­sent sögðu að þeir myndu skila auðu eða ekki kjós­a. 

Slétt 55 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina. Það er einu pró­sentu­stigi minni stuðn­ingur en hún naut í lok ágúst. 

Könn­unin var net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. til 30. sept­em­ber 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 9.673 og þátt­töku­hlut­fall var 52,9 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,3 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent