Áfram kveðið á um að ríkið öðlist forkaupsrétt að ISNIC þrátt fyrir mótbárur hluthafa

Ríkið mun fá forkaupsrétt að hlutum í ISNIC, sem gefur út lén með .is endingu, ef frumvarp til laga um íslenska landshöfuðlénið verður samþykkt á þingi í vetur. Hvergi er í dag kveðið á um lén í íslenskri löggjöf, en því á að breyta.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp um íslenska landshöfuðslénið .is.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp um íslenska landshöfuðslénið .is.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp til laga um íslenskt lands­höf­uð­lén á þingi, í annað sinn. Í frum­varp­inu er áfram kveðið á um að íslenska ríkið hafi for­kaups­rétt að hlutum í skrán­ing­ar­stof­unni Inter­net á Íslandi (ISNIC), sem gefur út lén með .is end­ing­u.

Ekki þótti ástæða til þess að taka slíkt ákvæði út úr frum­varp­inu eða breyta því þrátt fyrir að einn hlut­hafa ISNIC hafi gert kröfu um það er frum­varpið var lagt fram á síð­asta þingi og sagt vafa und­ir­orpið hvort for­kaups­rétt­ar­á­kvæðið stæð­ist stjórn­ar­skrá.

Frum­varpið um íslenskt höf­uðland­s­lén hefur verið í vinnslu hjá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu allt frá árinu 2005, frá því að skrán­ing og útgáfa léna með .is end­ingu var einka­vædd í upp­hafi ald­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Hjá ráðu­neyt­inu hefur verið til skoð­unar að setja eign­ar­náms­heim­ild inn í frum­varp­ið, en sú ráð­stöfun þótti ganga of langt og fara gegn með­al­hófi. Hið opin­bera á í dag tæp­lega 24 pró­sent í félag­inu.

For­kaups­rétt­ur­inn sem kveðið er á um í frum­varp­inu heim­ilar rík­is­sjóði að ganga inn í kauptil­boð ef þau verða gerð í félag­ið, hvort sem að þau koma frá inn­lendum aðilum eða erlend­um, en rík­is­sjóði er hins vegar ekki skylt að nýta þennan rétt. 

Ákvæðið er sagt „fyrst og fremst til að tryggja að félagið verði ekki selt út úr íslenskri lög­sögu“ en þó er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður gæti einnig beitt for­kaups­rétti sínum ef að inn­lent félag kaupir hlut í ISNIC. 

Þetta breyt­ist ekki í end­ur­fluttu frum­varpi Sig­urðar Inga þrátt fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök iðn­að­ar­ins kæmu því að í sam­eig­in­legri umsögn sinni um málið í vor að for­kaups­rétt­inn ætti að tak­marka við kaup erlendra aðila á hlut í félag­inu.

Sjálfs­eign­ar­stofn­anir á Norð­ur­löndum en arð­samt fyr­ir­tæki á Íslandi

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að skrán­ing­ar­stofur á borð við ISNIC séu gjarnan reknar sem sjálfs­eign­ar­stofn­anir en ekki í hagn­að­ar­skyni í lönd­unum í kringum okkur og er til dæmis bent á Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð í því sam­heng­i. 

Hér á Íslandi er þessu öfugt far­ið. ISNIC hefur skilað eig­endum sínum stöð­ugum arði um ára­bil, en í fyrra var fjallað um það í Morg­un­blað­inu að félagið hefði hagn­ast um 90 millj­ónir árið 2018 og sam­tals um yfir 800 millj­ónir króna frá árinu 2009. 

Örygg­is­sjón­ar­mið sögð hafa mikið vægi

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er farið yfir það af hverju ríkið telji nauð­syn­legt að setja lög um léna­mál hér á landi og segir þar að netið sé hluti mik­il­vægra inn­viða rík­is­ins. 

„Eign­ar­hlutir og stjórnir einka­fyr­ir­tækja geta tekið miklum breyt­ingum á skömmum tíma og nauð­syn­legt er að gera ráð­staf­anir sem tryggja að starf­semin sé með lög­heim­ili hér á landi undir íslenskri lög­sögu og að rétt­hafa­skráin sé vistuð hér á landi en ekki úti í heimi, t.d. í svoköll­uðu skýi. Það er óvið­un­andi fyrir hags­muni Íslands að íslensk stjórn­völd geti ekki komið í veg fyrir það að t.d. eign­ar­hald skrán­ing­ar­stofu verði selt erlendum aðil­u­m,“ ­segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir einnig að mik­il­vægt sé að íslensk yfir­völd „hafi heim­ildir til að bregð­ast við utan­að­kom­andi ógn­um, svo sem vegna hættu á hryðju­verkum eða vegna stríðs­á­stands, sem varða íslensk lands­höf­uð­lén“ og bent er á a Atl­ants­hafs­banda­lagið hafi skil­greint net­ör­yggi sem fjórðu vídd sam­eig­in­legra varna banda­lags­ins ásamt vörnum í lofti, á láði og leg­i. 

Einnig segir lands­höf­uð­lén geti haft „tals­verð áhrif á ímynd lands og þjóð­ar“ og því sé nauð­syn­legt að stjórn­völd hafi „úr­ræði til að bregð­ast við skrán­ingum léna undir lands­höf­uð­lén­inu sem hafa nei­kvæð áhrif á ímynd lands­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent