Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.

Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Auglýsing

Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er þriðji stærsti eigandi Arion banka, leggst gegn því að laun stjórnarmanna í bankanum verði hækkuð með ákvörðun á aðalfundi hans, sem fram fer á morgun. Lífeyrissjóðurinn Gildi, stærsti einstaki eigandi bankans, hafði áður tilkynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn tillögunni.

Stjórn Arion banka hefur lagt til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði 600 þúsund krónur á mánuði, að mánaðarlaun varaformanns verði kr. 900 þúsund krónur og að mánaðarlaun stjórnarformannsins, Brynjólfs Bjarnasonar, verði 1,2 milljónir króna á mánuði. Auk þess áttu stjórnarmenn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þúsund krónur fyrir ferðalög vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu. Þar að auki yrði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í undirnefndum stjórnar 200 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, en þó að hámarki 400 þúsund krónur á mánuði. Formenn stjórnarnefnda áttu að geta fengið 300 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, en þó aldrei meira en 600 þúsund krónur á mánuði.

Auglýsing
Lifeyrissjóður verzlunarmanna sendi stjórninni breytingartillögu fyrr í dag. Samkvæmt henni er lagt til að laun stjórnarmanna og nefndarmanna verði óbreytt frá því sem samþykkt var á aðalfundi í fyrra auk þess sem horfið verði frá því að greiða tvöföld stjórnarlaun sem búsettir eru erlendis. Útlagður ferðakostnaður stjórnarmanda sem búi annarsstaðar en á ÍSlandi verði greiddur en þó með þeim takmörkunum að hann fari aldrei yfir 300 þúsund krónur fyrir hvern stjórnarfund. 

Breytingartillaga lífeyrissjóðsins er m.a. eftirfarandi: 

,,Lagt er til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði kr. 490.900, mánaðarlaun varaformanns verði kr.736.200 en mánaðarlaun stjórnarformanns verði kr. 981.400. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá endurgreiddan útlagðan kostnað fyrir ferðalög vegna stjórnarfunda sem þeir sækja í eigin persónu, þó að hámarki kr. 300.000 fyrir hvern fund. Þar að auki verði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í stjórnarnefndum félagsins að hámarki kr. 196.300 á mánuði fyrir setu í hverri nefnd og formönnum stjórnarnefnda kr. 255.000 á mánuði. Stjórnarlaun varamanna verði kr. 248.600 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 490.900 á mánuði, ef um fleiri en einn fund er að ræða á mánuði."

Stjórnarmönnum fækkar um tvo

Tillagan um hækkun stjórnarlauna byggir á skýrslu tilnefningarnefndar Arion banka. Þegar liggur fyrir að það eigi að ráðast í nokkrar breytingar á stjórn bankans. Þannig á að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm og hætta að greiða þeir stjórnarmönnum sem búa erlendis tvöfalt fyrir stjórnarsetu. Með því yrðu laun erlendu stjórnarmannanna, sem verða tveir eftir aðalfundinn á morgun, 37 prósent lægri þrátt fyrir að fyrirhuguð hækkun á grunnlaunum yrði að veruleika. Stjórnarlaun íslensku stjórnarmannanna myndu hins vegar hækka um 22 prósent. Samanlagt myndi kostnaður vegna launa stjórnarmanna í Arion banka dragast saman um 27 prósent á næsta ári samkvæmt tillögunni, en þar skiptir eðlilega mestu máli að stjórnarmönnum verður fækkað um tvo og afnám þeirrar reglu að borga þeim stjórnarmönnum sem búa erlendis tvöfalt.  

Í greinargerð sem fylgir breytingartillögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að við mat á fjárhæð stjórnarlauna horfi sjóðurinn meðal annars til „eðlilegs umfangs og eðlis rekstrar og ábyrgðar líkt og fram kemur í hluthafastefnu LV. Í tilviki Arion banka er horft til sambærilegra starfseininga hérlendis og í því ljósi lagt til að stjórnarlaun verði óbreytt og að ekki verði gerður greinarmunur á fjárhæð eftir búsetu stjórnarmanns.“

Gildi ætlar líka að greiða atkvæði gegn tillögunni

Fleiri eigendur Arion banka hafa gert athugasemdir við tillögur stjórnar bankans. Þannig hefur Gildi lífeyrissjóður, sem er stærsti einstaki eigandi bankans með 9,61 prósent eignarhlut, tilkynnt að hann ætli líka að greiða atkvæði gegn tillögu um þóknun til stjórnarmanna á þeim grundvelli að fjárhæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og gerist.

Gildi ætlar auk þess að greiða atkvæði gegn tillögu um starfskjarastefnu Arion banka. Í bókun sem sjóðurinn hefur birt og hyggst leggja fram á aðalfundinum segir að hann telji stjórnina ekki hafa „með full­nægj­andi hætti rök­stutt þörf­ina og til­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­urstengdu launa­kerfi, aukn­ingu kauprétta og áskrift­ar­rétt­ind­um. Laun stjórn­enda bank­ans virð­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­lit er tekið til mögu­leika á árang­urstengdum greiðsl­um, kaupréttum og áskrift­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent