Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.

Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Auglýsing

Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er þriðji stærsti eigandi Arion banka, leggst gegn því að laun stjórnarmanna í bankanum verði hækkuð með ákvörðun á aðalfundi hans, sem fram fer á morgun. Lífeyrissjóðurinn Gildi, stærsti einstaki eigandi bankans, hafði áður tilkynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn tillögunni.

Stjórn Arion banka hefur lagt til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði 600 þúsund krónur á mánuði, að mánaðarlaun varaformanns verði kr. 900 þúsund krónur og að mánaðarlaun stjórnarformannsins, Brynjólfs Bjarnasonar, verði 1,2 milljónir króna á mánuði. Auk þess áttu stjórnarmenn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þúsund krónur fyrir ferðalög vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu. Þar að auki yrði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í undirnefndum stjórnar 200 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, en þó að hámarki 400 þúsund krónur á mánuði. Formenn stjórnarnefnda áttu að geta fengið 300 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, en þó aldrei meira en 600 þúsund krónur á mánuði.

Auglýsing
Lifeyrissjóður verzlunarmanna sendi stjórninni breytingartillögu fyrr í dag. Samkvæmt henni er lagt til að laun stjórnarmanna og nefndarmanna verði óbreytt frá því sem samþykkt var á aðalfundi í fyrra auk þess sem horfið verði frá því að greiða tvöföld stjórnarlaun sem búsettir eru erlendis. Útlagður ferðakostnaður stjórnarmanda sem búi annarsstaðar en á ÍSlandi verði greiddur en þó með þeim takmörkunum að hann fari aldrei yfir 300 þúsund krónur fyrir hvern stjórnarfund. 

Breytingartillaga lífeyrissjóðsins er m.a. eftirfarandi: 

,,Lagt er til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði kr. 490.900, mánaðarlaun varaformanns verði kr.736.200 en mánaðarlaun stjórnarformanns verði kr. 981.400. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá endurgreiddan útlagðan kostnað fyrir ferðalög vegna stjórnarfunda sem þeir sækja í eigin persónu, þó að hámarki kr. 300.000 fyrir hvern fund. Þar að auki verði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í stjórnarnefndum félagsins að hámarki kr. 196.300 á mánuði fyrir setu í hverri nefnd og formönnum stjórnarnefnda kr. 255.000 á mánuði. Stjórnarlaun varamanna verði kr. 248.600 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 490.900 á mánuði, ef um fleiri en einn fund er að ræða á mánuði."

Stjórnarmönnum fækkar um tvo

Tillagan um hækkun stjórnarlauna byggir á skýrslu tilnefningarnefndar Arion banka. Þegar liggur fyrir að það eigi að ráðast í nokkrar breytingar á stjórn bankans. Þannig á að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm og hætta að greiða þeir stjórnarmönnum sem búa erlendis tvöfalt fyrir stjórnarsetu. Með því yrðu laun erlendu stjórnarmannanna, sem verða tveir eftir aðalfundinn á morgun, 37 prósent lægri þrátt fyrir að fyrirhuguð hækkun á grunnlaunum yrði að veruleika. Stjórnarlaun íslensku stjórnarmannanna myndu hins vegar hækka um 22 prósent. Samanlagt myndi kostnaður vegna launa stjórnarmanna í Arion banka dragast saman um 27 prósent á næsta ári samkvæmt tillögunni, en þar skiptir eðlilega mestu máli að stjórnarmönnum verður fækkað um tvo og afnám þeirrar reglu að borga þeim stjórnarmönnum sem búa erlendis tvöfalt.  

Í greinargerð sem fylgir breytingartillögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að við mat á fjárhæð stjórnarlauna horfi sjóðurinn meðal annars til „eðlilegs umfangs og eðlis rekstrar og ábyrgðar líkt og fram kemur í hluthafastefnu LV. Í tilviki Arion banka er horft til sambærilegra starfseininga hérlendis og í því ljósi lagt til að stjórnarlaun verði óbreytt og að ekki verði gerður greinarmunur á fjárhæð eftir búsetu stjórnarmanns.“

Gildi ætlar líka að greiða atkvæði gegn tillögunni

Fleiri eigendur Arion banka hafa gert athugasemdir við tillögur stjórnar bankans. Þannig hefur Gildi lífeyrissjóður, sem er stærsti einstaki eigandi bankans með 9,61 prósent eignarhlut, tilkynnt að hann ætli líka að greiða atkvæði gegn tillögu um þóknun til stjórnarmanna á þeim grundvelli að fjárhæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og gerist.

Gildi ætlar auk þess að greiða atkvæði gegn tillögu um starfskjarastefnu Arion banka. Í bókun sem sjóðurinn hefur birt og hyggst leggja fram á aðalfundinum segir að hann telji stjórnina ekki hafa „með full­nægj­andi hætti rök­stutt þörf­ina og til­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­urstengdu launa­kerfi, aukn­ingu kauprétta og áskrift­ar­rétt­ind­um. Laun stjórn­enda bank­ans virð­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­lit er tekið til mögu­leika á árang­urstengdum greiðsl­um, kaupréttum og áskrift­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent