Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.

Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, sem er þriðji stærsti eig­andi Arion banka, leggst gegn því að laun stjórn­ar­manna í bank­anum verði hækkuð með ákvörðun á aðal­fundi hans, sem fram fer á morg­un­. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, stærsti ein­staki eig­andi bank­ans, hafði áður til­kynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn til­lög­unni.

Stjórn Arion banka hefur lagt til að mán­að­ar­laun stjórn­ar­manna verði 600 þús­und krónur á mán­uði, að mán­að­ar­laun vara­for­manns verði kr. 900 þús­und krónur og að mán­að­ar­laun stjórn­ar­for­manns­ins, Brynj­ólfs Bjarna­son­ar, verði 1,2 millj­ónir króna á mán­uði. Auk þess áttu stjórn­ar­menn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þús­und krónur fyrir ferða­lög vegna hvers stjórn­ar­fundar sem þeir sækja í eigin per­sónu. Þar að auki yrði heim­ilt að greiða þeim stjórn­ar­mönnum sem sitja í und­ir­nefndum stjórnar 200 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó að hámarki 400 þús­und krónur á mán­uði. For­menn stjórn­ar­nefnda áttu að geta fengið 300 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó aldrei meira en 600 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing
Lifeyrissjóður verzl­un­ar­manna sendi stjórn­inni breyt­ing­ar­til­lögu fyrr í dag. Sam­kvæmt henni er lagt til að laun stjórn­ar­manna og nefnd­ar­manna verði óbreytt frá því sem sam­þykkt var á aðal­fundi í fyrra auk þess sem horfið verði frá því að greiða tvö­föld stjórn­ar­laun sem búsettir eru erlend­is. Útlagður ferða­kostn­aður stjórn­arm­anda sem búi ann­ars­staðar en á ÍSlandi verði greiddur en þó með þeim tak­mörk­unum að hann fari aldrei yfir 300 þús­und krónur fyrir hvern stjórn­ar­fund. 

Breyt­ing­ar­til­laga líf­eyr­is­sjóðs­ins er m.a. eft­ir­far­and­i: 

,,Lagt er til að mán­að­ar­laun stjórn­ar­manna verði kr. 490.900, mán­að­ar­laun vara­for­manns verði kr.736.200 en mán­að­ar­laun stjórn­ar­for­manns verði kr. 981.400. Stjórn­ar­menn búsettir erlendis skulu fá end­ur­greiddan útlagðan kostnað fyrir ferða­lög vegna stjórn­ar­funda sem þeir sækja í eigin per­sónu, þó að hámarki kr. 300.000 fyrir hvern fund. Þar að auki verði heim­ilt að greiða þeim stjórn­ar­mönnum sem sitja í stjórn­ar­nefndum félags­ins að hámarki kr. 196.300 á mán­uði fyrir setu í hverri nefnd og for­mönnum stjórn­ar­nefnda kr. 255.000 á mán­uði. Stjórn­ar­laun vara­manna verði kr. 248.600 fyrir hvern set­inn fund, þó að hámarki kr. 490.900 á mán­uði, ef um fleiri en einn fund er að ræða á mán­uði."

Stjórn­ar­mönnum fækkar um tvo

Til­lagan um hækkun stjórn­ar­launa byggir á skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar Arion banka. Þegar liggur fyrir að það eigi að ráð­ast í nokkrar breyt­ingar á stjórn bank­ans. Þannig á að fækka stjórn­ar­mönnum úr sjö í fimm og hætta að greiða þeir stjórn­ar­mönnum sem búa erlendis tvö­falt fyrir stjórn­ar­setu. Með því yrðu laun erlendu stjórn­ar­mann­anna, sem verða tveir eftir aðal­fund­inn á morg­un, 37 pró­sent lægri þrátt fyrir að fyr­ir­huguð hækkun á grunn­launum yrði að veru­leika. Stjórn­ar­laun íslensku stjórn­ar­mann­anna myndu hins vegar hækka um 22 pró­sent. Sam­an­lagt myndi kostn­aður vegna launa stjórn­ar­manna í Arion banka drag­ast saman um 27 pró­sent á næsta ári sam­kvæmt til­lög­unni, en þar skiptir eðli­lega mestu máli að stjórn­ar­mönnum verður fækkað um tvo og afnám þeirrar reglu að borga þeim stjórn­ar­mönnum sem búa erlendis tvö­falt.  

Í grein­ar­gerð sem fylgir breyt­ing­ar­til­lögu Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna segir að við mat á fjár­hæð stjórn­ar­launa horfi sjóð­ur­inn meðal ann­ars til „eðli­legs umfangs og eðlis rekstrar og ábyrgðar líkt og fram kemur í hlut­hafa­stefnu LV. Í til­viki Arion banka er horft til sam­bæri­legra starfsein­inga hér­lendis og í því ljósi lagt til að stjórn­ar­laun verði óbreytt og að ekki verði gerður grein­ar­munur á fjár­hæð eftir búsetu stjórn­ar­manns.“

Gildi ætlar líka að greiða atkvæði gegn til­lög­unni

Fleiri eig­endur Arion banka hafa gert athuga­semdir við til­lögur stjórnar bank­ans. Þannig hefur Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, sem er stærsti ein­staki eig­andi bank­ans með 9,61 pró­sent eign­ar­hlut, til­kynnt að hann ætli líka að greiða atkvæði gegn til­lögu um þóknun til stjórn­ar­manna á þeim grund­velli að fjár­hæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og ger­ist.

­Gildi ætlar auk þess að greiða atkvæði gegn til­lögu um starfs­kjara­stefnu Arion banka. Í bókun sem sjóð­ur­inn hefur birt og hyggst leggja fram á aðal­fund­inum segir að hann telji stjórn­ina ekki hafa „með full­nægj­andi hætti rök­­stutt þörf­ina og til­­­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­­urstengdu launa­­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­­ar­rétt­ind­­um. Laun stjórn­­enda bank­ans virð­­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­­lit er tekið til mög­u­­leika á árang­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent