Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?

Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.

Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Auglýsing

Í nýlegu mynd­bandi frá hópi sem kallar sig Áhuga­hóp um sam­göngur fyrir alla var því velt upp, annað hvort í gríni eða alvöru, hvort kaupa mætti raf­bíla fyrir alla þá sem nota stræt­is­vagna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag í stað þess að ráð­ast í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu.

Í mynd­band­inu var vísað til þess að „gár­ung­ar“ hefðu bent á að ódýr­ara og lofts­lagsvænna væri að kaupa lít­inn raf­bíl handa öllum sem nota stræt­is­vagna en að ráð­ast í fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu á hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

„Gár­ungar hafa bent á að mun auð­veld­ari leið til að menga minna og þar með færa okkur nær lofts­lags­mark­mið­un­um, væri að afhenda stræt­is­vagnaf­ar­þegum lít­inn raf­bíl að gjöf, gegn því að þeir hætti að taka Strætó. Það myndi kosta álíka og umrædd Borg­ar­lína og væri mun skyn­sam­ari fjár­fest­ing út frá lofts­lags­mark­mið­unum séð,“ sagði í mynd­bandi hóps­ins.

Kjarn­anum lék for­vitni á að vita hversu marga raf­bíla þyrfti að kaupa og hvað það gæti kost­að. Blaða­maður hafði sam­band við Strætó til þess að fá upp­lýs­ingar um fjölda þeirra sem nýta sér þjón­ustu almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Um 17.500 not­endur á venju­legum vetr­ar­degi fyrir veiru

Sam­kvæmt svari frá Strætó, sem mið­ast við jan­úar og febr­úar árið 2020, voru að með­al­tali tæp­lega 44 þús­und inn­stig í stræt­is­vagna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hægt er að gefa sér að um það bil 20 pró­sent þess­ara inn­stiga hafi verið vegna skipt­inga á milli strætó­leiða. Þá væri um að ræða 35 þús­und ferðir hjá 17.500 ein­stak­ling­um.

Gróf nið­ur­staða sam­göngu­sér­fræð­inga Strætó er því að það þyrfti um 17.500 raf­bíla til þess að koma til móts við þá sem nýta Strætó til að fara ferða sinna á virkum dögum í jan­úar og febr­úar í venju­legu árferði. Svarið mið­ast við aðstæður í venju­legu árferði, þegar ekki er heims­far­ald­ur, en eins og oft hefur komið fram hefur strætófar­þegum fækkað umtals­vert vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Síðan er það opin spurn­ing hvernig not­enda­hópur Strætó ætti að vera skil­greind­ur, með til­liti til þess hverjir ættu að fá gef­ins raf­bíl. Sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Strætó í nóv­em­ber árið 2019 sögð­ust 15,4 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nota Strætó að minnsta kosti einu sinni í viku.

Auglýsing

Þeir sem tóku þátt í könn­un­inni voru allir yfir 18 ára aldri og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Strætó eru hlut­falls­lega fleiri börn og ung­lingar sem nota Strætó oftar en einu sinni í viku en þeir sem full­orðnir eru. Ef gefa ætti 15 pró­sentum allra íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu raf­bíl myndi það kalla á kaup yfir 35 þús­und raf­bíla. Margir not­endur Strætó eru þó ekki með aldur til að keyra.

Algengt verð á nýjum litlum raf­bíl er um það bil fjórar millj­ónir króna, en þeir ódýr­ustu sem eru á íslenskum mark­aði eru á um 3,7 millj­ónir króna, sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum Veldu raf­bíl.

Ef við gefum okkur að yfir­völd fengju ágætan magn­af­slátt og 17.500 raf­bílar væru keyptir á þrjár millj­ónir króna handa dag­legum not­endum Strætó myndi það kosta rúma 52 millj­arða. Ef hins vegar það væri keyptur raf­bíll fyrir alla þá sem nota stræt­is­vagna eitt­hvað í hverri viku myndi það kosta helm­ingi meira, eða 105 millj­arða króna.

105 eða 210 kíló­metra löng bíla­röð

Þessir bílar myndu síðan að sjálf­sögðu taka sitt pláss í umferð­inni og borg­ar­um­hverf­inu, eins og aðrir bíl­ar.

Ef 17.500 raf­bílum (4 metra löng­um) væri raðað upp í röð með tveggja metra bil á milli myndi bíla­röðin vera 105 kíló­metra löng. Ef raf­bíl­arnir væru 35 þús­und tals­ins yrði bíla­röðin 210 kíló­metr­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent