Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?

Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.

Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Auglýsing

Í nýlegu mynd­bandi frá hópi sem kallar sig Áhuga­hóp um sam­göngur fyrir alla var því velt upp, annað hvort í gríni eða alvöru, hvort kaupa mætti raf­bíla fyrir alla þá sem nota stræt­is­vagna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag í stað þess að ráð­ast í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu.

Í mynd­band­inu var vísað til þess að „gár­ung­ar“ hefðu bent á að ódýr­ara og lofts­lagsvænna væri að kaupa lít­inn raf­bíl handa öllum sem nota stræt­is­vagna en að ráð­ast í fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu á hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

„Gár­ungar hafa bent á að mun auð­veld­ari leið til að menga minna og þar með færa okkur nær lofts­lags­mark­mið­un­um, væri að afhenda stræt­is­vagnaf­ar­þegum lít­inn raf­bíl að gjöf, gegn því að þeir hætti að taka Strætó. Það myndi kosta álíka og umrædd Borg­ar­lína og væri mun skyn­sam­ari fjár­fest­ing út frá lofts­lags­mark­mið­unum séð,“ sagði í mynd­bandi hóps­ins.

Kjarn­anum lék for­vitni á að vita hversu marga raf­bíla þyrfti að kaupa og hvað það gæti kost­að. Blaða­maður hafði sam­band við Strætó til þess að fá upp­lýs­ingar um fjölda þeirra sem nýta sér þjón­ustu almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Um 17.500 not­endur á venju­legum vetr­ar­degi fyrir veiru

Sam­kvæmt svari frá Strætó, sem mið­ast við jan­úar og febr­úar árið 2020, voru að með­al­tali tæp­lega 44 þús­und inn­stig í stræt­is­vagna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hægt er að gefa sér að um það bil 20 pró­sent þess­ara inn­stiga hafi verið vegna skipt­inga á milli strætó­leiða. Þá væri um að ræða 35 þús­und ferðir hjá 17.500 ein­stak­ling­um.

Gróf nið­ur­staða sam­göngu­sér­fræð­inga Strætó er því að það þyrfti um 17.500 raf­bíla til þess að koma til móts við þá sem nýta Strætó til að fara ferða sinna á virkum dögum í jan­úar og febr­úar í venju­legu árferði. Svarið mið­ast við aðstæður í venju­legu árferði, þegar ekki er heims­far­ald­ur, en eins og oft hefur komið fram hefur strætófar­þegum fækkað umtals­vert vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Síðan er það opin spurn­ing hvernig not­enda­hópur Strætó ætti að vera skil­greind­ur, með til­liti til þess hverjir ættu að fá gef­ins raf­bíl. Sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Strætó í nóv­em­ber árið 2019 sögð­ust 15,4 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nota Strætó að minnsta kosti einu sinni í viku.

Auglýsing

Þeir sem tóku þátt í könn­un­inni voru allir yfir 18 ára aldri og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Strætó eru hlut­falls­lega fleiri börn og ung­lingar sem nota Strætó oftar en einu sinni í viku en þeir sem full­orðnir eru. Ef gefa ætti 15 pró­sentum allra íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu raf­bíl myndi það kalla á kaup yfir 35 þús­und raf­bíla. Margir not­endur Strætó eru þó ekki með aldur til að keyra.

Algengt verð á nýjum litlum raf­bíl er um það bil fjórar millj­ónir króna, en þeir ódýr­ustu sem eru á íslenskum mark­aði eru á um 3,7 millj­ónir króna, sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum Veldu raf­bíl.

Ef við gefum okkur að yfir­völd fengju ágætan magn­af­slátt og 17.500 raf­bílar væru keyptir á þrjár millj­ónir króna handa dag­legum not­endum Strætó myndi það kosta rúma 52 millj­arða. Ef hins vegar það væri keyptur raf­bíll fyrir alla þá sem nota stræt­is­vagna eitt­hvað í hverri viku myndi það kosta helm­ingi meira, eða 105 millj­arða króna.

105 eða 210 kíló­metra löng bíla­röð

Þessir bílar myndu síðan að sjálf­sögðu taka sitt pláss í umferð­inni og borg­ar­um­hverf­inu, eins og aðrir bíl­ar.

Ef 17.500 raf­bílum (4 metra löng­um) væri raðað upp í röð með tveggja metra bil á milli myndi bíla­röðin vera 105 kíló­metra löng. Ef raf­bíl­arnir væru 35 þús­und tals­ins yrði bíla­röðin 210 kíló­metr­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent