Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?

Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.

Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Auglýsing

Í nýlegu myndbandi frá hópi sem kallar sig Áhugahóp um samgöngur fyrir alla var því velt upp, annað hvort í gríni eða alvöru, hvort kaupa mætti rafbíla fyrir alla þá sem nota strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag í stað þess að ráðast í uppbyggingu Borgarlínu.

Í myndbandinu var vísað til þess að „gárungar“ hefðu bent á að ódýrara og loftslagsvænna væri að kaupa lítinn rafbíl handa öllum sem nota strætisvagna en að ráðast í fyrirhugaða uppbyggingu á hágæða almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu.

„Gárungar hafa bent á að mun auðveldari leið til að menga minna og þar með færa okkur nær loftslagsmarkmiðunum, væri að afhenda strætisvagnafarþegum lítinn rafbíl að gjöf, gegn því að þeir hætti að taka Strætó. Það myndi kosta álíka og umrædd Borgarlína og væri mun skynsamari fjárfesting út frá loftslagsmarkmiðunum séð,“ sagði í myndbandi hópsins.

Kjarnanum lék forvitni á að vita hversu marga rafbíla þyrfti að kaupa og hvað það gæti kostað. Blaðamaður hafði samband við Strætó til þess að fá upplýsingar um fjölda þeirra sem nýta sér þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Um 17.500 notendur á venjulegum vetrardegi fyrir veiru

Samkvæmt svari frá Strætó, sem miðast við janúar og febrúar árið 2020, voru að meðaltali tæplega 44 þúsund innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að gefa sér að um það bil 20 prósent þessara innstiga hafi verið vegna skiptinga á milli strætóleiða. Þá væri um að ræða 35 þúsund ferðir hjá 17.500 einstaklingum.

Gróf niðurstaða samgöngusérfræðinga Strætó er því að það þyrfti um 17.500 rafbíla til þess að koma til móts við þá sem nýta Strætó til að fara ferða sinna á virkum dögum í janúar og febrúar í venjulegu árferði. Svarið miðast við aðstæður í venjulegu árferði, þegar ekki er heimsfaraldur, en eins og oft hefur komið fram hefur strætófarþegum fækkað umtalsvert vegna COVID-19 faraldursins.

Síðan er það opin spurning hvernig notendahópur Strætó ætti að vera skilgreindur, með tilliti til þess hverjir ættu að fá gefins rafbíl. Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Strætó í nóvember árið 2019 sögðust 15,4 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu nota Strætó að minnsta kosti einu sinni í viku.

Auglýsing

Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru allir yfir 18 ára aldri og samkvæmt upplýsingum frá Strætó eru hlutfallslega fleiri börn og unglingar sem nota Strætó oftar en einu sinni í viku en þeir sem fullorðnir eru. Ef gefa ætti 15 prósentum allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu rafbíl myndi það kalla á kaup yfir 35 þúsund rafbíla. Margir notendur Strætó eru þó ekki með aldur til að keyra.

Algengt verð á nýjum litlum rafbíl er um það bil fjórar milljónir króna, en þeir ódýrustu sem eru á íslenskum markaði eru á um 3,7 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum Veldu rafbíl.

Ef við gefum okkur að yfirvöld fengju ágætan magnafslátt og 17.500 rafbílar væru keyptir á þrjár milljónir króna handa daglegum notendum Strætó myndi það kosta rúma 52 milljarða. Ef hins vegar það væri keyptur rafbíll fyrir alla þá sem nota strætisvagna eitthvað í hverri viku myndi það kosta helmingi meira, eða 105 milljarða króna.

105 eða 210 kílómetra löng bílaröð

Þessir bílar myndu síðan að sjálfsögðu taka sitt pláss í umferðinni og borgarumhverfinu, eins og aðrir bílar.

Ef 17.500 rafbílum (4 metra löngum) væri raðað upp í röð með tveggja metra bil á milli myndi bílaröðin vera 105 kílómetra löng. Ef rafbílarnir væru 35 þúsund talsins yrði bílaröðin 210 kílómetrar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent