Umhugsunarefni „ef keppnin um Miðflokksfylgið“ er orðin svona hörð innan Sjálfstæðisflokksins

Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók „pólitískt spark“ á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvatti hana til að seilast ekki of langt í því að sækja Miðflokksfylgi. Áslaug sagði skotið ódýrt og benti á að hún vildi halda „mörgum boltum á lofti“.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Auglýsing

„Ef við tökum smá pólitískt spark hérna í lokin. Þó að ég telji það Áslaugu til tekna að hafa vikið frá þessari ákvörðun sinni varðandi Jón Steinar þá er það samt sem áður umhugsunarefni að ef að staðan í keppninni um Miðflokksfylgið er orðin svona hörð innan Sjálfstæðisflokksins að kraftmikil kona á ráðherrastóli telur sig þurfa a þessum umdeilda manni að halda í sérverkefni. Það er eitthvað sem við þurfum kannski líka að íhuga og ég hvet Áslaugu til þess að seilast ekki of langt í því.“

Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í lok útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag þar sem hún og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddu ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar í sérverkefni í ráðuneytinu. Áslaug svaraði hinu pólitíska sparki Rósu með eftirfarandi orðum: „Þetta er auðvitað mjög ódýrt allt saman. Almennt í umræðunni um þetta og síðan nýjan lögmann sem kominn er í þessa mikilvægu vinnu, þá vil ég halda mörgum boltum á lofti, ég vil fá fólk utan kerfis, ég vil fá alls konar fólk að mér – sem er ekki endilega sammála mér – heldur getur ráðlagt mér eða komið með tillögur.“

Auglýsing

Hún sagði að ekki mætti svo samsama verjanda skjólstæðingi sínum og vísaði þar til umræðunnar um störf Jóns Steinars og sagði það alvarlegt að þingmenn væru farnir að gera það. „En ég ætla ekki að fara í sömu pólitísku skotgrafir og Rósa með það hvaða fylgi maður er að vinna.“

Hvað átti Jón Steinar að gera?

Rósa hafði fyrr í þættinum bent á að ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum gagnvart því að fela Jóni Steinari verkefni þegar kemur að málsmeðferðartíma snúist og hverfist um hans feril sem hæstaréttarlögmanns og dómara. „Þar sem hann hefur ítrekað skilað sérákvæðum, sérstaklega varðandi kynferðisafbrot og sömuleiðis varðandi sönnunarbyrðina. Þar hefur hann gengið mjög hart fram og á ekkert sérstaklega aðlaðandi feril þegar kemur að því.“

Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður Sprengisands, spurði Áslaugu hvað Jón Steinar hefði í raun og veru átt að gera í vinnu sinni?

„Ég fékk hann til að, og taldi mikilvægt, [að skoða] hvort að við gætum lært af þessum langa málsmeðferðartíma í efnahagsbrotum og hvar séu möguleikar á að stytta hann til hagsbóta fyrir aðila og læra af úrvinnslu slíkra mála frá síðasta áratug og nýtt þann lærdóm í að bæta kerfin okkar. Og hann átti að vinna að tillögum í því. Ég taldi mikilvægt að fá einhvern utan kerfisins. Hann hefur nú dregið sig til baka úr þeirri vinnu og ég hef fengið Hörð Felix [Harðarson] til að taka að sér það verkefni.“

Áslaug sagði geta skilið „að fólk hafi gert þau hugrenningartengsl, hvenær þessi frétt kom út,“ sagði hún en m.a. hefur verið bent á það í umræðunni að um svipað leyti hafi Stígamót tilkynnt að níu konur, sem teldi réttarkerfið hafa brugðist sér, hefðu farið með mál sín fyrir Mannréttindadómstóls Evrópu. Áslaug játaði að í samningnum sem gerður hafi verið við Jón Steinar hafi orðalagið verið of almennt. „En það var auðvitað mjög skýrt frá mér hvert verkefnið væri og það er mjög skýrt að Hörður Felix tekur að sér það verkefni.“

Spurð hvort það hafi þá aldrei staðið til að hann skoðaði ofbeldismál í sinni vinnu svarar Áslaug því neitandi. „Það er auðvelt að skoða verkin mín bæði í ofbeldisbrotum og kynferðisbrotum, bæði frumvörp sem ég hef lagt fram á Alþingi og eftirfylgni við aðgerðaáætlun í bættri meðferð á kynferðisbrotum, til að sjá hug minn þar.“

Algjörlega ástæða til upphlaups

Rósa var spurð hvort að ástæða hafi verið til upphlaups vegna ráðningar Jóns Steinar, í ljósi alls þess sem Áslaug nefndi. „Algjörlega. Já, það var það,“ svaraði hún. „Vegna þess að þetta gerist akkúrat í sömu vikunni og við erum að halda upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna. Og það er líka grafalvarlegt þegar níu íslenskrar konur telja sig þurfa að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að íslenska réttarkerfið er að bregðast þeim og réttarvörslukerfið líka.“

Hún sagði það rétt að dómsmálaráðherra hafi komið fram með ýmis góð mál, „en þetta eru mál sem spretta ekki fram í tómarúmi eða eru einkamál Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur“ heldur afsprengi og viðbrögð við aðild Íslendinga að Evrópuráðinu, aðild að alþjóðasáttmálum og þróun lagasetningar í löndum í kringum okkur. „Það er einmitt vegna alls þessa sem það voru ótrúlega mikil vonbrigði að Áslaug skildi skipa Jón Steinar Gunnlaugsson sem sinn trúnaðarmann til að fara yfir málsmeðferðarhraða í réttarkerfinu.“ Og benti á að hann hefði sjálfur ekki skilið það ekki þannig að vinna hans væri afmörkuð við ákveðinn málaflokk „þó svo að hún hafi skilið það öðruvísi“.

Sagði Rósa tilefni til að staldra líka við það, að fara eigi ofan í málsmeðferðartíma efnahagsbrota á undan „og með miklu meiri þunga og hraða“ en hvað kynferðisafbrot varðar. „Og það tel ég vera mjög alvarlegt.“

Ráðherra sem ræður

Áslaug benti á að ráðning Jóns Steinars hafi ekki verið gerð í sömu viku og tilkynnt var um að konurnar níu færu með mál sín til Mannréttindadómstólsins. „Það er verið að varpa einhverju ryki hér upp,“ sagði hún. Fréttir af verkefnunum hefðu þó verið færðar í sömu vikunni.

„Svo finnst mér athyglisvert að heyra að maðurinn sem var fenginn til verkefnisins eigi að skilgreina verkefnið en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því. Og hvert verkefnið er. Ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn [við Jón Steinar] hafi verið full almennur.“

Áslaug sagði það svo „alrangt“ að verið væri að taka efnahagsbrot fram yfir kynferðisbrot. „Það sem hefur verið í forgangi undanfarin ár eru kynferðisbrotin.“ Áhersla hafi verið lögð á að hraða málsmeðferðartíma þar.

Hún sagði alltaf gott að fá ábendingar um hvað mætti gera betur. „Og það er ekki þar með sagt að þó að margt hafi verið gert að þetta sé allt orðið fínt. Að hér setjum við punktinn.“ Lengra þurfi að ganga.

Spurð um mál kvennanna níu benti hún á að bæta þurfi upplifun þolenda allra af kerfinu í heild sinni. Ekki eitthvað eitt lagi slíkt heldur þurfi að bregðast við með fjölda aðgerða.

Rósa sagði langan málsmeðferðartíma vera að valda þolendum kynferðisofbeldis „ómældum skaða“. Meðal málsmeðferðartíminn væri 2-3 ár. „Það er tími sem ekki er hægt að una við.“ Þá fái sakborningar ítrekað refsilækkun hjá dómstólum vegna langs málsmeðferðartíma.

Áslaug sagðist þessu sammála og að þegar sé mikil vinna og mikið kapp lagt á það, t.d. með nýju verklagi hjá lögreglu og ákæruvaldinu. „Þetta er góð saga að segja,“ sagði hún um þau áherslumál sem gengið hefur verið í málaflokknum síðustu misseri, „en það er ekki þar með sagt að við séum búin. Það er enn heilmikið verkefni fyrir höndum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent