Ástæða þess að það er óvenjulegt þegar ríkur maður velur að greiða skatta á Íslandi

Auglýsing

Í lok jan­úar síð­ast­lið­ins greindi Kjarn­inn frá stöðu­upp­færslu sem birst hafði á Twitt­er. Í henni sagði Har­aldur Þor­leifs­son, stofn­andi hug­vits­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno, að allir skattar vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter yrðu greiddir á Íslandi. Har­aldur var eini eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins og kaup­verðið er talið hlaupa á millj­örðum króna, þótt það hafi ekki verið gefið upp nákvæm­lega hvað það var. 

Har­aldur sagð­ist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un, en hann er með með­fæddan vöðva­rýrn­un­ar­sjúk­dóm sem gerir það að verkum að Har­aldur hefur not­ast við hjóla­stól frá 24 ára aldri. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að,“ sagði Har­aldur í stöðu­upp­færsl­unni.

Hann fór svo í við­tal í Kast­ljósi í vik­unni og greindi nánar frá þess­ari ákvörð­un. Þar sagði Har­aldur frá því að þegar hann hafi áttað sig á því að mögu­legt væri að greiða skatta af söl­unni hér­lendis þá hafi hann átt tíu sek­úndna sam­tal við eig­in­konu sína „þar sem ég sagði „heyrðu ég var að kom­ast að því að við getum borgað alla skatta á Íslandi, eigum við ekki að gera það? og hún sagði jú.“

Ráð­lagt að greiða minni skatta

Í sölu­ferl­inu hafi honum verið ráð­lagt hvernig væri hægt að kom­ast hjá því að greiða skatta af hagn­að­inum með lög­legum hætti – sem í dag­legu tali kall­ast skatta­snið­ganga eða skatta­hag­ræði og er í hugum ein­hverra ann­ars eðlis en skatt­svik – en hann sagð­ist ein­fald­lega ekki hafa haft áhuga. 

Ofan á þetta hefur Har­aldur strax látið til sín taka á Íslandi á ýmsan annan hátt. Hann er í for­svari fyrir átaks­verk­efni ýmissa fyr­ir­tækja og Reykja­vík­ur­borgar um að byggja eitt hund­rað hjóla­stólara­mpa í höf­uð­borg­inni til að bæta aðgengi og keypti stóra jarð­hæð við Tryggva­götu þar sem hann ætlar að opna kaffi­hús með litlum kvik­mynda­sal. 

Þá hefur Twitter opnað sér­stakt útibú á Íslandi utan um Har­ald og starf­semi hans, svo hann geti búið áfram hér­lend­is. 

Þetta eru sam­fé­lags­legu áhrifin sem þessi eini ein­stak­lingur sem efn­að­ist skyndi­lega hefur haft á sam­fé­lagið sem hjálp­aði við að búa hann til.

Eðli­legra við­horf að vilja ekki borga skatta

Fram­ferði Har­aldar þykir óvenju­legt. Hinn við­ur­kenndi þanka­gangur þeirra sem verða fjár­magns­eig­endur er, af ein­hverri ástæðu, sá að þeir eigi að gera allt sem í sínu valdi stendur til að greiða sem minnstan skatt af ávinn­ingi sín­um. 

Frá því seint á síð­ustu öld hefur það tíðkast að íslenskt fjár­mála­fyr­ir­tæki og inn­lendir skatta­sér­fræð­ingar hafa hjálpað til við þessa iðju. Fyrst var það gert í gegnum dótt­ur­fé­lög útrás­ar­banka í Lúx­em­borg. Rétt­læt­ingin var upp­haf­lega meðal ann­ars sú að fjár­magnstekju­skattar voru háir á Íslandi í sam­an­burði við ýmis önnur lönd. Íslenskir skatt­greið­endur þurftu að greiða tíu pró­sent skatt af hagn­aði upp að 3,2 millj­ónum króna. Af hagn­aði umfram það var greiddur 45 pró­sent skatt­ur. Til að kom­ast hjá því að greiða þennan 45 pró­sent skatt sáu margir fjár­festar mik­inn hag í því að geyma ávinn­ing af hluta­bréfa­sölu sinni í hluta­fé­lögum sem voru skráð til heim­ilis ann­ars­staðar en á Íslandi.

Auglýsing
Um alda­mótin var lögum um skatt­lagn­ingu á hagn­aði af hluta­bréfa­sölu breytt og flatur tíu pró­sent skattur settur á allar fjár­magnstekj­ur. Hann var með þeim lægstu í heimi, þ.e. þegar skattaparadísir sem rukk­uðu engan skatt voru und­an­skild­ar. Einka­banka­þjón­ustur hvöttu samt sem áður við­skipta­vini til þess að borga sér áfram þókn­anir fyrir að setja upp þessa aflands­fé­laga strúkt­úra. Til­gangur þeirra eftir það var fyrst og síð­ast sá að tryggja við­skipta­vinum banka skjól frá öllum eðli­legum skatt­greiðsl­um, eða ein­fald­lega að fela pen­inga og gern­inga í gegnum félagaflétt­ur.

Upp­á­halds aflands­svæði Íslend­inga var eyjan Tortóla, sem til­heyrir Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Á eyj­unni búa um 24 þús­und manns. Þar voru að minnsta kosti 700 þús­und eign­ar­halds­fé­lög skráð í eigu aðila víðs­vegar að úr heim­inum þegar efna­hags­kerfið hrundi haustið 2008. 

Félög sem skráðu heim­il­is­festi sitt á eyj­unni þurftu hvorki að greiða skatta, lög­bundin gjöld né aðrar opin­berar álög­ur. Eini kostn­að­ur­inn sem fylgdi rekstri félags á Tortóla var árleg end­ur­nýjum á skrán­ingu þess sem kost­aði um 300 dali. Óhemju­sterk banka­leynd, sem í fólst fyrst og síð­ast að vita nákvæm­lega ekk­ert um félögin sem skráð voru á Tortóla, var við lýði og nán­ast ómögu­legt var að nálg­ast upp­lýs­ingar þaðan um raun­veru­lega eig­endur þeirra félaga sem þar voru skráð. 

Millj­arða­tap sam­fé­lags­ins á ári

Þegar Panama­skjölin voru opin­beruð 2016 kom umfangið í ljós. Þótt þau vörp­uðu ein­ungis týru á lít­inn hluta þeirra aflands­fé­laga sem sett höfðu verið upp fyrir Íslend­inga – þeirra sem nýttu sér þjón­ustu Mossack Fon­seca – lá ljóst fyrir að við vorum ein­hvers­konar heims­meist­arar í slíkum æfingum miðað við höfða­tölu.

Í skýrslu sem starfs­hópur sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lét skipa í kjöl­far upp­ljóstrana Panama­skjal­ana, og var skilað í sept­em­ber 2016 en ekki birt opin­ber­lega fyrr en í jan­úar 2017, eftir að þing­kosn­ingar voru afstaðn­ar, var sú stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar aldar greind. „Þeir Íslend­ingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forð­ast skatt­greiðsl­ur, leyna auð­legð sinni eða firra sig þeirri geng­is­á­hættu sem fylgir íslensku krón­unn­i,“ segir í skýrsl­unni.

Í henni kom fram að fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nam ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna, sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps­ins. 

Pen­ing­arnir ekki sótt­ir, heldur hleypt aftur inn

Lítið sem ekk­ert hefur verið gert til að end­ur­heimta þá fjár­muni sem skotið var undan með þessum hætti eða til að girða fyrir að þetta gæti gerst aft­ur. Seðla­bank­inn setti þess í stað upp fjár­fest­ing­ar­leið sína til að fá auk­inn gjald­eyri inn í landið eftir banka­hrun­ið. Með þeirri leið, sem kann­aði ekki upp­runa fjár­muna með neinum við­un­andi hætti, var þeim sem áttu „skítuga“ pen­inga gert kleift að gera þá lög­mæta með stimpli frá seðla­banka. 

Líkt og Kjarn­inn hefur ítrekað fjallað um á und­an­förnum árum þá liggur fyrir að íslenskir ein­stak­l­ingar sem áttu aflands­fé­lög, hafa verið dæmdir fyrir efna­hags­brot, stýrðu gjald­­þrota fyr­ir­tækj­um, hafa verið í rann­­sókn hjá skatt­yf­­ir­völdum eða hafa verið gerðir upp án þess að kröf­u­höfum þeirra hafi verið gerð grein fyrir aflands­­fé­laga­­eignum þeirra voru á meðal þeirra sem nýttu sér leið­ina. 

Það hefur líka verið greint frá því að eft­ir­lit íslenskra fjár­mála­stofn­ana á þessum árum með pen­inga­þvætti var lítið sem ekk­ert. 

Hér er ekk­ert að sjá, og hættið að horfa

Í stað þess að rann­saka þessar gríð­ar­legu fjár­magnstil­færslur út úr íslensku sam­fé­lagi þá hefur kerf­is­bundið verið látið fenna yfir þetta hneyksli. 

Til­raun allra þing­manna Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar um að láta skipa rann­sókn­ar­nefnd um fjár­fest­ing­ar­leið­ina dó í raun í fyrra­sumar þegar Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, skil­aði umsögn um málið þar sem hann vildi að kannað yrði hvort „önnur rann­sóknar­úr­ræði“ myndu ekki duga. 

Vanda­málið við þessa afstöðu er að ekk­ert annað emb­ætti sem ætti að hafa áhuga á að rann­saka fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans hefur sýnt vilja eða frum­kvæði til að gera það. Fyrir liggur til að mynda að á þeim tíma þegar leiðin var opin, á árunum 2011 til 2015, voru pen­inga­þvætt­is­varnir þeirra sem áttu að kanna færslur á fé í gegnum leið­ina, íslensku bank­anna, í lama­sessi og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, sem átti að hafa eft­ir­lit með vörnum bank­anna, brást með engu við á þeim tíma. 

Þá hafa skatta­yf­ir­völd ekki fram­kvæmt neina tæm­andi rann­sókn á því hvort skatta­snið­ganga hafi átt sér stað. Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði í umsögn sinni um mál­ið, sem skilað var til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar snemma árs í fyrra, að emb­ætti hennar hafi ekki haft tök á því að rann­saka að fullu þau gögn sem það hefur fengið afhent um þá aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands vegna mann­eklu og „ann­arra aðkallandi verk­efna“.

Emb­ættið hefur ein­ungis fram­kvæmt úrtakskönnun sem náði til ell­efu ein­stak­linga sem búsettir voru hér­lendis og úr þeirri könnun tekið eitt mál til frek­ari rann­sókn­ar, þar sem grunur var um und­an­skot á fjár­magnstekjum er nemur á þriðja hund­rað millj­óna króna. Því máli var vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í maí 2020 vegna þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri taldi að þar hefði átt sér stað refsi­verð hátt­semi. Sú nið­ur­staða hefur þó ekki leitt af sér frek­ari rann­sóknir á öðrum sem nýttu fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Snyrti­legar leiðir til að draga úr skatt­greiðslum

Það eru ekki bara fyr­ir­hrun­spen­ingar sem hafa verið færðir til ann­arra landa en þar sem þeir urðu til. Fjár­magnstekju­skattur hefur verið hækk­aður hér­lendis á und­an­förnum árum og er nú 22 pró­sent. Í ljósi þess að hér er rekið vel­ferð­ar­sam­fé­lag eru aðrir skattar á arð­semi fyr­ir­tækja líka hærri en í mörgum ríkjum sem aug­lýsa sig sem skattaparadís­ir. Þetta hefur leitt til þess að mörg íslensk fyr­ir­tæki hafa leit­ast eftir því að skilja hagnað sinn eftir ann­ars­staðar en á Íslandi, og greiða fyrir vikið lægri skatta. 

Eitt þeirra fyr­ir­tækja er sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji. Kýpur hefur verið nokk­­urs konar heima­höfn alþjóð­­legrar starf­­semi Sam­herja um margra ára skeið. Stundin birti fyrir nokkrum árum tölvu­póst frá Bald­vini Þor­­steins­­syni, þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóra Afr­ík­u­út­­­gerðar Sam­herja og núver­andi for­­stjóra Sam­herja í Evr­­ópu, frá árinu 2009 um upp­setn­ingu á Kýp­ur­starf­sem­inni þar sem stóð: „Til­­gang­­ur­inn er eft­ir­far­andi: Að búa til hagnað innan sölu­­fyr­ir­tæk­is­ins þar sem eng­inn skattur er á hagnað fyr­ir­tæk­is­ins. Við teljum Kýpur vera rétta land­ið. Með því að búa til hagnað innan sölu­­fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood getum við lækkað skipta­hlut sjó­­manna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagn­aði þar og láta hagn­að­inn mynd­­ast hjá sölu­­fyr­ir­tæk­inu þá tæk­ist okkur að auka hagnað heild­­ar­inn­­ar. Þetta teljum við nokkuð snyrt­i­­lega leið til að draga úr skatt­greiðsl­u­m.“

Ef þú leitar ekki, þá er það ekki til

Yfir­völd hér­lendis sýna svona ástandi þó lít­inn áhuga. Árið 2013, þegar ný rík­is­stjórn tók við völd­um, voru fram­lög til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara (nú hér­aðs­sak­sókn­ara) skert um 774 millj­ónir króna sem gerðu það að verkum að emb­ættið gat ekki klárað rann­sókn á fjöl­mörgum hrun­mál­um. Sama rík­is­stjórn tók ákvörðun um að flytja Fiski­stofu til Akur­eyrar með þeim afleið­ingum að margir lyk­il­starfs­menn hættu og mikil sér­fræði­þekk­ing tap­að­ist út úr stofn­un­inn­i. 

Árum saman vann einn maður í hluta­starfi við að taka á móti pen­inga­þvætt­is­til­kynn­ingum hér­lend­is. Það fyr­ir­komu­lag leiddi til þess að ekk­ert virkt eft­ir­lit var með pen­inga­þvætti hér­lendis fyrr en FATF setti okkur á gráan lista og heimt­aði úrbæt­ur. Meltið það aðeins; að árum, og ára­tugum sam­an, var stefna Íslands í pen­inga­þvætt­is­málum sú að full­yrða að hér væri ekki verið að stunda stór­fellt pen­inga­þvætti með fjár­muna­færslum inn og út úr land­inu, vegna þess að engin dæmi um slíkt hefðu fund­ist. En ástæðan var sú að bók­staf­lega ekk­ert var leit­að. Sú afstaða, að ef þú lítur með­vitað undan ein­hverju þá eigi það sér ekki stað, er engu viti bornu fólki boð­leg.

Staðan hefur ekk­ert skánað mikið á þessu kjör­tíma­bili. Hér hafa frekar verið sett lög sem draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti og lögð fram drög að frum­varpi um að brjóta upp emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra sem allir sér­fræð­ingar í mála­flokknum sem rætt er við, og gæta ekki hags­muna sér­stakra áhuga­manna um „skatta­hag­ræð­i“, eru sam­mála um um að veiki skatt­rann­sóknir veru­lega. 

Það er póli­tísk ákvörðun að haga málum með þessum hætt­i. 

Þess vegna er Har­aldur óvenju­legur

Sam­an­dregið þá er það ein­hvers­konar þjóðar­í­þrótt á Íslandi að líta fram­hjá stór­felldum skattsvik­um, og hjá fjár­magns­eig­endum er ákvörðun um að stunda „skatta­hag­ræði“ jafn eðli­leg og morg­unsturt­an. Það að nýta sér ekki glufur og hugsa sam­fé­lags­lega er talið vera veik­leiki. Hlægi­leg og barna­leg afstaða í darwinískum hug­ar­heimi ein­stak­lings­hyggj­unn­ar.

Kerfin okkar sveigj­ast mun frekar í átt að umbera þetta atferli. Stefnan virð­ist vera sú að ef eitt­hvað er ekki skoð­að, þá á það sér ekki stað. Því virð­ist fátt rata í rann­sóknir annað en það sem kerf­is­bundið fjársveltir fjöl­miðlar opin­bera.

Sá þanka­gangur ríkir hjá allt of mörgum að skattar séu bara nei­kvæð­ir. Það sé verið að færa pen­inga frá þeim sem afla þeirra til ein­hverra ann­arra sem hafi ekki lagt sig jafn mikið fram. Frá hinum sterku til hinna veiku.

Það er nán­ast fyndið við­horf í ljósi þess að flestir sem efn­ast á Íslandi hagn­ast ekki vegna hug­vits eða hæfi­leika – ekki af því að búa eitt­hvað til – heldur vegna óskamm­feilni og þess að þeir hafa haft betri aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra. Störf hér­lendis eru verð­lögð þannig að þeir fá einna mest í sinn hlut sem færa ann­arra manna fé, að uppi­stöðu líf­eyr­is­sjóðs­pen­inga í eigu almenn­ings, á milli staða. Það er öllu öðru fólki en þeim sem hrær­ast í þeim heimi gjör­sam­lega óskilj­an­leg for­gangs­röð­un.

Þess vegna er það svo óvenju­legt þegar maður eins og Har­aldur Þor­leifs­son ákveður í tíu sek­úndna sím­tali við eig­in­konu sína að borga alla skatt­anna sína til sam­fé­lags­ins sem hann telur sig skulda fyrir mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu og annan stuðn­ing. Skatt­arnir fara nefni­lega í að reka það sam­fé­lag og gefa fólki eins og Har­aldi, sem raun­veru­lega skap­aði verð­mæti en færði ekki bara pen­inga frá A til Tortóla, tæki­færi. 

Við værum á mun betri stað ef fleiri nálg­uð­ust veru­leik­ann á sama hátt og hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari