Mun tæknin taka yfir starfið mitt?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um óttann við að sjálfvirkni, gervigreind og/eða vélmenni (róbótar) muni taka yfir störf.

Auglýsing

Það hefur mikið verið rætt um færni og þekk­ingu á atvinnu­mark­aði og hversu mik­il­vægt það er að fólk upp­færi þekk­ingu sýna t.d. með því að fara á nám­skeið, bæti við sig námi eða nái sér í ann­ars konar þekk­ingu á net­inu.

Eitt­hvað hefur bólað á ótta við að sjálf­virkni, gervi­greind og/eða vél­menni (ró­bót­ar) muni taka yfir störf og þá sér­stak­lega þau störf sem fel­ast í ein­hvers konar end­ur­tekn­ingu. Til þess að meta líkur á að starfs­stéttir muni "lifa af" gervi­greind og róbóta hefur t.d. verið búin til eft­ir­far­andi vef­síða til að fólk geti metið hvar það stend­ur, enda eru lík­lega margir að velta fyrir sér hver fram­tíð starfa þeirra verði á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Vef­síðan er sett fram til gam­ans, en hér gildir alveg gamla góða mál­tæk­ið: Öllu gríni fylgir nokkur alvara.

Góðu frétt­irnar eru þess­ar. World Economic Forum spáir, þvert á það sem fólk held­ur, að mun fleiri ný störf skap­ast en tap­ast. Þau spá því að það muni verða fjölgun um 58 milljón störf vegna sjálf­virkni og byggja þá spá meðal ann­ars á því sem hefur gerst í fyrri iðn­bylt­ing­um. Þau vilja meina að þessi nýju störf séu blanda af störfum sem krefj­ast meiri mennt­unar (2/3 hluti) og þeirra sem krefj­ast minni mennt­unar (1/3 hlut­i).

Auglýsing

Þessi nýju störf munu mörg hver kalla á ýmsa nýja færni. Skap­andi hugs­un, til­finn­inga­greind, færni til að leysa flókin vanda­mál, gagn­rýna hugs­un, hönn­un, for­rit­un, leið­toga­hæfni og margt fleira verið nefnt sem færni sem fólk ætti að til­einka sér til að eiga séns á að eiga far­sæla fram­tíð á atvinnu­mark­aði. En þetta er langt frá því að vera tæm­andi listi.

Ljóst er að við lifum á tímum mik­illa tækni­breyt­inga og mörg störf munu breyt­ast tölu­vert á næsta ára­tug. Þess vegna þurfum við að hafa eft­ir­far­andi í huga.

  • Allir á atvinnu­mark­aði þurfa að sinna sí- og end­ur­menntun sem aldrei fyrr.
  • Mennta­stofn­anir þurfa að aðlaga sig breyttum þörfum á atvinnu­mark­aði.
  • Stjórn­endur ættu að hvetja starfs­fólk sitt til að ná sér í aukna menntun eða færni, sér­stak­lega það starfs­fólk sem vitað er að muni innan fárra ára „fasast út" vegna tækni­legra breyt­inga.

Höf­undur er í vís­inda- og tækni­ráði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar