Opið ákall til heilbrigðisráðherra á degi líkamsvirðingar 2021

Höfundur er formaður Samtaka um líkamsvirðingu kallar eftir enn árangursríkari og skaðaminni lýðheilsustefnu með tilliti til holdafars.

Auglýsing

Föstu­dag­inn 13. mars 2020, á árlegum degi lík­ams­virð­ing­ar, fór af stað lok­aður hópur á Face­book fyrir þolendur fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. Til­gangur hans var að vera vett­vangur fyrir þolendur til að deila reynslu sinni og sýna fram á að fitu­for­dómar og mis­munun vegna þeirra innan íslensks heil­brigð­is­kerfis sé kerf­is­bundið vanda­mál og því þurfi kerf­is­bundnar aðgerðir til að rífa vand­ann upp með rót­um. Í dag, ári síð­ar, birtum við þessar sögur opin­ber­lega.

Í leið­inni vilja Sam­tök um lík­ams­virð­ingu lýsa yfir áhyggjum af sjúk­dómsvæð­ingu holda­fars og aðgerð­ar­leysi vegna fitu­for­dóma og mis­mun­unar innan íslensks heil­brigð­is­kerfis og í stefnu­mótun Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Við teljum slíkar áherslur ekki sam­ræm­ast þeirri gagn­reyndu þekk­ingu sem til er og að skortur sé á þver­fræði­legri nálgun með heild­ar­sýn að leið­ar­ljósi til að koma í veg fyrir að inn­grip valdi óþarfa skaða. Í til­efni dags­ins birtum við því einnig ítar­lega og fræði­lega umfjöllun þar sem kafað er nánar ofan í skað­semi ríkj­andi nálg­unar að heilsu­fari og holda­fari sem kall­ast hin þyngd­ar­mið­aða nálg­un. Einnig er farið yfir þyngd­ar­hlut­lausa nálgun að heilsu­fari sem er talin hafa minni skaða og meiri árangur í för með sér. Við teljum þessa fræði­legu umfjöllun nauð­syn­lega til að geta sett reynslu­sög­urn­ar  í rétt sam­hengi. Umfjöll­un­ina ásamt reynslu­sög­unum og lista yfir til­lögur og kröfur að úrbótum má finna hér.

Auglýsing
Ákallið í heild sinni á erindi til allra Íslend­inga. Skv. nýj­ustu tölum telj­ast 27% þjóð­ar­innar til­heyra offitu­flokki skv. BMI. Ef við erum ekki sjálf feit eigum við öll ætt­ingja, vini og vinnu­fé­laga sem eru það. Fólk sem okkur þykir vænt um og sem við viljum sjá lifa lífi sínu án áreit­is, for­dóma, jað­ar­setn­ingar og með aðgengi að nauð­syn­legri og gagn­reyndri heil­brigð­is­þjón­ustu ef á reyn­ir. Algengur mis­skiln­ingur um lík­ams­virð­ing­ar­bar­átt­una er að hún snú­ist ein­göngu um útlit. Í ljósi þess að talið er að reynsla af fitu­for­dómum nái að útskýra þriðj­ung lífstíl­skvilla meðal feitra og auki líkur á ótíma­bærum dauða um 60% er hún hins­vegar brýnt lýð­heilsu­mál.

Við viljum sér­stak­lega hvetja heil­brigð­is­stétt­ir, nem­endur í heil­brigð­is­vís­ind­um, stjórn­endur heil­brigð­is­stofn­ana, ráða­fólk sem tekur ákvarð­anir um lýð­heilsu­að­gerðir og fjár­magn til þeirra, t.d. á Alþingi og í sveita­stjórn­um, auk fjöl­miðla að kynna sér umfjöll­un­ina. 

Við verðum að fara að horfast í augu við þá stað­reynd að rétt eins og stríðið gegn fíkni­efnum hefur stríðið gegn offitu mislukk­ast hrapal­lega og að grípa þurfi til skaða­minnk­andi aðgerða áður en skað­inn verður meiri og alvar­legri. Við verðum að fara að taka frá­sagnir feits fólks þegar það lýsir þeim for­dómum og mis­munun sem það verður fyrir í dag­legu lífi grafal­var­lega og við þurfum að skapa lík­ams­virð­ing­ar­vænt sam­fé­lag sem gerir öllum lík­ömum kleift að þríf­ast óháð lög­un, útliti eða stærð. Við höfum til of mik­ils að vinna til að gera það ekki og of miklu að tapa til að halda áfram á núver­andi braut.

Það er ein­læg von og trú Sam­taka um lík­ams­virð­ingu að þetta opna ákall verði upp­hafið á enn árang­urs­rík­ari og skaða­minni lýð­heilsu­stefnu með til­liti til holda­fars, sem og lík­ams­virð­ing­ar­vænna sam­fé­lags. Sér­stakar og auð­mjúkar þakkir fá þeir þolendur og eft­ir­lif­endur þolenda sem treystu okkur fyrir frá­sögnum sín­um. Við vonum að okkur hafi tek­ist að gera þeim góð og virð­ing­ar­verð skil.

Höf­undur er for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar