Opið ákall til heilbrigðisráðherra á degi líkamsvirðingar 2021

Höfundur er formaður Samtaka um líkamsvirðingu kallar eftir enn árangursríkari og skaðaminni lýðheilsustefnu með tilliti til holdafars.

Auglýsing

Föstu­dag­inn 13. mars 2020, á árlegum degi lík­ams­virð­ing­ar, fór af stað lok­aður hópur á Face­book fyrir þolendur fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. Til­gangur hans var að vera vett­vangur fyrir þolendur til að deila reynslu sinni og sýna fram á að fitu­for­dómar og mis­munun vegna þeirra innan íslensks heil­brigð­is­kerfis sé kerf­is­bundið vanda­mál og því þurfi kerf­is­bundnar aðgerðir til að rífa vand­ann upp með rót­um. Í dag, ári síð­ar, birtum við þessar sögur opin­ber­lega.

Í leið­inni vilja Sam­tök um lík­ams­virð­ingu lýsa yfir áhyggjum af sjúk­dómsvæð­ingu holda­fars og aðgerð­ar­leysi vegna fitu­for­dóma og mis­mun­unar innan íslensks heil­brigð­is­kerfis og í stefnu­mótun Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Við teljum slíkar áherslur ekki sam­ræm­ast þeirri gagn­reyndu þekk­ingu sem til er og að skortur sé á þver­fræði­legri nálgun með heild­ar­sýn að leið­ar­ljósi til að koma í veg fyrir að inn­grip valdi óþarfa skaða. Í til­efni dags­ins birtum við því einnig ítar­lega og fræði­lega umfjöllun þar sem kafað er nánar ofan í skað­semi ríkj­andi nálg­unar að heilsu­fari og holda­fari sem kall­ast hin þyngd­ar­mið­aða nálg­un. Einnig er farið yfir þyngd­ar­hlut­lausa nálgun að heilsu­fari sem er talin hafa minni skaða og meiri árangur í för með sér. Við teljum þessa fræði­legu umfjöllun nauð­syn­lega til að geta sett reynslu­sög­urn­ar  í rétt sam­hengi. Umfjöll­un­ina ásamt reynslu­sög­unum og lista yfir til­lögur og kröfur að úrbótum má finna hér.

Auglýsing
Ákallið í heild sinni á erindi til allra Íslend­inga. Skv. nýj­ustu tölum telj­ast 27% þjóð­ar­innar til­heyra offitu­flokki skv. BMI. Ef við erum ekki sjálf feit eigum við öll ætt­ingja, vini og vinnu­fé­laga sem eru það. Fólk sem okkur þykir vænt um og sem við viljum sjá lifa lífi sínu án áreit­is, for­dóma, jað­ar­setn­ingar og með aðgengi að nauð­syn­legri og gagn­reyndri heil­brigð­is­þjón­ustu ef á reyn­ir. Algengur mis­skiln­ingur um lík­ams­virð­ing­ar­bar­átt­una er að hún snú­ist ein­göngu um útlit. Í ljósi þess að talið er að reynsla af fitu­for­dómum nái að útskýra þriðj­ung lífstíl­skvilla meðal feitra og auki líkur á ótíma­bærum dauða um 60% er hún hins­vegar brýnt lýð­heilsu­mál.

Við viljum sér­stak­lega hvetja heil­brigð­is­stétt­ir, nem­endur í heil­brigð­is­vís­ind­um, stjórn­endur heil­brigð­is­stofn­ana, ráða­fólk sem tekur ákvarð­anir um lýð­heilsu­að­gerðir og fjár­magn til þeirra, t.d. á Alþingi og í sveita­stjórn­um, auk fjöl­miðla að kynna sér umfjöll­un­ina. 

Við verðum að fara að horfast í augu við þá stað­reynd að rétt eins og stríðið gegn fíkni­efnum hefur stríðið gegn offitu mislukk­ast hrapal­lega og að grípa þurfi til skaða­minnk­andi aðgerða áður en skað­inn verður meiri og alvar­legri. Við verðum að fara að taka frá­sagnir feits fólks þegar það lýsir þeim for­dómum og mis­munun sem það verður fyrir í dag­legu lífi grafal­var­lega og við þurfum að skapa lík­ams­virð­ing­ar­vænt sam­fé­lag sem gerir öllum lík­ömum kleift að þríf­ast óháð lög­un, útliti eða stærð. Við höfum til of mik­ils að vinna til að gera það ekki og of miklu að tapa til að halda áfram á núver­andi braut.

Það er ein­læg von og trú Sam­taka um lík­ams­virð­ingu að þetta opna ákall verði upp­hafið á enn árang­urs­rík­ari og skaða­minni lýð­heilsu­stefnu með til­liti til holda­fars, sem og lík­ams­virð­ing­ar­vænna sam­fé­lags. Sér­stakar og auð­mjúkar þakkir fá þeir þolendur og eft­ir­lif­endur þolenda sem treystu okkur fyrir frá­sögnum sín­um. Við vonum að okkur hafi tek­ist að gera þeim góð og virð­ing­ar­verð skil.

Höf­undur er for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar