Seldi fyrirtækið sitt til Twitter og ætlar að greiða alla skatta af sölunni á Íslandi

Haraldur Þorleifsson segir að íslenska velferðarkerfið hafi gefið honum tækifæri til að dafna. Hann ætlar að greiða alla skatta af sölu Ueno hérlendis til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Auglýsing

Har­aldur Þor­leifs­son, stofn­andi Ueno, segir að allir skattar sem greiddir verði vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter verði greiddir á Ísland­i. 

Í stöðu­upp­færslu á Twitt­er, sem er á ensku, segir Har­aldur að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­tekju­fólk. Auk þess glími hann við alvar­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­þjón­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Þess vegna sé hann stoltur að greina frá því að allir skattar sem verða greiddir vegna söl­unnar á Ueno, sem er tækni- og hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem Har­aldur stofn­aði utan um verk­efna­vinnu árið 2014, verði greiddir á Íslandi til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.

Auglýsing
Greint var frá því í byrjun árs að sam­fé­lags­miðlinn Twitter hefði fest kaup á Ueno. Það gerði Dantley Dav­is, hönn­un­­ar­­stjóri Twitt­er, í stöðu­upp­færslu á miðl­inum sjálf­um. 

Ueno hefur verið með starf­­semi í San Francisco, New York og Los Ang­el­es, auk skrif­­stofu í Reykja­vík, og hefur stækkað hratt á síð­­­ustu árum.

Fyr­ir­tækið hefur sinnt verk­efnum fyrir fjöl­­mörg stór­­fyr­ir­tæki, til dæmis Goog­le, Apple og Face­book, auk Air­BnB, Slack, Uber og fjölda ann­­arra.

­Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu Davis munu Har­aldur og aðrir starfs­­menn Ueno ganga til liðs við hönn­un­­ar- og rann­­sókna­­deild Twitt­er, eftir að hafa áður sinnt verk­efnum fyrir sam­­skipta­mið­il­inn sem verk­tak­­ar.

Kaup­verðið í þessum við­­skiptum hefur ekki verið gefið upp, en Ueno velti yfir tveimur millj­­örðum króna árið 2019. 

Í frétt tækn­i­mið­ils­ins TechCrunch var haft eftir tals­­manni Twitt­er, þegar greint var frá kaup­un­um, að Ueno muni ljúka verk­efnum sínum fyrir aðra við­­skipta­vini á næstu vik­­um. 

Síðan muni Twitter hitta alla núver­andi starfs­­menn Ueno til þess að kynn­­ast þeim og sjá hvar og hvort þeir muni passa inn í starf­­semi Twitt­er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent