Karlmaður á sextugsaldri í haldi vegna skotárásar á bíl borgarstjóra

Lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn hennar á skotárásum á bíl Dags B. Eggertssonar og á húsnæði Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Karl­maður á sex­tugs­aldri er í haldi Lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tengslum við rann­sókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bif­reið borg­ar­stjóra og hús­næði Sam­fylk­ing­ar­innar á dög­un­um. 

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni segir að málið sé litið mjög alvar­legum augum og hefur rann­sókn þess verið í algjörum for­gangi hjá emb­ætt­inu.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í vik­unni byssu­kúlur hafi fund­ist í hurð­inni á bíl í eigu fjöl­­skyldu Dags B. Egg­erts­­sonar borg­­ar­­stjóra um síð­ustu helgi.

Dagur sagði í við­tali við RÚV að það væri „höggvið ansi nærri manni þegar heim­ilið er ann­­ars veg­­ar, því þar býr ekki bara ég heldur fjöl­­skylda mín og krakk­­arn­ir“

­Borg­­ar­­stjóri sagð­ist í við­tal­inu hafa tekið eftir skot­­götum á fjöl­­skyld­u­bif­­reið­inni síð­­asta laug­­ar­dag, er hann var að ganga inn í bíl­inn. Lög­­regla hafi síðan fengið bíl­inn í hend­­ur, tekið hann til rann­­sóknar og fundið kúlur inni í hurð­inn­i. 

Dagur sagði enn fremur í við­tal­inu að ekki liggi nákvæm­­lega ljóst fyrir hvenær skotið var á bíl­inn eða hvort bíll­inn hafi þá staðið fyrir utan heim­ili hans. Þessir hlutir væru á meðal þess sem lög­­regla rann­saki nú.

Árás­irnar hafa verið for­dæmdar þverpóli­tískt. 

Ólafur Guð­­munds­­son vara­­borg­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem lét þau orð falla í athuga­­semda­­kerfi Vísis eftir að málið kom upp að borg­­ar­­stjóri ætti að byrja á sjálfum sér, bylt­ingin væri „komin heim“ og því ætti borg­­ar­­stjór­inn bara að taka, vék í gær úr þremur ráðum borg­­ar­innar vegna orða sinna.

Ólafur mun ekki lengur vera vara­­maður í skipu­lags- og sam­­göng­u­ráði, öld­unga­ráði og inn­­­kaupa- og fram­­kvæmda­ráði Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. Þrátt fyrir það verður hann áfram vara­­borg­­ar­­full­­trúi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent