Ólafur geldur orða sinna og víkur úr ráðum borgarinnar

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mun ekki sitja áfram sem varamaður í þremur ráðum borgarinnar, vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á bíl borgarstjóra í gær. Hann segist þó áfram verða varaborgarfulltrúi.

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi mun víkja sem varamaður í þremur ráðum borgarinnar vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á bíl borgarstjóra.
Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi mun víkja sem varamaður í þremur ráðum borgarinnar vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á bíl borgarstjóra.
Auglýsing

Ólafur Guð­munds­son vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem í gær­kvöldi lét þau orð falla í athuga­semda­kerfi Vísis um skotárás á bíl borg­ar­stjóra að borg­ar­stjóri ætti að byrja á sjálfum sér, bylt­ingin væri „komin heim“ og því ætti borg­ar­stjór­inn bara að taka, mun víkja úr þremur ráðum borg­ar­innar vegna orða sinna.

Þetta kom fyrst fram á Vísi og var haft eftir odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Eyþóri Arn­alds. Ólafur mun ekki lengur vera vara­maður í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, öld­unga­ráði og inn­kaupa- og fram­kvæmda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar. Þrátt fyrir það verður hann áfram vara­borg­ar­full­trúi, en það segir hann sjálfur í sam­tali við RÚV.

„Brí­erí“ og „eðli Face­book“

Ólafur hefur eytt athuga­semd sinni í dag, en þurft að svara fyrir orð sín, sem víða hafa verið harð­lega gagn­rýnd. Hann sagði við Mann­líf í morgun að hann hefði látið orð sín falla „í brí­eríi rétt fyrir svefn­inn“, þau hefðu verið mis­tök og að umræða um afsögn hans sem vara­borg­ar­full­trúa ætti ekki rétt á sér.

Ummæli Ólafs um skotárás á bíl borgarstjóra vöktu furðu margra.

Við RÚV sagði Ólafur fyrir að orð sín hefðu verið óheppi­leg mis­tök. „Þetta var í gær­kvöldi rétt áður en ég fór að sofa. Þetta er auð­vitað eðli Face­book og maður getur gert mis­tök,“ sagði Ólaf­ur. Hann hefur sent borg­ar­stjóra afsök­un­ar­beiðni, að eigin sögn.

Ummælin for­dæmd

Fjöl­margir, kjörnir full­trúar og aðr­ir, hafa for­dæmt orð Ólafs í dag, en með þeim virt­ist hann rétt­læta skotárás á einka­bíl borg­ar­stjóra.

Auglýsing

„Hafi það verið ein­hverjum vafa und­ir­orp­ið, þá for­dæmi ég þessi dap­ur­legu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að fólk geti tekið þátt í póli­tískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða frið­helgi heim­ilis og fjöl­skyldu rof­in,“ sagði Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks á Twitter í dag.

For­sætis­nefnd for­dæmir nýlegar árásir

For­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borgar kom saman í dag og ræddi um nýlegar árásir á höf­uð­stöðvar stjórn­mála­flokka og bif­reið borg­ar­stjóra. Þær eru for­dæmd­ar, í bókun sem for­sætis­nefnd sam­þykkti á fundi sínum og litnar mjög alvar­legum aug­um.

„Því miður hafa marg­ir kjörn­ir full­­trú­ar áður fengið hót­­an­ir vegna starfa sinna. Allt slíkt of­beldi er aðför að okk­ar frjálsa, lýð­ræð­is­­lega sam­­fé­lagi og með öllu óá­­sætt­an­­legt. For­­seta er falið að ræða við borg­­ar­­rit­­ara og lög­­­reglu­yf­­ir­völd og grípa til nauð­syn­­legra ráð­staf­ana til að tryggja ör­yggi kjör­inna full­­trúa. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna full­­trúa og frið­helgi einka­lífs þeirra virt. Við vilj­um ekki sam­­fé­lag þar sem fólk sem helg­ar sig sam­­fé­lags­­mál­um þurfi að ótt­­ast um ör­yggi sitt,“ seg­ir í bók­un­ for­sætis­nefnd­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Arnalds
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
Kjarninn 14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent